Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 64
i STERKTKORT SUNNUDAGUR 5. JULI 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Morg’unblaðið/Benedikt Stefánsson Skuggi hrafnsins við Jökulsárlón Hópurinn sem vinnur að kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar “1 skugga hrafnsins“ var staddur við Jökulsárlón á Breiða- merkursandi í liðinni viku. Um sextíu manns starfa við kvikmyndagerðina, leikarar, myndatökumenn og tæknilið. Á myndinni sést atriði myndarinnar þar sem hvalreki hef- ur borist á fjöru og menn bítast um fenginn. Að sögn Daniels Bergman aðstoðarleikstjóra mun hópurinn dvelja í þijá daga við lónið, síðan verður kvikmyndað á Höfn í Hornafirði en haldið í Eldgjá í næstu viku. Kvikmyndatök- ur standa yfir í ellefu vikur, en þær hófust 28. júní síðastliðinn. Tugmilljóna halli á Síldarverksmiðj unum landinu og taldi Jón Reynir að flöldi þeirra mætti að skaðlausu fara nið- ur í 6. Fækka þarf verksmiðjum úr 22 í 6, segir Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri SR TUGMILLJÓNA halli var á rekstri Síldarverksmiðja ríkisins Mikil ölvun í miðborg MIKIL og almenn ölvun var í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins. Þó var ástandið skárra en oft er um mánaðamót og lítið um að rúður væru brotn- ar. Varðstjóri hjá lögreglunni sagði að menn hefðu verið fullir í hveiju horni. Lögreglan hafði nóg að gera við að hirða sofandi menn af götum og túnum í alla nótt og margir fund- ust í nágrenni sundlauga, þar sem þeir höfðu ætlað að skola af sér rykið eftir næturskemmtan. síðasta ár, að því er Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri SR, sagði í samtali við Morgun- blaðið. Jón Reynir vildi ekki staðfesta neinar tölur í þessu sambandi, þar sem ekki væri búið að ganga frá reikningunum en gat þess, að allt væri að síga á verri hliðina. Um orsakir hins slæma gengis sagði Jón Reynir, að hækkanir á olíu og launakostnaði síðan í fyrra hefðu sett þar stórt strik í reikning- inn, einnig hefði það mikið að segja að verð á loðnumjöli hefði staðið í stað undanfarin ár og kæmi það aðallega til vegna slæmrar sam- keppnisaðstöðu íslensku loðnu- mjölsverksmiðjanna gagnvart landbúnaðarafurðum eins og soja- mjöli, þar sem væri offramleiðsla, niðurgreiðslur og styrkir. Jón Reynir gat þess og að hann teldi loðnubræðslur í landinu vera alltof margar, þannig að afkasta- geta þeirra nýttist ekki nægilega. 22 loðnumjölsverksmiðjur eru á Dregið hefur verið verulega úr framkvæmdum á vegum SR. Aðal- framkvæmdin í ár er á Raufarhöfn, þar sem skipt verður um eimingar- tæki. „Ég get ekki sagt að mér lítist sérstaklega vel á framtíðina," sagði Jón að lokum. Bundið slit- lag á 250 kílómetra BUNDIÐ slitlag verður lagt á um 250 kílómetra af vegakerfi lands- ins á þessu ári. Um síðustu áramót voru 1420 kílómetrar af vegakerfinu komnir með bundið slitlag þannig að í lok ársins ættu þeir að vera orðnir 1670. Þetta kom fram í samtali Morg- unblaðsins við Helga Hallgrímsson aðstoðarvegamálastjóra. Helgi sagði að í sumar yrði lagt bundið slitlag í öllum kjördæmum, þijátíu til fjörutíu kílómetrar í hveiju þeirra. Aðspurður um framkvæmdir við einstaka vegi sagði Helgi að í ár yrði bundið slitlag lagt á 20-30 kíló- metra af hinni 433 kílómetra löngu leið milli Reykjavíkur og Akureyrar og um næstu áramót yrðu því um tveir þriðju hlutar leiðarinnar með bundnu slitlagi. Lagt verður bundið slitlag á 50-60 kílómetra af hring- veginum sem er 1425 kílómetrar að lengd. Að því loknu verður tæp- ur helmingur leiðarinnar með bundnu slitlagi. Fjórhjól á ferð í Fossvogs- kirlgugarði FJÓRHJÓL hafa nokkuð verið á ferðinni í Fossvogskirkjugarði og hafa valdið þar nokkrum spjöllum, samkvæmt upplýsing- um Haralds Skarphéðinssonar yfirgarðyrkjumanns. Að sögn Haraldar var umferð fjórhjóla það mikil í kirkjugarðinum í vor, að nauðsynlegt var að loka öllum fjórum innkeyrslunum í kirkjugarðinn. „Fyrir ítrekaða beiðni gesta kirkjugarðsins voru innkeyrslumar opnaðar aftur." Sagði Haraldur að umferð fjórhjóla í garðinum væri nú minni en í vor, en samt nokkur. „Ökumenn hjólanna hafa á mörg- um stöðum í garðinum stytt sér leið yfir gróður og valdið nokkrum spjöllum, sem reyndar hafa verið lagfærðar jafnóðum, og einnig hafa borist kvartanir frá gestum kirkju- garðsins vegna ónæðis og ryks.“ Samtökin um Gamla miðbæinn: „Rúnturinn“ í Austur- stræti verði opnaður á ný SAMTÖKIN um Gamla mið- bæinn leggja í nýjasta frétta- bréfi sínu til að Austurstræti, göngugatan, verði aftur opnað fyrir gamla „Rúntinn" eftir að verslanir loka á kvöldin. Teikn- uð hefur verið upp hugsanleg breyting á Austurstræti og und- irskriftasöfnun málinu til stuðnings er þegar hafin. „Það myndast ákveðið tóma- rúm í Miðbænum þegar verslanir loka á kvöldin," sagði Guðlaugur Bergmann, formaður samtak- anna, í samtali við Morgunblaðið. „Við viljum glæða þennan eina sanna miðbæ lífi á kvöldin og um helgar og einnig teljum við að skrflslætin og rúðubrotin myndu hverfa ef af þessu yrði.“ Meða) annarra forgangsverk- efna sem samtökin leggja áherslu á eru að Laugavegsframkvæmd- imar verði kláraðar á réttum tíma, bflastæðin 370 á Faxaskálasvæð- inu verði kláruð, að tryggt verði að ÁTVR veiti eðlilega þjónustu í Miðbænum, að opnunartími verslana og þjónusta verði sam- ræmd við það sem verður í Kringlunni og að sérstakur ókeyp- is Miðbæjarstrætó verði tekinn í notkun sem færi á 5-7 mínútna fresti frá Hlemmi niður í Miðbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.