Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 62
- f 62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987 $ > ' íhbbí ■jOt' Alice við innsiglinguna. Undur í lisulandi Franskar hefðardömur á kaffihúsi. TEXTIOG MYNDIR: ELISABET JOKULSDOTTIR Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór? Einhverra hluta vegna spurði ég Alice aldrei þessarar spurningar, sem annars er svo vinsæl af fullorðnum, þegar börn eiga í hlut. Alice var svo upptekin við að vera til og vera lítil og stór. Það er kannski þess vegna sem ég veit ekki, hvað hún ætlar að verða þegar hún er orðin stór. Castelorizo er pínulítil grísk eyja upp við strendur Tyrklands. Þar er bara eitt þorp. Alice er sex ára gömul stúika sem bjó eitt sumar með móður sinni á Castel- orizo. Þær komu frá Frakklandi. Tereza móðir hennar hafði fundið sér heimili undir berum himni. Veggimir voru næstu tré og í stað malbikaðrar götu fyrir framan húsið, lá hafið nánast í hlaðvarp- anum. Þarna var eldhús, setustofa og svefnherbergi. Stólar og borð voru gerð úr steinum, sem lágu þar fyrir tilviljun. A jörðinni lágu litskrúðug teppi. Alice hafði einkaherbergi. Það var blátt tjald, þar sem hún lék sér með leik- föngin sín, þegar hún vildi fá að vera í friði. Tereza hafði hins veg- ar reist sér lítið altari, en hún var búddhatrúar. Á altarinu voru blóm og hlutir úr náttúrunni, rey- kelsi og lítið búddhalíkneski. Alice átti barnabók um tilurð búddha, og einn daginn fletti hún bókinni fyrir mig, meðan hún út- skýrði söguna á frönsku. Eg er samt ekki viss um að hún hafi verið mjög heit í trúnni, en hún ræddi samt um fyrri líf, eins og daglegt líf. Hún var til dæmis viss um, að móðir hennar hefði verið fugl í fyrra lífí. Það var alltaf eitthvað að ger- ast hjá Alice, á þessum stað, þar sem annars gerðist aldrei neitt. Alice spilaði tavli, lék byssubófa- Alice les Búdda. leik, klifraði um skúturnar í höfninni eins og köttur, synti og plottaði með félögum sínum næstu ískaup. Hún talaði jöfnum höndum grísku og frönsku og blandaði líka öllu saman. Hún var óspör á að kenna mér frönsku en einu orðin sem hún lærði að segja á íslensku voru tvíburanöfnin: Garpur og Jökull. Og fannst ægi- lega fyndið að bera þau fram. Alice var eins og lítill fugl sem lifði á loftinu. Og ís. Hún var yfir- leitt aldrei klædd öðru en sund- skýlu. Stundum fékk Tereza áhyggjur af barninu og setti sig í uppeldisstellingar. Leitaði hana uppi, gaf henni jógúrt, þvoði henni Spilað tavli. hátt og lágt og greiddi og klæddi hana í skrautlega kjóla. Á eftir fóru þær mæðgur út að borða og höguðu sér eins og franskar hefðardömur. Á eftir spilaði Tereza ef til vill á austur- lenska hljóðfærið sitt, sem hún gerði bæði til skemmtunar og notaði í fjáröflunarskyni. En þó Alice væri hálfgerður villingur, alla vega að sumra áliti, átti hún ægilega fína snyrtitösku, sem hún geymdi í ótrúlegustu hluti. Ég hitti Alice á þjóðhátíðardag- inn, þegar hún var að horfa á skrúðgönguna og lúðrasveitina. Þá gaf hún tvær litlar gjafir úr töskunni sinni. En hvað það var, er auðvitað leyndarmál. Oswald leðurskór með kögri Kr. 990.- TOPpffi *21212 5% staðgreidsluafsláttur Póstsendum Stærðir: 35-41. Litur: Svart, blátt, brúnt. SKORIÍÍN VELTUSUNDI 1 Hvaða kostur er bestur? st ÆTrr) margnota rakvélar eru ódýrari en venju- leg rakvélarblöð! Og hver rakvél dugar jafii- lengi og eitt rakvélarblað. The American College in London og The American College for the Applied Arts Atlanta and Los Angeles vill þakka góða þátttöku sem var við kynningu á skólunum í Reykjavík. Við vorum ánægðir með hin ótrúlegu vióbrögð sem þið sýnduð okkur og var sönn ánægja af að hitta hvern ogeinn. Nýlega sendum við í pósti bæklinga til þeirra sem ekki fengu á kynningunni. Ef þið þarfnist fleiri upplýsinga þá endilega hafið samband: The Amer ican College in London 100 Marylebone Lane London W1M 5FR ENGLAND TEL. (01) 486-1772
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.