Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1&87- NICHOLAS RUWE, SENDIHERRA OG STANGVEIÐIMAÐUR AÐ VINNA Á ÍSLANDI EFTIR 25ÁRA KYNNI VAR DRA UMURINN „Þegar Ronald Reagan var kjörinn forseti Banda- rikjanna gerðist það, að mér var boðin staða í stjórninni og jafnframt spurður hvaða stöðu ég gæti helst hugsað mér. Þegar þannig gerist, er venjan að gefnir séu upp tveir eða fleiri valkostir til vara ef einhver vandkvæði eru á þvi að veita viðkom- andi þá stöðu sem hann biður um eða að forsetinn ætli honum beinlínis önnur störf. í mínu tilviki var málið þannig, að sannar- lega gat ég hugsað mér stöðu í nýju stjórninni. En aðeins ein kom til greina. sendiherrastaðan á íslandi. Ég gaf hana upp og nefndi enga valkosti til vara. Ég vildi þessa stöðu eða enga og sé ekki eftir vali mínu.“ Sá sem mælir heitir Nichol- as Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna á íslandi og arftaki Marshalls Brement. Auðvitað er sú spuming sem fyrst vaknar á þá leið hvers vegna Ruwe hafi svo hlýjar taugar til ís- lands. Það stafar af því, að hann hefur ferðast hingað til lands í aldarfjórðung ásamt föður sínum Lester Ruwe, ávallt að sumarlagi, enda hefur við- fangsefnið verið laxveiði á stöng og eins og svo margir aðrir erlend- ir menn sem komið hafa hingað í stangveiðiparadísina, hefur hann bundist landi og þjóð sterkum bönd- um. Ruwe tekur við: „Þetta var það starf sem mér fannst ég myndi ráða best við. Þannig er nefnilega mál með vexti að í gegnum veiðiskapinn hef ég kynnst fjölmörgum íslend- ingum af öllum stéttum. Ég hef kynnst góðum þverskurði af þjóð- inni að ég tel og góður sendiherra þarf auðvitað að hafa sem besta innsýn í málefni þess lands sem hann starfar í. Einhver besta leið til þess að vita virkilega viti sínu í þeim efnum er að hafa innsýn í hugsunarhátt þjóðarinnar. Þetta kom af sjálfu sér öll árin sem ég kom hingað, ég kynntist landi og þjóð, lagði mig satt að segja eftir því. Svo þegar mér bauðst staða í stjóm Reagans þá var sendiherra- staða hér á landi sannkölluð draumastaða. Ég er þar sem ég vil vera núna,“ segir Ruwe og bætir við í gamni, að eini gallinn við að vinna nú hér á landi sé að hann hafí þá mun minni tíma aflögu til laxveiða. „Ég komst aðeins einn dag í hitteðfyrra, en eitthvað meira í fyrra. Ég ætla að reyna að stunda 1 kvöldsólinni við Kirkjuhólmakvísl með 19 pundarann sem frá er greint í textanum. þetta af einhveiju viti,“ segir sendi- herrann. Þar sem tengsl Ruwe við ísland eru jafn sterk og raun ber vitni, væri ekki úr vegi að ræða áfram afskipti hans af landsmönnum og íslenskum löxum, svona áður en haldið er út í ættfræði og ýmislegt annað manninum tengt. Ruwe er spurður hvemig það bar til að hann kom hingað til lands í fyrsta sinn: „Við pabbi höfum lengi veitt saman, í Noregi, Skotlandi, írlandi og Ný- fundnalandi. Leiðin hlaut að liggja til Íslands, orðstfr íslenskra laxveiðiáa er slíkur. Og það er skemmst að segja Nicholas Ruwe t.h., kátur veiðimaður með 27 og 22 punda laxa úr Laxá í Aðaldal síðastliðið sumar. Stefán Skaftason leiðsögumaður heldur á stórlöxunum. frá því, að eftir að við komum hingað, höfum við hætt leit- inni miklu. Við höfum ekki farið annað. Við höfum að vísu veitt í mörg- um ám hér á landi, en ekki séð ástæðu til að sækja laxveiði til annarra landa, slík er íslenska veiðiparadísin. Við veiddum fyrst í Straumfjarðará og héldum tryggð við hana í ein sjö ár. Þá lá leiðin í Víðidalsá og síðan rak hver áin aðra. Nú væri styttra mál að telja upp þær ár á íslandi sem ég hef ekki veitt í heldur en hinar sem ég hef dvalið við og rennt." En hver er eftir- lætislaxveiðiá sendi- herrans? Hann svarar með bros á vör „Satt best að segja hef ég enn ekki veitt í íslenskri laxveiðiá sem mér líkaði illa við. Þær eru allar frábærar, hver á sinn hátt. En að öðrum ólöstuðum held ég mest upp á Laxá í Aðaldal. Við pabbi vorum búnir að veiða víða á Islandi áður en við reyndum Laxá, Nesveiðarnar, og þar skutum við rótum. Þar viljum við helst veiða. Vissulega er minni veiði á stöng í Laxá heldur er í mörgum af hinum minni ám landsins, en það eru gæði sem við sækjumst eftir, ekki magn. Og þessi á, Laxá í Aðaldal, áin er einn ósiitinn töfraheimur fyr- ir stangveiðimann og allt umhverfið er það fegursta sem ég hef séð í víðri veröld. Við höfum veitt í Laxá síðan sumarið 1978.“ Veiðir þú eingöngu á flugu? Ruwe svarar: „Já, það geri ég og ef grannt er skoðað þá er mitt uppá- hald líklega Hairy Mary, en ég beiti ýmsum flugum fyrir _ mig ef þörf . krefur. Ég þekki einn íslending sem notar aðeins eina flugutegund, Green Highlander, en ég myndi ekki gera slíkt. Það heftir mann óhjákvæmilega og dregur úr þeirri fjölbreytni sem ég vil fá út úr veiði- degi. Fyrir fáum árum var ég t.d. boð- inn til Noregs og þar sem gestgjafar mínir vissu um laxveiðiástríðu mína var mér boðið í lax. Það hafði verið afspymuslök veiði og lengi vel fékk enginn neitt. Þá dró ég úr fluguboxi mínu íslenska flugu sem mér hafði áskotnast hér á landi, beitti henni og fékk strax vænan lax og þann eina sem á land kom þann daginn. Þetta vakti mikla athygli og bæði norsku leisögumennimir og skjól- stæðingar þeirra vildu allir eignast þessa flugu og fræðast um hana. Þama fór fram dálítil landkynning. En þessi litla saga segir manni að ef ég hefði aðeins notað eina flugu eða tvær hefði ég trúlega ekki feng- ið þennan lax. Þetta var með mínum eftirminnilegri fískum á ferlinum, sérstaklega fyrir það hvemig að veiði hans var staðið." En hver er þinn eftirminnilegasti lax? Ruwe hugsar sig aðeins um, segir svo: „Ég hef ekki enn veitt neinn sem ekki var eftirminnilegur, spumingin er því erfíð. Enginn lax er nefnilega eins á færi, þeir beij- ast hver með sínum hætti og þótt einhver tiltekinn lax stökkvi ekki og æði um alla á getur hann samt verið eftirminnilegur fyrir eitthvað allt annað. Ég veiddi minn stærsta lax á íslandi síðasta sumar, 29 punda (27 ís.pd. innsk.) hæng í Presthyl í Laxá i Aðaldal. Hann er einungis minnisstæður fyrir það að vera stærsti laxinn minn. Margir minni og meira að segja miklu minni laxar hafa verið erfíðari í taumi. Ég fékk annan 19 punda í Grá- straumi í fyrra, hann situr betur í mér heldur en sá stærsti, því hann barðist stórkostlega vel og var tvísýnt um að ég næði honum alveg hreint þangað til ég var kominn með hann langt upp á land. Svo kemur á móti, að dagurinn sem ég veiddi 29 pundarann var sérstakur að mörgu leyti. Ég fékk til dæmis annan 24 punda og gestir mínir fengu þijá aðra 22 punda físka. Afli dagsins var því óvenjulega glæsilegur þótt mikið sé með því sagt á þessum slóðum." Nú er sagt að þú sért duglegur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.