Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐH), ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 „Þetta var ofboðsleg skepna og sá stærsti hérna úr Víði- dalsá, a.m.k. í mörg herrans ár. Þeir komu meira að segja yfir frá Vatasdalsá til þess að skoða laxinn," sagði Snorri Hauksson, kokkur í veiðihúsinu við Víðidalsá í samtali við Morgunblaðið í gær, en þar veiddist á sunnudaginn 32 punda lax, sá stærsti sem vitað er til að veiðst hafí á þessu sumri. Það var bandarískur gtangveiðimaður, Ralph Peters að nafni, sem veiddi laxinn á flugu sem heitir Blue Nellie nr. 6, i veiðistaðnum Kæli. Laxinn var trðll að vexti, 111 senti- metra langur og svo leginn að menn tðldu líkast til réttilega, að hann hefði verið 1-2 pundum þyngri nýgenginn i ána. Það var annars með ólíkindum hversu illa þessi stórlax stóð sig, hann var kominn á land eftir aðeins 20 mínútna glímu og má rifja upp til saman- burðar rimmu Guðmundar Ólafssonar við 30 punda laxinn í Dalsárósi í fyrra, sá fiskur gaf ekki sinn hlut fýrr en eftir bart nær fimm klukkustundir og er það illt til afspurnar fyr- ir lax Peters þótt úthald lax Guðmundar hafi verið miklu meira heldur en i meðalagi geti talist. „Peters ræddi ekki mikið um laxinn, þetta virðist allt saman hafá verið óskaplega rólegt og hann hélt að við vær- um að stríða sér þegar við vorum að tala um metlax. „Ég hef hann grunaðan um að hafa strandað trðllinu á grynning- um," bætti Snorri kokkur við. Annars heftir veiðin gengið nokkuð vel í Víðidalsá í sumar og laxinn verið venju fremur vænn. Þannig hafa 42 laxar veiðst sem vegið hafa 20 til 32 pund, en á hádegi í gær hðfðu alls 616 laxar veiðst. Sem dæmi um stórkostlega meðalvigt benti Snorri kokkur á nýlega útfyllta síðu f veiðibókinni. Þar var að finna tvo smálaxa, 3 og 5 punda, aðrir skráðir fiskar voru þetta 10 pund og upp í 20 pund. Á einni og sömu síðunni voru sex laxar frá 20 og upp í 24 pund og þannig mætti áfram telja. Yfirl500úrLaxáí Þing. „Laxá er komin yfír 1.500 laxa, um það bil 1.513 voru komn- ir úr henni á sunnudagskvöld og svo hefur eitthvað bæst við, enda veiðist meira og minna alla daga eins og gefur að skilja. Það er gríðarmikið af stórum laxi í Laxá í sumar og það líður ekki sú vakt að menn setja ekki í og ná eða missa 18 til 22 punda fiska. Þeir stærstu ennþá eru þó ekki nema 24 pund, en við förum ekki að tala um virkilega stórlaxa fyrr en þeir eru orðnir enn þyngri. Við vitum af slikum fiskum í ánni, spurning hvort þeir nást," sagði Orri Laxárfélagsformaður Vig- fússon í samtali í gær. Laxá í Aðaldal er því eins og oft áður sú áin sem flesta gefur laxana og hún virðist ekki líkleg til að hverfa úr þeim sessi þetta suma- rið. Hálft þúsund úr Laxá áÁsum Um 500 laxar eru komnir úr perlunni Laxá á Ásum eftir því sem Morgunblaðið kemst næst og hefur veiði verið góð að undan- fornu, dagveiði á stöng farið upp í 30 og 31 lax þegar best hefur látið, en margt af laxinum er smár og gefur það stórveiðimönn- um meiri möguleika á að ná háum tölum. Þó eru stórir fiskar innan um og nokkrir 20 punda fiskar hafa verið dregnir upp úr. Mikill lax er í ánni og að sögn sjón að sjá atganginn í Langhyl eins og oft áður. Norðurá lífleg Lífleg veiði hefur verið í Norðurá síðustu vikurnar og eru komnir á níunda hundrað laxar á land, þar af a.m.k. þrír 20 til 22,5 punda. All mikill lax er kom- inn í ána og genginn upp um allt. Er t.d. fyrir löngu kominn lax fram fyrir Króksfoss. Ralph Peters t.v. og Lúter Einarsson leiðsðgumaður halda á risalaxinum á milli sín. Morgunblaðið/Snom Hauksson Fiskverð á uppboðsmörkuðum Vikan 20.-24. júlí FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Þorskur Ýsa Karfi Grálúða Koli Ufsi Hlýri Annað Hæsta verð 39,50 65,50 22,50 22,00 29,00 25,40 14,40 Lægsta varö Meðal- verð Magn (lestir) Hoildar- verðfkr.) 25,00 32,99 374,0 12.339.618 28,50 13,00 16,00 15,00 15,00 11,00 40,83 16.81 16,55 21.82 21,40 12,37 44,73 30,6 18,4 6,3 7,0 21,1 5,3 4,0 1.248.336 309.512 110.126 152.791 451.809 66.144 183.131 Samtals 31,81 467,0 14.861.467 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Haasta verð Lœgata varo Þorskur Ýsa Karfi Koli Ufsi Steinbítur Hlýri Grálúða Langa Samtals Meðal- verð 34,51 35,31 16,42 30,63 18,44 12,84 14,68 19,00 14,14 28,23 Magn (lestir) 71,0 40,5 56,7 64,9 12,1 2,5 2,2 1,9 1,6 253,6 Haildar- verð (kr.) 2.448.821 1.429.371 931.920 1.987.952 222.476 222.476 32.886 36.290 22.496 7.157.639 I------------------------- i i i i ----------------------— Fiskverð á uppboðsmörkuðum 27. júlí FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Þorskur Ýsa Karfi Lúða Koli Ufsi Steinbítur Samtals Hæsta verð 37,50 98,00 19,00 130,00 23,40 25,00 18,30 Lægsta vorð 34,00 90.00 17,30 60,00 15,30 13,00 18,30 Meðal- vorð 35,17 95,90 18,04 80,57 17,45 24,79 18,30 Magn (lestir) 71,9 2,8 48,1 0,6 1,0 4,3 0,4 Heildar- vorð (kr.) .528.127 271.550 868.470 45.434 16.643 107.745 7.183 29,63 130,6 3.870.310 í dag verða seld úr togaranum Karlsefni um 60 tonn af karfa, 27 tonn af þorski og 15 tonn af grálúðu og af togbátnum Eini um 60 tonn, mest þorskur, en einnig ýsa og ufsi. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Hæsta Lægsta vorð varA Þorskur Koli Samtals 45,00 33,00 45,00 30,50 Moðal- vorð 45,00 32,60 33,79 Magn Helldar- (lestir) verd (kr.) 1,3 10,9 12,3 59.850 354.411 415.662 Aflinn sem seldur var í gær var af dragnótabátum. í dag verða seld 50 tonn af þorski úr Ásþóri og 15 tonn úr dragnótabátum, fyrst og fremst af kola. ------------------------1L'tl]it T^C' ijllJ.l.i ij—llii I t [:uti '. i i'.vgw. Ekkifrá f sfiigli MORGUNBLAÐINU hefur borizt cftirfarandi frá Alfreð Jóhannssyni, framkvæmdastjóra Hreiðurs hf.: „Að gefnu tilefni vilja forsvars- menn ísfugls koma því á framfæri að þeir kjúklingar, sem talið er að hafi orsakað matarsýkingu nú fyrir skömmu S JL-húsinu, voru ekki frá ísfugli. Einnig er rétt að taka fram, að allt er gert af fyrirtækisins hálfu til að koma í veg fyrir að salmon- ellusýking geti aftur komið upp vegna kjúklinga frá fyrirtækinu. Frá áramótum hafa verið tekin sýni daglega úr slátrun frá hverjum bónda. Sýnin eru tekin úr hálsa- skinnum og saur, en þar finnst salmonellan, sé hún til staðar. Salmonellusýkillinn deyr við 65 gráðu hita, en allir þeir, sem eldað hafa kjúkling, vita, að þeir eru yfir- leitt steiktir í ea. klukkutíma við 200—250 gráður, þannig að hættan er vægast sagt lítil sé meðhöndlun- in rétt. Aðalatriðið er að nota ekki sömu ílát og áhöld fyrir hrátt kjöt og steikt. Þetta á reyndar við um meðferð á öllu kjöti." Millilandaflug: Ekki hægt að lenda á Keflavík- urflugvelli FARÞEGAÞOTA Flugleiða sem var að koma frá London þurfti í gær að lenda á Reykjavíkur- flugvelli þar sem mikil þoka var í Keflavík. Vélin var að koma frá London með 164 farþega innan- borðs. Það kemur ekki oft fyrir að Keflavíkurflugvöllur Iokist að sögn Sæmundar Guðvinssonar blaðafull- trúa Flugleiða, en rétt fyrir kl. 1 síðastliðna nótt lenti Boing 727 200 á Reykjavíkurflugvelli þar sem ekki var hægt að lenda í Keflavík vegna þoku. Farþegarnir urðu meðal ann- ars fyrir þeim óþægindum að þurfa að sjá af tollinum sínum. Ymsir munu óhressir með slíka meðferð, meðal annars vegna þess að eina leiðin til að flytja bjór löglega inn í landið er að kaupa hann á Keflavíkurflugvelli. Reykjavíkurflugvöllur er fyrsti varaflugvöllur fyrir Boing-vélarnar en DC-8 þoturnar geta hvorki lent þar né á Akureyri ef ófært er um Keflavík og verða því að snúa til baka til Glasgow. GENGIS- SKRÁNING Nr. 136 - 27. júlf 1987 Ein.Kl.09.15 Dollari Stpund Kan.dollari Dönskkr. Norskkr. Sænskkr. Ki.mark Fr.franki Belg. fraiiki Sv.franki Holl. gyllini V.-Þ.mark íl.líra Aiisturr.sch. Port escudo Sp.peseti Jap.yen íruklpund SDR(Sérst) Ecu,Evr. Bclp.fr. Fin Kr. Kr. Kaup Sala 39,150 39,270 62,849 63,042 29,340 29,430 5,5726 5,5896 5,7688 5,7865 6,0721 6,0907 8,7340 8,7607 6,3555 6,3750 1,0207 1,0239 25,5632 25,6415 18,7828 18,8404 21,1564 21,2213 0,02923 0,02932 3,0093 3,0186 0,270» 0,2711 0,3090 0,3100 (1,26195 0,26276 56,695 56,869 49,6889 49,8410 43,9361 440708 1,0169 1,0200 ToU- Gengi 39,310 62,550 29,338 5,5605 5,8310 6,1228 8,7806 6,4167 1,0319 25,7746 19,0157 21,4012 0,02952 3,0446 0,2731 0,3094 0,26749 57,299 50,0442 44,3316 Ufi.j 1iW lliAMsl íi liiJ Jiy.kJ. jpi, i r i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.