Morgunblaðið - 28.07.1987, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 28.07.1987, Qupperneq 56
lé DAGAR KRINGWN KKIHeNM ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Jón Sigurðsson, dómsmálaráð- herra: Býst frekar ’Við að skipa tvo sak- sóknara JÓN Sigurðsson dómsmálaráð- herra á frekar von á því að málsókn i Hafskipsmálinu og Útvegsbankamálinu verði skipt á milli tveggja saksóknara. Jón Sigurðsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ekki væri unnt að segja neitt frekar um þetta atriði að sinni. Jón kvaðst taka ákvörðun um skipan sérstaks saksóknara alveg á næstunni. Sænskur mennta- -málaráð- herraí heimsókn Lennart Bodström, mennta- málaráðhera Svíþjóðar, og eiginkona hans Vapja Bodström koma til íslands 29. þ.m. i boði menntamálaráðherra og dveljast hér til 1. ágúst. í för með ráð- herrahjónunum verða þrir embættismenn i sænska mennta- málaráðuneytinu. Lennart Bodström hefur verið menntamálaráðherra síðan haustið 1985, en áður gegndi hann starfi utanríkisráðherra í ríkisstjóm Olofs Palme. Morgunblaðið/Úlfar Bruni ísaflarð- arkirkju: Undirbún- ingur hafinn að byggingu nýrrar kirkju ísafirði ÍSAFJARÐARKIRKJA stór- skemmdist af eldi aðfaranótt mánudags. Talið er að ekki borgi sig að gera við kirkjuna og er nú þegar hafinn undir- búningur að byggingu nýrrar kirkju. Eyrarkirkja í Skutulsfirði var vígð af séra Hálfdáni Einarssyni, sóknarpresti 16. ágúst 1863. Kirkjan er bárujámsklætt timbur- hús en við upphaflegu bygging- una hefur verið bætt kór, 1882, og orgel- og kórhúsi, 1934. Gunnlaugur Jónsson bóksali, formaður sóknamefndar sagði að flestar eigur kirkjunnar hefðu eyðilagst eða skemmst mikið í brananum. Það eina sem slapp óskemmt vora messuskrúði og altarisklæði sem komin vora í geymslu í safnaðarheimilinu í Sólgötu. Heildarvátryggingarfé kirkjunnar og kirkjugripa er um 18 milljónir króna Mikill fjöldi sóknarbama lagði leið sína að kirlqunni og var auðséð að braninn hafði snortið mjög til- finningar ísfirðinga í garð kirkju sinnar. Þá hafa þegar borist pen- ingagjafir til kirkjubyggingar og þakkaði Gunnlaugur þann mikla hlýhug sem hann sagðist svo víða hafa orðið var við. Úlfar Flestar eigur kirkjunnar eyði- lögðust í eldinum en ef til vill má bjarga predikunarstólnum. Fiskmarkaðir í Haftiarfirði og Reykjavík: Búið að selja físk fyr- ir rúmar 104 milljónir Ein Panda bifreiðanna i Reykjavík i gærmorgun. M°rgunbiaðið/Börkur Lögregla hafði afskipti af Itölum á Hveravöllum Ekki fengist jafuhátt verð fyrir ýsu og í gær LANDVÖRÐUR á Hveravöllum og lögregla þurftu að hafa af- skipti af 170 Itölum á 70 Panda bflum, sem ekki virtu reglur um að halda sig á vegum og á merkt- um bílastæðum á Hveravöllum. Að sögn Valgeirs Guðmundsson- ar, lögreglumanns hjá hálendiseftir- liti vegalögreglunnar, kom þetta til ^.vegna þess að fólkið hefði ekki ver- ið uppfrætt nægilega um umgengn- isregur á hálendinu. Fundur hefði verið haldinn með fararstjóram og ætti þetta ekki að endurtaka sig. ítalamir komu til Hveravalla í gærkveldi. Þeir lögðu upp frá Reykjavík í gærmorgunn í níu daga safari-ferð um ísland. í dag verður ferðinni haldið áfram norður Kjöl til Blönduóss og þaðan í Búðardal, þar sem þeir munu gista í nótt. Sjá frétt á bls. 22. SAMTALS hafa veríð seldar tæp- ar 3.700 lestir af fiski fyrir rúmar 104 milljónir króna á fisk- mörkuðunum í Reykjavík og Hafiiarfirði frá því þeir opnuðu og þar til á föstudaginn var. Meðalverð á kiló er mjög svipað á báðum mörkuðunum eða 28,22 krónur fyrír kílóið af fiski i Hafnarfirði og 28,12 krónur fyr- ir kílóið af fiski á Faxamarkaði í Reykjavík. Fiskmarkaðurinn í Hafnarfírði hefur samtals selt 2.723 lestir af fiski frá því hann opnaði 15. júní síðastliðinn, fyrir 76.855.274 krón- ur. 1.678 tonn af þorski hafa verið seld og er meðalverðið fyrir kíló 32,31 króna. Meðalverðið fyrir karfa hefur verið 15,21 króna, en alls hafa verið seld 507 tonn. Af ýsu hefur verið selt 121 tonn og fyrir það fengist að meðaltali fyrir kílóið 46,49 krónur. Þá hafa verið seld 224 tonn af ufsa fyrir 19,25 krónur að meðaltali fyrir kílóið. Minna var selt af öðram tegundum. Faxamarkaður í Reykjavík var opnaður 23. júní og á föstudaginn var, 24. júlí, þegar mánuður var liðinn frá opnun hans, höfðu verið seld 973,5 tonn fyrir 27.378.150 krónur. Þar af vora tæp 517 tonn af þorski, meðalverð 31,80, 68,3 tonn af ýsu, meðalverð 42,96,154,4 tonn af karfa, meðalverð 16,00 krónur, 102,6 tonn af kola, meðal- verð 30,96, 106 tonn af ufsa, meðalverð 18,76, 11,7 tonn af hlýra, meðalverð 10,77, 4,2 tonn af steinbít, meðalverð 12,55 krónur og 3,9 tonn af grálúðu, meðalverð 17,99 krónur. í gær vora seld 2,8 tonn af ýsu á markaðinum í Hafnarfirði og fen- gust að meðaltali 95,90 krónur fyrir kílóið. Hefur ekki áður fengist jafn hátt verð fyrir ýsu og ástæðumar taldar þær að skortur er á ýsu á markaðssvæðinu. Til samanburðar var meðalverðið fyrir ýsu í síðustu viku 40,83 krónur í Hafnarfirði og þá seld samtals 30,6 tonn og 35,31 króna að meðaltali fyrir kílóið í Reykjavík, samtals seld 40,5 tonn. Ekkert var selt af ýsu í gær á markaðnum í Reykjavík. Sjá töflur yfir verð á fiskmörk- uðunum S gær og i siðustu viku á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.