Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 ( ís RAFALAR STAMFORD RAFALAR til skipa og fyrir landvélar til afgreiðslu strax. Hafið samband við okkur. Gott verð — áratuga góð reynsla. S. Stefánsson & Co. hf., Grandagarði 1b, sími 27544. Nýtt frá Finnwear Sportblússur, skyrtur, peysur, frottesloppar og sundskýlur. \m\ Tveir heimar samahnattar Mitt í velmegun og niiuinréttindum Vestur- landa má líta sitt hvað sem flokkast undir \jót- leika og vesöld, eins og glæpi, eiturlyf og mann- legar homrekur sam- félagsins. Við höfum vissulega verk að vinna í heimahögum i þeirri viðleitni að bæta og fegra samfélag okkar og mannlíf. Á heildina litið eru al- menn velmegun og persónubundin mann- réttindi Vesturlandabúa samt sem áður i hrópandi mótsögn við örbirgð og allsleysi hundraða mil\j- óna fólks i þriðja heimin- um. Neyðarhjálp við þetta fólk og i framhaldi af henni l\jálp til sjálfs- hjálpar ætti að vera sjálfsagður velmegunar- skattur, sem fólk undir- gengst af fúsum og fijálsum vilja. Hvað velmegun og mannréttindi áhrærir skiptist mannkyn í tvo heima, sem byggja verða brú mannúðar milli sín. „Þróunar- hjálp er meginmál“ í Viðförla er viðtal við Sigriði Guðmundsdóttur, hjúkrunarfræðing, sem m-a. hefur starfað að hjúkrunarstörfum i Tha- ilandi, Sómaliu, Eþiópfu og Súdan. Hún kemst m.a. svo að orði: „Já, og ég hef lært af þvi að neyðarþjálp er mikilvæg, en þróunar- hjálp er meginmál. Hún er nauðsynlegt framhald neyðarþjálpar. Það er næstum siðlaust að sldjja við fólk að lokinni fæðu- gjöf án þess að tryggja að það geti lifað sæmi- lega á eftir." Hér er lögð áherzla á hjálp til sjálfsþjálpar, sem hlýtur að felast f menntun, þekkingu og Hjálp til sjálfshjálpar Víðförli, sem er málgagn Þjóðkirkjunnar (Útgáfan Skálholt), fjallar m.a. um þróun- araðstoð í nýju tölublaði, það er hjálp til sjálfshjálpar, sem er nauðsynlegt fram- hald neyðarhjálpar við „þriðja heiminn". Staksteinar glugga í þetta sérstæða blað í dag. starfsþjálfun. Því að byggja fólk upp til þess að nýta þær aðstæður, sem umhverfi þess býður upp á, og þá hæfileika, sem i þvi sjálfu blunda, til að búa sér og sinum viðunandi samfélag og lífskjör. Máske er mennt- unin meginmálið f þessu efni. „Leggja lið til bóta...“ Sigriður segir i við- talinu, aðspurð um hvort hún sjái von til betra lífs í þriðja heiminum: „Já, annars hefði ég ekki farið þangað aftur. En það þarf langan tima til að sjá breytingar til bóta. Hinsvegar sést fljótt hvað fólkið þar getur þurft lftíð til að vera ánægt og hamingju- samt. Það er lær- dómsrfkt. En ég hvorki vil né þori að horfa á það neikvæða i þessari þróun efnahagsástands þriðja heimsins. En ég vil reyna að leggja þar lið til bóta.“ Það skiptír máli fyrir þriðja heiminn, sem önn- ur svæði jarðar, hvers- konar þjóðfélögum fólk lifir i. f kjölfar almennr- ar menntunar og þekk- ingar þarf að treysta einstaldingsbundin mannréttindi og frelsi til framtaks og athafna. Samkeppnisþjóðfélög hafa tryggt þegnum sinum verulega betri al- menn lífskjör og rýmri mannréttindi en riki al- ræðis og sósíalisma. Átak kirkj- unnar Kristin kirkja um viða veröld hefur lagt neyðar- hjálp og þróunaraðstoð við þriðja heiminn ötult lið. Vfxlspor kunna að hafa verið stígin f þeirri viðleitni, sem annarri, en á heildina litíð hefur framtak kirkjudeilda skilað sér vel — og komið miklu góðu til leiðar. Hvetja þarf en ekki letja til áframhaldandi starfs á þessum vettvangi. „Við björguðum böm- unum með neyðarhjáip," segir Sigríður um starfið i Eþíópfu. „Nú þarf þró- unaraðstoð tíl að ala þau upp og mennta, svo að þau getí teldst á við lffið. Svo göngum við að næsta verkefni." Hér skal hvatt til þátt- töku í þeirri göngu. Hvatt til mótmæla gegn örbirgð og allsleysi með góðvild og raunhæfri þjálp. Hefurðu heyrt um skammtúnaskuktabréf Veðdeildar Iðnaðaihankans? Þau eru verðtryggð og bera 9,3% ávoxtun. bréfanna er í afgreiðslum Iðnaðar- banka íslands hf. Skammtímaskuldabréfin eru full- verðtryggð m.v. lánskjaravisitölu og bera 9,3% ávöxtun umfram verð- bólgu. Frá áramótum hefur ávöxtun þeirra því jafngilt 30,9% nafnvöxt- un. Allar nánari upplýsingar I Ármúla 7 og siminn er 68-10-40. Gjalddagar skammtímaskulda- bréfanna eru frá 1. október 1987 og síðan á tveggja mánaða fresti eftir það (sjá töflu). Hvert skuldabréf greiðist upp með einni greiðsiu á gjalddaga. Skammtlmabréfin eru þannig sniðin að þörfum þeirra sem vilja njóta öruggrar ávöxtunar á verðbréfamarkaði en geta ekki bundið fé sitt lengi. Greiðslustaður Gjalddagi 1. október 1987 1. desember 1987 1.febrúar1988 1. april 1988 1. júni 1988 1. ágúst 1988 1. október 1988 1. desember 1988 1. febrúar 1989 1. apríl 1989 1. júnl 1989 Avöxtun umlram veröbólgu 9,3% 9.3% 9,3% 9,3% 9,3% 9,3% 9,3% 9,3% 9,3% 9,3% 9,3% 1 = Verðbréfamarkaður = Iðnaðarbankans hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.