Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987 59 Sovétríkin: Hugsið vel um bakið Bandaríski læknirinn Willbald Naglar skrifaði fyrir nokkru grein í þarlent tímarit með ráð- leggingum til þeirra er vilja hlífa bakinu og komast hjá bak- verkjum sem hrjá svo mörg okkar. Ráð hans eru i tiu liðum og fara hér á eftir: 1. Forðist mjúka og rnikið bólstraða stóla. Sitjið frekar á hörðum stólum. 2. Reynið að sitja þannig að hnén séu ofar en mjaðmimar - til dæmis með því að nota skemil. 3. Við akstur ber að hafa sætið framarlega svo hnén séu ofar en mjaðmimar 4. Ekki standa lengi í sömu stöðu. Við lengri kyrrstöðu er gott að láta þyngdina hvíla til skiptis á vinstra og hægri fæti, eða að stíga með öðrum fæti á upphækkun. 5. Þegar farið er að sofa er heppilegast að liggja á hliðinni og kreppa hnén - annað eða bæði - upp að líkamanum - og stingið ekki höndunum undir höfuðið eða hnakkann. Látið handleggina liggja afslappaða niður með líka- manum. 6. Ekki sofa á maganum. Ef þið þurfið þess, þá leggið kodda undir. 7. Teygið ykkur aldrei yfir hús- gögn eða aðrar hindranir til að opna eða loka gluggum. 8. Hitið upp vöðvana áður en þið farið að vinna í garðinum, stunda líkamsæfingar, eða - þegar þar að kemur - áður en þið farið að moka snjó af bílastæðinu. 9. Þegar þið þurfíð að flytja þunga hluti er heppilegra að ýta þeim en að draga þá. 10. Reynið að komast hjá því að vinda upp á líkamann þegar þið teygið ykkur eftir einhveiju, og notið tröppu ef þið þurfið að ná í eitthvað sem stendur hátt uppi. Þótt sum ykkar hafi ef til vill brotið þessar reglur, eina eða fleiri, til þessa án þess að hafa haft meint af, er ráðlegt að taka nú upp betri siði. Bakveikin gref- ur nefnilega um sig smátt og smátt hjá þeim sem ekki gæta að sér. Með nýjum siðum er unnt að koma í veg fyrir að bakverkirn- ir segi til sín síðar. Spennandi! I Nýr yfir- maður loftvarna Moskvu, Reuter. MÁLGAGN sovéska liersins, Krasnaya Zvezda, nafngreindi á fimmtudag hinn nýja yfirmann loftvarna í Sovétríkjunum. Hann heitir Ivan Tretyak og er fyrrum yfirmaður hemaðarumsvifa Sov- étmanna í Austurlöndum fjær. Tretyak er skipaður í stað Alex- anders Koldunov, sem var rekinn úr starfi tveimur dögum eftir flug Matthiasar Rust yfir sovéskt land- svæði og lendingu hans á Rauða torginu. Stjómvöld sögðu að hann hefði sýnt vanhæfni og sofandahátt í meðferð málsins. Þáverandi vam- armálaráðherra, Sergei Sokolov, var einnig rekinn. Tretyak er fyrr- um samstarfsmaður Dmitry Yasov, sem var skipaður vamarmálaráð- herra í stað Sokolovs. Spánn: Sósialist- ar tapa en fá fimm borg- arstjóra Madríd, Reuter. SÓSIALISTAFLOKKURINN á Spáni komst í meirihlutastöðu i fimm helztu borgum landsins sl. þriðjudag, þrátt fyrir tap í kosn- ingum. Astæðan var sú, að Miðflokksmenn og hægriflokk- amir gátu ekki komið sér sarnan um borgarstjóra. Niðurstaðan varð sú, að áfram eiga sósialistar borgarstjóra í Madrid, Barcel- ona, Valencia, Sevilla og Sara- gossa. í bæja og sveitastjómarkosning- unum sem fóm fram þann lO.júní missti Sósialistaflokkur Felipe Gonzales fimm prósent atkvæða, miðað við kosningamar fyrir fjómm ámm. Hægriflokkurinn, Alþýðu- fylkingin missti einnig fimm pró- sent. Miðflokkur Adolfo Suarez, fyrrverandi forsætisráðherra, virt- ist kominn í oddaaðstöðu til að ráða vali borgarstjóra í nefndum fimm borgum. En vegna missættisins sem áður var nefnt tókst andstæðingum Sósialista ekki að koma sér saman. Ástralía: Étinn af krókódíl BrUbane, Ástraliu. Reuter. LEIFAR af mannsfæti fund- ust í maga krókódUs, sem var skotinn sl. fimmtudag í Norð- ur-Ástralíu, nálægt strönd þar sem fiskimaður hvarf í síðustu viku. AUt bendir til þess að krókódillinn hafi gætt sér á umræddum fiski- Krókódíllinn, sem var ellefu fet á lengd, var skotinn af þjóð- garðsvörðum og dýralífseftir- litsmönnum við Bamaga á Jórvíkurhöfða, en þar sást hinn' 36 ára gamli Comwall Mooka síðast. Á fótleggnum, sem fannst í maga krókódilsins vora, að sögn beinasérfræðings, greini- leg tannaför eftir ellefu feta krókódíl og einnig tætlur af fötum Mooka. Mooka er níundi Norður- Ástralíubúinn, sem hafnar í gini krókódíls á hálfu öðru ári. fUAtfDt! Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í skyndihjálp. Það hefst þriðjud. 7. júlí kl. 20.00 í Ármúla 34 (Múlabæ) og stendur yrfir 5 kvöld. Skráning í síma 28222. Námskeiðsgjald er kr. 1000,- Leiðbeinandi verður Guðlaugur Leósson. Öllum er heimil þátttaka. Rauði Kross íslands r Islendingar brjóta tæknimúrinn! ÉGSTYÐ VAL MOimiÆio „Leikur Reykjavíkur Risanna" VALUR KR að Hlíðarenda annað kvöldkl. 20.00 MÆTUM ALLIR SANNIR VALSMENN 0G HVETJUM 0KKARMENN ÍT0PP- BARÁTTUNNI KR-ingar eru einnig velkomnir I/alsmenn Það slær öllu öðru viðl . *5T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.