Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987
49
Reykvíkingar eru áhugasamir um umhverfisitt. Hérsjáum við nokkra íbúa íSuðurhlíðum gróðursetja tré, sem borgin létþeim í té.
íLaugardalnum er ræktunarstöð borgarinnar.
því fínnst vanta fleiri stíga, sem
tengja saman hin ýmsu útivistar-
svæði, er gerð slíkra stíga á döfínni?
„í framkvæmdaáætlun fyrir
1985-1989 er gert ráð fyrir tölu-
verðu átaki í uppbyggingu að-
alstígakerfis, sem tengir einstaka
borgarhluta og nágrannasveitarfé-
lögin jafnframt því að liggja um
stærri gatnamót."
— Hvernig vildir þú sjá
Reykjavík í framtíðinni, séð frá
þínum faglega sjónarhóli?
„Ég vildi gjaman að sem flestar
íbúðargötur í Reykjavík yrðu eins
og suðurhluti Laufásvegarins, sem
er vafínn í fjölbreyttan gróður. Sú
ósk er ekki óraunsæ, því í Reykjavík
ríkir mikill áhugi á garðrækt og
fólk hugsar vel um garða sína enda
árangurinn að koma í ljós. Aldrei í
mínum björtustu vonum sem ungl-
Staðið hafa yfir endurbætur á Hallargarðinum. Stéttirnar hafa ver-
ið endurbyggðar og skipt um gróður í beðum þar sem hann var
orðinn lélegur. Þarhafa veriðgróðursettarýmsar runna- og trjáteg-
undir, sem ekkihafa verið notaðar fyrr í almenningsgörðum.
mun rísa síðar. Héðan í frá er gert
ráð fyrir að það muni taka um fjög-
ur ár að ljúka við Laugardalssvæð-
ið,“ sagði Jóhann.
í Laugardalnum er ræktunarstöð
borgarinnar ásamt Grasagarðinum,
en þar er að finna sýnishom af stór-
um hluta íslensku flómnnar auk
þúsunda erlendra jurta og trjáa og ■
mnna.
Eitt helsta áhugamál Jóhanns
em tilraunir með nýjar tegundir
tijáa og mnna, sem hann hóf er
hann starfaði við Lystigarðinn á
Akureyri og þessu starfí hyggst
Jóhann halda áfram í Reykjavík.
Um þetta ræktunarstarf segir hann:
„Við sem fáumst við ræktun um-
hverfísins á íslandi vinnum við
sérstæð skilyrði. Bæði loftslag og
jarðvegur er hér frábmgðinn því
sem gerist annars staðar í heimin-
um. Þess vegna verðum við að leita
að nýjum efnivið og nýjum aðferð-
um við að nota þennan efnivið.
Það sem gerir starfið auðveldara
er að um allan heim em starfandi
grasagarðar, sem skiptast á fræj-
um. Þessar stofnanir senda árlega
hver annarri lista yfir það, sem þær
hafa upp á að bjóða. Grasagarðarn-
ir em í tengslum við vísindastofnan-
ir, sem senda menn út af örkinni,
til að leita að fræjum á ijarlægum
slóðum. Þess vegna hefur okkur
tekist að nálgast fræ, sem við hefð-
um annars ekki átt möguleika á
að fá. Það skemmtilega við þetta
starf er að pólitískar hindranir em
ekki til staðar. Sem dæmi má nefna
að Sovétmenn og ísraelar skiptast
á fræjum, þó þeir séu ekki í stjórn-
málasambandi hvor við aðra.
Við höfum fengið fræ hvaðanæva
úr heiminum. Frá Kamtsjakta-
skaganum, Sakalín-eyju, Alaska,
Norður-Evrópu og háfjallahémðun-
um sunnar eins og Klettafjöllunum,
Ölpunum, Kákasus og frá háfjöllum
Kína svo eitthvað sé nefnt. Það
má segja að margt af vinsælasta
efniviðnum í görðum Reykjavíkur
sé ekki þekktur í nágrannalöndun-
um. Það kemur ef til vill á óvart,
að Norðurlandabúar, sem státa af
miklum og fallegum skógum em
farnir að leita að efnivið héma. Til
dæmis er íslenski brekkuvíðirinn
orðinn tískuplanta í Norður-Noregi.
Það er því ákaflega skemmtilegt
eftir að hafa stundað þessi ræktun-
arstörf að fá tækifæri til að reyna
plöntumar á stærri útivistarsvæð-
um.“
— Verður Reykjavík þá eins kon-
ar tjlraunastöð í garðrækt!?
„Öll garðyrkjustörf á íslandi em
ennþá á tilraunastigi, því það em
ekki nema rétt eitt hundrað ár síðan
hafíst var handa við skipulega garð-
yrkju hér á landi."
— Hvaða eiginleika hafa þær
trjátegundir, sem þrífast best hér á
landi?
„Það sem stendur tijárækt á ís-
landi fyrir þrifum er vindhraðinn,
þá sérstaklega á Suðurlandi. Trén
þurfa því að vera nægilega sterk
til að standast það álag.“
Hlutur tijáræktar innan þéttbýlis
hefur farið vaxandi á síðustu ámm
en vænta má frekara átaks bæði
hvað varðar gróðursetningu og tijá-
vemd. í aðalskipulagi Reylqavíkur
1984-2004 segir að fyrirhugað sé
að gróðursetja árlega allt að
250-300 þúsund tré og mnna, eink-
um meðfram umferðaræðum,
göngu- og hjólreiðastígum, á bíla-
stæðum og torgum og opinbemm
lóðum, svo sem við skóla.
í samvinnu við fyrirtæki og íbúa
borgarinnar er ennfremur fyrir-
hugað að leggja aukna áherslu á
tijárækt á atvinnusvæðum og í
nýjum íbúðahverfum.
Utan þéttbýlis mun á næstu
ámm verða gróðursett mest í
Hólmsheiðinni. Hún er talin gróður-
sælli en Heiðmörkin var á sínum
tíma. Því á tijárækt að geta tekist
þar vel. Gróðursetning er þegar
hafín austur af Rauðavatni.
Áætlað er að gera tijávemdar-
skipulag af öllu borgarlandinu og
velja þann tijágróður, sem á sér
enga hliðstæðu eða er nánast ómiss-
andi vegna þess einkennis eða
svipmóts, sem hann hefur á byggð-
ina. Segir í þessu riti um aðalskipu-
lag Reykjavíkur að æskilegt væri í
þessu sambandi að komið verði á
kvöð um tijávemd.
— Sú skoðun hefur verið lengi
ríkjandi að Reykjavík sé lítt fallin
til tijáræktar. Við spyijum Jóhann
hvort það sé rétt?
„Það er rétt að vantrúin hefur
verið nokkur. En í athugun á lönd-
um höfuðborgarsvæðisins kom í ljós
að ræktun tijáa á höfuðborgar-
svæðinu er engin frágangssök og
jafnvel auðveld á bestu stöðunum,
en hæstu tré í Reykjavík em nú
um sautján metra há.“
— Ég hef heyrt fólk tala um að
ingur gerði ég ráð fyrir að ávinning-
urinn yrði eins glæsilegur og raun
ber vitni. Ég vildi líka sjá meiri
matjurtarækt í reykvískum görðum
og gróðurskálum."
— Hvað er skemmtilegast við
garðræktina að þínu mati?
„Skemmtilegast? Jú, við emm
með lifandi efnivið í höndunum, sem
er „dynamiskur", það er að segja
hann hlýtir ákveðnum vaxtar- og
þróunarlögmálum, ein tegund tekur
við af annarri. Fyrst em gróðursett-
ar hraðvaxtartegundir, sem mynda
skjól. í skjóli þeirra er síðan rými
fyrir alls kyns mnnagróður og blóm
eða annan gróður. Ofan á þessu
öllu saman tísta svo fuglar og borða
tijámaðka og aldin, þannig verður
þetta ein allsheijar lífssinfónía, sem
er hrífandi að fylgjast með.“
— Nú á sér stað viss uppstokkun
á skipulagi innan borgarkerfísins
þannig að settar verða upp eins
konar hverfabækistöðvar um borg-
ina, sem sjá munu um ýmsa
þjónustu við hverfín, hvemig verður
þetta skipulag í höfuðdráttum?
„Já, það er rétt, að með haustinu
verður komið á hverfabækistöðvum,
sem munu annast ákveðna þætti
eins og umönnun gróðursvæða,
götuhreinsun og sorphreinsun. Gert
er ráð fyrir að þeir, sem vinna á
þessum hverfabækistöðvum verði í
meiri tengslum við íbúana á hveij-
um stað og það skapist jákvaeð
samkeppni á milli stöðvanna. Með
þessu skipulagi verður reynt að
samnýta starfskraftana og skapa
enn betri tengsl við íbúana."
— Finnst þér Reykvíkingar
áhugasamir um umhverfi sitt?
„Já, það fínnst mér. Sérstaklega
er fólkið í nýju hverfunum áhuga- “
samt. Það vill byggja upp fallegt
umhverfí og fylgjast með því að
náttúrunni í kring sé ekki spillt.
Það er oft erfíðara um vik í eldri
hverfunum, því þar býr margt af
eldra fólki, sem ekki á eins auðvelt
með að taka þátt í framkvæmdun- ■
um.“
— Er mikið um gróðurskemmdir
af mannavöldum?
„Nei, ekki get ég sagt það. Það
er þó alltaf til fólk, sem gengur illa
um og hefur ekki tilfínningu fyrir
umhverfí sínu en mesti vandinn er
nú af fjórhjólunum. Þá er einnig
töluverð ásókn í holtagijót, sem er
tískuvara í görðum. Einstaka maður
hefur spillt upp holtum og gróður-
lendi með því að rífa upp gijót með
stórvirkum vinnuvélum.
í ár hefur sem betur fer tekist
að koma í veg fyrir sinubruna. Það
er gömul þjóðtrú, að sinubruni sé
til góðs en þetta er útbreiddur mis-
skilningur."
— Nú er í fyrsta sinn starfandi
landslagsarkitekt á garðyrkjudeild-
inni, er það ekki til töluverðra
hagsbóta?
„Jú, það er gott að hafa sér-
menntað fólk, sem er vel að sér í
málefnum borgarinnar, til að leysa
verkefni fljótt af hendi. Fram til
þessa höfum við keypt að slíka sér-
fræðiaðstoð og munum gera áfram
að einhveiju leyti. Tímamir eru
breyttir og kröfumar aðrar. Nú
þykir sjálfsagt að láta landslags-
arkitekt skipuleggja húsagarða en
áður var slíkt hending."
— Svo við snúum okkur eilítið
að öðru. Starfaðir þú ekki sem leik-
ari áður en þú snérir þér að
grasafræðinni?
“Jú, ég lærði leiklist í Þjóðleik-
húsinu og við Dramaten í Svíþjóð
og lék síðan í Þjóðleikhúsinu og
Iðnó. Frá því ég byijaði í námi og
þar til ég hætti var ég búinn að
vinna við leiklist í sextán ár.“
— Hvað kom til að þú söðlaðir
um?
„Frá bamæsku hafði ég verið
haldinn tveim bakteríum, önnur var
leiklistin, hin var garðyrkja. Það
sem gerði það síðan að verkum að
ég snéri frá leiklistinni var hve mér
fannst lítið standa eftir hjá sjálfum
mér af því sem ég gerði, því maður
gengur að næsta hlutverki sem
sami byijandinn. Leikarar hafa líka
tiltölulega lítið vald yfír lífí sínu,
því það er oft tilviljunum háð að
fá hlutverk sem hentar á þeim tíma
sem viðkomandi er færastur að
leysa það af hendi. Þetta vom tvær
megin ástæðumar fyrir því að ég
hætti en ég sé þó alls ekki eftir
þessum árum, þvi í leiklistinni kem-
ur maður víða við, en ég hef þó
aldrei séð eftir því að hætta."
— Er eitthvað líkt með garðyrkju
og leiklist?
„Já, í báðum tilfellum er verið
að fást við lifandi viðfangsefni. í
byijun eigir maður eitthvert fjar-
lægt markmið að stefna að en
efniviðurinn sjálfur vill ráða því
hvemig unnið er úr honum. Það er
ekki nema að góð samvinna skapist
milli viðfangsefnis og þess sem
vinnur við það að viðunandi árang-
ur náist."
— Gætir þú hugsað þér að stíga
á sviðið aftúr?
„Nei, alls ekki. Ég hef ekki kom-
ið nálægt fjölunum síðan ég hætti
og núna myndi ég gera ennþá meiri
kröfur til sjálfs mín, sem ég væri
ekki viðbúin að mæta, en mér leið-
ist alltaf að gera hluti, sem ég get
ekki gert vel.“
Texti: Hildur Einarsdóttir.
Myndir: Sverrir Vilhelmsson.