Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987 34 —i— Séra Svavar A. Jónsson Prestastefnan og gestrisni Borgfirðinga Þýzki gúðfræðingurinn Jiirg- en Moltmann segir frá því í einni bók sinni að hann og kona hans, Elisabeth, sem líka er guðfræð- ingur, hafí komið í erlenda kirkju til guðsþjónustu. Presturinn hélt allgóða ræðu, greinilega afar vel undirbúna. Eftir guðsþjónustuna voru þau hjónin kvödd kurteis- lega. Enginn talaði þó sérstak- lega við þau, hvað þá að þeim væri boðið í kaffitár með söfnuð- inum. Það var ekki von. Söfnuð- urinn hafði ekkert samfélag með sér eftir messuna, hver fór sína leið. Jiirgen Moltmann segir að þau Elisabeth hafi langað fjar- skalega mikið til að fá að rabba við þessi kristnu trúsystkini, kynnast safnaðarlífínu og skoð- unum og trú þessa erlenda fólks, sem þau áttu svo margt sameig- inlegt með, sjálfa trúna á Krist. Það er svo nauðsynlegt, segir Jiirgen Moltmann, að halda sam- verunni áfram eftir messuna, spjalla saman og deila trú okkar hvert með öðru. Eg þarf auðvitað ekki að vitna í heimsfrægan guðfræðing til að styðja þessa skoðun, sem er líka mín skoðun og svo fjölmargs íslenzks kirkjufólks. Okkur er það mörgum afar ljóst að sam- vera eftir messuna er jafn nauðsynleg og messan sjálf og raunar hluti af henni. Hvort tveggja er hlýðni við það boð Krists að við eigum samfélag, styðjum hvert annað og deilum trú okkar með samtölum og gagnkvæmri hjálp. Með því verð- um við færari um að eignast yfírsýn yfir líf okkar og lífíð í heild og gengur betur að takast á við það. En stundum tekst þessi sam- eining svo undur vel í kirkju okkar. Stundum eigum við góðar samverustundir eftir góðar messur og gleðin ríkir í marga daga í hjarta okkar með uppörv- un í störfum hversdagsins. A nýliðinni Prestastefnu, sem stóð í Borgarnesi dagana 23. til 25. júní svo sem ágætlega hefur verið skýrt frá hér í blaðinu af blaðamanni, sem dvaldist þar, ríkti þessi góða eining. Þar voru fundir framhald guðsþjónustu og bænastunda og samvera í boði forystufólks héraðs og kirkju gerði þessa daga að mikilli hátíð. Mikil gestrisni heimafólks í Borgarfj arðarprófastsdæmi varpaði vissulega ljóma sínum yfír þessa daga svo að þeir urðu í senn góðir starfsdagar og dag- ar góðrar samveru. Sigríður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar ávarpar Prestastefnuna. Biblíulestur vikunnar Sunnudagur: I. Mós. 6.18. Sáttmáli Guðs við Nóa. Mánudagur: II. Mós. 19.3-8. Sáttmáli Guðs við ísrael. Þriðjudagur: Mark. 14.22-25. Ný sáttmáli í Kristi. Miðvikudagur: I. Mós. 1.26—28. Orð Guðs til fyrstu hjónanna. Fimmtudagur: Matt. 5.27—32. Orð Jesú um hjónabandið. Föstudagur: I. Kor. 13.4—7. Orð um kærleikann. Laugardagur: Jóh. 15.7—10. Elskan byggist á eisku Jesú. I þessari viku lesum við um sáttmála. Guð gerði sáttmála við Nóa, Abraham og ísraelsþjóðina. Og hann gerði nýjan sátt- mála í Kristi, sem staðfesti hann með því að gefa líf sitt fyrir okkur svo að mið mættum lifa í þessum nýja sáttmála blessunar- innar. Svo lesum við um sáttmála hjónabandsins og blessunina, sem byggir á kærleika Guðs, sem við eigum að tileinka okkur og líkja eftir. Krístín trú og hjónabandið Ur framsöguerindum prestastefnu Á prestastefnu var fjallað um hjónabandið. í þremur fram- söguerindum var greint frá viðhorfum kristindóms til hjónabandsins, lagalegum gmndvelli þess og framtið. Starfshópur kirkjunnar hefur um árabil fjallað um hjóna- bandið og gefið út leiðbeining- ar og kveðjur til hjónaefna frá kirkjunni. Frá honum kom er- indi um hjónafræðslu sem þátt af fræðslustarfi kirkjunnar. Ég tek hér örstuttan útdrátt úr hveiju framsöguerindi. Viðhorf kristindóms til hjónabands Séra Árni Pálsson ræddi m.a. um þá aldagömlu hefð að karlar væru herrar hússins og litu á konur sem eign sína. En hjá Jesú kemur fram sú nýja kenning að konan fái í hjónabandinu jafnan rétt og eiginmaðurinn, bæði í til- fínningum og félagslegum rétti. Jesús leit á hjónabandið sem heil- aga köllum samkvæmt vilja Guðs og því var það óuppsegjanlegt, það sem Guð hefur saman tengt, má maður ekki sundur skilja. Hins vegar ríkir harðúð hjartans, mað- urinn er ófær um að lifa sam- kvæmt vilja Guðs. Fyrir þá sök er lögmálið komið til, og sá neyð- arréttur, sem heimilar hjónaskiln- að. Þótt synd mannsins sé staðreynd skyldu menn varast að bijóta gegn vilja Guðs. Lengra og almennara skólanám hefur breytt sjálfsímynd hjónanna beggja sem orsakar meiri spennu og innbyrðis togstreitu milli þeirra en áður var. Kristinn mannskiln- ingur byggir á sjálfstæði og frelsi einstaklingsins að skynja sig í sköpun Guðs með eðli hans og geta bundist öðrum tilfínninga- lega af fullri ábyrgð á jafnréttis- grundvelli. Ungt fólk þarfnast leiðbeiningar kirkjunnar fyrir hjónaband um eðli hjónaástarinn- ar samkvæmt kristnum skilningi. Guðsást og hjónaást nærist af sömu hvötum og því hef ég ekki meiri áhyggjur af hjónabandinu en guðstrúnni. En almennt hljót- um við öll að bera kvíðboga fyrir tómlætinu varðandi ræktun trú- arlífsins. Gleymum samt ekki þeim hjónaböndum sem halda velli og heldur ekki hinu að Guð leið- beinir þeim og blessar þá sem til hans leita. Hjónaband í þjóðfé- lagi samtímans Dr. Bjarni Sigurðsson sagði m.a. í erindi sínu: Hjúskapur er algjört og ævi- langt samband eins karls og einnar konu. Sú skoðun hefir lengi verið almenn á Vesturlöndum, að ekki beri að hafa meiri afskipti af hjúskaparmálum en nauður rekur til. Samt er íhlutun í þessi mál margvísleg um Vesturlönd, bæði til að efla fjölskylduna og vernda. En umgengnisvenjur og siðgæðissjónarmið eru um margt æskilegri en lögbundin boð og bönn. Og ekki eru í lögum nein ákvæði um verkaskiptingu hjóna, því síður ákvæði á borð við þau t.a.m. að kona megi ekki starfa utan heimilis, eins og þekkt er úr öðrum heimshlutum. Og vissu- lega fínna menn til sterkrar siðferðilegrar skuldbindingar og ábyrgðar við stofnun hjúskapar. Tvímælalaust er sú kennd veiga- meiri en þau ákvæði laga, sem bókstaflega mæla fyrir um trúnað hjóna, enda er mér til efs, að al- Svaka léttar spurningar sem þið menningi sé kunnugt um þann lagabókstaf. Við getum alhæft með því að segja, að í hjúskap og fjölskyldu stefni allt að sjálfstæði einstakl- ingsins, sem lengi vel þótti raunar nokkuð til að gleðjast yfír. En sjálfstæðið á sér líka skuggahlið- ar, því að jafnframt hefir margt farið á skjön í samfélaginu. fenguð. Reyndar hafa ýmsir túlkað breyt- ingarnar svo á seinustu árum, að einstaklingnum hafí ekki vaxið frelsi, þegar öllu sé á botninn hvolft; aftur á móti sé samfélagið að gliðna sundur. Kirkjan hlýtur hvað sem öðru líður að standa á því fastara en fótunum, að hjónabandið sé sá homsteinn samfélags manna, sem hljóti að standast til farsældar löndum og lýðum. Sálgæsla henn- ar er óhögguð. Og við erum þess fullviss að í eindrægni hjóna- bandsins geti það verið sá farveg- ur persónulegra samskipta þar sem mannlífíð kemst næst því að velta fram í leikgerð almættisins. Framtíð hjóna bandsins Séra Solveig Lára Guð- mundsdóttir ræddi m.a. um breytta stöðu kvenna í hjónaband- inu vegna breyttra hátta í þjóð- félaginu. Það er ekkert nýtt að fjölskylduform breytist, það hefur alltaf verið að breytast og við höfum meira að segja dæmi um fjölskylduform í Biblíunni, sem við gætum aldrei hugsað okkur sem raunhæfan möguleika nú á dög- um. Forsendur hjónabandsins virðast líka vera aðrar en áður. Nú ráða tilfínningar meira um val á maka í stað ytri hagsmuna áður fyrr. Nú er það líka hamingja hjónanna sem er aðaltakmarkið með hjónabandinu og ef hún bregst er markmiðið glatað og um leið sú ábyrgð, sem hjónabandið hefur í för með sér. Þegar við lítum á hjónabandið út frá kristn- um skilningi þá er grundvöllur þess kærleikurinn. Hann krefst tillitssemi, jafnréttis og gagn- kvæmrar virðingar. Sú staðreynd að maðurinn er skapaður í Guðs mynd er í reynd krafa um það, að enginn sé sá munur á kynjun- um, sem réttlætir það að annað kynið kúgi hitt. Þau eru bæði í Guðs mynd. Hjónabandið á vissu- lega framtíð. En við verðum að átta okkur á þeim breytingum, sem átt hafa sér stað. Konur og böm hafa fengið nýtt gildi og ný hlutverk, því hefur jafnvægið riðl- ast lítið eitt. Við verðum að finna jafnvægi í þríhyrningnum: karl, kona og böm. Á þeim grundvelli er hægt að leita leiða í framtíð- inni gagnvart þeim vanda, sem hjónabandið nú stendur í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.