Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 16
AUK M. 110.20.SlA 16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 Við fljúgum til úflanda yfir 100 sinnum í hveni viku -sumariðút!* 3 x BALTIMORE/WASHINGTON APEX kr. 25.270 (15/8-14/10) 2xBOSTON APEX kr. 23.840 (15/8-14/10) 5xCHICAGO APEX kr. 26.950 (15/8-14/10) 7xNEWYORK APEX kr. 23.840 (15/8-14/10) 3xORLANDO APEX kr. 30.990 (15/8-14/10) 3xBERGEN PEXkr. 15.850 3xFÆREYJAR PEXkr. 11.530 3xGAUTABORG PEXkr. 17.200 17 x KAUPMANNAHOFN PEXkr. 17.010 4xNARSSARSUAK Kr. 14.910 8xOSLO PEXkr. 15.850 7 xSTOKKHOLMUR PEX kr. 19.820 2xFRANKFURT PEX kr. 15.190 (1/9-31/10) 20xLUXEMBORG PEXkr. 14.190 / 2xPARIS PEX kr. 20.630 2xSALZBURG APEXkr. 18.670 3xGLASGOW PEXkr. 13.370 * Miðað er við háannatíma, júní, júlí, ágúst. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. 8xLONDON FLUOLEIÐIR PEXkr. 15.450 FUJGLEIDIR ---fyrír þíg-- Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Álfabakka 10. Upplýsingasími 25100 Ejjaíár Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Lucy Irvine: Castaway Útg. Penguin 1986 ENN ein útgáfa hefur verið send á markaðinn af bók Lucy Irvine um veru hennar og eiginmanns hennar, G. á eyðieynni Tuin sem er norður af Torressundi og milli Norður Ástr- alíu og Nýju Guineu. Þetta er fyrsta bók höfundar, en í þessum dálkum var fyrir nokkru getið nýjustu bókar hennar „Runaway." Lucy Irvine lætur sem sagt það rætast í þessari bók, sem virðist blunda í flestum eða gera vart við sig einhvem tíma á ævinni; að hverfa aftur til náttúrunnar. Að ekki sé nú minnzt á að búa að hætti Róbinssons Krúsó á eyðiey. Upphaf þessa var að hún sá aug- lýsingu í blaði, þar sem rithöfundur falaðist eftir eiginkonu í ár til að vera með sér á eyðiey.Og hún stóðst ekki freistinguna og eftir talsverðan undirbúning og athuganir halda þau „hjónin“ til Tuin. Þau hafa með sér takmarkaðar birgðir af vistum, því að það er meðal annars ætlunin að reyna að rækta grænmeti, lifa á landinu, veiða í soðið og kannski skjóta sér í matinn. Þegar þau eru orðin ein á eynni, verður Lucy að horfast í augu við ótal margt, sem hún hafði enga grein gert sér fyrirfram, þrátt fyr- ir, að það sé fjarri því, að hún hafi anað út í þetta í algeru hugsunar- leysi. Hver er eiginlega þessi maður, sem hún ætlar nú að vera sam- vistum við í þessu kynlega umhverfi tuttugu og fjóra tíma á sólarhring í heilt ár. Samskipti þeirra verða enda ákaflega flókin og umhverfið er ekki bara ævintýri, hvarvetna leynast ógnir, sem missa ansi mikið af ævintýraljómanum, þegar blák- öld alvaran er tekin við. Lucy Irvine byggir töluvert. á dagbókum sínum og birtir úr þeim nokkra kafla. Af þeim má líka sjá, að jafnskjótt og eyjadvölinni er lok- ið, fer hún að sjá þennan tíma í öðru ljósi. Ekki þar með sagt að hún gerist rómantískari, kannski Úarri því. En hún áttar sig á mörgu því, sem varð henni og sambýlis- manni hennar tilefni gleði, hræðslu, haturs og vanmáttar þann tíma sem þau voru á eyjunni. Og skildu ekki þá. Eða ef þau skildu það voru þau ekki alltaf fær um að átta sig á mikilvægi þess. Þáu eru samt ekki ein í heimin- um, það er fjöldi annarra smáeyja þama í grenndinni og þau kynnast eyjaskeggjum. Kynnast þeim þó á gerólíkan hátt en ef hefðu þau rétt rekið inn nefið sem túristar. Þau eru partur af ákveðnu samfélagi og samt eru þau í senn tvö og ein. Þrátt fyrir mikla erfiðleika í sam- búðinni og hvers kyns angur og stríð tekst með þeim náið, klúðrað og furðulegt ástarsamband. Sam- band sem á sér að vísu enga framtíð, eftir að árið er liðið, en skiptir þau áreiðanlega máli alla daga upp frá því. Stórgóð bók sem slík. Og varpar svo einnig ljósi á skrif Lucy Irvine í hinni bókinni hennar „Runaway."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.