Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 23 Siglufjörður: Gatnagerðar- framkvæmdir Siglufírði. ÓVENJU mikið hefur verið um gatnagarðarframkvæmdir á SigluSrði í sumar og er unnið við að skipta um jarðveg í fimm götum þar í bæ. Næsta sumar er áætlað að Ieggja bundið slit- lag á göturnar. Götumar sem um ræðir eru Þormóðsgata, Hlíðarvegur, Hafn- artún, Hafnargata og Vetrar- braut. Helstu vandkvæðin em að vantað hefur fólk í vinnu, en auk bæjarstarfsmanna, hafa unnið við gatnagerðarframkvæmdimar unglingar allt niður í 12 ára. Matthías Unnið við Þormóðsgötu Morgunblaðið/Matthfafl Suður—Þingeyj- arsýsla: GEFÐU ÞÉR Mesta ásókn- in í sumar- bústaðalóðir AUGLÝSINGAR Reykjahrepps í Suður—Þingeyjarsýslu þar sem boðið er jarðnæði og lóðir fyrir iðnað, íbúðar- og sumarhús hafa borið nokkurn árangur, að sögn Stefáns Óskarssonar oddvita. Flestir fyrirspyrjenda sýna lóð- um fyrir sumarbústaði áhuga. „Við höfúm undanfarinn áratug miðað allar okkar áætlanir við það að graskögglaverksmiðja i meirihlutaeigu ríkisins risi hér í hreppnum. Nú eru þær áætlanir endanlega dauðadæmdar þannig að við þurfúm að fara að huga að öðrum hlutum,“ sagði Stefán í samtali við blaðið. í auglýsingum sem birtust í dag- blöðunum í síðustu viku segir að Reykjahreppur bjóði upp á ýmsa möguleika. Hann sé vel staðsettur, með ódýra hitaveitu. Stutt sé í versl- un, þjónustu og bömum sé ekið daglega til og frá grunnskóla. „Þessar áætlanir um grasköggla- verksmiðjuna hafa í raun valdið stórtjóni. Hreppurinn var búinn að kaupa undir sig stór lönd, eða á þriðju jörð. Margir bændur höfðu dregið saman sína framleiðslu af þessum sökum. Þeir fengu úthlut- uðum fullvirðisrétti miðað við þessa skertu framleiðslu þegar kvótakerf- ið komst á og nú verður ekki aftur snúið,“ sagði Stefán. Hann sagði að unnið væri að því að skipta jörð- unum upp í lögbýli og á hluta þeirra yrði skipulagt sumarbústðahverfí. Stefán sagði að veituæðar Hita- veitu Húsavíkur lægju í gegnum land Reykjahrepps. Nytu íbúamir því vatnsins á sama verði og Húsvíkingar. Síðastliðin þrjú ár hafa jafn mörg loðdýrabú risið í hreppnum. Verið er að kanna gmn- dvöll fyrir stofnun hlutafélags um matfískeldi sem Iðnþróunarfélag Húsavíkur á frumkvæði að. Þá hef- ur verið unnið að stækkun félags- heimilis hreppsins og í haust er ætlunin að hefja framkvæmdir við sundlaug. „Fyrir utan loðdýraræktina starfa þijú iðnfýrirtæki í hreppnum. Hér er yfírdrifin atvinna á sumrin og oftast gott ástand á vetmm. í hreppnum búa ekki nema 110 manns, en hann er betur stæður en mörg stærri sveitarfélög. Við viljum að sjálfsögðu vaxandi og betra mannlíf, þessvegna þótti okk- ur rétt að kanna áhuga fólks með þessum auglýsingum," sagði Stefán Óskarsson oddviti. Aktu ÖKUM EINS OG MENN! eins og þú vilt að aorir aki! UMFEROAR GOÐANTTMA. ÁÐUR EN ÞU FERÐ URIANDI. Gjafir og glaðningur til vina, ættingja og viöskiptavina erlendis. Afþreyingarefni fyrir ferðina. Tslensk matvara hefur um áraraðir glatt íslendinga erlendis. Reyndar eru íslensk matvæli löngu orðin annað ogmeira en „þjóðlegsérviska“. Lostæti á borð við hangikjöt, reyktan lax, kavíar og íslenska osta hefur ósjaldan skákað dýrindis réttum á borðum útlandanna. Mnjagripiroghandveik eiga alltaf vel við. Það er sama hvert tilefni ferðarinnar er eða við hvern þú átt stefnumót á erlendri grund. íslenskt handverk er gjöf sem gleður. Bækur um fsland. Glæsilegar gjafir við flest hugsanleg tækifæri. Einstök landkynning sem gaman er að fletta með áhugasömum lesendum. Blftft og tfmarit fyrir feróina. Öll nýjustu dagblöðin með glóðvolgum, íslenskum fréttum. Tímarit og bækur til aðlesa á leiðinni og í ferðinni. íslenskt sælgæti nýtur mikilla vinsælda handan hafsins. Þér er óhætt að hafa talsvert magn með þér - það verður íljótt að hverfa (stingdu strax undan eftirlætistegundinni þinni.) Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Keflavíkurflugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.