Morgunblaðið - 28.07.1987, Síða 19

Morgunblaðið - 28.07.1987, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1987 19 Sigluflörður: Vörubifreið valt Siglufirði. STOR vöruflutning-abifreið valt á Þormóðsgötu á Siglufirði um í síðustu viku. Bíllinn er af gerð- inni Volvo og er talið að hann sé ónýtur. Bifreiðin var með uppfyllingar- efni á pallinum og var að sturta því í skurð, sem grafinn hafði verið í götuna, þegar óhappið varð. Engin slys urðu á fólki. Bfllinn er í eigu bæjarins. Matthías Túnfiskur á uppboðsmarkaði í Japan anskra eftirlitsmanna var þegar verkstjórinn í fískvinnslustöð hér í N-Noregi heyrðist tauta, „það er mikið að helv... japsinn biður ekki um bláeygðan skötusel með gullfyll- igar í endajöxlunum". Eins og áður hefur komið fram er ein ástæðan fyrir hinni miklu fískneyslu sú að Japönum fínnst fískur hreint og beint góður. í öðrum löndum finnst neytendum fískur oft á tíðum hálf vondur en éta hann samt vegna hollustunnar. Japaninn vill hinsveg- ar fínna ekta fiskibragð, helst án sósu eða annars sem breytir bragð- inu. Minnsti snefill af aukabragði þýðir að varan er fallin á prófínu. Hefð er fyrir neyslu á hráum físki og það segir sig sjálft að hreinlæti við framleiðslu og ferskleiki vörunn- ar verður að vera fyrsta flokks. Trúlega er nauðsynlegt að ákveðin hugarfarsbreyting þurfí að eiga sér stað, á öllum stigum framleiðslunn- ar, ef auka á útflutning til Japan og ná þar toppverði. Millíliðakerfið Eitt af þeim atriðum sem gerir Japansmarkaðinn flókinn og erfið- an eru allir milliliðimir. Frá því fískurinn kemur inn í landið fer hann um ótal hendur áður en hann kemst á disk neytandans. Talað er um „hin sex nauðsynlegu þrep" í dreifíngarkerfinu. Hver milliliður tekur sitt, og þetta getur leitt til allt að tíföldunar í verði frá fram- leiðenda til neytenda. Mikil sam- staða er meðal milliliðanna sem halda fast í þetta hefðbundna kerfí. Hver og einn þeirra kaupir bara af þeim sem er í næsta þrepi fyrir ofan þá sjálfa í dreifíngarstiganum og selur aðeins þeim sem eru í næsta þrepi fyrir neðan. Af þessu leiðir að erfítt er að losna við milli- liðina. Megnið af útflutningnum frá Norðurlöndum er selt til stórfyrir- tækja sem em efsti liðurinn í dreifíngarkerfínu. Þessi fyrirtæki em geysiöflug, með skrifstofur víða um heim og þess vegna er algegnt að fískútflytjendur komist eingöngu í samband við þau. Nánari þekking á dreifíngarkerfinu er því oft lítil. Með auknum útflutningi og kunn- áttu getur þó verið að leiðir skapist til að selja nær neytandanum eða á annan hátt verði hægt að spara milliliðakostnað. Aukin þekking á japönskum verslunar- og viðskipta- háttum er nauðsjmleg ef góður árangur á að nást. Oft hefur heyrst að Japanir séu refír í viðskiptum og eflaust er dálítið til í því. Hér er þó ekki átt við sviksemi heldur ýmsar viðskiptavenjur sem em öðmvísi en við eigum að venjast. Einkennandi er þar langtíma hugs- unarháttur, ná settum markmiðum í framtíðinni jafnvel þótt einhveiju þurfi að fóma af skammtíma hags- munum. Eins og áður segir er Japans- markaður athyglisverður fyrir íslendinga og getur hann orðið okk- ur þýðingarmikill. En hann er nýlega kominn til sögunnar og þar af leiðandi lítið þekktur. Það er því eðlilegt að við sem emm að mennta okkur í sjávarútvegsfræðum höfum mikinn áhuga á að kynnast landinu nánar. Það er hægt að læra mikið af bókum en eigi að síður er mikil- vægt að upplifa hlutina sjálfur, sjá með eigin augum. Japansferðin okkar í sumar kemur til með að taka 2 vikur og segir sig sjálft að það er allt of stuttur tími til að kynna sér hlutina rækilega. Hins- vegar emm við vel undirbúnir og staðráðnir í að leita svara við eins mörgum spumingum og hægt er. í lok þessa pistils vil ég þakka, fyrir hönd okkar íslendinganna þriggja sem þátt þökum í ferðinni, eftirfarandi fyrirtækjum og stofn- unum fyrir fenginn fjárstuðning; Sölusambandi Hraðfrystihúsanna, Sambandi ísl. Fiskframleiðenda, Sjávarafurðadeild Sambandsins, Sjávarútvegsráðuneytinu og Flug- leiðum. Höfundur er nemandi ÍSjávarút- vegsháskólanum í Tromsö. Morgunblaðið/Matthías Óhappið varð er vörubifreið var að sturta uppfyllingaefhi á Þormóðs- götu Við höfum opnað nýja fullkomna Olís-smurstöð að Fosshálsii.Þar fæst smurþjónusta fyrir allar stærðir og gerðir bíla, frá stærstu vörubílum til minnstu fólksbíla. Fljót og örugg þjónusta! BILABORG HF. FOSSHÁLSi 1, S.68 12 99.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.