Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 21 Rógburður og rannsóknir eftir Alfreð Árnason Það var ætlun höfundar þessa greinarkoms að forðast að leggja orð í belg í þær mjög svo tilfinninga- skotnu umræður, sem prýtt hafa síður dagblaða að undanfömu, þeg- ar rætt hefur verið um dýr þau er hvalir nefnast. Um þessi dýr er allt of lítið vitað og flestir sammála um að auka þurfi þekkingu okkar á þeim. Á þetta við um líffræði þeirra al- mennt, en þekking er því nauðsyn- legri þar sem þetta era nytjastofnar ýmissa þjóða. Það var vegna áhuga á tíðni og gerð vissra prótínerfðamarka, sem höfundur hóf rannsóknir árið 1971 á blóði og síðar öðram vefjum hvala, sem hér vora veiddir. Sú aðferð að beita erfðamarkatækni til rann- sókna á á einstaklingum, fjölskyld- um og hópum manna og annarra dýra er viðurkennd og útbreidd að- ferð. Það var dr. Úlfur Ámason, þekkt- ur hvalvísindamaður, sem kom á þessu sambandi milli hvala og höf- undar, sem enn endist og hefur áhugi á verkefninu aukist með auknum upplýsingum. Það þarf nefnilega þekkingu til að spyija réttra spuminga og átta sig á hversu lítið maður veit. Það er í anda þess, sem höfundur hefur stundað rannsóknir á umræddum dýram og haft umsjón með rann- sóknum annarra líffræðinga á sama efni, auka samvinnu og sambands við rannsóknarmenn erlendis, sem í viðkomandi löndum era kallaðir vísindamenn, án gæsalappa eða háðsmerkis og fag þeirra kinnroða- laust kölluð vísindi, og hafa líffræð- ingar og fag þeirra verið talin í þeim flokki. Þykir það frekar heiður en hitt að vera í þessum hópi. Nú bregður svo einkennilega við, að 21 „líffræð- ingur" sér sig knúinn til að lýsa því yfir, að rangt sé að kenna núver- andi rannsóknarveiðar við vísindi (Morgunblaðið 23. júlí 1987, bls. 2). Þar með era þær rannsóknir, sem höfundur og félagar hans hafa stundað og stunda, ekki vísindi. Væntanlega vegna þess, að þau sýni sem rannsökuð era koma úr dauðum hvölum, jafnvel þó um- ræddir vefir séu enn sprelllifandi. Ef unnt hefði verið að ná sömu sýn- um úr lifandi hvölum væra þetta væntanlega vísindi og hefði jafnvel komið hrós fyrir (sbr. hvalatalning- ar). Þama er um augljósan tvískinn- ungshátt að ræða. Sá tími, sem þessir líffræðingar, 21 að tölu, velja til birtingar á áskor- un sinni, er bersýnilega valin til að spilla fyrir samninganefnd okkar sem boðuð var til Bandaríkjanna og er því eins og hnífstunga í bakið, ómakleg með öllu og vægast sagt einkennileg „vísindaaðferð" til að auka þekkingu á hvölum. Væntanlega era líffræðingar sammála um, að við þurfum að vita meira um hvali, ekki bara fjölda þeirra, heldur hvert þeir ferðast, hver er viðkoma þeirra, úr hverju þeir deyja, hvemig er lífsstarfsemi þeirra háttað o.s.frv. Um sum þess- ara atriða má fá upplýsingar án þess að veiða þá, önnur ekki. Þeir sem era á móti hvalveiðum, af hvaða hvötum sem það er, vilja því tak- markaða þekkingaröflun hvað varðar þessi dýr. Þetta kann að vera skýringin á því, hve fáir íslenskir vísindamenn (án gæsa- lappa) hafa sinnt hvalrannsóknum, þrátt fyrir aðstöðu hérlendis, sem ekki er að finna annars staðar í heiminum. Hefði þessu verið betur sinnt vissum við meira í dag. Áhuga- leysi fslenskra rannsóknarmanna á líffræði þessara dýra er í raun óskilj- anleg og er það til vansa fyrir Háskóla íslands að hafa ekki haft forystu í þessum rannsóknum á liðn- um áram. Rannsóknir kosta oft mikið fé og er erfitt að afla þess. Þetta er ein aðalástæðan fyrir því hve hægt þekkingaröflun gengur. Það tíðkast víða erlendis, að fyrirtæki styrki Enn minni fyrirhöfn að greiða orkureikninginn /ffepnum V/8A! Nú býður Rafmagnsveita Reykjavíkur þér nýja, mjög þægilega leið til að greiða orkureikninginn. t>ú getur látið taka reglulega út af VISA-reikningnum þínum fyrir orkugjaldinu, án alls auka- kostnaðar. Pannig losnar þú við allar rukkanir, færð einungis sent uppgjör og greiðsluáætlun einu sinni á ári. Með þessari tilhögun, sem er nýjung í heiminum, sparar þú þér umstang og hugsanlega talsverða peninga því að það er dýrt rafrnagnið sem þú dregur að borga. Jafhframt ertu laus við áhyggj- ur af ógreiddum reikningum og dráttar- vöxtum. Hafðu samband við Katrínu Sigur- jónsdóttur eða Guðrúnu Björgvinsdótt- ur í síma 68-62-22. Þú gefur upp núm- erið á VISA-kortinu þínu og málið er afgreitt! Láttu orkureikninginn hafa forgang — sjálfkrafa! RAFMAGNSVEITA REYKJAVIKUR SUDURLANDSBRAUT 34 SIMI6862 22 „Verði þessum rannsókn- um hætt nú, þá kemur eyða í þann feril, sem við höfum verið að athuga og myndi það spilla fyrir réttum ályktunum." rannsóknir, eða kosti þær algjör- lega, þó þær fari fram við háskóla eða rannsóknarstofnanir hins opin- bera. Háskóli íslands hefur það á stefnuskrá sinni að taka upp nánara samband við atvinnuvegina og ber að fagna því. Það er í þessum anda sem Hafrannsóknastofnun og Hval- ur hf. gerðu rannsóknasamning. Það er sá samningur sem gerir núverandi hvalrannsóknir möguleg- ar. Stóram hluta fjárins er varið til rannsókna á lifandi hvölum og efar höfundur, að þær væra mögulegar án þess. Rannsóknir þær, sem undirritað- ur stundar og stýrir, er aðeins hægt að framkvæma með veiðum. Þrátt fyrir það hefur Vísindanefnd Hval- veiðiráðsins mælt með þeim, fyrst 1973 og aftur 1984. Var þetta örv- un til frekari rannsókna. Auðvitað væri æskilegt að geta framkvæmt allar nauðsynlegar at- huganir án veiða, en það er ekki framkvæmanlegt með þeirri tækni sem við höfum í dag. Verði þessum rannsóknum hætt nú, þá kemur eyða í þann feril, sem við höfum verið að athuga og myndi það spilla fyrir réttum ályktunum. Það er höfundi til efs að vanþekk- ing sé mönnum og hvölum til góðs. Eins og sagði S upphafi þessa greinarkoms, þá var ætlun höfundar að forðast að sogast inn í þær til- finningalegu umræður, er einkennt hafa mörg skrif um hvali að undanf- ömu. Þessum línum er einungis ætlað að mótmæla þeirri fullyrðingu, að rannsóknir höfundar og samstarfs- manna hans séu ekki vísindi. Er þessari umræðu lokið af hálfu höf- undar. Höfundur er doktor í erfðamarka- fræði og deildarstjórí erfðarann- sóknadeiidar Blóðbankans. ># Dr. Alfreð Arnason ARGUS/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.