Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987 23 veiðimaður og njótir þess betur þvi verri sem skilyrðin eru: Ruwe seg- ir: „Ekki segi ég það nú kannski að ég vilji að skilyrðin séu sem verst, en það er satt, ég er dugleg- ur í veiðiskap og það er vegna þess að ég hef óendanlega gaman af þessu. Veiðin er mér ástríða og það er eins og að lifa draum að geta dvalið við fallega laxveiðiá, sett í lax á flugu í fallegu umbverfí. Ann- ar sannleikspunktur í því sem þú lagðir fyrir mig er, að ég vil hafa fyrir mínum veiðiskap. Mér líkar við dimma rigningardaga, kann vel við mig þegar þannig viðrar, því mér fínnst það eiga meira við í laxi heldur en sól og blíða þótt ég hafi ekkert á mót slíku veðri. Málið er einfaldlega að veiðiskapurinn verð- ur að vera krefjandi, ég vil þurfa að vaða langt, kasta langt og þreyt- ast í glímum við sterka laxa. Ég hann var að gera, til vitnis um það er velgengni hans. Hann hélt sig eingöngu innan vébanda Michigan, en rétt áður en ég átti að ljúka MA-gráðunni minni var ég farinn að iða svo í skinninu að reyna fyrir mér, að ég hélt til Texas þar sem ég vann á olíusvæðunum í 4 ár. Ég var tvítugur þegar ég tók þessa ákvörðun. Ég vildi afla mér reynslu upp á eigin spýtur, en hugmyndin var að taka saman' með föður mínum. Það var nú svo skrítið, að þegar ég var farinn að vinna fyrir olíufyrirtæki í Texas, þá var það eitt af mínum fyrstu verkefnum að fara til Michigan og leita að olíu. Ég var í þessu til 24 ára aldurs, til ársins 1960, en þá fór að draga til tíðinda í lífi mínu.“ Hvaða tíðindi voru það? Ruwe svarar: „Þá fór ég að vinna fyrir Richard Nixon sem fór fram gegn Morgunblaðið/Ámi Sæberg Nicholas Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, á skrifstofu sinni við Laufásveg. tel það ekki einu sinni eftir mér að tína slýið af línunni ef ég hitti á slýrek í ánni. Það er hluti af heildar- dæminu, slýrekið gerir veiðina erfiðari og meira krefjandi og þann- ig vil ég hafa það. Eins og ég sagði áðan eru gæði mér meira virði held- ur en fjöldi." Við vendum nú okkar kvæði í kross, spyrjum sendiherrann sitt- hvað um uppruna hans, æsku, skólagöngu og væntingar. Hann svarar þessu öllu ljúflega. Hann er fæddur og uppalinn í Detroit í Mich- igan-ríki. Reyndar fór uppeldið að hluta fram við Lake St.Clair, sem er rétt fyrir utan Detroit, en um- rætt vatn er „minnst vatnanna miklu“ eins og Ruwe kemst að orði. Bæði á þessum tíma svo og seinna, er hann kom heim til sumarvinnu með námi kynntist Ruwe útivist og veiðiskap. Hann vann fyrir sér sem vikapiltur á búgarði sem var með ferðamannaþjónustu. Var hann „altmuligmaður" og ekki síst leið- sögumaður fyrir stangveiðimenn. „Þarna var regnbogasilungur og hann fallegur. Fiskurinn þama minnir mig svolítið á Þingvalla- bleikjuna. Þama var líka ein af mörgum útgáfum af vatnaurriða. Ég sótti mjög í þetta strax í æsku samt kom svo langt hlé á veiðiskap uns við pabbi tókum þráðinn upp aftur." Ruwe fór í gegnum skólakerfíð í Michigan. Hann hugðist feta í fótspor föður síns sem nam jarð- fræði og efnaðist svo á svokölluðu „Wildcatting", en „Wildcatters“ eru þeir menn kallaðir í Bandaríkjunum sem hafa haldið af stað undir for- merkjunum vogun vinnur, vogun tapar. Þeir leita olíu á olíklegum stöðum og Lester Ruwe vissi hvað hann var að gera. Margar af olíu- lindum þeim sem hann boraði upp og uppgötvaði fyrir áratugum em enn í notkun. „Pabbi vissi hvað John F. Kennedy. Þessi kosninga- barátta hafði þau áhrif á mig að ég fór að velta fyrir mér hvort framtíð mín lægi þrátt fyrir allt í olíuheiminum. Eg ákvað að gefa stjómmálavafstrinu forgang og fann að mér líkaði þetta afar vel. Ég steypti mér á kaf í þetta og hef ekki séð eftir því. Á ferli mínum í stjómmálum hef ég kynnst ýmsum stómmálamönnum, þar af þremur sem orðið hafa forsetar Banda- ríkjanna. Ég hef unnið með þeim öllum í gegnum kosningabaráttu þeirra. Þetta em þeir Richard Nix- on, Gerald Ford og nú síðast Ronald Reagan. Ég vann einnig fyrir Rockefeller þegar hann bauð sig fram til ríkisstjóra í New York.“ Næst er Ruwe spurður að því hver helsti munurinn væri á þeim tignu mönnum sem hann nefndi og við hvem þeirra sér hefði líkað best. Hann reynist vera ákaflega orðvar gagnvart þessum spumingum og er það kannski engin furða. Hann lætur sér nægja að segja að það sé erfitt að svara þessu þar sem forsetamir hefðu hver um sig sett ólík mál á oddinn. Til dæmis hefði Nixon lagt allt kapp á utanríkis- mál, Reagan á innanríkismál o.s.frv., þess vegna væri erfitt að leggja mennina og störf þeirra hlið við hlið til samanburðar. Hins vegar hefði hann kynnst Gerald Ford líklega best af þeim öllum, þá hefði hann haft stöðu við innanríkisráðu- neytið og eiginkona hans vann þá einnig í Hvíta húsinu. Talið berst um hríð aftur að lax- veiðum hér á landi og í beinu framhaldi þar af emm við komnir að sendiherrastöðunni og tilurð þess að hann sótti svo mjög að fá hana. Ruwe segir: „Það var í rauninni ekki eingöngu vegna þess að ég hafði kynnst svo vel landi og þjóð, að ég gæti staðið mig vegna þess. Ég hef til dæmis sett mig þannig inn í málefni Atlantshafsbandalag- ins að ég geri mér fulla grein fyrir stöðu íslands gagnvart því. Sú staða er mikilvæg. Einn utanríkis- ráðherra íslands sagði einu sinni fyrir vestan haf, að ísland ætti í raun meiri hagsmuna að gæta inna NATO heldur en Bandaríkin. Mér fannst þetta fyrst djörf yfirlýsing, en þegar ég hugsaði út í það sá ég að það var margt til í þessu. Nú, vegna þessa áhuga míns á NATO þá lagði ég mig ekki eingöngu í líma við að kynnast fólkinu í landinu, heldur einnig íslensku stjómarfari. Útkoman var sú, að ég fór að hugsa mér sendiherrastöðu á íslandi sem draumastöðu, þá stöðu sem mér hentaði betur en nokkur önnur. Þegar hún bauðst var það eiginlega of gott til að vera satt. Ég man hvað konan mín varð undrandi á sínum tíma þegar ég bauð stjóm- völdum ekki upp á annan valkost þegar mér var boðin staða í stjóm- inni hjá Reagan. En svona var í pottinn búið. Hefur þú orðið fyrir vonbrigðum á einhvem hátt eða vildir þú nú að hlutimir hefðu æxlast á annan hátt?: Ruwe á síðasta orðið: Nei. TEXTI: GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON GÖTEBORGS TEATER- OCH KONSERT AB söker óskar eftir að ráða FRAMKVÆMDASTJÓRA/FORSTÖÐUMANN SINFÓNÍUHUÓMSVEITAR GAUTABORGAR Staðan er nú þegar laus. Göteborgs Teater og Konsertaktiebolag annast nú rekstur sinfóníuhljómsveitarinnar en áætlað er að borgin taki við rekstrinum nú í haust. Forstöðumaðurinn hefur með höndum rekstur tónleikahallar Gautaborgar í samráði við stjóm hússins og innan ramma þeirra fjárveitinga sem stjórnin ákvarðar. Við óskum eftir sjálfstæðum og hugmyndaríkum manni, sem þekkir reglur markaðarins og hefur lokið viðskiptafræðinámi. Mikilvægt er að til starfans veljist maður sem getur hvatt samstarfsmenn sína til dáða. Upplýsingar um starfið veita Lars Argren stjórnarformaður í síma 31-20 4417 eða varaformaöurinn Rune Hellgren í síma 31-62 67 40. Bengt Hörnberg forstöðumaður veitir einnig upplýsingar í síma 31-81 99 20. Einnig má hringja í fulltrúa starfsmanna þau Britt-Louise Johan- son og bengt carlsson í síma 031-20-01-30. Umsóknir með viðeigandi upplýsingum ásamt upplýsingum um hvenær við- 7 komandi getur tekið til starfa verða að hafa borist stjórninni fyrir 26. júní 1987. Þær skal senda: GÖTEBORGS TEATER- OCH KONSERT AB Box 53116 Att: Personalchef Ingemar Juhlin 400 15 GÖTEBORG MUNIÐ STÓRLEIKINN KR VALUR mánudaginn 6. júlí kl. 20:00 að Hlíðarenda. Feróaskrifstofan . Betri f kostur GOODYEAR TRAKTORSDEKK gera kraf taverk Til kraftaverka sem þessa þarf gott jarðsamband. Það næst með Goodyear hjólbörðum. Gott samband jarðvegs og hjólbarða auðveldar alla jarðvinnu. Hafið samband við umboðsmenn okkar. LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞRÓUNNAR HJOLBARÐA GOODfYEAR IhIHEKIAHF LL_U Laugavegi 170-172 Simi 28080 695500 1 —'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.