Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 Selunum sleppt á laugardag í Grímsey: „Fáum 20 krónur á kg rir sel í refafóður" fy - sögðu Grímseyingar og hentu gaman að selaverndunarmönnunum hollensku SELIRNIR, sem fluttir voru út í Grímsey frá Hollandi, voru ekki seinir á sér að stökkva út úr búrum sínum og steypa sér f sjó- inn þegar þeim var hleypt út á laugardag. Lenie 't Hart, sem var í forsvari fyrir holienska hópinn sem kom með selina, var ákaf- lega ánægð með förina hingað til lands og ánægð með að koma selunum á leiðarenda, en þeir höfðu flækst suður á bóginn og strandað í Belgíu, Hollandi og Þýskalandi. „Þessir selir, hringanórinn og Utvarpshlust- endakönnun: Fréttatíminn og rás 2 með mesta hlustun Félagsvisindastomun gerði sérstaka könnun á útvarpshlust- un á Norðurlandi 14. júli siðast- liðinn og í síðustu viku voru niðurstöður hennar kunngjörð- ar. Þetta er í fyrsta sinn sem sérstök könnun á útvarpshlustun á Norður- landi er gerð, en hún var unnin fyrir bæði Rfkisútvarpið og Hijóð- bylgjuna. Helstu niðurstöður hennar eru þær að greinilegt er að hlustun á rás 2 er mest og jöfnust yfir dag- inn, en frá klukkan 9 á morgnana og til kiukkan 17.00 á daginn hlusta á bilinu 19%-26% á rásina. Klukkan 17 dettur rás 2 síðan út og inn kemur svæðisútvarpið, sem um 24% hlustenda hlýða á. Mestur fjöldi fólks fylgist hins vegar með hádegis- og kvöldfrétt- um Ríkisútvarpsins, en í könnuninni reyndust 36% hhistenda fylgjast með fréttum klukkan 12 og 32% hlýddu á kvöldfréttirnar. Þess á milli er hlustun á Ríkisútvarpið, rás 1, rétt um 5% yfir daginn, en á morgnana milli klukkan 7 og 9 er hún um 15% en dettur síðan nokkuð niður. Greinilegt er samkvæmt þessari könnun að ekki er í jafnmiklum mæli hlustað á Bylgjuna eða Hljóð- bylgjuna. Einungis 3-5% fylgdust með fréttum á Bylgjunni þennan dag, og þegar flest var fylgdust 7% með dagskrá hennar. vöðuselurinn, tilheyra ekki sjónum við strendur Hollands og geta ekki lifað þar. Þess vegna erum við að reyna að bjarga þeim og koma þeim aftur í það umhverfi sem þeim til- heyrir," sagði Lenie 't Hart við blaðamann Morgunblaðsins um ástæðu þess að verið væri að flytja þá hingað til að sleppa þeim. En það voru ekki allir jafn ánægðir með að selunum skyldi sleppt við Grímsey og Lenie. „Þetta er ógeðslegt," sagði ung kona með lítið barn á handleggnum í Grímsey, þegar verið var að flytja fyrsta selinn frá borði. Þeim sem heyrðu til hennar gat ekki blandast hugur um að þessi orð voru töluð beint frá hjartanu. „Þegar maður hefur unnið við að skera hringorm úr fiski þá finnst manni þessi kvik- yndi ógeðsleg," bætti hún við. Aðrir tóku þessu með jafnaðar- geði, ypptu öxlum og sögðu að ekki væri öll vitleysan eins, og aðrir létu að því liggja að selirnir yrðu fljót- lega komnir til Dalvíkur í refafóður þar sem fengist um 20 krónur fyrir kílóið. „Sumir safna frímerkjum, aðrir sjá ekkert nema fótbolta. Hvers vegna skyldi fólk ekki einnig reka selaspítala og flytja þá heims- horna á milli," sagði einn og lét sér ekki bregða yfir þessu uppátæki Hollendinganna. Hollendingarnir lentu með selina á Akureyrarflugvelli laust eftir há- degið á laugardag og voru þeir síðan fluttir yfir í Twin Otter-flug- vél Flugfélags Norðurlands, sem fór með þá til Grímseyjar. Með í för- inni voru blaða- og fréttamenn frá hollenska sjónvarpinu, útvarpinu og dagblaðinu De Telegraaf. Þegar til Grímseyjar kom voru þeir fluttir ofan í fjöru þaðan sem þeim var sleppt. Að því loknu var kössunum, sem þeir voru fluttir í, brennt, til þess að forðast hugsan- lega smithættu. Áður en Hollendingarnir fengu leyfi yfirvalda til að sleppa selunum hér við land hafði þeim verið neitað um það hjá nágrannaþjóðum okkar, og Grænlendingar höfðu látið að því liggja við þá að kæmu þeir með selina til þeirra yrðu þeir skotnir samstundis. Danskur djassdúett á ferð um Norðurland DANSKI djassdúettinn Frit Lejde firá Kaupmannahöm er staddur hér á landi um þessar mundir og fyrirhugar hann ferð um Norðurland næstu 10 daga. Dúettinn mun koma fram í kvöld og annað kvöld í veitingahúsinu Fiðlaranum og í Sjallanum föstudag og laugardag. Einnig mun hann koma fram á Siglufirði, Ólafsfirði, Hótel Húsavík og Hótel Reynihlíð. I fréttatilkynningu um ferðir dúettsins segir að hann hafi starfað frá því á haustdögum 1984, og að þeir Ole Rasmussen, sem leikur á kontrabassa, og Nils RAAE, sem leikur á píanó, eigi töluvert nám að baki í hljóðfæraleik hjá alkunn- um dönskum djassmönnum, og eru til sögunnar kallaðir þeir Niels- Henning Örsted Pedersen og Ole Kock Hansen. Þetta er í annað sinn sem þeir félagar koma hingað til lands í því augnamiði að leika djass fyrir land- ann, en á síðasta sumri léku þeir í Reykjavík og á Akureyri. Þeir ætla hins vegar að gera víðreist að þessu sinni og einnig að koma fram á Austurlandi. MorgunblaÆið/Svavar B. Magnússon Akureyringar —ferðafólk Við bjóðum daglega ný afskorin blóm. Einnig mikið úrval af pottaplöntum. Skreytingar við öll tækifæri. Bílastædi við búðardyrnar. Helgihald í Héðinsfirði HÉDINSFJÖRÐUR hefur fram að þessu lítið verið í fréttum, og lítt verið getið í fjölmiðlum, enda ekki nema von því þar hefiir ekki verið búið síðan á 6. áratugnum. Prestur hafði ekki embættað þar í fjörtíu ár, eða síðan sr. Óskar Þorláksson var fenginn þangað 11. október árið 1947 til að gera þar saman brúðhjón og skíra drenginn þeirra, Þorvald Héðinn. s m m AKUR KAUPANGI V/ MYRARVEG 602 AKUREYR! SIMAR 24800* 24830 POSTHOl.F 4SS Ólafsfirðingar bættu úr þessu á sunnudaginn var, en þá fóru rúm- lega 20 manns saman á bát yfir í Héðinsfjörð ásamt sóknarpresti sínum, Svavari Alfreð Jónssyni, til að njóta náttúrunnar og halda guðs- þjónustu. Með í förinni var Svava Jónsdóttir frá Ólafsfirði, en það var einmitt hún sem gefín hafði verið fyrri manni sínum, Einari Ásgrími Þorvaldssyni, í Héðinsfirði 1947, þaðan sem hann var ættaður. „Þetta var alveg dásamleg ferð. . Veðrið var . yndislegt,. þannig , að segja má að Héðinsfjörður hafi tek- ið mjög vel á móti okkur," sagði Svava um ferðina á sunnudaginn og kvaðst ekki hafa komið þangað síðan vorið 1948, er hún flutti það- an. Lagt var af stað frá Ólafsfirði um klukkan 8.30 um morguninn með bátnum Ármanni, og til fylgd- ar var bátur Slysavarnafélagsins, en fólkið var selflutt úr Ármanni og í land í Héðinsfirði á gúmmíbát slysavarnafélagsmanna. Var komið ,rétt ,fyrir, Jílukkan 10 tíl .Héðins- fjarðar og var þá komið glaðasól- skin, en um morguninn hafði þoka hvílt yfir öllu. ' Eftir hádegið var stutt guðs- þjónusta og í henni tóku þátt um 30 manns, en í Héðinsfirði voru þrjár fjölskyldur samankomnar fyr- ir, en þar er sumarbústaður og veiðhús, sem haldið er til í yfir sum- artímann. Svavar Alfreð Jónsson, sóknar- prestur Ólafsfirðinga, sagði að hugmyndin um guðsþjónustu í Héð- insfirði hefði verið komin frá sr. Vigfúsi Þór Árnasyni á Siglufirði og í ráði að fólk kæmi þaðan á bátum til að taka þátt í guðsþjón- ustunni, en vegna veðurs hefðu þeir ekki treyst sér til að koma. Svavar sagði að þeir ætluðu sér þó , aðj íar^a, þangað í næsta rn^nuði til helgihalds.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.