Morgunblaðið - 05.07.1987, Síða 64

Morgunblaðið - 05.07.1987, Síða 64
i STERKTKORT SUNNUDAGUR 5. JULI 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Morg’unblaðið/Benedikt Stefánsson Skuggi hrafnsins við Jökulsárlón Hópurinn sem vinnur að kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar “1 skugga hrafnsins“ var staddur við Jökulsárlón á Breiða- merkursandi í liðinni viku. Um sextíu manns starfa við kvikmyndagerðina, leikarar, myndatökumenn og tæknilið. Á myndinni sést atriði myndarinnar þar sem hvalreki hef- ur borist á fjöru og menn bítast um fenginn. Að sögn Daniels Bergman aðstoðarleikstjóra mun hópurinn dvelja í þijá daga við lónið, síðan verður kvikmyndað á Höfn í Hornafirði en haldið í Eldgjá í næstu viku. Kvikmyndatök- ur standa yfir í ellefu vikur, en þær hófust 28. júní síðastliðinn. Tugmilljóna halli á Síldarverksmiðj unum landinu og taldi Jón Reynir að flöldi þeirra mætti að skaðlausu fara nið- ur í 6. Fækka þarf verksmiðjum úr 22 í 6, segir Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri SR TUGMILLJÓNA halli var á rekstri Síldarverksmiðja ríkisins Mikil ölvun í miðborg MIKIL og almenn ölvun var í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins. Þó var ástandið skárra en oft er um mánaðamót og lítið um að rúður væru brotn- ar. Varðstjóri hjá lögreglunni sagði að menn hefðu verið fullir í hveiju horni. Lögreglan hafði nóg að gera við að hirða sofandi menn af götum og túnum í alla nótt og margir fund- ust í nágrenni sundlauga, þar sem þeir höfðu ætlað að skola af sér rykið eftir næturskemmtan. síðasta ár, að því er Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri SR, sagði í samtali við Morgun- blaðið. Jón Reynir vildi ekki staðfesta neinar tölur í þessu sambandi, þar sem ekki væri búið að ganga frá reikningunum en gat þess, að allt væri að síga á verri hliðina. Um orsakir hins slæma gengis sagði Jón Reynir, að hækkanir á olíu og launakostnaði síðan í fyrra hefðu sett þar stórt strik í reikning- inn, einnig hefði það mikið að segja að verð á loðnumjöli hefði staðið í stað undanfarin ár og kæmi það aðallega til vegna slæmrar sam- keppnisaðstöðu íslensku loðnu- mjölsverksmiðjanna gagnvart landbúnaðarafurðum eins og soja- mjöli, þar sem væri offramleiðsla, niðurgreiðslur og styrkir. Jón Reynir gat þess og að hann teldi loðnubræðslur í landinu vera alltof margar, þannig að afkasta- geta þeirra nýttist ekki nægilega. 22 loðnumjölsverksmiðjur eru á Dregið hefur verið verulega úr framkvæmdum á vegum SR. Aðal- framkvæmdin í ár er á Raufarhöfn, þar sem skipt verður um eimingar- tæki. „Ég get ekki sagt að mér lítist sérstaklega vel á framtíðina," sagði Jón að lokum. Bundið slit- lag á 250 kílómetra BUNDIÐ slitlag verður lagt á um 250 kílómetra af vegakerfi lands- ins á þessu ári. Um síðustu áramót voru 1420 kílómetrar af vegakerfinu komnir með bundið slitlag þannig að í lok ársins ættu þeir að vera orðnir 1670. Þetta kom fram í samtali Morg- unblaðsins við Helga Hallgrímsson aðstoðarvegamálastjóra. Helgi sagði að í sumar yrði lagt bundið slitlag í öllum kjördæmum, þijátíu til fjörutíu kílómetrar í hveiju þeirra. Aðspurður um framkvæmdir við einstaka vegi sagði Helgi að í ár yrði bundið slitlag lagt á 20-30 kíló- metra af hinni 433 kílómetra löngu leið milli Reykjavíkur og Akureyrar og um næstu áramót yrðu því um tveir þriðju hlutar leiðarinnar með bundnu slitlagi. Lagt verður bundið slitlag á 50-60 kílómetra af hring- veginum sem er 1425 kílómetrar að lengd. Að því loknu verður tæp- ur helmingur leiðarinnar með bundnu slitlagi. Fjórhjól á ferð í Fossvogs- kirlgugarði FJÓRHJÓL hafa nokkuð verið á ferðinni í Fossvogskirkjugarði og hafa valdið þar nokkrum spjöllum, samkvæmt upplýsing- um Haralds Skarphéðinssonar yfirgarðyrkjumanns. Að sögn Haraldar var umferð fjórhjóla það mikil í kirkjugarðinum í vor, að nauðsynlegt var að loka öllum fjórum innkeyrslunum í kirkjugarðinn. „Fyrir ítrekaða beiðni gesta kirkjugarðsins voru innkeyrslumar opnaðar aftur." Sagði Haraldur að umferð fjórhjóla í garðinum væri nú minni en í vor, en samt nokkur. „Ökumenn hjólanna hafa á mörg- um stöðum í garðinum stytt sér leið yfir gróður og valdið nokkrum spjöllum, sem reyndar hafa verið lagfærðar jafnóðum, og einnig hafa borist kvartanir frá gestum kirkju- garðsins vegna ónæðis og ryks.“ Samtökin um Gamla miðbæinn: „Rúnturinn“ í Austur- stræti verði opnaður á ný SAMTÖKIN um Gamla mið- bæinn leggja í nýjasta frétta- bréfi sínu til að Austurstræti, göngugatan, verði aftur opnað fyrir gamla „Rúntinn" eftir að verslanir loka á kvöldin. Teikn- uð hefur verið upp hugsanleg breyting á Austurstræti og und- irskriftasöfnun málinu til stuðnings er þegar hafin. „Það myndast ákveðið tóma- rúm í Miðbænum þegar verslanir loka á kvöldin," sagði Guðlaugur Bergmann, formaður samtak- anna, í samtali við Morgunblaðið. „Við viljum glæða þennan eina sanna miðbæ lífi á kvöldin og um helgar og einnig teljum við að skrflslætin og rúðubrotin myndu hverfa ef af þessu yrði.“ Meða) annarra forgangsverk- efna sem samtökin leggja áherslu á eru að Laugavegsframkvæmd- imar verði kláraðar á réttum tíma, bflastæðin 370 á Faxaskálasvæð- inu verði kláruð, að tryggt verði að ÁTVR veiti eðlilega þjónustu í Miðbænum, að opnunartími verslana og þjónusta verði sam- ræmd við það sem verður í Kringlunni og að sérstakur ókeyp- is Miðbæjarstrætó verði tekinn í notkun sem færi á 5-7 mínútna fresti frá Hlemmi niður í Miðbæ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.