Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987
Peter Hallberg:
íslenskurskáldskapur
getur ekki oröið eins
eftirLaxness
Peter Hallberg (Morgunbiaðið/Börkur)
LAXNESSÞING var haldið í
gær á Hótel Esju í tilefni af
85 ára afmæli Halldórs Kiljans
Laxness. Að þinginu stóðu
Félag áhugamanna um bók-
menntir og bókaútgáfan
Vaka/Helgafell. Fjölmargir
fyrirlestrar voru haldnir á
þinginu, auk þess sem sungin
voru lög sem hafa verið gerð
við ljóð eftir Halldór og hópur
leikara flutti brot úr leikritum
Halldórs og úr leikritum sem
hafa verið skrifuð eftir skáld-
sögum hans. Meðal þeirra sem
sóttu þingið og héldu fyrilestur
var sænski fræðimaðurinn
Peter Hallberg, sem hefur þýtt
mörg verka Halldórs Laxness
á sænsku, auk þess sem hann
hefur, í gegnum tíðina, gert
rannsóknir á verkum hans, rit-
að fjölda greina og gefíð út
bækur um þau.
Fyrstu kynni Hallbergs af íslandi
voru árið 1936, þegar hann kom
hingað á norrænt stúdentamót og
dvaldi síðan í einn mánuð á íslensk-
um sveitabæ. „Það þótti mér
merkilegt," segir hann, „og gaman.
Þetta var mér alveg ný reynsla.
Ég fékk meðal annars að reka á
fjall og kynnast öðrum bústörfum.
Þetta var í Borgarfirðinum.
En ég kom ekki aftur til íslands
fyrr en árið 1944. Þá var seinni
heimsstyijöldin og Svíðþjóð var eins
og eyja í Skandinavíu, því bæði
Noregur og Danmörk voru hemum-
in og ákaflega erfítt að komast úr
landi. Við vorum mjög einangruð.
En þama snemma árs 1944 sá ég
að auglýst var eftir sænskum sendi-
kennara til íslands og ég sótti um
og fékk stöðun. Ég tók því fegins
hendi að fara. Þetta var löng ferð.
Fyrst var flogið til Skotlands og ég
hef, enn þann dag í dag, ekki hug-
mynd um hvar við lentum. En ég
fór til Edinborgar og var þar í fjóra
daga og kynntist nokkrum íslend-
ingum, meðal annars Hirti Eldjám
og þetta voru skemmtilegir dagar.
Síðan fór ég til Hull og þaðan til
íslands með togara. Ég gisti eina
nótt í Hull og þegar ég vaknaði um
morguninn til að koma mér f togar-
ann var mér sagt að um nóttina
hefði verið’ gerð loftárás á borgina.
Ég hafði ekki haft minnstu hug-
mynd um það. Svaf af mér heila
loftárás og fór með togaranum til
íslands. Þegar við komum til
Reykjavíkur kom kyndarinn til mín
og færði mér viskýflösku að skiln-
aðargjöf. Ferðin var fyrstu kynni
mín af íslenskum sjómönnum og
þau kynni voru góð.
Hér kynntist ég góðum mönnum,
þó sérstaklega Jóni Jóhannssyni,
sagnfræðingi, sem skrifaði fræga
bók um Landnámabók og
Steingrími Þorsteinssyni, sem skrif-
aði doktorsritgerð sína um Jón
Thoroddsen og skáldverk hans.
Kennarar í bókmenntum hér voru
þá Sigurður Nordal og Einar Ólafur
Sveinsson. En það er svo langt
síðan. Nú eru engir kennarar eftir
af þeim sem þá voru. Ég hef eign-
ast marga góða vini meðal Islend-
inga. Einnig í Svíþjóð. Þar hafa
verið nokkrir sendikennarar í gegn-
um tíðina. Fyrst Baldur Jónsson,
síðar Eiríkur Hreinn Finnbogason
og Njörður P Njarðvík, rithöfundur,
sem kennir hér við háskólann. Eins
og stendur gegnir Kristinn Jóhann-
esson sendikennarastarfi í Gauta-
borg. Gegnum þessa menn hef ég
haft samband við ísland. Konan
mfn, sem lést árið 1985, var einnig
íslensk, svo tengslin hafa verið mik-
il.
Sendikennaraár mín hér, frá
1944—1947, eru mér mjög í fersku
minni, því hér var svo mikið fjör
og mikil bjartsýni yfir öliu. Þaö var
alltaf talað um nýsköpun, keyptir
margir togarar og allur flotinn var
endumýjaður. Afþví ég kom vorið
1944, í mars, fékk ég að vera við-
staddur þegar Lýðveldið var stofnað
á Þingvöllum. Það var mikil hátíð
og ég hef aldrei séð eins marga
Islendinga samankomna.
í Háskóla íslands kenndi ég
sænsku, bæði málið og bókmennt-
imar. Ég kenndi líka í Kvennaskól-
anum. Þær höfðu það fyrikomulag
þar, að stúlkumar lærðu dönsku í
þrjú ár, þá var farið yfir í sænsku
og ég kenndi sænsku á þessu fjórða
ár. Eg kenndi líka sænsku í Náms-
flokkum Reykjavíkur, en kennslan
við háskólann var aðalstarfið.
Þegar ég kom til íslands var
annað bindi íslandsklukkunnar,
„Hið ljósa man,“ eftir Laxness ný-
komið út. Áður hafði fyrsta bindið,
„íslandsklukkan," komið út og
síðasta bindið, „Eldur í Kaupin-
hafn,“ átti að koma út 1946. Það
var mikið talað um þessa bók. Ég
náði mér í hana og fór að þýða
hana, en með þessari þýðingu komst
ég I samband við Halldór, því ég
þurfti að spyija hann um ýmislegt
í bókinni.
Það var þó ekki fyrr en eftir að
ég var orðinn dósent við Háskólann
í Gautaborg að ég fékk tækifæri
til að rannsaka bækur Halldórs
frekar. Þá skrifaði ég tveggja binda
bók á sænsku um verk Laxness.
Hún var seinna þýdd á íslensku.
Fyrri bókina nefni ég „Vefarinn
mikli" og hún er um fyrstu verk
Laxness. Seinni bókin, „Hús skálds-
ins,“ fjallar um verk Laxness frá
þeim árum sem hann var í Banda-
ríkjunum, 1927—1929, og fram á
sjötta áratuginn. En auðvitað var
þá mjög mikið ókomið út eftir Hall-
dór. Síðan hef ég skrifað mikið af
greinum um verk hans, en enga
heila bók.
Jú, reyndar kom út bók eftir mig
á ensku í Bandaríkjunum sem heit-
ir „Halldór Laxness." Það var í
bókaflokki um skáldsögur ýmissa
landa. Þetta var í flokki um norr-
æna höfunda. Það er bókaforlag í
Bandaríkjunum sem heitir Twayne.
Þeir gefa út bækur frá öllum lönd-
um, í sérstökum flokkum. Þessi bók
mín kom út 1971. Með henni fékk
ég tækifæri til að skrifa um seinni
bækur hans líka.
En nú er ég að bíða eftir að út
komi nýjar bækur um Laxness, eft-
ir íslendinga. Ámi Siguijónsson
hefur þegar gefíð eina bók út, en
ég veit að fleiri eru að vinna að
bókum um verk hans. Það er raun-
ar undarlegt hversu lítið íslendingar
hafa rannsakað verk Laxness.
Það er kannski afþví fombók-
menntimar hafa haft forgang hér.
Þær bókmenntir hafa, til þessa,
verið best þekktar og þýddar á öll
mál, svo kannski er þetta eðlilegt.
Annars halda sumir bókmennta-
fræðingar að höfundur þurfi að
vera löngu liðinn til að hægt sér
að rannsaka verk hans. Þessu er
ég ekki sammála, því ef höfundur
er lifandi, á maður aðgang að
ókeypis heimildum. Ef, til dæmis,
höfundur er látinn fyrir 100 ámm,
verður maður að geta sér til um
svo margt.
Afþví ég var Svíi þurfti ég mikið
að sækja til Halldórs og ég þurfti
að lesa mig mikið til. Ritdóma og
greinar eftir Halldór, og um hann,
í dagblöðum og tímaritum, allt sem
ég gat náð í.“
Nú skrifar Laxness yfirleitt
nm íslendinga á íslandi. Hvað
er það sem aðrar þjóðir finna í
verkum hans?
„Ég hitti fyrir skömmu nokkuð
roskna komu í Svíþjóð. hún var
nýbúin að lesa „Ljósvíkinginn," sem
var að koma út í nýrri útgáfu í
Svíþjóð. Hún sagði, að ef hún yrði
skilin eftir á eyðieyju meða eina
bók, þá vildi hún hafa Ljósvíking-
inn. I henni væn allt. Hún þyrfti
enga aðra bók. Ég veit um margt
fólk sem er henni sammála um
þetta. Ég held að þrátt fyrir þetta
séríslenska umhverfi og íslenska
fólk, höfði verk hans til lesenda
hvar sem er. Þau eru algild.
Halldór sagði mér einu sinni
skrýtlu af Bandaríkjamanni sem
átti leið hér um og ntoppaði til að
hitta hann. „Sjálfstætt fólk“ var
þá nýkomin út í Bandaríkjunum.
Þessi maður stoppaði hér til að
fínna Laxness og segja honum að
í New York væru milljón menn sem
væru alveg eins og Bjartur í Sumar-
húsum. Eg held að Halldóri hafi
þótt vænt um að 'neyra að bókin
átti erindi.
Það er svo merkilegt með Hall-
dór að honum hefur einhvem veginn
tekist að sameina íslenska hefð og
viðhorf nútfmamannsins á alveg
sérstakan hátt. Hann hefur getað
skrifað um íslendinga og íslenskt
alþýðufólk eins og heimsmaður.
Hann hefur getað séð ísland bæði
innan frá og utan frá. Mig minnir
að hann hafi sagt að til að geta
skrifað um sveitafólk hér á íslandi,
eins og Bjart í Sumarhúsum, þurfi
maður að lifa í stórborg. Með því
geti maður séð hvað er alveg sérs- >
takt. Maður fínnur það sem er
sérstakt þegar maður stendur utan
við allt saman.
Ég upplifði þetta að vissu leyti
þegar ég kom fyrst til íslands. Eg
hafði lofað ritstjóm stúdentablaðs'
í Svíþjóð að skrífa um ísland og
íslenska stúdenta . Mér fannst sem
þetta yrði auðvelt að gera. En skrif-
in dógust á langinn og það varð
sífellt erfiðara að skrifa þessa grein,
því ég fór smátt og smátt að sjá
allt með augum íslendinga.
Ég held að Laxness hafí þennan
hæfileika, vegna þess að hann ferð-
aðist mikið. Hann ferðaðist um
Evrópu eftir fyrra stríð. Síðan skrif-
ar hann „Vefarann," þar sem hann
lýsir reynslu sinni sem unglings.
Þá hafði hann verið í eitt ár í klustri
þar sem hann drakk í sig alla bók-
menntastrauma. Eftir það fór hann
til Bandaríkjanna og hann hefur
oft farið til Rússlands og um allan
heim. Ég held að það sé þess vegna
sem hann hefur séð ísland í þessu
ljósi. Hann fann hvað hann var
mikill íslendingur í áer þegar hann
gat borið þetta saman við reynslu
sína af útlöndum.
Bækur Halldórs em heimur út
af fyrir sig. Ég þekki ekki neitt
sambærilegt. Verk hans lifa svo
sterkt í vitund þjóðarinnar. Án þess
að Halldór hafí lifað í einhveijum
fílabeinstumi. Hann hefur tekið
þátt í þjóðlífinu af lífi og sál. í þess-
ari nýju útgáfu af Ljósvíkingnum
sem ég var að segja að hefði komið
út í Svíþjóð, er formáli eftir sænsk-
an rithöfund sem segir að þegar
hann hafi lesið bókina fyrst, líklega
um 1952, hafi hann skrifað niður
klausu úr henni og haft í veskinu
sínu í mörg ár. Hver bók eftir Lax-
ness er heimur út af fyrir sig. Hann
skrifar aldrei upp sömu bókina aft-
ur. Hver bók er nýtt umhverfí og
nýjar persónur. Alltaf ný viðhorf
og nýjar hliðar á lífínu sem koma
í ljós.“
I fyrirlestrinum sem þú hélst
á Laxnessþinginu í gær fjallaðir
þú um höfundinn Halldór Lax-
ness og köllun hans og veltir
jafnframt fyrir þér ummælum
og skrifum Halldórs sjálfs um
skáldskap sinn.
„Já, ég var að reyna að segja frá
því hvemig Halldór hefur litið á
skáldskap í gegnum árin. Hann er
ekki einungis góður skáldsagna
höfundur, heldur er hann líka
skarpur gagnrýnandi. Hann finnur
alltaf kjamann í því sem hann er
að jesa eftir aðra.
í fyrirlestrinum byijaði ég á upp-
hafínu. Hann segir í einni af
endurminningabókum sínum frá því
að þegar hann var sjö ára, hafí
hann um Hvítasunnuna, verið
heima á bænum Laxnesi. Þá heyrir
hann alltaf rödd utan úr geymnum
sem segir, „þegar þú verður 17 ára
muntu deyja," Þegar hann var 16
ára fór hann að hugsa um þessi orð
og fór að skrifa fyrstu bók sína,
„Bam náttúmnnar, “ því hann vildi
skilja eitthvað eftir sig. Hann vildi
ekki hafa lifað til einskis. Ég held
raunar að þetta viðhorf sé oft drif-
kraftur rithöfunda. Þeir viija að
eitthvað lifí eftir þá.
Sem betur fer rættust þessi orð
ekki hvað Laxness varðar og þegar
hann var 17 ára fór hann til Kaup-
mannahafnar og skrifaði smásögur
sem birtust í „Berlinske tidende."
Þegar hann lftur til baka, segir
hann, að í þá daga iiafi hann ekki
vitað hvemig ætti að skrifa. Þetta
hafi verið ástríða, ósjálfráð skrif.
Þá hafi hann skrifað smásögu á
sama tíma og nú tekur að skrifa
eina setningu.
Eftir að Halldór kom heim úr
klaustrinu og frá Evrópu skrifaði
hann merkilegan ritdóm, sem birtist
árið 1921 og heitir „Síðasta bók
Hamsuns.“ Mig minnir að Hamsun
hafí fengið nóbelinn árið 1918. í
þessum ritdómi segir Halldór að
hann og margir aðrir hafi verið
undir áhrifum frá Hamsun, en nú
hafí hann komist að því að Hamsun
sé mikill mannhatari. Hann ber
hann saman við Maxim Gorki, sem
hann segir að hafi mikla samúð
með fólkinu.
Frá þessum tíma hefur það fylgt
Halldóri að gefa í verkum sínum
útsýn yfir mannlífið. hann er ekki
að hugsa um fagurfræðilega sýn
eingöngu. Seinna þegar hann hefiir
losað sig við kaþólskuna og klau-
strið, uppgötvar hann að hann er
íslendingur og það er íslenskt fólk
sem hann á að skrifa um. Árið
1926 skrifar hann kvæði sem heitir
„í Hallormsstaðaskógi." Þar segir
hann: „Héðan í frá er fortíð mín í
ösku og framtíð mín er norður-
hvelsins ljóð.“
Fram að þessu hefur hann viljað
vera heimsmaður og hlutgengur á
alheimsmarkaði. Hann uppgötvar