Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987 9 HUGVEKJA Verðmæti manns eftir sr. JÓN RAGNARSSON Hvers virði er maður, þegar allt kemur til alls? Hver er þess umkominn að meta gildi einstakl- ingsins? Við hvað ætti svo sem að miða í slíku mati? Það vantar ekki að menn hafi tekið sér vald til slíkra matsgerða á öllum öldum — og gera það enn. Hæfileikar og þjálfun okkar eru metin til fjár og launum og kjörum deilt með tilliti til fram- boðs og eftirspurnar. Þarfir þjóðfélagsins eru einn mæli- kvarði, eða þá þarfir fyrirtækja og annarra kaupenda vinnuafls. Hagnýtt gildi okkar er kannski mest áberandi í þeim Ijölbreyttu matsgerðum, sem við verðum að sæta í félagi mannanna. En felst verðmæti manns í því einu, sem hann hefur til að selja samfélaginu og engu öðru? Stundum virðist það vera eini mælikvarðinn — og hefur verið viðurkenndur af og til í ýmsum löndum — það þekkist jafnvel enn, að fólk sé nánast meðhöndlað semm úr sér gengin tæki, þegar starfsþrek bilar, eða það fer að kosta samfélag sitt umtalsverða fjármuni í „viðhalds“- og sjúkra- kostnað. Hættir m.ö.o. að borga sig. Jafnvel þó maður sé ekki met- inn til fjár, þá hættir mannleguu félagi til að hækka gildi þeirra, sem hafa eitthvað fram að færa. Geta gefið af sjálfum sér og verið á einhvern hátt veitandi í sam- skiptum við annað fólk. Manngjöld voru algeng í við- skiptum fornaldarþjóðfélagsins. Menn voru í misjöfnum metum eftir stöðu sinni og afli ættarinn- ar. Fijáls maður, þó lítilla manna væri, var talsvert dýrari en mans- fólk, sem þrátt fýrir allt var vinnukraftur og efnahagsleg und- irstaða hvers heimilis. Menn gátu á þessum tíma fyrir- gert þegnrétti sínum og unnið sér til slíkrar óhelgi, að þá mátti ekki bæta fé eða fyrirgreiðslu. Mannlegt mat er háð stund og stað. Dyntótt og brigðult, eins og eðli okkar sjálfra. Þess vegna dregur Kristur upp mynd af manngildismati, semm er sjálfu sér samkvæmt. Gildis- mati Guðs. Guð skapar manninn í sinni mynd og ábyrgist hann í lífi og dauða. Hann lítur ekki á fram- leiðni einstaklingsins, eða aðra hagræna þætti. Hann horfir ekki I Þess vegna hœttir hann öllu til aÖ einn megi bjargast. Lúk. 15:1.-10. á framlag manns til samfélagsins og uppbyggingar þess. Fyrir hon- um er aðeins til maður. Oflekkað- ur, samt einstakur í augum Guðs og verðugur allrar ástar hans og athygli. Maðurinn getur sagt sig úr lög- um við Guð. Ranglað út í auðnir og vegleysur tilverunnar. Hafnað fylgd Drottins og þess samfélags, sem lýtur vilja hans og býr við umhyggju hans. Maðurinn getur látið sér á sama standa um Guð. En það er ekki gagnkvæmt. Við eigum upphaf okkar í skap- andi kærleika Guðs og hann hefur ekki hafnað okkur. Hann er stöð- ugt að leita okkur uppi í ógöngum okkar og hann tekur mikla áhættu í þeim efnum. Hann veit hvað hann hefur í öllum trúuðum og réttlátum mönnum og hann lætur sér annt um hópinn sinn og sér vel um hann. Samt er hann tilbú- inn að skilja okkur öll eftir til að leita uppi undanvillinga — Guð getur ekki hugsað sér að nokkur maður verði úti í lifinu. Hvert og eitt erum við einstök og ómetannleg í augum hans. Óbætanleg. Gengi: 3. júlí 1987: Kjarabréf 2,153 - Tekjubréf 1,168 - Markbréf 1,068 - Fjölþjóðabréf 1,030 Hjá Fjárfestingarfélaginu færðu þinn eigin ráðgjafa til aðstoðar í fjármálum þínum Heir, sem stofna fjármálareikning hjá Fjárfestingar- félaginu, fá sinn einkaráðgjafa sér til aðstoðar í fjármál- um, auk þess sem þeir fá fullan aðgang að allri þjónustu verðbréfamarkaðs Fjárfestingarfélagsins. Fjármálareikningurinn hentar sérstaklega vel fyrir þá, sem vilja fjárfesta í hlutabréfum og verðbréfum, svo og þeim sem eru að minnka við sig húsnæði og vilja fjár- festa mismuninn í verðbréfum. Peir sem stofna fjármálareikning hjá okkur njóta þjónustu varðandi kaup, sölu og umsýslu hvers konar verðbréfa, umsjón með innheimtu og greiðslum, t.d. af skuldabréfum og kaupsamningum, tekjur af verðbréfaeign sinni, - og síðast en ekki síst aðstoð við reglulegan sparnað. Njóttu ráðlegginga ráðgjafa Fjárfestingarfélagsins, hafðu samband við skrifstofu okkar og fáðu upplýsingar um nýja fjármálareikninginn. FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ Hafnarstræti 7 101 Revkiavík ö (91) 28566
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.