Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987
33
ísafj ar ðarkirkj a
stórskemmd af eldi
Innviðir kirkjunnar voru illa farnir af völdum eldsins.
tiafirðL
ísaQarðarkirkja stórskemmd-
ist af eldi aðfaranótt mánudags.
Talið er að ekki borgi sig að
gera við kirkjuna og er nú þegar
hafinn undirbúningur að bygg-
ingu nýrrar kirkju.
Lögreglumaður á eftirlitsferð
varð var við að reyk lagði frá kirkj-
unni um klukkan hálf fimm. Lét
hann vita um talstöð á lögreglu-
varðstofu sem þegar kallaði út
slökkvilið.
Að sögn lögreglunnar kom
slökkviliðið mjög fljótt á vettvang
en þá var eldur farinn að teygja sig
út úr húsinu.
Þorbjöm Sveinsson slökkviliðs-
stjóri sagði að slökkvistarfið hefði
verið ansi erfitt. Það hefði þó hjálp-
að mikið til að nýlega hefði liðið
fengið reykblásara ásamt rafstöð
og hefði notkun hans flýtt mjög
öllu slökkvistarfí. Það tók liðið um
eina og hálfa klukkustund að ráða
niðurlögum eldsins. Þorbjöm sagði
að aðaleldurinn hefði verið í við-
byggingu sem hýsti pípuorgel
kirkjunnar og í kómum. Orgelið
gjöreyðilagðist og bráðnuðu pípum-
ar niður. Kristsiikneski, afsteypa
af verki Berthels Thorvaldsens, stóð
á altari kirkjunnar. Það splundrað-
ist af hitanum um það leyti sem
fyrstu reykkafaramir voru að bijót-
ast inn í hliðarbygginguna. Tuttugu
og fjögurra manna slökkvilið barð-
ist við eldinn og sagði slökkviliðs-
stjóri að reynsla og samhæfing
slökkviliðsmanna hefði komið í veg
fyrir að kirkjan brynni til kaldra
kola.
Óskar Sigurðsson rannsóknar-
lögreglumaður stjómar rannsókn á
orsökum eldsvoðans. Um miðjan
dag í gær taldi hann sig vita um
upphaf eldsins en varðist að öðru
Ieyti allra frétta af rannsókninni.
Hann sagði að von væri á rannsókn-
amefnd frá Brunamálastofnun til
ísafjarðar í dag og þar til niður-
staða af rannsókn nefndarinnar
lægi fyrir yrði ekkert greint nánar
frá rannsókn málsins. Einhveijar
vangaveltur hafa verið manna á
meðal um íkveikju og var meðal
annars bent á spellvirki sem unnin
vom á auglýsingskilti knattspymu-
ráðs þama á næstu grösum um
nóttina. Halldór Sveinbjamason
slökkviliðsmaður sem fyrstur kom
á vettvang fullyrti við fréttamann
að allar dyr kirkjunnar hefðu verið
læstar þegar hann kom að og allar
rúður heilar. Rannsóknarlögreglan
staðfesti að allar dyr hefðu verið
læstar en neitaði að gefa upplýsing-
ar um gluggana.
Eyrarkirkja í Skutulsfírði var
vígð af séra Hálfdáni Einarssyni
sóknapresti 16. ágúst 1863 og var
þá Benefíctium eða sjálfseignar-
kirkja. ísafjarðarkaupstaður tók við
rekstri kirkjunnar 14. júní 1872 og
hefur hún siðan heitið ísafjarðar-
kirkja. Rak bæjarsjóður kirkjuna til
8. júní 1915 að hún var afhent ísa-
fjarðarsöfnuði og hefur sóknar-
nefnd ísafjarðarkirkju séð um
rekstur hennar síðan. Kirkjan er
bárujámsklætt timburhús en við
upphaflegu bygginguna hefur verið
bætt kór, 1882, og orgel- og kór-
húsi, 1934.
Gunnlaugur Jónasson bóksali er
formaður sóknamefndar. Hann
sagði að afloknum fundi með sókn-
amefnd og varamönnum í sóknar-
nefnd síðdegis í gær að það væri
álit sóknamefndarinnar að kirkjan
væri of mikið skemmd til þess að
heppilegt væri að endurbyggja
hana. Undanfarin ár hefur verið
starfandi byggingamefnd á vegum
safnaðarins sem vann að framtíð-
arskipulagningu kirkju- og safnað-
arhúss. Til þessa hefur verið unnið
að því að nýta húsin á lóðunum
númer 1 og 3 við Sólgötu sem kirkj-
an keypti fyrir fáum ámm með það
í huga að byggja þar safnaðar-
heimili í tengslum við gömlu kirkj-
una sem ætlað var að dygði um
næstu framtíð. Nú hafa allar for-
sendur breyst og hefur nefndinni
verið falið að gera tillögu að bygg-
ingu nýrrar kirkju og koma helst
þrír staðir til greina. Sami staður,
lóðin milli núverandi kirkju og
gamla sjúkrahússins og lóð handan
Hafnarstrætis fyrir framan nýja
sjúkrahúsið.
Kirkjubyggingin mun að sjálf-
sögðu taka nokkum tíma og vinnur
sóknamefndin því jafnframt að því
að fínna bráðabirgðahúsnæði til
safnaðarstarfsins. Sóknamefnd
Hnífsdalssóknar hefur þegar boðið
afnot af kapellunni í Hnífsdal og
dugar hún undir allar minni athafn-
ir. Auk þess er nú leitað samninga
við aðila sem hafa yfír að ráða sam-
komusölum í bænum.
Gunnlaugur sagði að flestar eig-
ur kirkjunnar hefðu eyðilagst eða
skemmst mikið í brunanum. Það
eina sem slapp óskemmt vom
messuskrúði og altarisklæði sem
komin vora í geymslu í safnaðar-
heimilinu í Sólgötu. Auk þess er
skímarskál lítið skemmd og ef til
vill má bjarga handskomum eikar-
predikunarstól og einhveiju af
stjökum og vösum. Heildarvátrygg-
ingarfé kirkjunnar og kirkjugripa
er um 18 milljónir króna.
Mikill fjöldi sóknarbama lagði
leið sína að kirkjunni í gær og var
auðséð að braninn hafði snortið
mjög tilfínningar ísfírðinga í garð
kirkju sinnar. Þá hafa þegar borist
peningagjafír til kirkjubyggingar
og þakkaði Gunnlaugur þann mikla
hlýhug sem hann sagðist svo víða
hafa orðið var við.
Séra Jakob Hjálmarsson sóknar-
prestur var í_ sumarfríi í sumarbú-
stað sínum í Álftafírði þegar honum
barst fregnin af brunanum. Séra
Jakob hefur verið prestur ísfírðinga
f tæp 10 ár og þekkir því orðið vel
til hjarðar sinnar og kirkjunnar.
Morgunblaðið náði tali af honum
að loknum sóknamefndarfundinum.
„Það er eins og sé farinn frá
mér mjög kær vinur sem ég fæ
aldrei að hitta aftur. Ég hef átt í
kirkjunni margar góðar stundir og
skil vel þá sviptingu sem orðin er
í lffí fólks sem hér hefur komið frá
bamæsku. Það hefur streymt að
kirkjunni í dag líkt og fólk sem
kemur að líkböram til að votta virð-
ingu í hinsta sinn. Það er dapurlegt
jrfir þessum degi.
En það dugir ekki að grúfa sig
yfír sortann. Nú verða menn að
skilja sinn vitjunartíma. Ég heiti á
söfnuðinn og Isfírðinga alla að duga
nú kirkjunni sinni vel og standa
fast við bakið á sóknamefndinni í
þeim verkefnum sem framundan
era. Við verðum að tryggja að safn-
aðarstarfíð fái ekki óveglegri
umgjörð en það áður hafði, þannig
að menn geti verið stoltir af kirkju
sinni eins og þeir hafa ávallt verið.
Við skulum ekki láta bugast. Við
höfum kapelluna í Hnífsdal og horf-
um til vígslu kapellunnar í nýja
sjúkrahúsinu og við fáum bráða-
birgðahúsnæði til safnaðarstarfsins
á meðan við byggjum nýja kirkju
með þeirri aðstöðu sem í nútíma-
guðshúsi þarf að vera, ef við bara
tökum á og eram bjartsýn. Ég hef
ekki ástæðu til annars, eftir þá
hvatningu sem ég og sóknamefndin
höfum fengið f dag,“ sagði séra
Jakob.
Síðasta athöfnin í ísafjarðar-
kirkju var guðsþjónusta á sunnu-
daginn. Jón Ragnarsson sóknar-
prestur í Bolungarvík messaði þá í
fjarveru séra Jakobs. Hann sagðist
einmitt hafa farið að kvöldi sunnu-
dagsins í heimsókn til séra Jakobs
að Dæli í Álftafírði. Hann ók fram-
hjá kirkjunni á heimleið um einni
klukkustundu áður en eldsins varð
vart og virtist þá allt með felldu.
Úlfár
lyfti-
vagnar
;("V', Eigum ávallt fyrirliggjandi
]r hinavelþekktuBV-hand-
lyftivagna með 2500
og 1500 kílóa lyftigetu.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
BiLDSHÖFDA W SÍML6724 44
Hversvegna
nota tvo
þegarEINN
nægir?
SHPPFEIAGIÐ
JfúiátátýaweráíUttiSfeui
Dugguvogi4 104 Reykjavik 91*842 55
Hentuqur
hund-
fyftari
HPV800
UMBOÐS- OG HEILDVERSL UN
BÍLDSHÖFÐA 16 SIMI 6724 44
Lyftigeta: 800 kg.
Lyftihæö: 80 cm.
Hentugt hjálpartæki
við allskonar störf.
Sparið bakið,
stillið vinnuhæðina.