Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 Fjármál hins opinbera eftir Jóhann Rúnar Björgvinsson I. Inngangur Tilgangur þessarar greinar er að meta heildaráhrif fjármála hins opinbera á efnahagslífið. Við könnun á slíkum áhrifum er nauð- synlegt að drag fram einhveijar visbendingar sem gefa til kynna slík áhrif. Eðilegast virðist að reikningur hins opinbera sé notað- ur í þvi sambandi. Það er þvi æskilegt aö sá reikningur sé þann- ig úr garði gerður, fyrir utan það að sýna okkur útgjalda- og tekju- strauma hins opinbðra, að á einfaldan hátt sé hægt að lesa úr honum ýmsar vísbendingar sem með aðstoð mismunandi skil- greindra sambanda sýni okkur hin fjölmörgu áhrif hins opinbera á efnahagslífið, s.s. á vöru- og þjón- ustumarkaðinn og á lánsfjármark- aðinn. Hefðbundinn reikningur gæti litið út eins og sá i töflu 2. II. Ahrif hins opinbera á efnahagslífið í fyrsta lagi viljum við kanna áhrif hins opinbera á vöru- og þjónustu- markaðinn og þá aðallega á magn- og verðbreytingar á honum. í öðru lagi viljum við kanna áhrif hins opin- bera á lánsfjármarkaðinn og þá aðallega á vexti og framboð lána. 1. Vöru- og þjónustumarkaðurinn samanstendur að sjálfsögðu af ótal mörkuðum. Til einföldunar má hugsa sér að ríkjandi sé ákveðið eftirspum- armunstur eftir vöru og þjónustu, og sömuleiðis ákveðið mögulegt fram- boðsmunstur. Þessi tvö munstur falla að öllum líkindum ekki saman, þ.e.a. s. á sumum mörkuðum ríkir jafnvægi milli framboðs og eftirspumar en á öðmm er eftirspumin meiri eða minni en framboðið. Þáttur hins opinbera í þessu eftir- spumarmunstri er tvíþættur. í fyrsta lagi er eftirspum hins opinbera hluti af þessu munstri. Og í öðru lagi hef- ur hið opinbera óbein áhrif á eftir- spumarmunstur einkaaðila með tilfærslum, skattlagningum og lána- starfsemi sinhi. Nú setur hið opinbera fram fjár- lög, þ.e. yfírlýsingu um hvaða vömr og þjónustu það hyggst kaupa á næsta ári, hvemig það hyggst haga tilfærslum sínum og hvemig það hyggst fjármagna þá starfsemi. Slík áform geta verið mjög í samræmi við fyrri starfsemi (beint og óbeint). Þá geta þau vikið nokkuð frá hinni fyrri, sem hefði í för með sér breytingu á eftirspum á ýmsum vöm- og þjón- ustumörkuðum. Sú staðreynd gæti slegið út á mismunandi vegu eftir eðli og ástandi viðkomandi markað- ar. I sumum tilfellum yrði um verðbreytingu að ræða, í öðrum að- eins magnbreytingu, og á enn öðmm bæði verð- og magnbreytingu. (Þá er einnig inn í myndinni bæði skammtíma- og langtímaáhrif sem geta verið ólík.) Hvaða áhrif þetta hefur á markað- inn í heild og innbyrðis samsetningu hans er áhugavert að kanna. 2. Á sama hátt og að ofan má til einföldunar hugsa sér að ríkjandi sé ákveðin eftirspum eftir lánsfjár- magni og sömuleiðis ákveðið mögu- legt framboð (ex-ante í báðum tilvikum). Eftirspum og framboð em ekki nauðsynlega í jafnvægi. Ef vext- ir em algjörlega frjálsir og nauðsyn- leg markaðsskilyrði fyrir hendi má búast við að jafnvægi ríki. Að öðmm kosti er líklegt að annaðhvort ríki umfram eftirspum eða umfram fram- boð. Eins og í fyrra dæminu er hið opinbera þátttakandi á þessum mark- aði. Ef eftirspum og framboð þess er óbreytt frá fyrri starfsemi skeður ekkert. Ef hins vegar eftirspum og/ eða framboð þess á lánsfjármarkaðn- um breytist má búast við einhveijum breytingum, allt eftir eðli, ástandi og „Mín skoðun er sú að vill- andi sé að líta á lánsfjár- þörfina seni mælikvarða á eyðslu. Hún sýnir fyrst og fremst væntanlega eftir- spurn hins opinbera eftir lánsfé og ef slík eftirspurn beinist á innlendan lánsfjár- markað, og Seðlabanki rekur aðhaldssama peninga- stefnu, er líklegt að slík eftirspum dragi úr mögu- leikum annarra til öflunar lánsfjár, þ.e.a.s. lánsfjárþörf hins opinbera dregur úr möguleikum annarra til eyðslu og því úr hugsanlegri þenslu.“ stjóm markaðsins. í sumum tilfellum mundu vextir aðeins breytast, í öðr- um aðeins lánsflármagnið og í enn öðrum bæði vextir og lánsfjármagnið. Þá eru líkleg ýmiss hliðaráhrif eins og útilokunaráhrif. Með greiningu á lánsflármarkaði og þátttöku hins opinbera á þeim markaði má leiða líkur að því hvaða áhrif hið opinbera hefur á vexti, spamað og lánamöguleika einkaaðila. III. Hvernig hefur hið opinbera áhrif á efna- hagslífið? Við könnun á áhrifum hins opin- bera á áðumefnda markaði má til einföldunar kljúfa fjármál þess niður í eftirfarandi fjóra þætti, þ.e. í út- gjöld, skatttekjur, lánveitingar og lántökur. Verður hér fjallað um hvem þátt fyrir sig. (1)1. Útgjöld hins opinbera saman- standa annars vegar af beinum útgjöldum til kaupa á vöru og þjón- ustu, þ.e. samneyslu- og fjárfesting- arútgjöldum, og hins vegar af tilfærsluútgjöldum, þ.e. tekju-, fram- leiðslu- og fjármagnstilfærslum til heimila, samtaka og fyrirtækja. Þá eru vaxtaútgjöld sem hafa nokkra sérstöðu þar sem þau eru greiðsla fyrir lánsfjármagn og eiga ekki beint heima með fyrmefndum útgjöldum. Breytingar á þessum útgjöldum hafa mjög líklega ólík áhrif á vöru- og þjónustumarkaðinn. Til dæmis getur tiltekin aukning í samneysluút- gjöldum beinst í mismunandi mæli að ákveðnum þjónustu- (vinnuafls-) og/eða vörakaupum. Þá getur hún beinst í mismunandi mæli að inn- lendri og erlendri framleiðslu. Einnig hafa samneysluútgjöld mjög líklega önnur áhrif en t.d. tekjutilfærslur til heimilanna, þar sem búast má við að hluti tilfærslnanna sé sparaður og að þær notist til eftirspumar á ann- arskonar mörkuðum. Sömu sögu er að segja um ákveðna aukningu í fjár- festingarútgjöldum. Þau geta beinst að mismunandi þjónustu- og vöra- flokkum og verið mismunandi inn- flutningsteygin. Framleiðslustyrkir hafa áhrif á framleiðslu fyrirtækja og þar með á heildarframboðsmunstrið. Til einföld- unar má líta á þá sem ákveðna eftirspum eftir viðkomandi fram- leiðslu, á svipaðan hátt og samneyslu- útgjöld. Fjármagnstilfærslur beinast aðallega að fjárfestingu.s.s. í hús- byggingum og í menntun. Þær hafa líklega áhrif á mjög ólíka markaði, eins og ofangreind dæmi gefa til kynna. Af þessari upptalningu sést að samsetning útgjaldabreytinga hefur veralega þýðing^u fyrir endanleg áhrif þeirra, að gefnu ákveðnu mögulegu framboðsmunstri. 2. Skattar hins opinbera greinast í tvo meginflokka, þ.e. beina skatta og óbeina skatta. Beinir skattar hafa bein áhrif á upphæð ráðstöfunar- tekna einkaaðila. Breyting á beinum sköttum hefur þar af leiðandi áhrif á þær tekjur sem þeir hafa til ráðstöf- unar til kaupa á vöra og þjónustu og til spamaðar. Slík breyting getur komið mismunandi niður á tekjuhópa og haft mismunandi áhrif á eftir- spumarmunstur einkaaðila. Sem dæmi gæti lækkun beinna skatta á hátekjuhópum haft meiri áhrif á eftir- spum „lúxusvara" en lækkun skatta á lágtekjuhópum. Þá getur breyting á beinum sköttum haft áhrif á spam- að einkaaðila eins og áður segir og sömuleiðis á eftirspum þeirra eftir lánsíjármagni. Óbeinu skattamir leggjast á vörar og þjónustu og gera þær dýrari en ella í flestum tilfellum og draga þann- ig úr kaupmætti einkaaðila. Mjög erfítt er að meta þau áhrif sem breyt- ingar á óbeinum sköttum hafa á vöra- og þjónustumarkaðinn. í fyrsta lagi gæti breyting sem fæli í sér mismun- andi álagningu óbeinna skatta á mismunandi þjónustu- og vöraflokka haft í för með sér að eftirspumar- munstrið breyttist, þ.e. eftirspumin færðist frá einum flokki yfír á annan o.s.frv. í öðra lagi, ef gert er ráð fyrir sömu breytingu yfír alla flokka, er líklegt að hún slái mjög mismunandi út milli þjónustu og vöraflokka, allt eftir hvemig verðlagningu einstakra vara eða þjónustu er háttað. f sumum tilfellum gæti breytingin slegið að fullu út í verðinu en í öðram ekki. Slíkt hefði í för með sér breytingu á eftirspumarmunstrinu. í þriðja lagi getur breyting á óbein- um sköttum haft áhrif á spamað einkaaðila og sömuleiðis á eftirspum þeirra eftir lánsfjármagni. Það er ljóst af ofangreindu að skattbreytingar og eðli þeirra hafa veraleg áhrif á eftirspum eftir vöram og þjónustu, bæði í heild og á einstök- um mörkuðum. Hér að ofan hefur aðeins verið rætt um áhrif útgjalda og skatta hins opinbera á vöra- og þjónustumarkað- inn, en ekki má gleyma að þau hafa einnig óbein áhrif á lánsfjármarkað- inn. Breyting á t.d. flármagnstilfærsl- um gæti kallað á breytta eftirspum eftir lánsfé. Þá er líklegt að breyting á sköttum hafí áhrif á eftirspum og framboð einkaaðila eftir lánsflár- magni. 3. Áhrif lánveitinga hins opinbera á eftirspum eftir vöra og þjónustu era nokkuð mismunandi eftir eðli slíkra lánveitinga. Hér skiptir máli hver áhrif lánveitinganna á lána- möguleika einkaaðila verða. Ef hið opinbera er t.d. aðeins miðlari á láns- fjármarkaðnum (þ.e. tekur lán og lánar aftur), og gæti dregið sig úr þeirri starfsemi án þess að það hefði áhrif á hegðan lánsfjármarkaðsins, era áhrif þess á starfsemi vöra- og þjónustumarkaðinn hverfandi. Annað er upp á teningnum ef hið opinbera lánar til aðila sem annars hefðu eng- an eða takmarkaðan aðgang að lánsfjármarkaðnum ella. í slíkum til- vikum hefur hið opinbera áhrif á hegðan þess markaðar og því um leið hugsanleg áhrif á eftirspumar- munstrið eftir vöra og þjónustu. Dæmi um slíkar lánveitingar era lán til húsbyggjenda og námsmanna. 4. Lántökur hins opinbera, eða sala þess á skuldabréfum, hafa mis- munandi áhrif á eftirspum eftir vöra og þjónustu eftir þvf hver lánveitand- inn er. Hér skiptir máli hvort lántakan dregur úr lánamöguleikum einkaaðila eða ekki. Skipta má lántökum upp í flóra flokka eftir lánveitendum. (i) Lántaka ríkissjóðs hjá Seðla- banka hefur lítil áhrif á lánamögu- leika einkaaðila, að því gefnu að Seðlabanki dragi ekki úr möguleikum viðskiptabanka til lánveitinga í sama mæli, og hefur því lítil áhrif á eftir? spum einkaaðila eftir vöra og þjónustu. Verði ekkert að gert má búast við að slíkar lántökur auki framboð peninga, eða grannféð, og gefi viðskiptabönkum möguleika á meiri lánveitingum, sem gætu haft áhrif á vöra- og þjónustumarkaðinn. (ii) Lán frá öðram peningastofn- unum hafa lítil sem engin áhrif á eftirspum einkaaðila eftir vöru og þjónustu ef þeim er mætt með um- fram peningum í eigu þeirra. Ef hins vegar peningastofnanir verða að draga saman lánveitingar sínar til einkaaðila vegna lánveitinga sinna til hins opinbera má búast við minni heildareftirspum eftir vöra og þjón- ustu af þeirra hálfu. (iii) Lán beint frá einkaaðilum hafa mjög líklega samdráttaráhrif á eftirspum þeirra eftir vöra og þjón- ustu. Slík áhrif era nokkuð minni en áhrif af samsvarandi aukningu skatta. Sömuleiðis era þau nokkuð mismunandi eftir stöðu lánveitan- dans. í fyrsta lagi getur lánveitandi lánað af peningum sem hann annars notar ekki til kaupa á efnis- eða pen- ingalegum eignum, slíkir peningar hafa engin áhrif á eftirspumina. í öðra lagi getur lánveitandinn lánað af ráðstöfunartekjum stnum, en það hefur áhrif á heildareftirspum hans eftir vöru og þjónustu. (iv) Lán hins opinbera frá erlend- um aðilum hafa í fyrstu umferð engin áhrif á heildareftirspum einkaaðila, þótt þær geti haft það síðarmeir. Það er þó háð peningastjóm Seðlabank- ans. Við sjáum af ofangreindu að óbein áhrif hins opinbera á vöra- og þjón- ustumarkaðinn, vegna lánastarfsemi sinnar, geta verið mjög mismunandi eftir eðli þeirrar starfsemi. Áhrif þess á lánsflármarkaðinn era mjög háð þeim aðstæðum og þeirri stýringu sem á þeim markaði ríkja. Hér hefur Seðlabankinn stórt hlutverk. Breyt- ingar á lánveitingum og/eða lántök- um hafa að sjálfsögðu áhrif á framboð og/ eða eftirspum eftir láns- fé. Slíkar breytingar geta haft áhrif á vextina og sömuleiðis á lánsfjár- magnið. Þá geta þær haft í för með sér að ýmsir mögulegir lántakendur ýtist út af markaðnum eða að nýir komist inn. IV. Hvað segja þeir jöfnuðir (vísbendingar) sem lesa má úr reikning hins opinbera? Eftirfarandi jöfnuði má lesa úr reikningi hins opinbera eins og hann birtist í töflu 2 í viðauka (að vísu ekki spamað ríkissjóðs). 1. Spamaður ríkissjóðs eða rekstr- aijöfnuður er mismunur rekstrar- tekna og rekstrarútgjalda. Hann gefur til kynna hversu mikið hið opin- bera hefur afgangs úr rekstri til ráðstöfunar til fjárfestingar, bæði efnislegrar og peningalegar. 2. Tekjujöfnuður er hins vegar mismunurinn milli heildartekna og heildarrekstrar og efnislegra útgjalda hins opinbera, eða með öðram orðum peningalegur spamaður þess. Þessi jöfnuður er vísbending um afkomu hins opinbera, þ.e. hversu mikið það leggur einkaaðilum og/eða útlöndum til eða tekur til sín. Eftirfarandi sam- band gildir milli þessara aðila. Telqujöfnuður hins opinbera = peningalegur spamaður einkaaðila + erlent lánastreymi (nettó) + Seðla- banki. Þetta samband sýnir að tekjuhalla hins opinbera verður annaðhvort mætt með peningalegum spamaði einkaaðila og/eða erlendum lántökum (ef ekki seðlaprentun). Hið gagn- stæða á sér stað ef um tekjuafgang er að ræða, þ.e. hið opinbera kaupir þá af þessum aðilum verðbréf nettó. 3. Hrein lánsfjárþörf sýnir hversu mikið fé (nettó) hið opinbera þarf að taka að láni frá öðram aðilum til að standa straum af öllum útgjöldum sínum, þar meðtöldum lánveitingum nettó, þ.e. hver sé hin hreina eftir- spum þess eftir lánsfé. Vel má spyija hversu góðar vísbendingar ofangreindir jöfnuðir séu um áhrif hins opinbera á efna- hagslífið, s.s. á vöra- og þjónustu- markaðinn og á lánsfjármarkaðinn. í fljótu bragði virðast þeir frekar miða að því að sýna afkomu hins opinbera en áhrif þess á efnahagslífið. Vænlegra virðist að kljúfa fjármál hins opinbera niður eins og gert er í kafla III og kanna áhrif þeirra með þeim hætti. Á þann hátt er betur hægt að sjá hvemig hið opinbera hefur áhrif á eftirspum eftir vöra og þjónustu innanlands, hvort það hafí þenslu eða samdráttaráhrif. En þá hafa t.d. útgjöld sem fara útúr landinu verið tekin frá. Sömu sögu má einnig að mörgu leyti segja um lánsfjármarkaðinn, þótt hrein láns- fjárþörf gefí allgóðar vísbendingar um starfsemi hins opinbera þar, því upplýsingar um hvar sé lánað og hvert sé lánað gefa ýtarlegri vísbend- ingar um heildaráhrifin. Sá reikningur sem birtist í töflu 1 gefur líklega betri mynd af áhrifum hins opinbera á efnahagslífíð, en sá hefðbundni reikningur sem birtist í töflu 2. 1. Jöfnuðurinn „verðbréfasala umfram verðbréfakaup" sýnir gróft heildaráhrif hins opinbera á lánsfjár- markaðinn, þ.e. hvort hið opinbera sé nettó lánveitandi eða nettó lántaki á lánsfjármarkaðnum. Að sjálfsögðu skiptir eðli þeirrar starfsemi sem hið opinbera hefur með höndum á þessum markaði máli fyrir endanleg áhrif, eins og fram hefur komið. 2. Jöfnuðurinn „þensluhalli" gefur grófa vísbendingu um áhrif hins opin- bera á vöra- og þjónustumarkaðinn, hvort þau séu til þenslu eða samdrátt- ar. í þessari fullyrðingu era þó faldar margir fyrirvarar, en eins og fram kom í kafla III þá hafa útgjöld og skattar, lánveitingar og lántökur mis- munandi og mismikil áhrif á eftir- spumarmunstrið eftir vöra og þjónustu. Sömuleiðis hefur sú pen- ingastefna, sem Seðlabankinn rekur Tafla 1. REIKNINGUR A OG B HLUTA FJARLAGA 1987; ÞENSLUHALLI. OTSTREYMI INNSTREYMI (A) Otgjöld 69.296.904 (B) Tekjur 61.870.768 1. laun 18.764.644 1. beinir akattar 6.626.000 2. önnur útgjöld 16.224.114 2. óbeinir akattar 31.076.220 S. fj&rfeating 4.627.609 3. aeldar vörur éi þjónuata 16.760.416 4. aðrar tekjur 3.048.353 4. tilfvralur 16.606.796 S. fj&rmagnatilfæralur 1.372.800 6. fj&rmagnatilferalur 661.084 6. fj&rmagnakoatn. (innl.) 2.622.038 6. fj&rmagnatekjur 3.708.694 7. hluta- og atofnfj&rframlag 80.000 8. viðakiptamenn 300.000 (Ð-A) = Tekjur umfam útgjöld 2.673.864 (C) Verðbréfakaup (innl.) 9.379.687 (D) Verðbréfaaala (innl.) 10.014.013 9. veitt I&n (innl.) 1) 6.679.021 7. l&ntaka (innl.) 8.265.000 10. afborganir (innl.) 2.700.666 • 8. afborganir 1.749.013 (D-C) = Verðbréfaaala umfram verðbréfakaup 634.326 (B+D-A-C) = "Þenaluhalli” -3.208.190 eða "Þenala/aamdr&ttur" 2) (E) Erlent útatreymi 4.243.600 (F) Erlent innatreymi 1.700.000 11. fj&rmagnakoatnaður (erl.) 2.630.000 9. l&ntaka (erl.) 1.700.000 12. afborganir (erl.) 1.613.600 13. veitt l&n (erl.) (F-E) = Erlent innatreymi umfram útatreymi -2.643.600 (G) Sjóðabreyting (+aukn.) 664.694 (H) Nettó l&ntaka við Seðlabanka 1) Veitt l&n til n&mamanna erlendia eru reiknuð hér með, en ■ ttu að reiknaat með veittum l&num (erl.) 2) Hugmyndir um önnur orð: "Eftirapurnarjöfnuður" "Umfram eftirapum"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.