Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 43 Dagurinn leið fljótt í þessum gróðurríka dýragarði. Þessir síðustu dagar voru fljótir að líða og nú leið að lokum þessar- ar miklu ferðar. Það var erfitt að yfirgefa gestgjafann og sól og sum- ar til að hverfa inn í íslenskt skammdegi. Að ferðalokum Ferðin heim gekk hratt við það að vera stöðugt að flýta klukkunni. Heimleiðin var sú sama, en nú fékk ég aðeins meiri tíma í Bangkok. I Singapore hafði ég rétt tíma til að koma frá komustað til brottfarar- herbergis, en meiri tíma til að lesa, sofa og nærast um borð í flugvél- inni. Sumir horfðu á kvikmynd sem sýnd var, en mér fannst meira freistandi að reyna að hverfa á vit drauma og reyna að jafna mig af söknuðinum við að yfirgefa Astr- alíu. Að loknu slíku ferðalagi kemur margt í hugann. Hugtakið fjarlægð hefur fengið afstæða meiningu. Það getur tekið nokkra tugi klukku- stunda að ferðast hér milli lands- hluta innanlands. Það er milli tuttugu og fímm til þrjátíu tíma flug milli þessara heimsálfa. Það tekur ekki nema þrjá tíma eða svo að komast til Skandinavíu eins og það tekur að aka t.d. upp í Borgar- fjörð og þannig mætti lengi telja. Rósir og kameliur gleðja augað. Bréf á milli þessara tveggja póla heims, íslands og Ástralíu, geta borist á aðeins einni viku þegar bréf getur verið allt að því jafn lengi milli landshluta hér innanlands. Sjóndeildarhringurinn víkkar og heimurinn minnkar við að koma til svo fjarlægrar heimsálfu. Við höf- um oft mjög óraunverulegar hugmyndir um það hvernig hlutir og lífshættir séu í fjarlægum heims- álfum og okkur hættir til að vera með ótrúlega sleggjudóma fyrir- fram varðandi þá. Það að ferðast á þann hátt sem við Malcolm gerðum færir mann eins nálægt kjarna menningar þjóð- ar og hægt er á stuttum tíma. Að sjá hvernig þjóðin umgengst landið sitt. Það fannst mér lær- dómsríkt og hugsaði til okkar Islendinga þegar við svífumst einsk- is að ganga yfir hvað sem er bara ef við getum stytt okkur leið. Slíkur hugsunarháttur gengur ekki þar. Að koma inn á heimili fólksins sem byggir landið og að finna viðmót þess gefur manni mikið ásamt því að kynnast blæbrigðamun siða milli þjóða, sem er mjög áhugavert og lærdómsríkt. Ég fann fyrir sama framandleika í forvitni og viðmóti fólks í Ástralíu þegar það vissi hvaðan ég kom og hjá mörgum íslendingum hér heima þegar þeir þeir vissu hvert ég ætl- aði. Þannig svipar okkur saman hvorum megin jarðarhvels sem við erum. Og að mörgu leyti svipar okkur íslendingum ekki síst til Astr- ala sem eru vestrænir, en þó á sinn suðræna hátt. Ýmsir þættir í lund- arfari þeirra sem eyjaskeggja eru sagðir líkjast því sem hér gerist. Þeir hafa víst eins og við mikla þðrf fyrir að komast út fyrir eyjuna þó stór sé og skoða sig um á meg- inlandi Evrópu og í Bandaríkjunum og eru sagðir miklu óformlegri, en þjóð nýlenduherranna, Bretarnir. Ástralir ganga í samskonar föt- um, borða hliðstæða fæðu og kaupa mörg þau sömu vörumerki og við hér á þessu litla skeri í Norður- höfum eigum völ á. Þannig er munurinn í raun minni en við ímyndum okkur fyrirfram. Og hjörtunum svipar jafnt saman á íslandi og Ástralíu sem í Súdan og á Grímsnesinu. Höfundur er bankastarfsmaður í Reykjavík. Leiðrétting. — í 4. grein Matthild- ar Björnsdóttur frá Ástralfu (Mbl. 18. júlí) féllu því miður niður orð í tveimur setningum og breyttist við það merking þeirra. I 3ja dálki á bls. 39 átti að standa: „En við erum að nálgast landamæri Victoriu og Suður-Astralíu. Þangað má ekki koma með ferska ávexti frá öðrum svæðum vegna sérstakrar flugna- tegundar sem ber smit." — Þá átti að standa í 1. dálki á bls. 40: „Og fjöllin sem jörðin í árdaga þrýsti upp í fellingum eru ekki mjög há." Kanntu að búa tíl gomsæta grillsósu? Þú þarft ekkert að kunna í matar- gerð t/7 þess. Þú opnar dós af sýrðum rjóma, kíkir inn í eldhússkápana, notar hugmyndaflugið og velur eitthvað girnilegt, td. grænmeti eða krydd, sem þú blandar út í sýrða rjómann. Arangurinn kemur bæði þér og þínum þægilega á óvart! Pú þekkir nafnið! Kokkteilsósa ... en með sýrðum rjóma. Taktu mælieiningarnar ekki of alvarlega. / dós sýrður rjómi 3 msk Heinz eða Libby's tómatsósa Vi-1 tsk sætt sinnep. Blandaðu öllu saman og berðu fram með kjúklingum, pylsum, frönskum kartöflum eða glóðuðum fiski. Fleiri tillögur birtast á næstunni. 'W/ ffff/ 'iff/ 'í f/f/ •¦*(((/ ((/// tyf/ ff/ # W/ 'ift/ J(ff/ nmr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.