Morgunblaðið - 31.07.1987, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987
Frá Brownseaeyju
til Borgarvíkur
Skátamót á 75 ára afmæli
skátahreyf ingarinnar á Islandi
eftirJón Grétar
Gunnarsson
Skátahreyfíngin spratt af hug-
myndum Baden Powells um
skipulagt unglingastarf. Hún felst
í því að unglingamir taki virkan
þátt í að stjóma og skipuleggja
starf sitt. Viðfangsefnin eru
víðtæk, margbreytileg, sniðin að
getu og áhugamálum hvers og
eins.
Þau eiga það sameiginlegt að
beinast að jafnri áherslu á félags-
mál og lausn raunhæfra verkefna
sem að notum koma í dagsins
önn, og viðfangsefna sem auka á
hæftii skátans til að komast í
snertingu við náttúra landsins,
sögu þess og samfélag. Grandvöll-
ur skátastarfs er flokkakerfið en
það byggist upp á tilhneigingu
bama og unglinga til að mynda
hópa. Flokkakerfíð leggur áherslu
á að einstaklingurinn njóti sín,
fínni viðfangsefni við sitt hæfí,
og fínni að hann sé ómissandi
hlekkur í skátaflokknum.
Nú á 80 ára afmæli skátahreyf-
ingarinnar og 75 ára afmælis á
íslandi, er langt liðið síðan Baden
Powell fór í sína fyrstu skátaúti-
Iegu, á Brownsea-eyju í ánni
Thames árið 1907. I þeirri úti-
legu, sem segja má að hafí ráðið
úrslitum um að skátahreyfingin
var stofnuð, sannreyndi hann
kenningar sínar um skátastörf,
en í kjölfar hennar sprattu upp
skátafélög um allt Bretland og
síðan um allan heim, á ótrúlega
skömmum tíma. Það er því ekki
að tilefnislausu sem skátar standa
að ýmsum uppákomum, nú á átt-
ræðisafmæli skátastarfs. Á þessu
aftnælisári hafa verið haldin flöl-
mörg skátamót, um land allt.
Skulu þar helst nefnd skátamót
Skátafélagsins Árbúa „Fjör í
flokk“ sem haldið var við Hafra-
vatn, mót Skátasambands Vest-
flarða á Snæfellsnesi. Skátafélag-
ið Garðbúar héldu mót við
Úlfljótsvatn og nú síðast mót
Skátafélagsins Vífíls í Heiðmörk.
Litli skátadagurinn var haldinn í
Öskjuhlfð í byijun sumars og var
hann fjölsóttur af ungmennum
sem gafst þar kostur á að spreyta
sig í ýmsum greinum skátaí-
þrótta. Þó að hér hafí verið stiklað
á stóra um helstu stórviðburði í
starfí skátafélaga er ekki hjá því
komist að nefna framlag þriggja
skátafélaga í Reykjavík, Árbúa,
Dalbúa og Skjöldunga. Þau bjóða
nú börnum og unglingum tæki-
færi á að taka þátt í útilífsnám-
skeiðum en þar gefst þátttakend-
um kostur á því að kynnast
viðfangsefnum skáta, undir leið-
sögn reyndra skátaforingja, þar
sem útilíf er aðalviðfangsefnið.
Markmið þessara námskeiða er
að gefa þátttakendum færi á því
að þroska samstarfshæfíleika og
tillitssemi með hópvinnu, efla
líkamsþrek og vekja áhuga á
náttúranni og löngun til að vemda
hana. Væntanlegir stórviðburðir í
skátastarfinu era svo utanferð
rúmlega 100 skáta til Ástralíu,
þar sem þeir taka þátt í alheims-
móti skáta „Jamboree". Skátafé-
lagið Dalbúar halda skátamótið
„Meiri ást“, skátafélagið Klakkur
heldur mótið „Sporið" í Vagla-
skógi og skátafélagið Skjöldungar
halda „Minkamót" í Borgarvík,
en frá því skal sagt hér.
í Voga- og Sundahverfí í
Reykjavík starfar skátafélagið
Skjöldungur, sem lengi hefur gert
sér far um að vinna að eflingu
skátastarfsins, og kappkostað að
veita félögum sínum fjölbreytt
viðfangsefni. Félagið hefur á und-
anfömum áram haldið nokkur
skátamót, þótt nú sé nokkuð um
liðið frá því það síðasta var haldið.
Skátamót Skjöldunga hafa bo-
rið heitin Minkamót, sem eiga
nafn sitt að rekja til elstu starf-
andi skátasveitar félagsins, sem
hlaut þetta nafn er nokkrir stofn-
félagar urðu tveimur minkum að
bana í veiðiferð á Úlfljótsvatni.
Fyrstu Minkamót Skjöldunga
vora haidin að Úlfljótsvatni og
tjaldað í Borgarvík árin 1964 og
1968. Sumarið 1972 var mótið
síðan haldið í Seldal í Þingvalla-
sveit. Skátamót þessi hafa ævin-
lega verið skipulögð þannig að
viðfangsefnin hafa verið lögð fyr-
ir flokkana óskipta til úrlausnar.
Áhersla hefur verið lögð á hóp-
vinnu og samstarfsanda í skáta-
flokkunum.
Á afmælisári skátahreyfíngar-
innar býður skátafélagið Skjöld-
ungar enn til Minkamóts í
Borgarvík við Úlfljótsvatn og tek-
ur dagskrá mótsins að þessu sinni
mið af fyrstu skátaútilegunni sem
Baden Powell hélt á Brownsea-
eyju í Thames-ánni, sumarið
1907.
Þar sem gengið er út frá þátt-
töku allra starfandi eininga
skátafélaga, verður dagskráin
þrískipt. Dagskrá fyrir skáta eldri
en 15 ára svonefnda Dróttskáta
hefst fimmtudaginn 6. ágúst með
sólarhrings markferð þar sem
sveitimar ganga á mótsstaðinn,
frá nokkram fyrirfram ákveðnum
stöðum og leysa úr ýmsum þraut-
um tengdum útilífí. Dagskrá
helgarinnar byggist svo upp á
ýmsum viðfangsefnum tengdum
þema mótsins þar á meðal fleka-
siglingu út í Hrútey í Úlfljótsvatni,
þar sem gist verður aðfaranótt
sunnudags.
Dagskrá fyrir skátaflokka
verður mjög fjölbreytt og áreiðan-
lega skemmtileg. Allir þurfa að
ljúka flokkakeppni mótsins en þar
kennir ýmissa grasa og geta
flokkamir valið úr Qölmörgum
verkefnum sem öll eiga það sam-
eiginlegt að reyna á hæfni hvers
einstaklings og efla skátaandann.
Meðal verkefna verður
Markferð: Flokkamir geta va-
lið um þátttöku í sólarhrings
„hike“ sem hefst á fímmtudegi, 4
tíma markferð eða 2 tíma mark-
ferð.
Bjargsig: Kennsla í bjargsigi
og klettaklifri.
Ratleikir: Hægt er að taka
þátt í spennandi ratleikjum sem
byggjast upp á ratvísi eftir sól,
stjömum og áttavita.
Eyjasafarí: Póstur sem er
tengdur vatnasafarí mótsins og
byggist upp á hæfni flokksins til
siglinga á ýmsum furðufyrirbær-
um.
Trönubyggingar: Að sjálf-
sögðu fær flokkurinn að spreyta
sig á ýmsum greinum trönubygg-
ingarlistarinnar.
Ferðir: Margskonar ferðir
verða á boðstólum og er þar helst
að nefna: Bátsferð, hellaferð,
eyjaferð, ævintýraferð, göngu-
ferð, rómantíska ijöraferð, flekaf-
erð og fleira, spaugilegt og
spennandi.
Frumlegasti flokkurinn: Þar
er rejmt á sköpunargáfu og hug-
myndaflug flokksins.
Úlfyótur: Að sjálfsögðu kemur
út mótsblað og gefst flokknum
færi á að hella úr skálum visku
sinnar og fylla blaðið af spaugi
og léttu gríni.
Yngstu skátunum, Léskátum,
er gert kleyft að heimsækja mótið
á laugardeginum og taka þátt í
bráðskemmtilegri Léskátadag-
skrá sem stendur frá kl. 10.30—
18.00. Verður þar margt að
gerast t.d. póstaleikir, þrauta-
braut, vatnasafarí, veiðikeppni og
e.t.v. bátsferðir.
Greinarhöfundur er foringi í
skátafélaginu Skjöldungum.
Frá skátamóti f Viðey