Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987
u
8. umferð millisvæðamótsins í Ung-
verjalandi:
Jóhann tapaði
fyrir Adorjan
JÓHANN Hjartarsson tapaði
með svörtu mönnunum fyrir
stórmeistaranum Adorjan frá
Ungverjalandi í 46 leikjum í 8.
umferð millisvæðamótsins í
Ungverjalandi, sem tefld var í
gær, og er i 5.-6. sæti á mótinu
ásamt Englendingnum Nunn
með 5 vinninga. Sovétmaðurinn
Beljavskí er efstur á mótinu
með 5,5 vinninga og frestaða
skák við Svíann Anderson.
Önnur helstu úrslit í 8. umferð
voru þau, að Beljavskí gerði jafn-
tefli við Ljubojevic frá Júgóslavíu,
Englendingurinn Flear vann
Nunn, Milos frá Brasiiíu vann
Alan frá Kanada og Portisch frá
Ungverjalandi vann Todorscevic,
sem teflir fyrir Mónakó. Portisch,
Ljubojevic og Milos eru í 2.-4.
sæti með 5,5 vinninga.
I 7. umferð, sem tefld var á
sunnudaginn, gerði Jóhann jafn-
tefli við Anderson, Ljubojevic
vann Alan, Salov og Milos gerðu
jafntefli, Beljavskí vann Tod-
orscevic, Portisch gerði jafntefli
við Flear og Nunn vann Marin.
Níunda umferð verður tefld í
dag og hefur Jóhann hvítt gegn
alþjóðlega skákmeistaranum Mar-
in frá Rúmeníu. Alls verða tefldar
sautján umferðir á mótinu, sem
lýkur 10. ágúst.
A£reiðslustúlkur
Vöruhússins komu
að uppsprengdum
afgreiðslukössum í
gærmorgun. Á
myndinni er Ásdís
Þórisdóttir.
Selfoss:
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Brotist inn í V öruhús
Kaupfélags Arnesinga
BROTIST var inn í Vöruhús
Kaupfélags Árnesinga aðfarar-
VEÐUR
ÍDAGkl. 12.00:
Heímild: Veöurstofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 28.07.87
YFIRLIT é hádagt í gær: Fyrir austan land er hæðarhryggur á
hægri hreyfingu austur. Á sunnanverðu Grænlandshafi er 1007
millibara djúp lægð sem þokast norðaustur.
SPÁ: Austan gola og súld með suöaustur- og austurströndinni.
Annars staöar norðan gola með smáskúrum norðanlands en léttir
smám saman til sunnan lands og vestan. Hiti á bilinu 7 til 11 stig
nyrðra en 10 til 15 stig syðra.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
MIÐVIKUDAGUR: Hæg norðvestlæg átt. Bjart veður sunnan lands
og austan og hiti á billnu 12 til 17 stig. Skýjað í öðrum landshlutum
og hiti 8 til 12 stig.
FIMMTUDAGUR: Suðvestlæg étt. Rigning um sunnan- og vestan-
vert landið og híti á bilínu 9 til 12 stig. Þurrt veöur og hlýnandi
norðaustanlands.
TAKN:
y, Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
10 H'rtastig:
10 gráður á Celsíus
stefnu og fjaðrirnar
Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
Léttskýjað /'¦/¦¦'/. r r r / Rigning
/ / /
Hálfskýjað ,
* / *
/ * / * Slydda
Skýjað / * /
# # *
Alskýjað * * * * Snjókoma
• V Skúrir
* V Él
— Þoka
=z Þokumóða
J 1 Súld
CO Mistur
—l~ Skafrenningur
ÍT Þrumuveður
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12:00 fgær að í$l. tíma
hltl vaður
Akureyri 11 skýjað
Revkjavfk_________11 rignlng
Bergen
Helsinki
Jan Mayen
Kaupmannah.
Narssarssuaq
Nuuk
Osló
Stokkhólmur
Þórshöfn
16 léttskýjað
16 akýjað
6 ský|afi
14 skýjað
10 skýjað
B þokumóða
20 úrkomaígr.
16 skýjað
10 skýjað
Algarve
Amsterdam
Aþena
Barcelona
Berlín
Chlcago
Feneyjar
Frankfurt
Glasgow
Hamborg
LasPalmas
London
LosAngeles
Lúxemborg
Madrid
Malaga
Mallorca
Miami
Montreal
NewYork
Parfs
Róm
Vfn
Washington
Winnipeg
30 heiðsklrt
16 alskýjafi
36 helðskírt
24 lóttskýjað
17 rignlng
21 alskýjað
23 léttskýjað
13 rignlng
17 skýjað
12 súld
26 mistur
21 skýjað
17 heiðskírt
14 rlgnlng
24 heiðsklrt
26 lóttskýjað
26 alskýjaö
vantar
18 skúr
23 helðskfrt
17 rigning
28 léttskýjað
19 skýjað
27 léttskýjað
17 hálfskýjað
nótt mánudagsins. Afgreiðslu-
kassar voru brotnir upp og þaðan
teknir peningar. Einnig var brot-
ist inn í skrifsf ofu vöruhússtjóra
og leitað peninga.
Innbrotsþjófarnir fóru inn um
þakglugga og virtust hafa gengið
hreint til verks að leita peninga.
Allir afgreiðslukassar voru spenntir
upp og þaðan tekin skiptimynt, um
tvö hundruð þúsund. Að öðru leyti
var aðkoman góð og ekki að sjá
að neinum vörum væri stolið. Allt
var á rúi og stúi á skrifstofu vöru-
hússtjóra. Þar var rammgerður
peningaskápur sem þjófarnir kom-
ust ekki í.
Innbrotsþjófarnir óku á brott í
hvítri sendibifreið X 1075 af Dats-
un- gerð sem stóð inni í vöruaf-
greiðslu hússins. Bifreiðin fannst
við Austurberg í Breiðholti eftir
hádegi í gær.
• Sig. Jóns.
Pétur Georgsson
netagerðarmeist'
arilátinn
Akranesi
PÉTUR Georgsson netagerðar-
meistari á Akranesi lést sfðastlið-
inn föstudag, 56 ára að aldri.
Pétur fæddist á Akranesi 5. júní
1931, sonur hjónanna Georgs Sig-
urðssonar sjómanns frá Melstað á
Akranesi og Vilborgar Ólafsdóttur.
Pétur starfaði sem netagerðar-
maður og rak um langt árabil
Nótastöðina hf á Akranesi í félagi
við aðra, en var aðaleigandi hennar
nú hin síðari ár. Pétur var á yngri
árum landskunnur knattspyrnu-
maður og var lykilleikmaður í hinu
kunna „gullaldarliði" Skagamanna.
Hann lék meðal annars nokkra
landsleiki fyrir ísland á þeim árum.
Eftirlifandi eiginkona Péturs er
Emilía Jónsdóttir, dóttir Ragnheið-
ar Þórðardóttur og Jóns Árnasonar,
fyrrum alþingismanns. Þau eignuð-
ust fjórar dætur.
J.G.
Ásgeir Blöndal
Magnússon látinn
^flkftfUtlMitUttiiititlfÍtttltltiitilttfUtlllltdlUiiílliif
ASGEIR Blöndal Magnússon
fyrrverandi forstöðumaður
Orðabókar Háskólans lést síðast-
liðinn laugfardag, 78 ára að aldri.
Ásgeir var fæddur 2. nóvember
1909 að Tungu í Kúluþorpi í Auð-
kúluhreppi í Arnarfirði. Hann var
sonur hjónanna Magnúsar Sigurðs-
sonar verkamanns og Lovísu
Halldóru Friðriksdóttur ljósmóður.
Ásgeir Blöndal Magnússon lauk
cand. mag. prófi í íslenskum fræð-
um frá Háskóla íslands árið 1945
og var fyrsti fastráðni starfsmaður
Orðabókar Háskólans. Þar starfaði
hann sem sérfræðingur frá 1947
til ársloka 1979 og var forstöðu-
maður hennar síðustu tvö árin. Þá
lét hann af störfum fyrir aldurs
sakir.
Ásgeir var um hríð í yfirkjör-
stjórn í Kópavogi, í stjórn Bóka-
safns Kópavogs og í miðstjórn
Sósíalistaflokksins og Alþýðu-
bandalagsins.- Hann sá lengi um
þættina Daglegt mál og á síðari
árum vann hann að orðsifjabók sem
út kemur á næsta ári í útgáfu Orða-
bókar Háskólans. Af ritum sem
I eftir Ásgeir liggja eru Marxisminn,
litiiiiiiiiiiiiitimutiiittMHiif
nokkur frumdrög, Reykjavfk 1937,
og ýmsar ritgerðir um málfræðileg
efni í tímaritum, innlendum og er-
lendum og í afmælisritum.
Ásgeir var tvígiftur. Fyrri kona
hans var Sigríður Sigurhjartardótt-
ir, en hún lést árið 1951. Þau
eignuðust þrjá s^ni. Síðari kona
hans var Njóla JÓnsdóttir og lifir
hún mann sinn.
IfltliltlliÍiiHfÍ
K