Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 39 Stjöriiu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag ætla ég að fjalla um Krabbamerkið (21. júní—22. júlí). Einungis er fjallað um hið dæmigerða fyrir merkið og eru lesendur minntir á að hver maður bar einkenni frá nokkrum stjömumerkjum. Það sem átt er við er að þó lesendur þekki mann í Krabbamerkinu, má rekja sumt í fari hans til annars merkis og einnig geta önnur merki dregið úr krabbaáhrif- um eða breytt þeim. Tilfinningamerki Eins og margir vita er Krabb- inn frumkvætt og innhverft tilfmningamerki. Það þýðir að Krabbar geta tekið frum- kvæði í margvíslegum málum en eru eigi að síður varkárir og hlédrægir að eðlisfari. Auk þess eru þeir tilfinninga- ríkir og næmir. Augu Hinn dæmigerði Krabbi hef- ur sérstök augu. Þau eru gjaman eilítið dreymin og rök, stundum fljótandi af vatni, einnig hlý, varkár og feimnisleg. Það síðasttalda getur gert að Krabbinn er stundum flóttalegur til augn- anna. A.m.k. skýlir hann oft augunum eða lftur undan þegar þú talar við hann. Kannski er hann hræddur við að þú sjáir inn í sálina eða getir lesið hugsanir hans. FrumkvœÖi Þrátt fyrir feimni em Krabb- amir oft duglegir að koma sér áfram. Enda em þeir hagsýnir og séðir. Reynslan sýnir a.m.k. að Krabbar sitja oft í stjóm félaga og era tíðir gestir í forystusætum stjóm- mála. Ábyrgir Ég held að ástæðan fyrir því hversu áberandi Krabbar em oft í stjómunarstörfum sé hugsanlega sú að þeir séu innst inni metnaðargjamir (?), en ömgglega af þvf að þeir hafa sterka ábyrgðar- kennd og virðast fyrir vikið traustvekjandi. BakviÖ skelina Auk þess sem framan greinir em Krabbar iðulega hlýlegir í viðmóti, eða þú finnur að bakvið stundum hrjúft yfir- borðið slær hlýtt hjarta sem vill vel. Öðmm merkjum er því oft vel við Krabbann. Við finnum að hér er á ferð mað- ur með stórt hjarta og við eigum til að vorkenna honum fyrir að þurfa að burðast með allar þessar tilfinningar. Vanmetinn Þó Krabbar séu frægir fyrir það að sækjast eftir öryggi og elska dýr, böm, gróður og húsið sitt, eða vilja vera í nánum tengslum við náttúr- una og undirstöðuþætti lífsins, spjara margir þeirra sig vel í áhættusömum við- skiptum. Og þá er ég kominn að því sem ég vildi hafa sagt í dag. Krabbinn er vanmetið merki. Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að Krabb- ar em lítið fyrir að betja sér á bijóst og kalla af hús- þökum: „Hér er ég, er ég ekki klár?“ Krabbinn fer því sína leið án þess að aðrir taki eftir. Seigur nagli Og hvemig skyldi hinn raun- vemlegi Krabbi vera? Það vita fáir, þvf skelin er þykk. Staðreyndir sýna hins vegar að Krabbinn er séður. Skýrsl- ur sýna að þeir detta sjaldan og em seigir þegar á reynir. Það má t.d. færa fyrir því rök að Krabbinn hefur af öll- um merlg'um mesta úthaldið og seigluna. Hann virðist mislyndur, hlédrægur og feiminn en býr í raun yfir innri hörku og fmmkvæði. Þegar hann ætlar sér. GARPUR GRETTIR DYRAGLENS UOSKA NEI, ÉG ER VISS \ ’g UMAOlPÓVILT ) = þETTA VARÓVENTULEö- UK. SÖLU - AV’iÐUR FERDINAND 1987 Uniiéd’tealure SynOicate, inc. 7796 SMAFÓLK UIMENTME LUINP 15, BL0WIN6, TMEV CAN T MEAR PREPATOR5.. -er . . /o-zl Vindurinn er erfiður dýr- Mörg dýr voga sér ekki Þegar vindur blæs heyra Hann feykir líka af manni unum i eyðimörkinni. út úr holunum þegar hann þau ekki til rándýranna. hattinum! blæs. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Bretar hafa gert töluvert af jví að gera sjónvarpsþætti um brids. Hafa þættimir notið mik- illa vinsælda og náð langt út fyrir hóp gallharðra bridsáhuga- manna. Síðasta þáttaröðin var tekin um borð í skemmtiferða- skipi þar sem fylgst var með rúbertubrids fjögurra heims- )ekktra spilara. „Leikaramir" §órir vom Robert Sheehan, Bretlandi, Christian Mari, Frakklandi, Arturo Franco, ít- alíu, og Zia Mahmood, Pakistan. Spil dagsins kom upp í sjóferð- inni. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 862 V 10654 ♦ ÁK87 ♦ D7 BRIDS Vestur ♦ K1075 ♦ DG96 ♦ K9643 Austur ♦ D9 ♦ D32 ♦ 105432 ♦ ÁG8 Suður ♦ ÁG43 VÁKG987 ♦ - ♦ 1052 Sheehan var með spil suðurs og varð sagnhafi i fjóram hjört- um eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður — — 1 hjarta ss 2hjörtu Pass 4 hjörtu 3s Pass Pass Með spaða eða laufi út hefði Sheehan átt litla möguleika. En af skiljanlegum ástæðum spilaði vestur út tíguldrottningu. Sheehan valdi réttilega að henda tveimur spöðum niður í ÁK í tígli. Spilaði svo hjarta á ásinn. Tromplegan setti strik í reikninginn, því engin greið leið var inn á blindan til að svína fyrir trompdrottninguna. Sheehan spilaði laufi og vest- ur féll í þá gryfju að stinga upp kóngnum og spila meira laufí. Sheehan gat þá trompað þriðja laufið og notað innkomuna til að svfna í trompinu. En AV áttu fallega vöm. Austur verður að taka fyrsta laufslaginn og spila spaða- drottningu. Best er að dúkka, en austur spilar samt spaða áfram. Vestur drepur svo seinni laufslaginn, spilar spaðakóng og gefur austur færi á að henda laufgosanum!! Þá kemst. sagn- hafí ekki hjá því að gefa slag á hjarta. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Búdapest í vor kom þessi staða upp í skák v-þýzka stórmeistarans Ralf Lau, sem hafði hvítt og átti leik, og alþjóðlega meistarans Georg Danner, Austurríki. i sB ■a W.lWÆt H m. ■ ■ H jR I__I_S A Þar sem hvíti hrókurinn á g4 stendur í uppnámi þarf ekki mikinn snilling til að finna eina leik hvfts í stöðunni: 28. Hxe5! - dxe5, 29. Bxf6+ - Kf8, 30. Bh7! og svartur gafst upp, því hann er óveijandi mát. Ung- verski stórmeistarinn Lukacs sigraði á mótinu. Hann hlaut 9 Vzv. af 13 mögulegum, en Lau varð að láta sér nægja annað sætið með 9 v. Það var á þessu sama mótí í fyrra sem hann náði mikilvægum áfanga að stórmeist- aratitli sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.