Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 19 Sigluflörður: Vörubifreið valt Siglufirði. STOR vöruflutning-abifreið valt á Þormóðsgötu á Siglufirði um í síðustu viku. Bíllinn er af gerð- inni Volvo og er talið að hann sé ónýtur. Bifreiðin var með uppfyllingar- efni á pallinum og var að sturta því í skurð, sem grafinn hafði verið í götuna, þegar óhappið varð. Engin slys urðu á fólki. Bfllinn er í eigu bæjarins. Matthías Túnfiskur á uppboðsmarkaði í Japan anskra eftirlitsmanna var þegar verkstjórinn í fískvinnslustöð hér í N-Noregi heyrðist tauta, „það er mikið að helv... japsinn biður ekki um bláeygðan skötusel með gullfyll- igar í endajöxlunum". Eins og áður hefur komið fram er ein ástæðan fyrir hinni miklu fískneyslu sú að Japönum fínnst fískur hreint og beint góður. í öðrum löndum finnst neytendum fískur oft á tíðum hálf vondur en éta hann samt vegna hollustunnar. Japaninn vill hinsveg- ar fínna ekta fiskibragð, helst án sósu eða annars sem breytir bragð- inu. Minnsti snefill af aukabragði þýðir að varan er fallin á prófínu. Hefð er fyrir neyslu á hráum físki og það segir sig sjálft að hreinlæti við framleiðslu og ferskleiki vörunn- ar verður að vera fyrsta flokks. Trúlega er nauðsynlegt að ákveðin hugarfarsbreyting þurfí að eiga sér stað, á öllum stigum framleiðslunn- ar, ef auka á útflutning til Japan og ná þar toppverði. Millíliðakerfið Eitt af þeim atriðum sem gerir Japansmarkaðinn flókinn og erfið- an eru allir milliliðimir. Frá því fískurinn kemur inn í landið fer hann um ótal hendur áður en hann kemst á disk neytandans. Talað er um „hin sex nauðsynlegu þrep" í dreifíngarkerfinu. Hver milliliður tekur sitt, og þetta getur leitt til allt að tíföldunar í verði frá fram- leiðenda til neytenda. Mikil sam- staða er meðal milliliðanna sem halda fast í þetta hefðbundna kerfí. Hver og einn þeirra kaupir bara af þeim sem er í næsta þrepi fyrir ofan þá sjálfa í dreifíngarstiganum og selur aðeins þeim sem eru í næsta þrepi fyrir neðan. Af þessu leiðir að erfítt er að losna við milli- liðina. Megnið af útflutningnum frá Norðurlöndum er selt til stórfyrir- tækja sem em efsti liðurinn í dreifíngarkerfínu. Þessi fyrirtæki em geysiöflug, með skrifstofur víða um heim og þess vegna er algegnt að fískútflytjendur komist eingöngu í samband við þau. Nánari þekking á dreifíngarkerfinu er því oft lítil. Með auknum útflutningi og kunn- áttu getur þó verið að leiðir skapist til að selja nær neytandanum eða á annan hátt verði hægt að spara milliliðakostnað. Aukin þekking á japönskum verslunar- og viðskipta- háttum er nauðsjmleg ef góður árangur á að nást. Oft hefur heyrst að Japanir séu refír í viðskiptum og eflaust er dálítið til í því. Hér er þó ekki átt við sviksemi heldur ýmsar viðskiptavenjur sem em öðmvísi en við eigum að venjast. Einkennandi er þar langtíma hugs- unarháttur, ná settum markmiðum í framtíðinni jafnvel þótt einhveiju þurfi að fóma af skammtíma hags- munum. Eins og áður segir er Japans- markaður athyglisverður fyrir íslendinga og getur hann orðið okk- ur þýðingarmikill. En hann er nýlega kominn til sögunnar og þar af leiðandi lítið þekktur. Það er því eðlilegt að við sem emm að mennta okkur í sjávarútvegsfræðum höfum mikinn áhuga á að kynnast landinu nánar. Það er hægt að læra mikið af bókum en eigi að síður er mikil- vægt að upplifa hlutina sjálfur, sjá með eigin augum. Japansferðin okkar í sumar kemur til með að taka 2 vikur og segir sig sjálft að það er allt of stuttur tími til að kynna sér hlutina rækilega. Hins- vegar emm við vel undirbúnir og staðráðnir í að leita svara við eins mörgum spumingum og hægt er. í lok þessa pistils vil ég þakka, fyrir hönd okkar íslendinganna þriggja sem þátt þökum í ferðinni, eftirfarandi fyrirtækjum og stofn- unum fyrir fenginn fjárstuðning; Sölusambandi Hraðfrystihúsanna, Sambandi ísl. Fiskframleiðenda, Sjávarafurðadeild Sambandsins, Sjávarútvegsráðuneytinu og Flug- leiðum. Höfundur er nemandi ÍSjávarút- vegsháskólanum í Tromsö. Morgunblaðið/Matthías Óhappið varð er vörubifreið var að sturta uppfyllingaefhi á Þormóðs- götu Við höfum opnað nýja fullkomna Olís-smurstöð að Fosshálsii.Þar fæst smurþjónusta fyrir allar stærðir og gerðir bíla, frá stærstu vörubílum til minnstu fólksbíla. Fljót og örugg þjónusta! BILABORG HF. FOSSHÁLSi 1, S.68 12 99.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.