Morgunblaðið - 31.07.1987, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987
Jarðarber
Fyrstu jarðarber sem ég sá, uxu villt rétt fyrir ofan neðsta klettabeltið í Bjólfínum á
Seyðisfirði. Þetta var beint fyrir ofan Liverpool. Ég var smátelpa þegar þetta var, en
minnist enn hins gómsæta bragðs beijanna og gleðinni yfír þessum merka fundi. Síðan
hefí ég aldrei fengið eins góð jarðarber, jafnvel þótt ég hafí fundið villt jarðarber, sem víða er
að fínna á íslandi. Villijarðarber eru mun bragðbetri en hin ræktuðu. Sem bam tíndi ég jarðarber
í Hallormstaða- og Egilsstaðaskógi, en jarðarber vaxa víða í skóglendi. Þau vaxa meira að segja
í skóglendi því sem bóndi minn hefur ræktað upp, á Garðaholti á Álftanesi, en ekki eru þau
ber mörg. í Garðyrkjuriti 1979 segir dr. Einar I. Siggeirsson um jarðarben „Jarðarber (villijarð-
arber) er af rósaættinni (Rosáceae) og er fjölær, sumargræn, jurtkennd planta með marggreindri
trefjarót. Vex í skóg- og runnlendi, blómdældum, hlíðum og giljum móti suðri.“ Hérlendis rækta
margir jarðarber í görðum sínum, og eru þau ber stór og uppskera oft mikil. í flestum nálæg-
um löndum er jarðarbeijatím-
inn liðinn, en hann er aftur á
móti rétt að byija hér hjá okk-
ur, við þurfum því að hafa
hraðar hendur og tína berin
jafnóðum og þau roðna. Jarð-
arber eru flutt inn, stundum
langt að, og fást jarðarber hér
í búðum allt árið. Jafnvel um
jólaleytið. Þau jarðarber sem
við kaupum, eru oft nokkuð
dýr og ekki eins fersk sem
skyldi, en þau geymast illa.
Og þótt þau séu flutt með flug-
vélum, eru þau sjaldan alveg
óskemmd í bökkunum. Þegar
við kaupum jarðarber, þurfum
við því alltaf að taka þau strax
úr bökkunum og tína þau
skemmdu úr, svo að þau
skemmi ekki frá sér. Jarðarber
eru ákaflega falleg, en sundur-
skorin eru þau jafnvel enn
fallegri. Þegar við skreytum
tertur og ábætisrétti, ættum
við því að skera þau í sundur
langsum og láta skurðflötinn
snúa upp, og sjálfsagt er að
hafa laufíð á þegar við skreyt-
um með beijunum.
Jarðarber með sherry
og rjóma
500 g fersk jarðarber
’Abolli flórsykur
1 dl sætt sherry
1 peli ijómi
örlítið rifíð suðusúkkulaði
1. Þvoið jarðarberin, takið af
þeim laufíð. Takið frá Vshluta, þau
fallegustu og minnstu.
2. Meijið 2/ahluta beijanna með
gaffli, setjið saman við þau flór-
sykur og sherry. Hrærið saman
með gaffli. Setjið í kæliskáp og
látið standa þar í 3—4 klst.
3. Þeytið ijómann, blandið var-
lega saman við beijamaukið.
4. Takið 10 ber frá af þeim
beijum sem þið geymduð. Notið
þau til skreytingar, en setjið hin
saman við maukið. Ef berin eru
mjög stór er betra að skera þau
örlítið í sundur.
5. Skiptið ijómanum og jarðar-
beijamaukinu jafnt í 4 skálar.
6. Skerið 10 jarðarber í sundur
langsum. Látið laufíð vera á. Setj-
ið síðan bitana ofan á hveija skál.
Látið skurðflötinn snúa upp.
7. Stráið súkkulaði yfir og be-
rið strax fram.
Jarðarberjabaka með
vanillukremi
Þessi uppskrift er úr bók minni
„220 gómsætir ávaxta- og beija-
réttir".
Bakan
50 g smjör eða jurtasmjörlíki
‘Adl sykur
1 eggjahvíta
2 dl hveiti
'Atsk lyftiduft
Setjið hveiti, lyftiduft og sykur
í skál, skerið smjörið smátt út í,
blandið eggjahvítunni í. Hnoðið
vel saman. Setjið á botninn og
upp með börmunum á smurðu
bökumóti, 22 sm í þvermál. Setjið
mótið síðan í kæliskápinn í 1 klst.
2. Hitið bakaraofíiin í 190°C,
blásturofn í 170°C. Pikkið botninn
með gaffli, setjið síðan í miðjan
ofninn og bakið í 25—30 mínútur.
Fyllingin
2 dl mjólk
‘Avanillustöng eða 1 msk van-
illusykur
1 msk maizenamjöl (ekki sósu-
maizenamjöl)
1 msk sykur
2 eggjarauður
1 eggjahvíta
1 dl ijómi
250 g fersk jarðarber
1. Hrærið eggjarauðumar og
hvítuna með sykrinum og maiz-
enamjölinu.
2. Hitið mjólkina með sundur-
flattri vanillustönginni eða van-
iilusykrinum. Ef þið notið
vanillustöng, skafíð þið vanillu-
komin úr henni út í mjólkina.
3. Hellið heitri mjólkinni úr í
eggjahræruna, setjið á helluna,
hrærið stöðugt í þar til þykknar.
Skellið pottinum í kalt vatn í eld-
húsvaskinn um leið og þið takið
hann af hellunni og hrærið vel í
þar til kremið fer að kólna. Kælið
síðan alveg.
4. Þeytið ijómann og setjið út
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
botninn frá og látið kökuna fuli-
kólna á grind.
Fyllingin
1 lítil dós jarðarbeijaskyr
rifínn börkur og safi úr 1 lítilli
appelsínu
1 msk vanillusykur
1 dl sykur
5 blöð matarlím
250 g fersk jarðarber
IV2 peli ijómi
6. Setjið skyrið í skál, rífíð app-
elsínubörkinn og setjið út í. Setjið
sykur og vanillusykur út í.
7. Leggið matarlímið í bleyti í
kalt vatn í 10 mínútur.
8. Kreistið safann úr appelsín-
unni, hitið og bræðið matarlímið
í honum. Kælið örlítið, en hellið
þá í mjórri bunu út í skyrið.
9. Þeytið ijómann og setjið 2/sút
í.
10. Meijið helming jarðarbeij-
anna og setjið saman við. Hellið
þessu yfír kökubotninn. Setjið í
kæliskáp og látið stífna.
11. Skerið laufíð af jarðarbeij-
unum sem eftir em, skerið síðan
langsum í tvennt og raðið ofan á
kremið.
12. Sprautið því sem eftir er
af ijómanum utan með kökunni.
ís með jarðarberjum
'h kg fersk jarðarber
•Adl flórsykur
1 lítri vanilluís
'Adl appelsínulílqor eða app-
elsínuþykkni
lAdl romm (má sleppa)
1 peli ijómi
1. Þvoið jarðarberin, takið af
þeim lauf. Skerið síðan í tvennt.
Setjið sykur saman við og geymið
í kæliskáp í 2 klst.
2. Skerið ísinn í sneiðar, setjið
í hrærivélarskál ásamt líkjör (app-
elsínuþykkni) og rommi. Hrærið
saman. Athugið að þíða ísinn tals-
vert áður en þetta er hrært saman,
annars getur ísinn skemmt vélina.
3. Þeytið ijómann og blandið
út í.
4. Setjið ísinn í hringform og
látið standa í kæliskáp í 1—2 klst.
5. Hvolfíð ísnum í kringlótt
fat. Setjið jarðarberin inn í hring-
inn og berið á borð.
í kalt kremið. Takið bökuna úr
mótinu, hellið kreminu í hana.
5. Skerið jarðarberin í tvennt
langsum og raðið ofan á kremið.
Látið skoma flötinn snúa upp.
Jarðarbeijaterta með
skyri
Botninn
4 egg
170 g hveiti
100 g hveiti
'Atsk lyftiduft
1. Þeytið egg með sykri þar til
það er ljóst og létt.
2. Sigtið hveiti og lyftiduft út
í og hrærið saman með sleikju.
3. Smyijið springmót, 25 sm í
þvermál. Setjið deigið í mótið.
4. Hitið bakaraofn í 200°C,
blásturofn í 180°C. Setjið kökuna
í miðjan ofninn og bakið í 30
mínútur.
5. Hvolfíð mótinu með kökunni
á kökugrind og látið kólna örlítið,
skerið þá niður með hringnum og
losið hringinn frá. Losið síðan
Selfosskirkja:
Gísli Sigfurbjömsson gefur
hálfa milljón í gluggasjóð
Selfossi.
GÍSLI Sigurbjörnsson í Hvera-
gerði afhenti Selfosskirkju
síðastliðinn sunnudag 500 þús-
und krónur í gluggasjóð kirkj-
nnnar í tilefni þess að 26. júlí
voru liðin 35 &r frá því dvalar-
heimilið Ás/Ásbyrgi í Hvera-
gerði tók til starfa.
í gjafabréfí er elliheimilisnefnd
Ámessýslu þakkað samstarfíð, enn-
fremur sýslumönnunum Páli
Hallgrímssyni og Andrési Valdi-
marssyni og sýslunefnd.
Gjöfin í glúggasjóð Selfosskirkju
er minningargjöf frá stjóm elli- og
hjúkrunarheimilisins Grundar, til
heiðurs og virðingar brautryðjend-
um, heimilisfólki, starfsfólki og
velunnurum. Gjöfín er gefin Sel-
fosskirlqu til minningar um Þorvarð
Guðmundsson Litlu Sandvík, Guð-
jón A. Sigurðsson Gufudal, Dag
Brynjólfsson Gaulveijabæ, Helga
Kjartansson Hrauni, Eyjólf Guð-
mundsson Grímslæk, Guðrúnu
Snorradóttur Þórustöðum, Bjöm
Jónsson Völlum, Egil Thorarensen
kaupfélagsstjóra, Jörund Brynjólfs-
Selfosskirkja.
son alþingismann, Teit Eyjólfsson
Eyvindartungu, Séra Sigurð Páls-
son vígslubiskup og Þorstein
Sigurðsson Vatnsleysu.
I lok gjafabréfsins segir:„Þessum
Morgunblaðið/Siguröur Jónsson
er öllum innilega þakkaður skiln-
ingur, stuðningur og vinátta oft í
erfíðu starfí. Minning þeirra lifír í
verkunum."
— Sig. Jóns
Leiðrétting
í grein um lestarsamgöngur í
blaðinu í gær var það ranghermt
að Jón heitinn Þorláksson hefði
stofnað tímaritið Eimreiðina. Það
gerði að sjálfsögðu Valtýr Guð-
mundsson, ritstjóri hennar frá 1895
til 1918.
Meinloka blaðamanns stafaði af
því að JÓn var, eins og Valtýr, mik-
ill áhugamaður um lagningu jám-
brauta hér á landi. Hann rítaði hins
vegar um þetta hugðarefni sitt í
tímaritið Lögréttu.
Morgunblaðið biðst afsökunar á
þessum mistökum.