Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 56
ATAK TILHJALPAR Áheitasíminn bH 62 35 • 50 *Y$tmfrIafrife 16 DAGAR _ KRINGWN KblMeNM ÞRIÐJUDAGUR 28. JULI 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Jón Sigurðsson, dómsmálaráð- herra: JBýst fr ekar "við að skípa tvo sak- sóknara JÓN Sigurðsson dómsmálaráð- herra á frekar von á því að málsókn í Hafskipsmálinu og Útvegsbankamálinu verði skipt á milli tveggja saksóknara. Jón Sigurðsson sagði f samtali við Morgunblaðið S gær, að ekki væri unnt að segja neitt frekar um þetta atriði að sinni. Jón kvaðst - taka ákvörðun um skipan sérstaks saksóknara alveg á næstunni. Sænskur mennta- -málaráð- herraí heimsókn Lennart Bodstrðm, mennta- málaráðhera Svíþjóðar, og eiginkona hans Vanja Bodstrðm koma til íslands 29. þ.m. í boði menntamálaráðherra og dveljast hér til 1. águst. í för með ráð- herrahjónunum verða þrír embættismenn i sænska mennta- málaráðuneytinu. ?• Lennart Bodström hefur verið menntamálaráðherra sfðan haustið 1985, en áður gegndi hann starfi utanríkisráðherra f ríkisstjórn Olofs Palme. Morgunblaðið/Úlfar Bruni ísafjarð- arkirkju: Undirbún- ingur hafínn að byggingu nýrrar kirkju ísafirði ÍSAFJARÐARKIRKJA stór- skemmdist af eldi að&ranótt mánudags. Talið er að ekki borgi sig að gera við kirkjuna' og er nú þegar hafinn undir- búningur að byggingu nýrrar kirkju. Eyrarkirkja í Skutulsfirði var vígð af séra Hálfdáni Einarssyni, sóknarpresti 16. ágúst 1863. Kirkjan er bárujárnsklætt timbur- hús en við upphaflegu bygging- una hefur verið bætt kór, 1882, og orgel- og kórhúsi, 1934. Gunnlaugur Jónsson bóksali, formaður sóknarnefhdar sagði að flestar eigur kirkjunnar hefðu eyðilagst eða skemmst mikið í brunanum. Það eina sem slapp óskemmt voru messuskrúði og altarisklæði sem komin voru í geymslu í safnaðarheimilinu f Sólgötu. Heildarvátryggingarfé kirkjunnar og kirkjugripa er um 18 milljónir króna Mikill fjöldi sóknarbarna lagði leið sfna að kirkjunhi og var auðséð að bruninn hafði snortið mjög til- finningar ísfirðinga í garð kirkju sinnar. Þá hafa þegar borist pen- ingagjafir til kirkjubyggingar og þakkaði Gunnlaugur þann mikla hlýhug sem hann sagðist svo víða hafa orðið var við. Úlfar Flestar eigur kirkjunnar eyði- lðgðust í eldinum en ef til vill má bjarga predikunarstólnum. ^íSmÍ i: /T*g»™jHBjjf -^mpÉfji Itoxö^H - w ¦ ¦ Á . : . 1 **^T3í«« 'mf jh ¦gy,^^- ^^^^ * 1 ¦-~=a Ein Panda bifreiðanna í Reykjavík í gærmorgun. Morgunbiaðia/Börkur Lögregla hafði afskipti af Itölum á Hveravöllum LANDVÖRÐUR á HveravöUum og lögregla þurftu að hafa af- skipti af 170 Itðlum á 70 Panda bílum, sem ekki virtu reglur um að halda sig á vegum og á merkt- um bílastæðum á Hveravðlium. Að sögn Valgeirs Guðmundsson- ar, lögreglumanns hjá hálendiseftir- Hti vegalögreglunnar, kom þetta til fcvegna þess að fólkið hefði ekki ver- ið uppfrætt nægilega um umgengn- isregur á hálendinu. Fundur hefði verið haldinn með fararstjórum og ætti þetta ekki að endurtaka sig. ítalarnir komu til Hveravalla í gærkveldi. Þeir lögðu upp frá Reykjavfk í gærmorgunn í nfu daga safari-ferð um ísland. í dag verður ferðinni haldið áfram norður Kjðl til Blönduóss og þaðan f Búðardal, þar sem þeir munu gista f nótt. Sjá frétt á bls. 22. Fiskmarkaðir í Hafnarfírði og Reykjavík: Búið að selja fisk fyr- ir rúmar 104 milljónir Ekki fengist jafiihátt verð fyrir ýsu og í gær SAMTALS hafa verið seldar tæp- ar 3.700 lestir af fiski fyrir rúmar 104 milljónir króna á fisk- mðrkuðunum í Reykjavík og Hafnarfirði frá því þeir opnuðu og þar til á föstudaginn var. Meðalverð á kíló er mjög svipað á báðum mðrkuðunum eða 28,22 krónur fyrir kflóið af fiski í Hamarfirði og 28,12 krónur fyr- ir kílóið af fiskí á Faxamarkaði í Reykjavfk. Fiskmarkaðurinn í Hafharfirði hefur samtals selt 2.723 lestir af fiski frá því hann opnaði 15. júní síðastliðinn, fyrir 76.855.274 krón- ur. 1.678 tonn af þorski hafa verið seld og er meðalverðið fyrir kíló 32,31 króna. Meðalverðið fyrir karfa hefur verið 15,21 króna, en alls hafa verið seld 507 tonn. Af ýsu hefur verið selt 121 tonn og fyrir það fengist að meðaltali fyrir kílóið 46,49 krónur. Þá hafa verið seld 224 tonn af ufsa fyrir 19,25 krónur að meðaltali fyrir kílóið. Minna var selt af öðrum tegundum. Faxamarkaður í Reykjavík var opnaður 23. júní og á föstudaginn var, 24. júlí, þegar mánuður var liðinn frá opnun hans, höfðu verið seld 973,5 tonn fyrir 27.378.150 krónur. Þar af voru tæp 517 tonn af þorski, meðalverð 31,80, 68,3 tonn af ýsu, meðalverð 42,96,154,4 tonn af karfa, meðalverð 16,00 krónur, 102,6 tonn af kola, meðal- verð 30,96, 106 tonn af ufsa, meðalverð 18,76, 11,7 tonn af hlýra, meðalverð 10,77, 4,2 tonn af steinbít, meðalverð 12,55 krónur og 3,9 tonn af grálúðu, meðalverð 17,99 krónur. í gær voru seld 2,8 tonn af ýsu á markaðinum í Hafnarfirði og fen- gust að meðaltali 95,90 krónur fyrir kílóið. Hefur ekki áður fengist jafn hátt verð fyrir ýsu og ástæðurnar taldar þær að skortur er á ýsu á markaðssvæðinu. Til samanburðar var meðalverðið fyrir ýsu í sfðustu viku 40,83 krónur í Hafnarfirði og þá seld samtals 30,6 tonn og 35,31 króna að meðaltali fyrir kflóið í Reykjavfk, samtals seld 40,5 tonn. Ekkert var selt af ýsu f gær á markaðnum í Reykjavík. Sjá töflu r yfir verð á fiskmðrk- uðunum f gær og f sf ðustu viku á bls. 30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.