Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B ffjgmiHiifrÍfe STOFNAÐ 1913 167.tbl.75.árg. ÞRIÐJUDAGUR 28. JULI 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hitabylgjan orðin óbærileg: Yfír niilljón manns hafa flúið Aþenu Aþenu, Rom og Hadríd, Reuter. MESTU sumarhitar í manna minnnm hafa haft í för með sér dauða og eyðileggingu víða í Suður-Evrópu. Þannig hafa lucgrafarar í Grikklandi mátt vinna dag og nótt að undanförnu við að grafá 700 manns sem talið er að dáið hafi af völdum hitanna þar. 1 Frakk- landi bðrðust 800 slökkviliðsmenn örvæntingarfullri baráttu við að hemja skógarelda, sem þegar hafá valdið gífurlegu tjóni í suðustur- hluta landsins. Er orsök eldanna rakin til hita og þurrka á þessum slóðum að undanförnu. Á Suður-ítaliu hefur nú orðið að taka upp vatnsskömmtun. Þar er vitað um 50 manns og þá fyrst og fremst aldrað fólk, sem látizt hefur af völdum hitanna. Þar hefur hitinn verið yfir 40 stig á Celcius 5 daga í röð. Gert er ráð fyrir, að hitabylgjan í Grikklandi, sem nú hefur staðið í 9 daga, haldizt út þessa viku. Víða hefur verið lýst yfir neyðarástandi. í Aþenu hefur hitinn komizt yfir 47 stig. Borgin er nú að miklu leyti mannlaus, því að yfir ein milljón borgarbúa hefur þegar yfirgefið hana og leitað út til stranda og upp til fjalla í von um svalara loft. Svo mikill er hitinn í Aþenu, að jafnvel kettirnir, sem mergð er af í borg- inni, hafa horfið af götum hennar. Andstætt þessu hefur kuldi og vætutíð verið ríkjandi í Norður- Evrópu. Haft var eftir talsmanni belgísku veðurstofunnar í gær, að sólarleysið þar í sumar væri með eindæmum. Þannig hefðu aldrei komið jafn fáar sólarstundir þar í júnímánuði síðan 1887. f Danmörku er svipaða sögu að segja. Þar voru sólarstundir í júní færri en nokkru sinni á þessari öld og ástandið hefur lítið breytzt í júlí. Krím-Tatarar í Moskvu: Oánægðir með ftmd sinn og Gromykos Moskvu, Reuter. FULLTRÚAR Krím-Tatara létu í gær i ljós óánægju með fund þann, sem þeir áttu siðdegis með Andrei Gromyko, forseta Sov- étríkjanna. Sögðu þeir, að hann Svisslendingum hótað hefiidum - framseljiþeir flugræningjann Har- iri í hendur Frðkkum Beirút, Reuter. LÖGREGLUMENN í Beirút tóku sér stöðu í gær við svissneska sendiráðið þar f borg vegna hót- ana í garð Svisslendinga, ef líbanski flugræniiiginn Hussein Ali Mohamed Hariri yrði fram- seldur Frökkum. Hariri myrti franskan mann í síðustu viku, eftir að hann hafði rænt þotu frá flugfélaginu Air Afrique með 163 mönnum um borð. Það tókst þó að yfirbuga Hariri, er flugvélin var lent á flugvellinum í Genf. Var hann síðan handtekinn af svissnesku lögreglunni. Óþekktur maður, sem kvaðst vera talsmaður samtaka, er kalla sig „Grænu sellurnar", hringdi í fréttastofu í Beirút í gær. Sagði maðurinn, að Svisslendingar fengju að gjalda þess, ef þeir framseldu Hariri í hendur Frökkum. hefði ekki komið fram með neina raunhæfa lausn á málum þeirra. Krím-Tatarar hafa að undan- förnu hert mjög baráttuna fyrir því að komast aftur til sinna fornu heimkynna á Krímskaga. Hafa þeir staðið fyrir þriggja sólarhringa mótmælaaðgerðum í Moskvu og náðu þær hámarki um helgina, er þeir efndu til sólarhrings langrar mótmælastöðu á Rauða torginu. „Við vildum fá afdráttarlaus svör, en við fengu þau ekki," var haft eftir Sabrie Seutova, blaða- manni frá Mið-Asíulýðveldinu Uzbekistan, en hún var í 21 manns sendinefnd Krím-Tatara, sem gekk á fund Gromykovs í gær Annar meðlimur nefndarinnar, Reshat Dzhemilyov, sagði, að Krím-Tatarar hefðu vonazt til þess að málstaður þeirra yrði kannaður á vinsamlegan hátt af stjómar- nefnd, sem komið hefði verið á fót í síðustu viku undir forsæti Gro- mykos. Dzhemilov hefur hvað eftir annað setið í fangelsum í Sovétríkjunum fyrir baráttu sína fyrir málstað Tatara. Hann sagði í gær, að Tatar- ar kynnu á ný að grípa til mikilla mótmælaaðgerða í grennd við Rauða torgið, ef enginn árangur næðist á fundinum með Gromyko. Tatarar krefjast þess að fá að snúa aftur til heimalands síns á Krimskaga, en þaðan voru þeir neyddir til að flytja burt árið 1944 af Josef Stalin, sem sakaði þá um samvinnu við innrásarher nazista. Biðraðirnar við ferðaskrifstofurnar lengjast nú dag frá degi og mikill svartamarkaður með farmiða þrífzt þar nú vegna þess, að eftirspurnin eftir ferðum til sólarstaða er svo miklu meiri en framboðið. Sænska heilbrigðisráðuneytið varaði í gær ferðamenn á sólar- ströndum við hættum, sem að þeim gætu steðjað vegna hitanna. „Ferðamenn ættu að halda sig inn- andyra yfir heitasta hluta dagsins og drekka mikið af vökva en þó ekki dropa af áfengi," sagði í til- kynningu ráðuneytisins. I Bretlandi fór hitinn sums staðar niður í 11 stig á Celcius í gær og víða rigndi þar án afláts. Talsmaður veðurstofunnar í London hélt því fram, að hitabylgjuna í Suður- Evrópu mætti rekja til heitra vinda, sem blésu þangað sunnan úr Sa- hara-eyðimörkinni. „Það er lft.il von til þess, að þeir nái til Bretlands," sagði hann. Reuter Ungur ferðalangur baðar sig í gosbrunni á aðaltorgi Aþenu tíl að kæla síg, en f gær komst hit- inn þar í 47 stig á Celcius. Miklar viðsjár eru með Frökkum og íröntun um þessar mundir. Hér sjást tveir menn með vélbyssur fylgjast með konu með lítið barn f fangínu koma út úr franska sendiráðinu f íran. Barnið er sonur franska ræðismannsins, Paul Torri, en flytja þurfti drenginn á sjúkrahús til læknismeðferðar. Ótryggt ástand við Persaflóa: Ekkert lát á bar- dögum á landi Bahrain, Reuter. EKKERT lát er nú á bardögum á Iandi milli írana og íraka þrátt fyrir áskorun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til þeirra í síðustu viku um tafárlaust vopnahlé. Friðsamlegra hefur hins vegar verið á Persaflóa síðustu daga, enda þótt ástandið þar sé mjög ótryggt og hætta á að til stórtfðinda dragi hvenær sem er. Óvíst er með öllu, hve lengi írak- ar munu bíða með að hefja á ný loftárásir á olíuskip og olíustöðvar írana á Persaflóa, en þessar loftár- ásir hafa verið með áhrifamestu aðgerðum þeirra í stríðinu við írani. Iranir segjast aftur á móti því aðeins ráðast á olíuskip á Persa- flóa, að írakir verði fyrri til, en þá muni þeir heldur ekki hika við að gera árásir á skip annarra landa eins og Kuwait, sem þeir segja að hafi stutt íraka í stríðinu. íranir héldu því fram í gær, að her þeirra hefði sótt fram og fellt 300 Iraki meðfram miðri viglínunni milli landanna í gær og eyðilagt fjölda skriðdreka og annarra her- vagna. Sögðust íranir hafa beitt bæði stórskotaliði og herþyrlum í þessum átökum. Frakkar hafa ákveðið að horfa ekki aðgerðalausir á það, sem kann að gerast á Persaflóa á næstunni. í gær ákvað franska stjórnin, að flugmóðurskipið Clemenceau, tvær freigátur og birgðaskip skyldu vera í viðbragðsstöðu „vegna vaxandi spennu á alþjóðavettvangi, einkum á Persaflóa og fyrir botni Miðjarðar- hafsins." Haft var eftir sérfræðing- um í gær, að frönsku skipin myndu sennilega ekki halda inn á Persaflóa sjálfan, þar sem engir tundurdufla- slæðarar eru á meðal þeirra. Bandarísk stjórnvöld skýrðu frá því í gær, að George Shultz, ut- anríkisráðherra hygðist eiga fund með Tariq Aziz, utanríkisráðherra íraks, síðar í þessari viku í von um að draga úr hættunni á nýjum átök- um á Persaflóa. Jafnframt var frá því skýrt, að orrustuskipið Missouri yrði sent í átt til Persaflóa. Er talið líklegt, að olíuskipið Bridgeton eigi að sigla suður Persaflóa síðar f þessari viku undir vernd banda- rískra herskipa. Bridgeton varð fyrir skemmdum, er það sigldi á tundurdufl á Persaflóa í sfðustu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.