Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 44
m
44
adí UUl .ð
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987
Morgunblaðið/Guðl. Sig.
Það er reisulegt nýja veiðihúaið þeirra Elliðaeyinga.
Elliðæyingar vígja nýtt
og glæsilegt veiðihús
Vestmannaeyjum.
ÞAÐ mun ekki væsa um bjarg-
veiðimennina í Elliðaey í framtíð-
inni þegar þeir leggjast í sitt
árlega úteyjarlíferni. Fijálsir og
óháðir samfélaginu, aðeins háðir
duttlungum náttúrunnar, veðr-
um og vindum. Þarna í eynni
sinni yndisfögru, rétt norð-aust-
an við innsiglinguna í Vest-
mannaeyjahöfn, hafa 22 virkir
félagar í veiðifélagi Elliðaeyjar
reist sér stórt og vandað veiði-
hús, hús sem ber af öðrum
úteyjarhúsum hvað varðar glæsi-
leika. Raunar hafa híbýli úteyjar-
manna ævinlega verið nefnd
kofar eða ból en slík nöfn eru
ekki lengur sæmandi í Elliðaey.
Húsið er samtengt gamla kofan-
um og er gólfflötur alls hússins um
90 fermetrar. Húsið er klætt utan
með áli og innandyra er klætt frá
gólfi upp í ijáfur með furupanel.
Rúmgott svefnloft, þægileg setu-
stofa, velbúið eldhús, snyrtiherbergi
og sturta, allt sér þetta úteyjarkörl-
um og gestum þeirra fyrir þægileg-
um viðverustað. Allt efni í húsið
fluttu Elliðaeyingar út í eyjna á
bátum og báru upp brattann á sjálf-
um sér.
Ekki eru allir sem vilja sam-
M'
Þórarinn Guðjónsson, Tóti á
Kirkjubæ, er orðinn 75 ára gam-
all en lét sig samt ekki vanta við
vígsluhátíðina. Tóti er heiðurs-
félagi i ElUðaeyjarfélaginu,
landsþekktur veiðigarpur. Hér
aðstoða nokkrir af yngstu kyn-
slóð Elliðaeyinga kappann yfir
erfiðasta þjallann. Tóti flaug
síðan með þyrlu í land eftir hátíð-
ina.
Veislustjórinn, Þórarinn Sig-
urðsson, klæddi sig í kjól og hvítt
í tilefni dagsins, en gleymdi að
skipta um skó.
þykkja að kalla eyna Elliðaey eins
og tamast er og algengast, heldur
vilja margir meina að hún heiti
Ellirey og veiðimennimir séu því
Ellireyingar. Hvað um það, Elliða-
eyingar buðu á dögunum fjölmenni
til sín í eyna þegar nýja húsið var
formlega vígt með mikilli viðhöfn.
Rúmlega 100 manns þekktust boð-
ið, eiginkonur og böm Elliðaeyinga,
fulltrúar frá flestum öðmm úteyjum
í Vestmannaeyjum og fleiri gestir.
Áhrif veðurfars á
þróun Darwins-finku
Vísindi
Sverrir Olafsson
Líffræðingar sem vinna að
rannsóknum á sviði þróunarkenn-
ingarinnar eru í aðstöðu sem er
nokkuð sérstök, en þó ekki ein-
stök, á meðal vísindamanna. Þeir
geta nefnilega ekki, nema að mjög
takmörkuðu leyti, sett upp til-
raunir með það í huga að styrkja
eða veikja stöðu ákveðinna hug-
mynda eða kenninga. Ástæðan
fyrir þessu er augljós. Staðhæf-
ingar þróunarkenningarinnar,
sem snerta m.a. upphaf, þróun
og hvarf líftegunda, varða breyt-
ingar sem eiga sér stað á tímabil-
um sem iðulega spanna milljónir
ára. Það er því naumast á færi
dauðlegs vísindamanns að gera
beinar athuganir á þróunarfræði-
lega markverðum ferlum í dýr-
aríkinu. Það kemur þó fyrir að
vísindamenn geta fylgst með
„lífsbaráttu" tegunda við ákveðn-
ar kringumstæður, sjálfstæðs og
afmarkaðs lífríkis.
Dæmi um slíkt ástand er hið
gífurlega úrkomuríka tímabil sem
stóð yfir á Galápagos-eyjum frá
því í desember 1982 og þar til í
júlí 1983. Heildarúrkoman á þessu
tímabili var 1359 mm og er það
tíu sinnum meiri úrkoma en áður
hefur mælst á eyjunum á jafn
löngum tíma, en það var árið
1978. Þetta gífurlega úrfelli or-
sakaðist af „E1 Nino“-fyrirbærinu
svokallaða en það kemur til vegna
hafstraums (E1 Nino-straumsins)
sem öðru hvoru myndast í Suður-
Kyrrahafinu.
Á þessu rigningarríka tímabili
stóð varptími fugla yfir í sam-
fleytt átta mánuði, en er í venju-
legu árferði ekki nema einn til
þrír mánuðir. í lok tímans var því
Goggstærð ræður örlögum!
óvenjulega mikið af fugli á svæð-
inu og eins var enginn skortur á
meginnæringu þeirra, sem eru
frækorn ýmiskonar. Þetta var
góður tími fyrir fuglana sem stóð
þó ekki lengi yfir. Framundan var
hörð barátta um fæðuna, sem
átti eftir að minnka stöðugt eftir
því sem árferði færðist í samt
horf.
Á næstu tveimur árum eftir að
rigningatímanum lauk gerðu
vísindamennirnir H.L. Gibbs og
P.R. Grant frá líffræðideildum
háskólanna í Michigan og Prince-
ton kerfisbundnar athuganir á
örlögum fugla sem þeir höfðu
mælt nákvæmlega og merkt með
hringum sem festir voru um fætur
þeirra (fuglanna!). Þeir segja frá
niðurstöðum athugana sinna í
áhugaverðri grein sem birtist í
vísindatímaritinu Nature þann 11.
maí síðastliðinn.
Gibbs og Grant einskorðuðu
athuganir sínar við fuglategund
af finkuætt er nefnist „Darwins-
finka“, en hún gengur einnig
undir nafninu „Galápagosfínka".
Þeir töldu þessa tegund sérlega
vel til þessara rannsókna fallna,
þar sem ýmis einkenni hennar
ganga sterklega í erfðir um leið
og lífssvæði hennar er undirorpið
stöðugum veðurfarsbreytingum.
Þeirri skoðun hafði áður verið
haldið fram að mikillar, jafnvel
árstíðabundinnar tegundasveiflu
gætti í lífríki eyjanna, sem kæmi
til af óstöðugri veðráttu og þá sér
í lagi breytilegrar úrkomu frá ári
til árs. Athuganir sem höfðu verið
gerðar á fínkutegundinni
Geospiza fortis á eyjunni Dapne
Major veittu skoðun þessari
stuðning, en þær sýndu til að
mynda að stórir fuglar höfðu betri
framfærslumöguleika á þurrka-
tímum, þegar minna var um fæðu
og hlutfall stórra og harðra fræ-
korna var langtum meira en í
meðalárferði.
Gibbs og Grant gerðu saman-
burð á þeim fuglum sem drápust
og hinna sem lifðu næstu tvö ár
eftir rigningatímabilið. Niðurstöð-
ur þeirra eru í andstöðu við það
sem þekkt er á þurrkatímum, því
1 976
1981-82
1984-85
'T'" '.1
WT
WG
TAR
BL
BD
B W
WT
WG
TAR
BL
BD
B W
T
i—i—i—i—|—i—r*
-0.5 0. 0.5
Stólparitið sýnir hvernig ýmis stærðareinkenni Darwins-finku
höfðu jákvæð eða neikvæð áhrif á lífslíkur hennar við mismun-
andi veðurskilyrði. Stórir fuglar stóðu betur að vígi á þurrka-
árunum 1976—77 og 1981—82, en staða þeirra versnaði á árun-
um eftir úrfellitímabilið 1982—83. Eftirfarandi einkenni voru
athuguð; WT, þyngd; WG, lengd vængja; Tar, fótlengd; BL, lengd
á goggi; BD, dýpt á goggi; BW, breidd á goggi.
þær sýna að smærri „einstakling-
ar“ höfðu betri afkomu og að öll
einkenni fuglanna, sem voru í
stærra lagi, s.s. lengd vængja og
stærð goggsins, stuðluðu að lak-
ari möguleika þeirra til að lifa af.
Sömu reglur virtust gilda fyrir
miskynja fugla af sömu stærð, en
þar sem karlfuglamir eru að með-
altali stærri urðu þeir tiltölulega
verr úti í lífsbaráttunni.
Vísindamennimir telja að
ástæðumar fyrir betri afkomu
smáfuglanna séu fyrst og fremst
ofgnótt smáfræs, en á árunum
1984—5 var hlutfall þess 21—80
prósent, sem er allt að því tíu sinn-
um meira en á fyrra metári, sem
var 1978. Á þessu tímabili var
dánarhlutfall stærri fuglanna
hærra og telja Gibbs og Grant að
það orsakist fyrst og fremst af
því að smærri fiiglamir nýta smá-
fræið betur en stærri fuglarnir.
Athugun þessi, ásamt áður-
nefndri athugun á Daphne Major,
sýnir að ýmis stærðareinkenni,
s.s. goggur og þyngd fuglanna,
koma að mjög misgóðum notum
þegar um er að ræða að lifa af
eða deyja úr hungri. Stór goggur
kemur sér vel á þurrkatímum, en
minnkar lífslíkumar eftir mikil
rigningatímabil.
Rétt er að taka það fram að
rannsókn þessi snerist einungis
um spuminguna, hvaða einkenni
fuglsins auðvelda honum fæðuöfl-
un og auka þar af leiðandi lífslíkur
hans, en snerti ekki spurninguna
um misgóða tímgunarmöguleika
þeirra fugla sem eftir lifðu. Ýmsar
fyrri athuganir hafa sýnt, svo að
ekki verður um villst, að stöðugt
úrval á sér stað í náttúrunni, en
einungis sárafá tilfelli eru þekkt
þar sem tekist hefur að einangra
þá umhverfísþætti sem á afger-
andi hátt stýra þessu úrvali.
Aðeins í einu þessara tilfella var
vitað að mikilvægi tegundaein-
kenna tók umskiptum á örskömm-
um tíma og í því tilfelli voru
áhrifín af mannavöldum. í Ijósi
þessara staðreynda er mikilvægi
niðurstaðna þeirra Gibbs og
Grants augljóst.