Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987 Leikári Þjóðleikhússins lokið: Höfum ástæðu til að vera bjartsýn á næsta vetur -segir Gísli Alfreðsson, Þjóðleikhússtjóri LEIKÁRI Þjóðleikhússins lauk seinni hluta júnímánaðar með sýn- ingum á Yermu eftir spænska leikritaskáldið Lorca. Hjá Þjóðleik- húsinu hafa verið færð upp 15 v hófst með sýningu á Uppreisn i næst var óperan Tosca færð upp. Albert leikhúsið frá Danmörku í Einnig var á stóra sviðinu list- danssýning með dönsum eftir Nönnu Ólafsdóttur og Hlín Sva- varsdóttur. Sýningar á Aurasál- inni hófust um jólin og þar á eftir komu Hallæristenórinn, barnale- ikritið Rjrnipa á ruslahaugnum, ballettinn Eg dansa við þig, gesta- leikur frá Dramaten í Stokkhólmi með En liten ö i havet og að síðustu Yerma, auk þess sem í vor var nemendaýning Listdans- skóla Þjóðleikhússins. Á litla sviðinu voru sýnd þrjú verk, í smásjá, Gættu þín og Draumar á hvolfi. Einnig var Valborg og bekkurinn, sem sýnt var í Þjóð- leikhúskjallaranum fyrir tveimur árum tekið upp í vetur og sýnt sem farandsýning utan leikhúss- ins. Síðasta verkefni leikársins var svo Hvar er hamarinn, eftir Njörð P Njarðvík,_ en það leikrit var frumsýnt á ísafirði í byijun júní- mánaðar og var sýnt víða á vestfjörðum og vesturlandi. í viðtali við Morgunblaðið sagði Gísli Alfreðsson, Þjóðleikhús- stjóri, að veturinn hefði komið mjög skemmtilega út að því leyti að aðsókn hefði verið mjög góð og jöfn á allar sýningar. „Aðsókn- in hefur verið með öðru munstri en áður,“ sagði Gísli, „því venjan erk síðastliðinn vetur. Leikánð l ísafirði, á stóra sviðinu. Þar Siðan fékk Þjóðleikhúsið Woza heimsókn með gestaleik. er sú að ein sýning fái dúndur aðsókn og aðrar sýningar líði fyr- ir það. En nú hafa öll verkefni fengið mjög jafna og góða að- sókn, sem er æskilegt. Heildarað- sóknin er eins og í góðu meðalári. Hinsvegar hafa veikindi hér í vetur sett mikið strik í reikninginn og aldrei hefur eins mörgum sýn- ingum verið aflýst vegna veikinda. Þó var allt liðið bólusett fyrir fjór- um flensum. Það virtist samt ekki duga. Þessi jafna aðsókn gerði það að verkum að við þurftum að fresta einu verkefni, sem er fullæft, Rómúlusi mikla eftir D“urrenmatt. Við urðum að fresta því til haustsins og það verður fyrsta verkefnið í september." Nú hefur mikið verið rætt um þörf á endurbótum á húsinu. Verður farið út í einhveijar lag- færingar og endurbætur í sumar? „Það er ekki alveg ljóst hvort farið verður út í miklar fram- kvæmdir hér. Það verður auðvitað eitthvað gert, en liggur ekki alveg ljóst fyrir hvað það verður. Það veltur á lausafjárstöðunni. Eins og alltaf á vorin er hún frekar slæm. Hún er best á haustin eftir sölu áskriftarkorta. Við erum að vona að við fáum viðhaldsfram- Gísli Alfreðsson, Þjóðleikhússtjóri (Morgunbiaðið/KGA) lagið sem allra fyrst. Reyndar skýrist það á næstu dögum hvort svo verður." Hver eru þá brýnustu verkefnin hjá ykkur? „Það þarf fyrst og fremst við- ferðir á teppum og sætum í sal. öðru lagi endurbætur á klæðn- ingunni á húsinu og í þriðja lagi stórar dyr á gaflinn á húsinu, svo hægt verði að koma út heilum leikmyndum. Þetta eru þtjú mest aðkallandi verkefnin." Eru ykkur einhver takmörk sett með verkefnaval fyrir næsta vetur? „Við vonum nú að þessi mikli áhugi á leiklist haldist og höfum í rauninni ekki ástæðu til annars en ætla það. Við höfum heyrt raddir áhorfenda sem hafa verið mjög ánægðir með verkefnavalið. Við erum nú að undirbúa áróðurs- herferð og vonum að við getum enn aukið áskrifendafjöldann. Útlitið núna er bjart og við höfum enga ástæðu til að ætla að svo verði ekki áfram. Á þessu fjárhagsári höfum við raunar stílað upp á að vera ekki með of fjárfrek verkefni. Við höf- um til dæmis ekki verið með óperu eða söngleik. En nú erum við að plana söngleikinn Vesalingana. Kostnaður af honum kemur inn á næsta fjárhagsár. Við fækkuðum verkefnum síðastliðinn vetúr, tök- um Rómúlus upp í haust, þannig að hann kemur einnig inn á næsta fjárhagsár. Við vorum því ekki með neitt dýrt verkefni á þessu íjárhagsári. Engu að síður er fjárhagsstað- an erfið. Það er alveg ljóst. Við neyðumst til að takmarka verk- efni næsta veturs, verðum til dæmis ekki með óperu. Litla svið- ið verður rekið áfram og í undir- búningi eru tvö íslensk verk. Annað þeirra, „Bílaverkstæði Badda," eftir Ólaf Hauk Símonar- son verður frumsýnt í haust og í janúar frumsýnum við „Kvennaf- ár,“ eftir Þorvarð Helgason. Af verkum á stóra sviðinu má nefna að „Hvar er hamarinn," eftir Njörð P Njarðvík, verður væntanlega tekið upp sem bama— og fjölskylduleikrit eftir áramót og nú er komið í æfíngu nýtt íslenskt verk eftir Guðmund Steinsson, sem heitir „Brúðar- myndin," og verður frumsýnt um miðjan október," sagði Þjóðleik- hússtjóri að lokum Leikfélag Akureyrar: Aðsókn ímeðallagi á síðastliðnu leikári -segir Pétur Einarsson,leikhússtjóri LEIKÁRI 1986—1987 hjá Leikfélagi Akureyrar lauk um miðjan síðasta mánuð. Á verkefnaskrá félagsins voru fimm verkefni; Herra Hú, Marblettir, Dreifar af dagsláttu, leiklesin og sungin dagskrá til heiðurs Kristjáni frá Kjúpalæk, Hvenær kemurðu aftur Rauðhærði riddari og Kabarett. Að sögn Péturs Einarsson- ar, leikhússtjóra á Akureyri, hefst leikárið þar nyrðra venjulega seinna en leikárið hér syðra, það er að segja fyrsta verkið er frumsýnt seinna. Stafar það meðal annars af því að ekki er hægt að byija að æfa fyrsta verkefni um leikarakost. En hvemig kom „Veturinn kom þannig út,“ sagði Pétur, „að við rétt löfum í meðallagi í aðsókn. Það þýðir eitt- hvað um 11.000 áhorfendur. Meðaltalið er um 11.500 á ári hjá okkur. Það kemur í ljós, að þótti við höfum ekki framkvæmt sér- staka könnun á því, að stór hluti af þessum áhorfendum er utan- bæjarfólk. Það hefur ekki gerst hjá okkur, sem gerðist hjá Reykjavíkurleikhúsunum, að að- sókn að þeim jókst mjög, sérstak- lega á íslensk leikrit. Við vorum að vísu ekki með neitt íslenskt verk nema dagskrá um Kristján frá Djúpalæk. Það kæmi mér þó ekki á óvart að þetta yrði til þess að við legðum meiri áherslu á inn- lend verk í framtíðinni. Pjölmiðlabyltingin er tiltölulega nýskollin á á Akureyri og það kæmi mér heldur ekkert á óvart þótt í ffamtíðinni skapaðist á haustsins að von vegna óvissu síðasta leikár út hjá félaginu? norðurlandi hungur í íslenskt efni og lífrænt, eins og leikhúsið er. Næsta verkefni hjá okkur er íslenskt. Við hefjum æfíngar í ágústbyijun. Æfum þá upp dag- skrá í tilefni af 125 ára afmæli Akureyrar. Þessa dagskrá er ver- ið að smíða núna. Ottar Einars- son, kennari á Akureyri er að skrifa hana og leikstjóri verður Eyvindur Erlendsson. Þetta er ekki „hátíðardagskrá," heldur er hugmyndin að reyna að skoða þessa sögu frá einhverri léttari hlið. Á þessari dagskrá eru ein- ungis ráðgerðar þrjár sýningar. Hún verður í íþróttasal sem tekur 7—800 manns. Þetta er fyrirferð- armikið fyrirtæki. íþróttaskem- man er nýtt fyrir skólana og við verðum að losa hana sem fyrst. Þessvegna verða ekki fleiri sýn- ingar. Það tekur mikill fjöldi fólks þátt í þessari dagskrá, bæði kór og hljómsveit, auk leikara. Restin af leikárinu er ekki frá- gengin. Staða leikhússins er dálítið óljós í dag, því við erum að bíða eftir niðurstöðum frá nefnd sem menntamálaráðherra stofnaði. Fjárhagsstaða leikhúss- ins er mjög slæm. Það er svo dýrt að skulda í dag og ekki nóg með það, heldur kostar svo mikla vinnu að skulda, sérstaklega þeg- ar lausaskuldir og smáskuldir eru líka að þvælast fyrir okkur. Þetta hamlar starfseminni mikið. Það er undir lausnum á þeim málum komið út í hvaða form við förum næsta vetur. Við erum að vísu búin að aug- Iýsa eftir leikurum, en það er í rauninni spuming hvað við getum fastráðið marga leikara og hversu margir eru tilbúnir að koma í lausamenn'sku til okkar. Leikhúsið er allt í einhverri biðstöðu. Hús- næðið er annað vandamál. Það er búið að leggja fram tillögur um úrbætur á húsnæðinu. Ef sú tillaga sem mönnum líst best á nær í gegn, myndi það gerbreyta starfsemi félagsins og færa hana nær nútímaleikhúsi. Það sem ég tel jákvætt við þessa tillögu er að hún er margf- alt ódýrari heldur en ef farið yrði út í að byggja nýtt hús. Þar fyrir utan mundi gamla húsið vera Pétur Einarsson, leikhússtjóri á Akureyri (Morgunblaðið/Ámi Sœberg) nýtt áfram sem leikhús. Annað sem er gott við þessa tillögu er að það er hægt að framkvæma hana í þrem áföngum, sem bæði minnka þann tíma sem starfsemin myndi raskast og hefði það í för með sér að kostnaði yrði skipti niður á fleiri ár. Ef við tökum sviðið sem dæmi, þá er núverandi svið svo lítið að við getum ekki tekið hvaða verk- efni sem er. Ekki nóg með það. Mörg verkefni sem við tökum, neyðumst við til að breyta og laga að þessu sviði okkar. Þessar tillög- ur um breytingar sem liggja fyrir, gera ráð fyrir stækkun á sviðinu. Merkilegasti kosturinn við þessar tillögur er þó sá, að nálægðin við áhorfendur helst og leikhúsið yrði hagkvæmara í rekstri. Stærsta málið hjá Leikfélagi Akureyrar í dag er að því verði skapaður raunhæfur rekstrar- grundvöllur. Við erum óneitan- lega í samkeppni við atvinnuieik- húsin á Reyicjavíkursvæðinu. Sá fjárstuðningur sem við höfum til að standa í þeirri samkeppni er margfalt minni en til Reykjavíkur- leikhúsanna, og eru þau þó ekkert alltof vel haldin. En, Reykjavík hefur ekki einkarétt á íslenskri menningu og það er beinlínis hættuleg stefna fyrir okkur, ef það verður þó ofan á.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.