Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.07.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JULI 1987 41 A FERÐ UM ASTRALIU Þannigsá ég Ástralíu eftir Matthildi Björnsdóttur Það lá við að kyrrðin bergmál- aði, svo mikil var hún um lágnættið í þessum skógi vaxna dal. Þó fjöldi manns væri þar í tjöldum og hjól- hýsum heyrðist ekki múkk. Það var eins og allir þögnuðu ósjálfrátt í þessari kyrrð. Næsta dag á að fara í gönguferð- ir í nágrenninu. Sá dagur rann upp bjartur og fagur og sá fyrsti sem virkilega reyndi á Islending. Hitinn fór hæst í þrjátíu og átta stig. Hrifhing og undrun yfir stórkost- legri náttúrufegurð og sérkennilegu listasamspili hennar nær þó að hefja hugann upp fyrir óþægindi hitans, alla vega nokkra fyrstu klukku- tímana. Við röltum í hægðum okkar og gáfum okkur tíma til að skoða jafnt skordýrin sem skriðu við fætur okk- ar sem hið fallega útsýni sem blasti við, smájurtir jarðar og hinar ýmsu trjátegundir. Maurahjarðir unnu stíft og létu engan trufla sig. Snigl- arnir sinntu ekkert um að reyna að breyta hraðanum þó við værum á ferð. Skrautleg fiðrildin flögruðu milli marglitra blóma og völdu sér besta safann úr hverju blómi. Það er svo sérkennilegt að skynja kyrrð þessa svæðis, hún er einhvern yeginn öðru vísi en kyrrðin hér á íslandi. Það er eins og þessi kyrrð sé svo gömul, eins og bergið undir fótum okkar og sum trén sem á vegi okkar verða. Fáir eru á ferli og við erum ein í heiminum þar sem við mjökum okkur áleiðis upp hæð- ina í átt að gömlum bústað, „Vil- pena Pound Homestead", sem á sínum tíma hefur verið mjög af- skekktur og fólk líklega orðið að bjarga sér á afurðum náttúrunnar. Við röltum áleiðis að vesturhluta fjallgarð Vilpena Pound. Margvís- legan gróður ber fyrir augu og nýútsprungin „Hops" í mörgum lit- um gleðja augað. Sprotar sem standa sprelllifandi upp úr fölnu tré sýna styrk og mátt lífsins yfir dauð- anum. Græna rönd eucalyptus-trjáa bar við lágan fellingafjallgarð vestur af Vilpena Pound. Hitinn er að nálgast fjörutíu stig, en þægileg gola dró úr áhrifum hans. Leiðin tií baka tók lengri tíma enda naut golunnar ekki lengur við til að blása á kinnarnar. Það var að byrja að skella á mistur sem dró eins og móðu fyrir sólu. Nú fór hitinn smám saman að reyna á þolrifin. Okkur miðaði í áttina að bflnum, en mér fannst sú leið mun lengri en hin. Það var gott að setjast inn í bflinn skamma stund. En ekki var til setunnar boð- ið. Næst var að klifra í átt að Vilpena Pound-útsýnisstað þar sem sást vítt yfír til margra átta. Nú reyndi fyrst fyrir alvöru á dæluna og þol skapsmuna í hitanum. En engin miskunn — „áfram hærra, áfram hærra upp við skulum ná" — og náðum og útsýnið var stórkost- legt og hefði verið enn meira ef rykmistur hefði ekki byrgt fyrir sólu. Þarna mátti einnig sjá ýmsar jurtir. Lítill burkni sem faldi sig undir steini var eins og óvæntur happdrættisvinningur. Bergið undir fótum okkar er ljósrautt og í mjúk- um fellingum. Sums staðar myndar það myndræna kletta. Börkur á einu tré á vegi okkar myndar reglu- lega tígla og þannig má lengi sjá listfengi skaparans í móður náttúru. Við höfðum ekki mjög langa við- dvöl þarna vegna þess hve hitinn var farinn að angra mig. Skömmu eftir að við vorum komin aftur nið- ur í dalinn kom hellirigning og hitinn lækkaði um ein tíu stig. Ekki ætti að þurfa að lýsa feginsand- varpi sem leið frá brjósti íslendings , Sidney •Canberra O, ÍSLAND V^! ^Melbóurne TASMAN|a\/ Jól í 801. Gömlu trén taka sig vel út í kvöldhúminu. á þeirri stundu. Kvöldið leið við ýmislegt dund áður en myrkrið skall á. I myrkrinu mátti sjá mannverur læðast með lukt í hendi fram og til baka um svæðið, en samt var allt svo hljótt. Næsti dagur var mun mildari og við ókum um og skoðuðum dali og gilskorninga í nágrenninu. Víða eru litlar paradísir. í einum dalnum sem heitir Bunyeroo blasir arnarhreiður við uppi í tré. Þannig þræðum við staði sem hver um sig býður upp á eitthvað nýtt. Einn dalurinn ein- kenndist af fjöldamörgum gulum wattle-runnum sem eru af mímósu- ætt þannig að dalurinn var í gulum og gulbrúnum lit og sá gróður og litur algerlega ríkjandi. Þó litadýrð gróðurs sé mikil er hann þó ekki eina náttúrufyrirbærið sem skartar mörgum litum. Hin aldna jörð býr einnig yfir mörgum litatilbrigðum sem koma mismikið fram bæði eft- ir stöðu sólar og árstíðum. Svæðið myndaðist á tertiertímabilinu og er ríkt af ýmsum jarðfræðilegum ger- semum. Myndbreytt berg, gos, storkuberg og granft er allt að fínna þar á litlu svæði við Mount Painter sem er paradís fyrir steinasafnara. Þannig mætti lengi telja upp ýmis- legt sem gerir þetta svæði eftir- sóknarvert fyrir allt áhugafólk um náttúrufræði. Það væri hægt að verja árum og mánuðum í að þræða þetta víðáttu- mikla svæði og ávallt að vera að sjá eitthvað nýtt. Það sem þó einkennir allt svæðið er hinn mjúki rauði sandsteinn sem ýmist rís upp sem klettur eða mynd- ar sérkennileg lög í jörðinni. Pjólu- bláa blómið „Salvation Jane" er einnig að finna víðast hvar. Rautt berg, gulir wattle-runnar, Salvation Jane, græn eucalyptus-trén og hops í mismunandi litum skiptast á um að mynda hinar ýmsu litasamsetn- ingar sem svæðið er svo þekkt fyrir og svo auðvitað fjöldinn allur af öðrum blóma- og trjátegundum. Euro-kengúrur hoppa, emu spíg- sporar og kanfnur sjást þjóta úr einni holu f aðra. Ég sá stórum, loðnum brúnum búk bregða fyrir sem gæti hafa verið wombat en sá hann ekki svo vel að ég sé viss. En þannig er þessi þjóðgarður, ríkur af hverskonar náttúruauðæf- um f ýmsum myndum. Við höldum áfram könnunarleiðangrinum. Eftir hæfilega langan akstur þennan dag tjöldum við í fyrsta sinn „in the bush" eins og Ástralinn segir. Við fundum lítinn gilskorning eða dal og Malcolm fékk allt í einu þá hugmynd að aka ekki meira þann daginn, en tjalda þarna og hafa það rólegt. Það var mjög skemmtileg reynsla. Reynsla hans sem „skógarmanns" naut sín til fulls. Þarna liðaðist lítil á eða læk- ur, nóg var af sprekum í eldinn. Þessi litli dalur var umkringdur rauðleitum fjöllum. Gróðurfarið ein- kenndist af eucalyptus-trjám, stráum af harðgerðri tegund og nokkur blómstrandi rauð hops voru þarna á milli til að gleðja augað. Geislandi kvöldsólin lék fallegan dans við sjóndeildarhringinn og kastaði sérkennilegum bjarma á rauð fjöllin í kring svo þau urðu logagyllt. Síðan urðu þau svo smátt og smátt svört f skugga sólarleysis en himinninn þess í stað mun skrautlegri og lék í litum frá hvítgráum og allt upp í svargrá ský með rauðgylltum skýjum sér við hlið sem lýsti upp himininn upp um stund rétt áður en hið helsvarta myrkur tók völdin. Vel þurr eucalyptus-sprekin ilm- uðu vel er eldurinn náði að leysa ilmefnin úr viðjum í hitanum. Við snæddum kvöldverð við varð- eld í þessum litla dal sem við áttum ein. Eftir hann fékk ég fylgd Malcoms við vasaljós niður að ánni eða læknum til að þvo mér. Það var sérkennileg tilfinning að vera að þvo sér þarna við þessar aðstæð- ur. Þetta var eins og maður gæti hugsað sér kvikmynd frá löngu liðn- um tíma í óbyggðum Ástralfu. Ég hefði ekki getað ímyndað mér að ég ætti þetta eftir. En enginn veit 5. GREIN sína ævina fyrr en öll er, eins og sannast á þessu ævintýri. Klukkan var ekki orðin margt er Óli lokbrá lokaði augum okkar þetta kvöld. Þeim mun fyrr og bet- ur nutum við morgunsólarinnar á þessum friðsama stað. Hún var sér- stök og að mörgu leyti ekki síðri en kvöldsólin þar sem hún baðaði fjöllin í ferskum, nývöknuðum geisl- um sínum. Himinninn var dökkblár og fjöllin dökkappelsínurauð. Litirn- ir voru mjög sterkir og óvenjulegir fyrir okkur hér í norðrinu. Græn trén puntuðu síðan upp á dýrðina. Við tendruðum bálið að nýju í morg- unsólinni til að fá okkur kaffi. Eg brá mér síðan í leiðangur til að skoða og mynda umhverfið í þess- ari sérkennilegu birtu. Nokkrir galah-fuglar sátu á grein og létu ekkert raskað ró sinni í morgun- kyrrðinni. Það hljóta að vera viss meðmæli með landinu og eða íbúum landsins hve dýr og fuglar eru oft gæf. Fuglar sitja oft kyrrir þó fólk sé á ferð og kengúrur stoppa og virða þessar furðuverur fyrir sér er þær sjá fólk fara hjá. En við höldum ferðinni áfram og virðum dýrð þessa mikla þjóðgarðs enn frekar fyrir okkur. Leið okkar liggur um litlu þorpin eða bæina Blinman og Wilmington. Blinman er svo lítið þorp að íbúatölu er ekki getið. Þetta er gamalt koparnámu- þorp og gegnir aðeins þjónustuhlut- verki fyrir ferðamenn sem eiga leið um þjóðgarðinn. Wilmington er varla mikið stærra. Aðeins ein aðal- gata. En heimurinn getur verið lítill þó komið sé á svo afvikinn stað. Ég brá mér inn í verslun á staðnum til að kaupa drykk handa okkur, verslunareigandinn var forvitinn • um hreiminn í enskunni og spurði hvaðan ég væri. Er ég hafði frætt hann á því varð hann glaður og undrandi því hann hafði verið á íslandi í maí á sama ári, 1986. Þetta var sérkennileg tilviljun fannst mér því ekki koma svo marg- ir Ástralir til íslands. Þó þeir séu duglegir að ferðast líkt og við. Prá þessum litlu þorpum liggur leiðin til Leigh Creek, þar rétt hjá er virkjunin Aroona Dam. Stífla sem framleiðir rafmagn fyrir nær- liggjandi svæði. Þetta virkjunar- þorp er mjög svo stílhreint. 011 hús eru eins, ljósmáluð með háum girð- ingum í kring. Götur og gangstéttir sömuleiðis og allt eins og stirðnað. Þess er gætt að hafa hlutina þann- ig að sem minnst þurfi af vatni. I stað grass er möl þar sem gras væri og trén eru þannig að þau þurfi sem minnst vatn. Ekki get ég sagt að mér finnist þetta beint vinalegt umhverfi. Á þessari leið má sjá margar húsarústir járnbrautarstöðva. Þær eru oft einu leifarnar sem minna á löngu liðið blómaskeið járnbrauta og náma. Húsin sem nú eru aðeins misheillegir þaklausir veggir gætu sagt okkur ýmsar sögur af mannlíf- inu og öllu því magni eðalmálma úr jörð sem hefur farið hjá. Á þess- um slóðum einkennist landslag af miklum víðáttum, mjúkfelldum fell- ingafjöllum í fjarska og lágum gróðri. Sólin stirnir á himin og jörð. Næstu nótt völdum við okkur tjaldstæði við eina af þessum húsa- rústum. Kvöldsólin sló logagylltum bjarma á umhverfið svo að lá við að rústirnar sem voru úr gulum sandstein sýndust standa í ljósum logum. Næsta morgun skoðuðum við hella sem frumbyggjarnir höfðu skreytt. Þetta voru nokkrir hellar með mismunandi myndum, en allar voru þær táknrænar fyrir líf þeirra, trú og gildi lífsbaráttu. Hendur þeirra, spor emu og ýmis dýr sem öll höfðu gildi fyrir líf þeirra voru á einhvern hátt máluð og mörkuð á hellisveggina með náttúrulegum efnum sem þeir unnu úr jurtum og blóði dýra. Rimlum hafði verið kom- ið fyrir við hellismunana til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.