Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987
Pétur Pétursson skrifar frá Lundi:
Fjörutíu ára aftnæli Lút-
herska heimssambandsins
Frumlegasta framlag Marteins
Lúther tii kristinnar lofgjörðar var
án efa sálmakveðskapurinn og
áherslan á sálmasöng safnaðarins.
Það var því ekki að ófyrirsynju að
samkomusalur safnaðarheimilis
dómkirkjunnar í Lundi glumdi af
sálmasöng karla og kvenna, sem
komið höfðu saman hvaðanæva til
að fagna 40 ára afmæli Lútherska
heimssambandsins í fyrstu vikunni
í júlí, en það var einmitt hér í Lundi
sem sambandið var stofnað vorið
1947. „Loben den Herren, den
máchtigen König" eftir Joachim
Neander hljómaði á þýsku eins og
vera bar (í íslenskri þýðingu síra
Helga Hálfdánarsonar er það: „Lof-
ið vorn Drottin, hinn líknsama föður
á hæðum."
Á þennan fornfræga kirkjustað
kom 191 fulltrúi frá 25 löndum,
þegar þjóðir Evrópu voru enn í sár-
um eftir hörmungar stríðsins,
fulltrúar sem sumir hverjir höfðu
barist gegn hvor öðrum með herjum
landa sinna. Þetta var táknræn
samkoma og það sem sameinaði var
ekki sigur eða tap í veraldlegum
skilningi, heldur uppbygging. Full-
trúarnir vildu af öllum mætti
sameinast um fagnaðarboðskap
kristninnar í uppbyggingarstarfniu.
Eitt af stefnumiðum þessa fyrsta
þings van „Að játa sannleikann í
brjáluðum heimi." Annað slagorð
var. „Að takast á við vandann í
heimi á krossgötum." Fyrsta verk-
efnið sem sambandið beitti sér fyrir
var að hlúa að flóttamönnum og
öðrum, sem voru í neyð vegna
stríðsins. Síðan hefur sambandið
beitt sér fyrir hjálpar- og þróunar-
starfi víða um heim.
„Fram til Lúthers"
Erkibiskup Svía, Bertil Verk-
ström, setti hátíðina og bauð gesti
velkomna. Minntist hann hins látna
Talið frá hægrí: Bertil Werkström, erkibiskup Svia, Ting, biskup frá Kina, Gunnar Stalsett framkvæmda-
srjóri Lútherska heimssambandsins, og aðstoðarfrainkvæmdastjórinn, Jonas Jonsson.
forseta sambandsins, ungverska
biskupsins Zoltan Kaidys, en hann
lést í maí sl. Þá gat hann um mikil-
vægi samkomunnar í Lundi fyrir
40 árum og um persónuleg tengsl
sín við þennan fornfræga kirkjustað
og dómkirkjuna, en hann var sjálfur
stúdent í Lundi og las þar guð-
fræði. Lundur var að mörgu leyti
vel til þess fallinn að vera sam-
komustaður stofnfundarins þar sem
Svíþjóð hafði sloppið að mestu við
hörmungar stríðsins, en borgir
meginlands Evrópu voru meira og
minna í rústum. Guðfræðideild há-
skólans var einnig aðalmiðstöð
nýrra rannsókna á guðfræði Lúth-
ers og hinum lútherska arfi kirkj-
unnar. Þekktasti frumkvöðull
Morgunblaaia/EG
Vogar:
Krakkar fara í berjamó
Fréttaritari Morgunblaðsins
hitti þessa tvo drengi síðastlið-
inn sunnudag þar sem þeir voru
í berjaferð við Voga. Drengirn-
ir heita Gunnar Rúnar og Elvar
Arni, þeir voru að tína kræki-
ber í krúsir. Þeir sögðu í
samtali við fréttaritara að þeim
þætti berin góð og að það væri
gaman að tína þau. Berja-
spretta hefur verið góð í sumar
og mikið af berjum.
Dómkirkjan í Lundi
þessara rannsókna var einn guð-
fræðiprófessoranna í Lundi, Anders
Nygren, er á þeim tíma gegndi bisk-
upsembætti og varð hann fyrsti
forseti Lútherska heimssambands-
ins. Kjörorð hans var: „Fram til
Lúthers." Svíar höfðu sýnt hug-
myndinni um samband lútherskra
kirkjudeilda mikinn áhuga og árið
áður en sambandið var stofnað
hafði þáverandi erkibiskup Svía,
Erling Eidem, boðið til undirbún-
ingsfundar í Uppsölum.
Fyrir íslands hönd fyrir 40 árum
var mættur biskupinn yfir fslandi,
herra Sigurgeir Sigurðsson, og
skrifaði hann undir stofnskrána
fyrir hönd íslensku kirkunnar ásamt
fulltrúum 46 annarra lútherskra
kirkna í 6 heimsálfum. Þar var einn-
ig fyrir ísland séra Sigurður
Pálsson, síðar vígslubiskup, sem nú
er nýlátinn. Þessi atburður markaði
tímamót f kirkjusögu íslands þar
sem íslenska Þjóðkirkjan tengdist
þar með systurkirkjum sínum víðs-
vegar og tengslin jukust. Hefur
islenska kirkjan á margan hátt haft
gott af þátttöku sinni í starfi sam-
bandsins og sjóndeildarhringur
hennar víkkað.
Á þessari afmælishátíð voru að-
eins viðstaddir tveir af öllum þeim
fuUtrúum sem voru á stofnfundin-
um fyrir 40 árum.
Breyttir tímar
Margt hefur breyst frá því sam-
bandið var stofnað fyrir 40 árum,
og er tvennt e.t.v. mest áberandi.
í fyrsta lagi er það hve fulitrúar
utan Evrópu og Ameríku setja á
síðari tímum mikinn svip á sam-
bandið, einkum eftir 1970. í u.þ.b.
eina og hálfa öld hafa mótmælend-
ur rekið viðamikið kristniboð víða
um heim. Trúboðsstöðvarnar hafa
undanfarna áratugi smám saman
verið að breytast úr ósjálfstæðum
útibúum í sjálfstæðar kirkjur.
Margt horfir öðru vísi við þegar
kristindómurinn hefur samlagast
og fest rætur í nýrri menningu og
tekið að vaxa og dafna á eigin for-
sendum. Þessi þróun hefur leitt af
sér margar mjög spennandi spurn-
ingar og viðfangsefni í siðfræði og
trúfræði. Það má jafnvel svo að
orði komast að vaxtarbroddur guð-
fræðinnar í dag sé á þessum
vettvangi. Það á ekki síst við um
samkirkjulegu viðleitnina, enda
horfa aldagamlar trúardeilur og
kirkjudeildarmúrar öðruvísi við
þessum nýju kirkjum heldur en í
Evrópu. Kínverski fulltrúinn á af-
mælishátíðinni er t.d. biskup í
sameinaðri kirkju mótmælenda sem
anglikanar, babtistar, lútherskir og
fleiri tilheyra.
Leyfði konum
að predika
í öðru lagi má nefna að konur
eru nú sýnilegar í stjórn og starfi
sambandsins, ekki aðeins sem bak-
hjarlar eiginmanna sinna, heldur
sem fullgildir fulltrúar með atkvæð-
isrétt. Af um 30 manns í fram-
kvæmdanefndinni eru nú 7 konur.
Einn af fimm varaforsetum sam-
bandsins er kona, frú Susannah
Telewoda frá Líberíu. En betur má
ef duga skal.
Siðbót Lúthers var á sinn hátt
framlag í baráttunni fyrir fullu
manngildi kvenna — sérstaklega
áhersla hans á hinn almenna presta-
dóm, það að allir skírðir menn séu
fullgildir þjónar og útleggjendur
fagnaðarerindisins. Vissulega
þekkti hann og viðurkenndi orð
Páls postula í fyrra bréfi til Korintu-
manna um að konur ættu að þegja
á samkomum, en hann leit svo á,
að ef enginn karl væri til að pre-
dika þá væri nauðsynlegt að konur
gerðu það. Svo virðist sem karlar
hafi lengst af verið boðnir og búnir
sem talsmenn innan sambandsins.
Fru Kata Mahn, aðalritari sam-
bands lútherskra safnaða í Þýska-
landi, rakti sögu kvennabaráttunn-
ar innan alþjóðasambandsins. Hún
benti á það, að þjóðfélagið og mann-
gildishugsjónir hefðu breyst mikið
frá því á dögum Lúthers og að
konur hefðu ekki alltaf staðið fyrir
þessum breytingum. Hjá henni kom
fram að í nær tvo áratugi var látið
sitja við fögur orð um mikilvægi
þátttöku kvenna í raunverulegri
stjórnun og ákvarðanatöku. Þá var
viðkvæðið: „Verið þolinmóðar, það
kemur að ykkur."
Missið þolinmæðina!
Það var fyrst árið 1972 að kona
var ráðin í stjórnstöð sambandsins
í Genf í Sviss. Frú Kata Mahn lagði
á það áherslu, að það væri ekki nóg
að konur fengju aukin áhrif innan
sambandsins, það væri líka lífs-
nauðsyn fyrir samtökin að ungt
fólk fengi meira að segja til um,
bæði markmið og framkvæmd.
„Missið þolinmæðina," sagði hún
og beindi orðum sínum til kvenna
og unga fólksins.
Lúther gamli hélt því fram á
sínum tíma og komst meðal annars
vegna þess í andstöðu við húmanist-
ann fræga, Erasmus frá Rotterdam,
að fagnaðarerindið verkaði í heim-
inum í gegnum baráttu og átök —
í spilltum heimi er annað óhugs-
andi. En áhrif fagnaðarerindisins í
Kristi eru kærleikur og góðverk. í
guðsþjónustu í dómkirkjunni í Lundi
hélt framkvæmdastjóri Alheims-
ráðs kirkna, Dr. Emilio Castro,
prédikun þar sem hann hvatti lúth-
erska til að taka höndum saman
við aðrar kirkjudeildir og fylgja
Drottni Guði vorum inn í fátækra-
hverfin í Suður-Ameríku, í fangels-
in í Chile, til afganskra flóttamanna
og utangarðsfólks í stórborgum
Evrópu. „Kristin kirkja, sem bygg-
ist á Guðs orði í Biblíunni, tekur
alltaf áhættu," sagði hann, „en
þannig gróðursetur hún tákn vonar-
innar í vegvilltum heimi."
Höfundur er trúarlifsfélagsiræð-
ingur oggegnir rannsóknarstöðu
við guðfræðideild háakólans i
Lundi. Hann erfréttaritari'Morg-
unblaðsins i Sviþjóð.