Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987 ORÐSNILLD (WordPerfect) íslensk ritvinnsla Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun rit- kerfisins ORÐSNILLD. Forritið er á íslensku og með íslensku orðasafni. Dagskrá: ★ Helstu grundvallaratriði í DOS. ★ Nokkur byijendaatriði í WordPerfect. ★ Heistuskipanirviðtextavinnslu. ★ Verslunarbréfog töflusetning. ★ Dreifibréf. ★ Gagnavinnsla. ★ íslenska orðasafnið og notkun þess. ■k Umræðurogfyrirspurnlr. TÍmi: 8., 9., 13. og 14 júlfkl. 17-20. Innritun í símum 687590 og 686790. TÖlvufræðslan BORGA R TÚfíJI 28 Leiðbeinandi: Matthías Magnússon, rithöfundur SYNDU FYRIRHYCCJU SKÓLABÖK STYRKIR PIG í NÁMI Með sparnaði á Skólabók ávaxtar þú sumarlaunin oa ávinnur þér um leið lánsréttindi. SAMVINNUBANKINN Þjónustaíþína þágu Góðan daginn! íminningu Eiríks Ormssonar rafvirkjameistara í tilefni þess að 6. júlí 1987 eru liðin hundrað ár frá fæðingu Eiríks Ormssonar, rafvirkjameistara, vilj- um við, sem þessi orð ritum, minnast hans með fáeinum orðum. Við eigum það sameiginlegt, allir þrír, að hafa starfað hjá Bræðrun- um Ormsson hf. frá því um 1960 og vera þar enn við störf, þó að fyrirtækið hafi að mestu skipt um eigendur, eftir að Eiríkur féll frá, en sonur hans, Karl, keypti þá fyrir- tækið af systrum sínum og rekur það nú undir sama nafni ásamt fyöl- skyldu sinni. Orð okkar eru þó að sjálfsögðu engin endanleg úttekt á sögu fyrirtækisins, heldur aðeins nokkur orð um merkan mann og brautryðjanda, sem við vorum svo lánsamir að starfa með og fyrir um áratuga skeið. Eiríkur lézt 29. júlí 1983. Eiríkur fæddist í Efriey í Meðal- landi 6. júlí 1887. Foreldrar hans voru Ormur Sverrisson, bóndi þar, og Guðrún Ólafsdóttir, húsfreyja. Systkinin voru tíu, en af þeim kom- ust átta á legg. Kona Eiríks var Rannveig Jónsdóttir, fædd 9. júní 1892, í Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri. Böm þeirra urðu fjögur ásamt einni kjördóttur. Árið 1922 stofnaði Eiríkur fyrir- tækið „Rafvéla- og mælaviðgerðir — Eiríkur Ormsson", og var það í húsnæði á Óðinsgötu 25 í Reykjavík. Árið 1923 gerðist bróðir hans, Jón, meðeigandi í fyrirtækinu og nefndist það eftir þessa sameign- ingu Bræðumir Ormsson. Síðan skildu leiðir með þeim bræðrum. Jón stofnaði sjálfstæðan rekstur í árs- byijun 1932, en Eiríkur hélt starf- seminni áfram undir sama nafni. Árið 1936 var fyrirtækið flutt í eig- in húsnæði á Vesturgötu 3. Þar var það starfrækt allt til ársins 1966, er flutt var í ný húsakynni í Lág- múla 9, þar sem starfsemin er enn til húsa. Upphaflega var starfsemin að mestu helguð rafvélaviðgerðum ásamt nýlögnum og viðgerðum í hús og skip, en einnig farið út í minniháttar iðnað, svo sem að fram- leiðá ýmsar gerðir skipalampa og ljóskastara og önnur smátæki, t.d. loftdósir. Um skeið var stór þáttur fyrirtækisins að reisa rafstöðvar úti um land, fyrir einstök bændabýli eða mörg saman. Síðar var farið að smíða litlar ljósavélar, svonefnda „dverga", bæði fyrir vind- og vatns- afl. Eftir að fyrirtækinu tók að vaxa fískur um hrygg og umboðum fjölgaði var farið út í umfangsmeiri starfsemi, svo sem viðgerðir á raf- kerfi bifreiða með Bosch-rafbúnaði, stillingar á dísilolíuverkum o.þ.h. Innflutningur á AEG-heimilistækj- um óx mjög og er nú stór þáttur í starfsemi fyrirtækisins. Innflutn- ingur á fólksflutningslyftum hefur verið snar þáttur í starfsemi fyrir- tækisins, svo og innflutningur á röntgentækjum, röntgenfílmum o.þ.h., enda var Eiríkur einn af þeim fyrstu, en önnuðust uppsetn- ingu á röntgentækjum hérlendis. Ymis stór verk voru unnin á vegum fyrirtækisins, s.s. rafvirkjun fyrir álbræðsluna í Straumsvík, raf- magnsverk við Búrfellsvirlq'un, lagning háspennulínu frá Búrfelli að Geithálsi í Mosfellssveit o.fl. Þessi verk voru unnin í samvinnu við erlend fyrirtæki og reyndist sú samvinna vel. Það var vissulega ánægjulegt að fá að nokkru leyti að vera þátttakandi í öllu þessu fjöl- breytta starfi, sem fyrirtækið innti af hendi undir forsjá Eiríks Orms- sonar. Öll verk sín vann Eiríkur af mik- illi kostgæfni, elju og samvizku- semi. Hann var einatt mættur löngu áður en venjulegur vinnutími hófst og hann fór oftast síðastur heim að kveldi. Eiríkur lagði mikið upp úr stundvísi starfsmanna sinna. Ef einhvem tíma kom fyrir að starfs- maður mætti of seint hafði Eiríkur það fyrir venju að víkja sér að við- komandi og segja: „Hvemig var það, ég sá þig ekki í morgun?" Fleira var ekki sagt, en fáir vildu horfa í augu Eiríks og þurfa að svara þessari spumingu í tvígang. Þetta var fyrir tíma stimpilklukku og fljótandi tímamætingar og gafst ekki síður vel. Eiríkur var afar nærgætinn við starfsfólk sitt og hafði oft á orði að „aðgát skal höfð í nærveru sál- ar“, enda kunni hann Einræður Starkaðar Einars Benediktssonar utan að. Ef honum hins vegar þótti við fólk, þá gat verið erfítt að koma sér í mjúkinn hjá honum aftur. Verst var, ef hann tók fólk fyrir að ósekju, en það skeði ekki oft. Eiríkur var mikill höfðingi heim að sækja. Hann átti það til að kalla til sín á skrifstofuna bæði kunn- ingja og vini til skrafs og ráðagerða, einkum eftir að vinnutíma lauk á föstudegi eða á laugardagsmorgni, meðan þá var unnið. Hann hafði þá næði til að ræða málin út í hörg- ul við hvem og einn. Gekk margur brosandi og léttur af hans fundi. í mannfagnaði átti Eiríkur erfíðara um vik, þar sem heymin brást hon- um á miðjum aldri. En enginn gekk þess dulinn, að þar fór höfðingi. Fátt gat verið meira uppörvandi fyrir starfsmann en að eignast trún- að Eiríks. Ef það tókst var margt hægt að leyfa sér. Einnig var hollt að hlýða á hann í fámenni. Hann var sagnaþulur góður og hafði á hraðbergi heilu ljóðabálkana, sem hann gat farið með reiprennandi og án þess nokkum tíma að reka í vörðumar. 'Það var sammerkt með mörgum af þessum aldamótakörl- um, að þó þeir væm allan daginn með nefið niður í sverðinum, eða mótomum, þá gátu þeir þulið yfír manni að kveldi bæði sögur og ljóð á gullaldarmáli, sem engan óraði fyrir að þeir hefðu nokkum tíma haft aðstöðu til að lesa, hvað þá læra. Eitt var einkenni Eiríks, sem maður freistast til að halda að hafí gengið í erfðir. Það var að nota einatt örlitla bréfsnepla til að punkta niður á efni í bréf eða skeyti. Sjálfsagt stafaði þetta upphaflega af einskærri nýtni, en gat orðið býsna þreytandi fyrir þann, sem átti að vinna úr sneplunum. Skrift- in varð líka ærið smágerð og samanþrykkt, þegar lítið var eftir af blaðinu. Hann átti það til að koma með vænan bunka af sneplun- um í einu og hafði þá á orði, að fleiri væm í vændum. Ekki er ör- grannt um, að Karl hafí að nokkm leyti erft þetta einkenni föður síns. Þó Eiríkur væri ágætur þýzkumað- ur skrifaði hann bréf sín jafnan á íslenzku og vildi fá þau þýdd á gott mál. Enginn var honum samt slyngari við að þýða úr þýzku tæknimáli, enda var Eiríkur nýyrða- smiður ágætur. Það sagði okkur frú Dolinda Tanner, sem lengi var einkaritari hjá fyrirtækinu, að hún leitaði einatt umsagnar Eiríks, ef um snúinn tæknitexta var að ræða, sérstaklega ef hann fjallaði um virkjanir. Eiríkur var liðlega meðalmaður að vexti, teinréttur í baki fram á efri ár, en þá gerðist hann nokkuð lotinn. Hann var alla tíð grann- holda, snar í hreyfingum og rammur að afli á yngri ámm, eins og gjamt er um smiðL Hann lauk sveinsprófí í trésmíði um eða eftir 1910, en fór síðan til náms til Dan- merkur og Þýzkalands í vélavind- ingum, mælaviðgerðum og stilling- um, eins og áður var vikið að. Það leika margar minningar um hugann, þegar minnst er Eiríks Ormssonar, og verða þær ekki allar færðar hér til leturs. Hann var sér- stæður maður, sem enginn gleymir, er þekkti. Uppáhaldsorðatiltæki Eiríks var að jafnaði: „Sveltur sitj- andi kráka, en fljúgandi fær.“ Það átti vel við framkvæmdamanninn. Hlutimir koma sjaldnast af sjálfu sér, það skal fyrir þeim haft. Við lærðum margt af Eiríki, bæði til munns og handa. Þó má ætla, að það sem hann lagði mesta áherzlu á og brýndi oftast fyrir okkur væri að sýna trúmennsku í starfí. Það hefur reynzt farsælt. Blessuð sé minning Eiríks Orms- sonar. , Guðmundur Gislason, Hermann Guðjónsson, Þórir A. Sigurbjörnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.