Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987 39 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekingur. Ég er hér ein 15 ára sem hef mikinn áhuga á stjömu- merkjum. Mér þætti því gaman að vita eitthvað um persónuleika minn og hvem- ig vinna myndi henta mér best í framtíðinni. Ég er fædd þann 18. apríl 1972 í Reykjavík klukkan 12.15 á hádegi. P.s. Vonandi svarar þú líka krökkum!" Svar: Þú hefur Sðl, Merkúr og Miðhimin í Hrút, Tungl í Krabba, Venus og Mars í Tvíbura og Ljón Rísandi. MetnaÖargjörn Sól í 10. húsi táknar að þú ert metnaðargjöm og heftir þörf fyrir að ná árangri út í þjóðfélaginuu. Þú vilt leggja eitthvað að mörkum frá þér persónulega. Starf kemur því til með að skipta þig miklu, meira en gengur og gerist. Það má því segja að þú viljir vera á framabraut en ekki föst yfir bömum og fjöl- skyldu. Lifandi störf Það að Sólin er í Hrút táknar að starf þitt þarf að vera lif- andi og gefa kost á líkamlegri hreyfingu. Þér hentar t.d. ekki að vera bundin niður á stól á sama stað frá níu til fimm. MiÖlun Það að Merkúr er á Miöhimni táknar að störf sem hafa með miðlun að gera eiga vel við þig. Það gæti verið sjálfstæð verslunarstörf, fjölmiðlun, s.s. blaða- eða frétta- mennska, útgáfa, t.d. það að vinna hjá forlagi, eða vinna við önnur kynningarstörf, það að tala við fólk, segja frá, skrifa eða tala i síma. Aðalatriði er hreyfing, líf og miðlun. Einnig er æskilegt að þú sért sjálfstæð og ráðir tíma þínum sjálf og þurfir í gegnum vinnu þína að hitta fólk. Viökvæm Tungl í Krabba táknar að þú hefur sterkar tilfinningar og ert næm á umhverfi þitt og fólk almennt. Þú ert einnig viðkvæm tilfínningalega. Það að hafa sól í Hrút og Tungl í Krabba táknar að þú ert eldfim í skapi og átt til að láta fólk móðga þig og tjúka upp. Því er hætt við að til- fínningar þínar séu oft ólgandi. Þú þarft í þessu sambandi að varast að láta smámál særa þig og ijúka upp í fljótfæmi. Það að Tunglið er í 12. húsi táknar að þú þarft stundum að vera ein. Gott heimili skiptir þig einnig miklu. Fjölbreytileiki Venus og Mars í Tvíbura táknar að þú ert forvitin ( sambandi við fólk og vilt kynnast ólíkum persónum. Það táknar einnig að þú þarft að hafa ákveðinn Qölbreyti- leika í vinnu og félagslífí. Glœsileiki Ljón Rísandi táknar að þú ert opin og glaðlynd í fasi og framkomu, ert stolt og vilt láta bera á þér og vera í miðju í umhverfi þínu. Jafn- framt ert þú nokkuð ráðrík og stundum frek. Þú vilt einnig ákveðinn stíl og glæsi- leika í líf þitt, vilt eiga flotta hluti og átt til að vera eyðslu- söm og gjafmild. Þegar á heildina er litið má segja að þú sért hress, félagslyndur og jákvæður krakki sem vill líf og flör í umhverfí sitt. Þetta er yfírleitt, en stundum átt þú til að vera viðkvæm og draumlynd og þarft þá að vera ein. Það er vegna Krabbans ( 12. húsi. GARPUR GRETTIR DÝRAGLENS ÉG> HEF0FT5PURT ST/ILFA /VHO^FHVERJU FOLKIÆRÐ ÖR SKELFIN60 LOSnppAJQÍ VIÐ AE> HEVRA (VtiNNST A É& HEF ALLTAF ALITIÐ A0 pAÐ SÉ E1NFALDLE6A V/E6NA þEIRRAR STAÐREYNDI AR AÐ VlPVEFJUAá omiR 0/A FÓFNARLA/MB© öó J 0R3OTU/VI í Pl/í 8EIWIN. wm' FOIK SETOR ALLT MdGULBGT FyRIR SIG ll’> 3 01066 Trlbun* M*dla S«o>cas. Inc. UOSKA EINS ‘~f'A LEiP TIL 06 PA6UR.) /HAT/ARBOEPS ---------í>_ INS P FERDINAND 1 "iT ^-7T\—— . SMAFOLK I JU5T SAW A LAPV THROOd 50ME 8REAP © 1987 Unlted Feature Syndlcate. Inc. ^ & CRUMBS OUT OF MER UUINPOUh^ Ég sá konu sem var að henda brauðmolum út um gluggann. NO, I PON T KNOW IF THEV'RE UlHOLE WHEAT, UJHITE OR RVE.. Nei, ég veit ekki hvort það var heilhveiti-, hveiti- eða rúgbrauð. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson ítalski snillingurinn Benito Garozzo hefur nú sest að í Bandaríkjunum og er farinn að keppa þar í landsmótum. Nýlega sigraði sveit hans, sem Sam Stayman stýrir, Reisinger út- sláttarkeppnina, sem er eitt af Qórum helstu bridsmótum þar vestra. Spilið að neðan er frá úrslitaleiknum, og bölvaði Garozzo sér í sand og ösku fyrir að finna ekki vinningsleiðina við borðið: Austur gefur; allir á hættu: Norður ♦ 9 VÁG86532 ♦ D108 ♦ Á2 Vestur Austur ♦ ÁD10642 ♦ KG753 *7 *4 ♦ G93 ♦ ÁK7654 ♦ 874 +10 Suður ♦ 8 ¥ KD109 ♦ 2 ♦ KDG9653 Vestur Norður Austur Suður — — 1 lauf 3 lauf Pass 3 hjörtu Dobl 4 tlglar Pass 5 lauf Pass Btíglar Pass Pass Pass Garozzo hélt á spilum suðurs. Þriggja laufa sögnin sýndi spaða og tígul, og þtjú hjörtu norðurs var gervisögn sem lýsti yfir áhuga á geimi eða slemmu. Það hefði verið best að passa þijú hjörtu dobluð, sem vinnast ef ekki kemur út tromp, en það er vægast sagt langsótt með þessi spil. Garozzo drap hjartaútspilið með ás og fór f spaðann. En þar sem liturinn lá ( hel fór spilið tvo niður. Garozzo var þó fljótur að benda á vinningsleiðina að spili loknu. Sem er þessi: Trompa hjarta með hátrompi í öðrum slag. Svlna svo tígul- tíunni og trompa hjarta aftur hátt. Inn á borðið á tíguldrottn- ingu og hjarta trompað enn á ný. Hjartað er nú frítt, og vöm- in fær aðeins tvo slagi, á spaðaás og tromp. Á hinu borðinu vom spiluð §ögur hjörtu, einn niður, svo sveit Staymans tapaði aðeins 3 punktum á spilinu. En vann leik- inn með 79 punkta mun. Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu í Moskvu um daginn kom þessi staða upp í B-flokki í viðureign stórmeist- aranna Arshak Petrosjan, Sovétrílgunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Silvino Garcia, Kúbú. 24. Rxc5! - Hxc5, 25. Rd3+ - Kd6, 26. Rxc5 - Kxc5, 27. He5+ og svartur gafst upp, því hann tapar manni eftir bæði 27. - Kb4, 28. a3+ og 27. - Bd5, 28. Bxd5 - Rxd5, 29. b4+.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.