Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 29 P • nJ3a JSA Ýmsir höfðu af þessu áhyggjur og bentu á hina hröðu uppbyggingu Sovétflotans á sama tíma. Reyndu Norðmenn að fá Bandaríkin til að sýna flota sinn á Noregshafi, þó ekki væri nema að æfingum, en með litlum árangri. Fór svo að ýmsir norskir og amerískir sérfræð- ingar létu í ljós þá skoðun, að Sovétríkin réðu í raun yfir Noregs- hafi, það væri orðið „Mare Sovietic- um". Þetta gilti allt upp að Austfjörðum. ísland miðstöð á varnarsvæði Við þessar aðstæður höfðu hern- aðaryfirvöld Bandaríkjanna þá varnarstefnu að draga línu um GIUK-hliðið, frá Grænlandi yfir ís- land til Skotlands. Þarna voru kafbátar þeirra látnir skipa sér og flugvélar frá Keflavík og flugvöllum á Skotlandi sveimuðu yfir til að hindra að sovéski flotinn kæmist framhjá íslandi suður í Atlantshaf ef ófriður brytist út. Meðfylgjandi kort úr rússnesku riti sýnir hvernig sovésk hernaðar- yfírvöld litu á varnarkerfi NATO umhverfís ísland í nóvember 1976 (Úr Moroskoi Shornik). Norskar skýringar á merkjum eru efst til vinstri á kortinu. A þessum árum höfðu varnir á GIUK-svæðinu umhverfis ísland úrslitaþýðingu fyrir allt norðanvert Atlantshaf. Var því tekið til við að styrkja viðbúnað k þessu svæði, fyrst og fremst á Islandi. Pyrsta skrefið var að senda til íslands AWACS-ratsjárflugvélar 1978, meðal annars vegna þess að tvær af fjórum ratsjárstöðvum á landinu höfðu eyðilagst í óveðrum, á Langanesi og Vestfjörðum. Þess- ar flugvélar eru fljúgandi stjórn- stöðvar, sem hafa mikla þýðingu. Næst var tekið til við að endurnýja olíugeymakerfið, og var bygging mannvirkjanna í Helguvík hafin. Þá var KC-135 eldsneytisflugvél staðsett í Keflavík til að fylla á vélar á flugi. Síðan komu nýjar og fleiri orrustuflugvélar til landsins, F-15 af fullkomnustu gerð, og reist voru fyrir þær sprengjuheld skýli. Gervihnattasamband og önnur fjar- skipti voru stóraukin og undirbúin bygging neðanjarðarstjórnstöðvar. Endurbygging ratsjárstöðvanna var samþykkt og bygging flugstöðvar- innar hraðað. Fleira mætti nefna. Allt stuðlaði þetta að því að Keflavík gæti fyrirvaralaust tekið við miklum liðsstyrk og fjölda flug- véla, ef til ótíðinda drægi. Nýjar hugmyndir vestra Bandaríski flotinn er voldugur heima fyrir og undi illa sínum hag. Flotaforingjar og sérfræðingar, til dæmis í Navy War College í New- port, tóku að móta hugmyndir um endurreisn flotans og breyta flota- stefnunni. Þetta gerðist 1979-82, og smám saman tóku nýjar hug- myndir að heyrast í þingsölum í Washington og fjölmiðlum. Þegar Ronald Reagan varð forseti breytt- ist hin pólitíska staða, og endur- bygging landvarna hófst í stórum stíl. Einn veigamesti þáttur hennar var að auka flotann í 600 skip. John Lehman varð flotamálaráð- herra og er kallaður faðir hinnar nýju flotastefnu. Hann sagði: „Svar okkar við ógn sovéskra kafbáta gegn líflínu okkar yfir Atl- antshaf getur ekki verið það eitt að koma upp óvirkum kafbátavörn- um í GIUK-hliðinu. Hin mikla aukning sovéska flotans hvað stærð og gæði snertir kallar á algera end- urskoðun bandarískrar flota- stefnu ... Svarið og sú stefna, sem við nú mótum, eru ljós: Uppbygging flotans til að endurheimta öll ráð á hafinu og þróun stefnu, sem gerir okkur kleift að hafa yfirburði á norður- og suðursvæðum NATO. Þar með munum við þvinga Sovét- ríkin í varnarstöðu." Hugmyndin er að gera flotasókn norðaustur fyrir ísland, meðfram ströndum Noregs allt norður í Bar- entshaf. Kafbátar eiga að fara fyrir, hefja árásir á eldflaugakaf- báta Sovétríkjanna, sem eru þar norðurfrá, og þar með þvinga Rauða flotann til að hörfa norður eftir, kjarnorkuflotanum til varnar. Síðan eiga amerísk flugvélamóður- skip að sækja inn f Noregshaf, tryggja flugvelli f Norður-Noregi og gera árásir á Kolasvæðið. Með þessu á að fást tangarhald til að knýja Sovétríkin til að semja fljót- lega um frið (War termination leverage). Miðað er við að allt þetta gerist án þess að gripið sé til kjarn- orkuvopna. Þessar hugmyndir eru nátengdar atburðum annars staðar. Þær byggjast á því að ófriður brjótist út eða berist til Mið-Evrópu, þar sem Sovétríkin eru talin hafa veru- lega yfirburði á landi. NATO á því að nota flotastyrk sinn til að gera gangsókn annars staðar, þar sem Sovétríkin eru talin veikari, eins og á norðurslóðum. Það er ekki aðeins verið að verja einstök lönd eins og Noreg, heldur er ætlunin að vinna heildarstríðið á skömmum tíma án þess að gripið verði til kjarnorku- vopna. Raunar eiga þessi varnar- áætlun og 600 skipa flotinn fyrst og fremst að fæla Sovétríkin frá og hefja nokkru sinni stríðið, en þessi leið á að tryggja sigur ef fælingin bregst. Þetta er í mjög stuttu máli hin nýja flotastefna Bandaríkjanna, og bygging tæknilega fullkominna herskipa stendur sem hæst. 600 nýtísku skip eiga að vera til um 1990. Ekki hefur stefnan verið formlega lögð fyrir NATO, enda eru stóru NATO-ríkin flést í miðri Evr- ópu og vilja leggja áherslu á þær vígstöðvar. Þessi stefna er ekki óumdeild í Bandaríkjunum, hvað þá öðrum NATO-ríkjum. Margir sérfróðir menn, þeirra á meðal reyndir flota- foringjar, hafa bent á, að stór- hættulegt sé að senda flugvélamóð- urskip inn á Noregshaf, þar sem Rússar hafi mikla möguleika á að sökkva þeim. Óvíst er talið, að yfir- burðir í lofti verði nægilega tryggðir og fleira er fundið að hugmyndinni. Viðhorf Islendinga Hafið milli íslands, Grænlands og Noregs var í 20-30 ár eftir ófrið- inn fjarlægt og friðsælt. Nú er það morandi af vígvélum risaveldanna, og yrðu þar vafalaust stórátök í ófriði. Þarna eru yfir 40 sovéskir kafbátar með kjarnorkuflugskeyti, en það eru vopn Sovétríkjanna til að fæla NATO frá stríði. Fælingar- stefnuna nota bæði risaveldin jafnt. Auk þess er þarna mikill sovéskur floti, sem gæti reynt að brjótast framhjá íslandi suður í haf til að rjúfa siglingaleiðir. Bandaríkjamenn eiga einnig fjölda árásarkafbáta, sem eru þarna norðurfrá eða einhvers staðar til reiðu, til að ráðast á þá sovésku. Bandaríkin hóta með hinum nýja flota að ráðast með flugvélamóður- skip inn á Noregshaf. Hið fyrsta, sem íslendingum gæti komið til hugar, er að af tvennu illu sé skárra fyrir okkur að víglínur færist norður í hðfin en að þær séu um ísland sjálft. En landið okkar er þó enn sem fyrir í miðri hringiðunni. Allar hugmyndir um hlutlaust og vopnalaust ísland eru fjarlægari raunveruleika en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir aðild að Atlantshafs- bandajaginu og varnarsamninginn hafa íslendingar nokkra sérstöðu, sem bæði risaveldin virðast taka tillit til. Sovétríkin hafa ekki beðið um að herskip þeirra fengju að kaupa olfu á í slandi eða koma þang- að { opinbera heimsókn í ein 20 ár. Rannsóknar- og njósnaskip þeirra koma sjaldnar í höfn en áður. Flug- vélar þeirra koma að landinu um 170 sinnum á ári, en fara ekki inn fyrir 12 mflna landhelgina. Þeir virða fiskveiðilandhelgina. Rússar vilja sýnilega halda frið við okkur á diplómatfska vísu, og ef til vill er það boðskapur til fleiri en okkar. Bandaríkjamenn hafa varnarliðið á íslandi, en því er skorinn þröngur stakkur samkvæmt vilja íslendinga. Þeir halda sér nákvæmlega við það samkomulag. í nýju flotastefnunni virðist ekki gert ráð fyrir flotastöð eða beinni aðstöðu á íslandi. Á ófriðartímum kynni þetta að horfa öðru vísi við. Þeir myndu að minnsta kosti sækja hingað eldsneyti og fjöldi flugvéla mundi aukast mikið. Sosus, AWACS og fjarskipti hjálpa þeim í friði jafnt sem ófriði. Öll þessi þróun mála hefur valdið miklu meiri umræðum í öðrum lönd- um en hér, til dæmis í Noregi. Þar hafa menn áhyggjur. Norðmenn vilja geta varið sig og þeir óska fullvissu um að bandamenn þeirra muni ekki svíkja þá. En þeir hafa líka áhyggjur af því, að ný, hörð flotastefna úr vestri kunni að styggja Sovétmenn og skapa of mikla spennu á norðurslóðum. í umræðum er það meðal annars gagnrýnt, að flotastjórn NATO á Atlantshafí sitji í Norfolk, allangt sunnan við Washington, óravegu frá Noregshafi og Barcntshafi. Væri ekki eðlilegra að þessi stjórn- stöð væri í Norðvestur-Evrópu? Ef svo ætti að verða kæmi aðeins til greina að flytja SACLANT (en svo kallast yfirflotaforingi NATO á Atlantshafi) til íslands eða Skot- lands. Það mundi kalla á 5-10 sinnum meiri umsvif en varnarliðið hefur nú, 10-20.000 manns til við- bótar og flotastöð í Hvalfirði. íslendingar gangast aldrei inn á það. Auk þess mundu Bandaríkja- menn sennilega aldrei samþykkja ísland eða Skotland í þessu sam- hengi af pólitískum ástæðum. Því fylgja raunar margir kostir að SACLANT sé í Norfolk og hafi mörg störf, m.a. sem yfirmaður Atlantshafsflota Bandaríkjanna. Hann hefur miklu fleiri skip og menn til umráða, ef á reynir. Norðmenn velta fyrir sér, hvort Evrópubandalagið verði ekki póli- tískt varnarbandalag og þeir geti hallað sér meir að því og Vestur- Evrópu. Ekki eiga íslendingar kost á slíku, því þeir eru úti í miðju hafi, mitt á milli heimsálfanna. Ef Bandaríkin draga heri sína frá Evr- ópu eða hrekjast þaðan, mun ísland fá stóraukna þýðingu fyrir þá sem varnarstöð fyrir Norður-Ameríku. Landafræðin segir okkur það, og hún segir sjaldan ósatt. Hernema Sovétríkin ísland? Það er athyglisvert í skrifum um öryggismál Norður-Atlantshafs- svæðisins í seinni tíð, að nú er oftar en áður rætt um þann möguleika, að Sovétríkin hernemi ísland í upp- hafi styrjaldar. Hér er ekki átt við nýútkomna skáldsögu, enda þótt höfundur hennar njóti viðurkenn- ingar fyrir þekkingu sína á þessum málum. Þetta nýja tal byggist á þvf, að Sovétríkin eru orðin miklu öflugri en áður, sérstaklega á sjó og í lofti, og þau ráða yfir svo mikilli tækni, að stóraukin virðing er borin fyrir þeim. Þessi breyting gerðist árin 1960-80, meðan flotaveldi NATO hnignaði. Ekki er þetta hræðslu- áróður heldur tæknilega raunhæft og eðlilegt umhugsunarefni. íslendingar hafa ekki fylgst vel með þessari þróun, ekki rætt hana af faglegri alvöru sín á milli eða við aðra, eins og þörf væri. í nýút- kominni norskri bók stendur þessi setning um viðhorf Islendinga: „Það er ekki til nein skýrsla um ísland og flotastefnuna." Höfundur er sendiherra íslands i Sviþjóð. Skálholtshátíðin vel sótt í fogru veðri Selfossi. SKÁLHOLTSHÁTÍÐ var haldin á sunnudaginn í fallegu veðri, sól og hita. Hátiðin hó&t með klukknahringingu og organleik en síðan gengu prestar og bisk- upar i skrúðgöngu til messu. Hátíðin var vel sótt og naut fólk- ið dvalarinnar, enda skartaði náttúran og viðsýnt var til allra átta af staðarhlöðunum. Meðal gesta á hátíðinni voru Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og kona hans, lngibjörg Rafhar. Séra Svafnir Sveinbjarnarson gat þess f prédikun sinni að Skálholt hefði tvímælalaust hlutverki að gegna á hverfulum tíma og þrátt h , ™r*- __»**"•**' i í I 1 fyrir áherslubreytingar í samfélag- inu. Það voru sr. OÍafur Skúlason vígslubiskup, sr. Guðmundur Óli Ólafsson og sr. Tómas Guðmunds- son prófastur sem þjónuðu fyrir altari. Meðhjálpari var Björn Er- lendsson. Trompetleikararnir Jón Sigurðsson og Jón Hjaltason léku í messunni. Skálholtskórinn söng undir stjórn Ólafs Sigurjónssonar og organleikari var Friðrik Vignir Stefánsson. Raddsetning mesunnar var gerð af dr. Róbert A. Ottóssyni. Að lokinni messu nutu gestir ýmist veðurblíðunnar eða fengu sér kaffi og meðlæti á hótelinu á staðn- um. Samkoma hófst síðan í kirkj- Auður Hafsteinsdóttir og Bryndis Pálsdóttir fluttu sónötu fyrir tvær flðlur. unni með orgelleik Friðriks Vignis Stefánssonar. Því næst flutti ræðu Kristinn Kristmundsson, skóla- meistari á Laugarvatni. Hann ræddi sögu Skálholts og sagði meðal ann- ars að staðurinn gæti uppfyllt börf fyrir truarlega og menningarlega miðstöð. Varðandi skólastarfið í Skálholti sagði hann þörf fyrir skólastofnun sem hefði önnur markmið en skólastarf almennt. Þeir Jón Sigurðsson og Jón Hjaltason léku á trompet verk eftir Henru Purcell, Trumpet voluntary. Auður Hafsteinsdóttir og Bryndís Pálsdóttir léku sónötu fyrir tvær fiðlur. Sr. Halldór Reynisson flutti ritningarlestur og bæn og samkom- unni lauk síðan með almennum söng. _ Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.