Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987 61 En þeir virðast búa yfir einstæð- um hæfileika til að þegja — og tala. Úr gömlu viðtæki, sem hangir uppi í ljósastaur, berst grísk tón- list; ég sit og les yfir leikritið mitt. Hér er ég og hvergi annars staðar. Og þess vegna verður þetta andar- tak eitt af þeim eilífu. í býtið á morgnana I höfninni eru skútur alls staðar að. Einn daginn kemur meira að segja tyrknesk tréskúta. Það er skólaskip, sem fær sérstakt leyfi. Hafnargjöld eru mjög lág á Castel- orizo, aðeins 80 drökmur og skútufólkið dvelur oft lengi. Á sumrin eru þúsundir skúta á siglingu um Miðjarðarhafið, segir mér Júgóslavi, sem bjó 11 ár í Kuwait, en býr nú á Kýpur og á eigin skútu. I sumarleyfinu siglir hann um og leitar að litlum stöðum. Mér líkar ekki margmenni, segir hann. Hann er að fara til Karpath- os: Til Diafani, og býður mér að sigla með. En nú er ég loksins byrj- uð að skrifa leikritið og verð að afþakka freistandi boð. Þeir eru þó nokkrir sem hafa lifi- brauð sitt af fiskveiðum. Flestir bátanná eru ótrúlega litlir, á íslandi dytti engum í hug að sjósetja svona bát, nema í mesta lagi á Tjörninni, en þeir fara aðeins 4—5 mílur út. Svo eru stærri bátar sem fara allt að 20 til 40 mílur. Einn fiskimann- anna er Manólí. Manólí fer út í býtið á morgn- ana, einhvers staðar á milli 4 og 6. Svo kemur hann í land og heng- ir upp netin og gerir að aflanum og leggur sig. Upp úr hádeginu er hann kominn á kreik, situr fyrir framan húsið sitt, við aðalgötuna, hlustar á tónlist úr segulbands- tæki, brosir og heilsar og fylgist með mannlífinu. Einn daginn býður hann mér í mat. Hann tekur 30 litla fiska og steikir þá á pönnu, sker hvítlauk útá og kreistir sítrónu yfír. Hann brosir og hellir í glasið mitt og seg- ir ævisögu sína á grísku og þýsku. Eg heyri ekki betur en að hann eigi fimm syni, fínt hús, en enga konu, duglegur fiskimaður en engin kona. Hann er sósíalisti og verður næstum því sár þegar ég spyr hvort ég megi borga fyrir matinn: Me no kapitalist. Me sosialista. Blindi maðurinn í tóbaksbúðinni Verslun er með fábrotnu sniði, en virðist alveg fullnægjandi. Hér eru nokkrir súpermarkaðir sem selja vískí, úsó, þvottaefni, olíur og kex, vatn, t.annkrem og sápu, en ef þú þarft að kaupa dömubindi, setur afgreiðslukonan upp laumu- legan samsærissvip og dregur fram mikinn tréstiga og klifrar upp í efstu hillu. Hér er ritfangaverslun og minjagripaverslun. En aðalösin er hjá blinda manninum í tóbaks- búðinni. Það er pínulítil skonsa og selur hann flest milli himins og jarð- ar: Tóbak, dagblöð, frímerki, þjóðbúningadúkkur, leikföng, ís og skartgripi frá hippatímabilinu. Þar fást líka stórar ljósmyndir af Castel- orizo eins og allt leit út áðuren þorpið var sprengt í loft upp. Það er ótrúleg sjón, að bera sam- an. Blindi maðurinn afgreiðir af stakri snilld, þuklar alla peninga sem hann fær og gefur til baka og veit upp á hár, hvaða sígarettuteg- undir hann er að afgreiða. Verslun- armáti hans er einhvers staðar á milli þess að vera geðstirður og diplómatískur. Þama inni eru yfírleitt einhveijir að lesa blöðin og skeggræða dægur- málin. Stormsveit með lúðra Og hér er ekkert vatn. Það er helsta vandamál eyjunnar. Mér fínnst ótrúlegt að hægt sé að búa á stað, þar sem ekkert vatn er. Ekki einn einasti brunnur. En vatn- ið er dýrara en bensín. Ég nota tækifærið og segi tröllasögnr af köldu og heitu íslensku vatni. Auðvitað væri ekkert einfaldara en að leiða slöngu frá Tyrklandi og skrúfa frá, en eins og mál ríkjanna Maðurinn með fánann og kerlingin á Ro Löngu áður en hús vom byggð á hæðinni, þar sem mesta eyðilegg- ingin varð, var allur sá hluti kastali, Blindi maðurínn í tóbaksbúðinni. standa í dag, er það með öllu óhugs- andi. Reynt er að leysa málið á ýmsan hátt. Sjór er eimaður en það er tímafrekt og vatnið ódrykkjar- hæft. Þannig að Qórir tankar hafa ver- ið steyptir í jörð og svo kemur tankskip frá Rhodos til að fylla á. Það er einmitt á þjóðhátíðardegi eyjunnar, 13. september, sem tank- skipið kemur. Allt í einu breytir þetta litla, kyrrláta mannlíf um svip. Allir klæðast sínu fínasta skarti. Og fara í skrúðgöngu með lúðra- sveitina í broddi fylkingar. Lúðra- sveitin rigsar eins og stormsveit eftir aðalgötunni; aðkomin lúðra- sveit í skjannahvítum búningum með gyllta lúðra. Þeir komu með skipinu fyrr um daginn, eins og fínu mennimir. Einhver hvíslar að ráð- herrar og þingmenn séu á svæðinu. Þeir eru í borðalögðum einkennis- búningum og ábúðarfullir eins og íslenskir frambjóðendur á kosn- ingaferðalagi. Þeir spóka sig á götunni og heilsa öllum með jafn ábúðarfullu handabandi. Uppi í þorpinu fara allir til messu og á eftir er haldin veisla. Seinna um daginn er allt um garð gengið. Horft á tímann líða. Á Restaurant Lazarakis. með tilheyrandi virkisveggjum og varðtumum. Efst á hæðinni stendur enn kastalavirki frá þessum tíma. Þar hafa líka bæst í hóp minnis- varða tyrknesk moska og rústir greogoríanskrar kirkju. Ég ímynda mér að hæðin hljóti að vera sundurgrafin af leyni- göngum, eins og slíkar hæðir eru jafnan í Enid Blyton-bókunum. Hvem dag blaktir grískur fáni við hún í kastalanum. Mér finnst í raun ekkert sjálfsagðara, þangað til ég fæ að heyra söguna um mann- inn með fánann. Maðurinn með fánann er haltur, því annar fóturinn er styttri og hann er með kryppu á bakinu. En hann lætur sig hafa það að klifra upp hrörlegan jácnstiga, hvern ein- asta morgun, upp í virkið. Þar dregur hann fánann að hún og fyr- ir sólsetur klifrar hann aftur upp stigann og tekur fánann niður. A tyllidögum setur hann upp stærri fána. Það er enginn sem biður hann um að gera þetta og því síður að hann fái borgað fyrir það. En eyjarskeggjar gera góðlátlegt grín að honum og halda að hann langi til að verða þjóðhetja og segja mér söguna af kerlingunni af Ro. Ro er öggulítil eyja rétt hjá Ca- stelorizo og í gamla daga var sett þangað kerling með geitur, og skyldi hún hafast þar við. Einhveiju sinni réðust nokkrir Tyrkir til upp- göngu á eyna. Þegar kerling sá til þeirra, dró hún upp grískt flagg á stöng. Og hlóp síðan að þeim með ópum og formælingum, Tyrkir sáu sitt óvænna og flúðu. En kerling hafði nokkuð fyrir snúð sinn og var gerð að þjóðhetju fyrir vikið. Einn daginn réðist ég til upp- göngu í virkið og hélt það væri lítill vandi. Með skinnpokann á bak- inu og leikritið í pokanum og andann í vasanum. Ég komst upp við illan leik og var nær máttlaus af hræðslu þegar upp kom. Ég gat ómögulega ímyndað mér hvernig ég kæmist niður aftur. Ég settist niður í lítinn, hruninn varðtum og ákvað að ég færi ekki niður fyrir mitt litla líf fyrr en hingað kæmi riddari á hvítum hesti og frelsaði mig. Til að drepa tímann las ég leikritið upphátt fyrir útsýnið. Og fannst allar aðstæður hinar skáld- legustu. Ég virti fyrir mér fólkið í bænum, sem var pínulítið, að gera allt sem það gerði venjulega. Svo sá ég hvar halti maðurinn faldi fán- ana sína. En hesturinn hefur sennilega ekki komist upp rimlastigann, alla vega neyddist ég til að klifra sjálf niður, þegar mér fór að leiðast. Ég hét á alla góða vætti mér til stuðn- ings, því ekki voru ryðguð jámþrep- in traustvekjandi. Þegar ég var komin heilu og 'nöldnu úr kastalanum, gerði ég manninn með fánann að þjóðhetju. Tyrkneskir fióttamenn Og lífíð heldur áfram sinn vana- gang. Hafnarstjórinn, sem er frá Korfú, heldur áfram að tefla tavli, og trimma og synda maraþonsund og heldur áfram að láta sig langa til Korfú. Einn daginn koma fimm Tyrkir á örlítilli skektu yfir hafíð. Þá fæ ég að fara með hafnarstjóranum, sem loksins hefur eitthvað annað að gera en að synda maraþonsund í innsiglingunni. Við róum yfir til að færa Tyrkjabátinn á löreglustöð- ina. Hann segir mér að árlega flýi um 3.000 Tyrkir til Grikklands. Þennan dag mátti greina vott af drunga í bænum; fáir á ferli og undarleiki yfir bænum. Póstmeistarinn er frá Krít og heldur áfram að tæma gula, ein- manalega póstkassann, sem er þannig, að maður efast um að póst- urinn komist á leiðarenda. Póst- meistarinn reynir að kenna mér gríska stafrófíð og ég segi honum krítverskar sögur og spyr hvort hann hafí komið inn í völundarhús Mínotárr. Póstmeistarinn er frá Krít og heldur áfram að reykja síga- rettur og stimpla frímerki og „móbilséra" erfíð símtöl frá íslandi og heldur áfram að láta sig langa til Krítar. Eintal eyju við örlög ■«. Svo verð ég að fara. Mér er tjáð að besti tíminn sé eftir. Þá er kom- ið fram í október og þrúgandi 40 stiga hitinn lækkar. Það er tíminn sem Grikkir kunna best að meta. Mér finnst hægt að vera hér í marg- ar vikur enn og lofað hugsunum að streyma upp á yfírborðið. Því hér gerist aldrei neitt, nema það sem gerist í huganum. En svo er „sáluhjálpin einhvers staðar hinu megin við Ástralíu“, eins og ég las upphátt í ljóðrænasta kirkjugarði í heimi, úr bókinni Dagbók frá Dia- fani. Og þetta leikrit. Skyldi þetta vera leikrit eftir allt saman; búin að senda möginn til íslands í um- slagi. Ég vissi ekki, að það yrði þetta leikrit. Það varð bara til. Það eru tvær manneskjur að tala sam- an. Þær tala og tala. Tala saman meðan þær bíða og ekkert gerist nema það sem gerist í orðunum sjálfum. í huga þeirra. Kannski eru þetta bara hugsanir þeirra. Kannski þegja þær allan tímann. Kannski er leikritið eins og ég og þessi eyja. Ég er að tala við sjálfan mig. Eintal sálarinnar við sálina í sér og niðurstaða í hveiju andartaki, sem getur af sér nýja spurningu og nýtt andartak. Persónumar í leikritinu eru alla- vega búnar að fara órakrókaleið að endalokunum og þar fyrst hefst eitthvað. Kannski er leikritið eins og þessi eyja. Þessi eyja, sem er hljóðlátt eintal eyjunnar við örlög sín. Eyjur eru til að tæma hug’ann á og eyjur eru ótæmandi Og ég fer burtu og hef engu glat- að, því inni í mér er lítil eyja. Hún er bara svo óskaplega lítil, að það þarf að varðveita hana mjög vel. Þú ferð burtu og fínnst ekkert hafa gerst. Þess vegna áttu kannski svona erfitt með að fara. Vegna þess að þú hefur skilið svo margt eftir. Þú hefur að visu ekki reist - nein minnisvirki, hvorki úr marm- ara né gulli, og þó þú hafir verið fyrsti Islendingurinn sem á hafa heimsótt Castelorizo, þá er eins líklegt að íbúamir gleymi þér eins og hveijum öðmm ferðamanni. En það skiptir engu máli. Þú hefur samt skilið svo margt eftir. Þú hef- ur aðallega skilið það eftir sem þú áttir til. Þú ferð og ert enn á staðnum. Þú ert engu nær um íeyndarmál- ið. Og ég ætla ekki að reyna að uppgötva leyndarmál Castelorizo. Allavega ekki útskýra það. (Og þó ég gerði það myndi ég engum segja.) ísbjörn á bryggju- sporðinum Ég hitti stúlku frá Suður-Afríku, sem bjó á Rhodos. Hún hafði kom- ið til Castelorizo til að átta sig á sjálfri sér og tilverunni. Við spjöll- uðum saman kvöldið sem hún fór og skiptumst á ævisögum, meðan hún beið eftir skipinu. Veistu það, sagði hún, ég er búin að vera hér í þijár vikur. Eg ætlaði aldrei að vera svona lengi. Ég er miklu ruglaðri en þegar ég kom. Ég veit hvorki upp né niður. Ég held að maður fínni sjálfan sig ekki sisona með því að leita í örvænt- - ingu. Ég held að málið sé að gera eitthvað. Þannig að hún virtist alla vega hafa fundið það svar, sem felur í sér ægilega stóra spumingu um leið. Að finna sig í öðru. Öðru hveiju? Veistu hvað, sagði hún svo. I dag gerði ég ekki neitt. Ekkert. Ég fór á ströndina og kafaði og veistu hvað ég sá? Stóran físk. Svona stór- an físk! Og ég horfði á fiskinn og fiskurinn horfði á mig. í dag sá ég stóran fisk. Ég sá að vísu engan stóran físk. Ég sá ígulker og mismunandi bláa liti og marga litla fiska þegar ég kafaði. En ég var aldrei viss um hvort þeir sáu mig. En ég sá ísbjöm. ísbjöminn sat á bryggjusporðinum og horfði á mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.