Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.06.1987, Blaðsíða 46
T'K _ Y»pr t’/t'tt. tp 5TTTn/.aTT”T”^H/ rTTa/..TRT/unqnM 46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1987 fclk f fréttum Listin sekkur Þetta sjö metra langa píanó, sem virðist vera að því komið að sökkva í sæ, er hluti af mótmæla- sýningu í Amsterdam, þar sem hollenskir listamenn sýna, undir yfirskriftinni „Maður og vinna". Listamaðurinn, Theo Blankensteijn, er með þessu verki að mótmæla skeytingarleysi hollenskra stjóm- valda gagnvart list og listsköpun og á það að tákna „drekkingu hol- lenskrar listar". Oskarsverð- launahafinn opnar flóttamanna- sjúkrahús Leikarinn frá Kampútseu, Haing Ngor, sem hlaut óskarsverðlaunin í fyrra fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Killing Fields", hefur ákveðið að setja á stofn sjúkra hús í Thailandi fyrir flóttamenn frá Kampútseu. Ngor, sem sjálfur er læknir, flúði til Thailands 1979. Sjúkrahúsið verður sett upp nálægt landamær- um Thailands og Kampútseu og er ætlunin aðsérþjálfa sjúkraliða til að starfa meðal þeirra 250 þúsund flóttamanna sem dveljast í búðum á landamærum. Sjúkrahúsið mun, að sögn Ngor, byggja starfsemi sína eingöngu á fijálsum framlögum og söfnunum og hafa honum þegar borist sem nemur sex miljónum króna frá Belgíu. Einnig hafa ijörutíu læknar boðið fram aðstoð sína við þjálfun starfsfólks úr hopi flaóttamanna. Ngor leggur ríka áherslu á að þetta verkefni sé algerlega ópólitískt og sver af sér öll tengsl við hvers kyns hagsmunahópa í Kampútseu. Reuter Heimsins dýrasti brúðarkjóll Þessi demöntum skrýddi brúðar- kjóll, sem metinn er á 1.8 miljónir Bandaríkjadala, sem sam- svarar 72 miljónum íslenskra króna, er áreiðanlega lang dýrasti brúðar- kjóllinn í heiminum. Það var japanska leikkonan Yurie Nitani sem klæddist honum við brúðkaup sitt og poppsöngvarans Hiromi Go,16.júní s.l., en ástralska ferða- málaráðið hélt þeim veglega brúðkaupsveislu til að vekja athygli nýgiftra hjóna frá Asíu á landinu til brúðkaupsferða. Óskarsverðlauanahafinn, dr. Haing S. Ngor. Reuter Leiðrétting ÆT Ilausavísu eftir Elías Þórarins- son á Sveinseyri, sem birtist hér í Fólki í fréttum sl. fimmtu- dag, slæddist inn prentvilla sem breytir dálítið merkingu vísunn- ar. Þar sem stóð unnfar átti að vera umfar. Umfar er gamalt orð yfír planka, eða borðaröð í súðbirtum báti, en vísan, sem segir frá smíðaferli báts er rétt svona: Eftir að gnoð er afsúðuð öll að fomum hætti, sérhvert umfar gæði Guð giftu sinni og mætti. Elías er hér með beðinn vel- virðingar á þessum mistökum. Reuter 0 Norrænir hótel- og* veitingamenn á Stykkishólmi. Snæfellsnes: Norrænir hótelmenn á ferð Stykkishólmi m þessar mundir heldur Nor- ræna Hótel- og veitingasam- bandið ársfund sinn á Tslandi. Sambandið skiptir ársfundum sínum meðal Norðurlandanna og í ár varð ísland fyrir valinu. Á föstu- deginum, 12.júní, stefndu fulltrúar fundarins á Snæfellsnes, því í sam- bandi við fundina er venja að fara í skoðunar- og kynningarferðir. Þeir skoðuðu hótelið í Stykkishólmi og dvöldu þar næturlangt og einnig fóru þeir eyjasund með hraðferðum Eyjaferða s.f. og Einars Bjamason- ar. Farið var til Flateyjar og vom þeir ákaflega heppnir með veður og létu gestimir óspart í ljós að- dáun sína á Breiðafirði. Þijátíu manns, fulltrúar allra Norðurlandanna, voru í þessarri ferð. Fréttaritari Morgunblaðsins átti stutt samtal við þá við hótelið á Stykkishólmi, þegar þeir bjuggust til farar til Reykjavíkur. Þeir voru allir sammála um að þeir hefðu ekki viljað missa af þessarri ferð. Þeir sögðust hafa byrjað fundar- höldin hér á landi á því að ræða það hvemig veitingarekstur og að- stæður hans yrðu um næstu aldamót, bæði hvað snerti starfsfólk og annað. Komu fram margar hug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.