Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.07.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 Evrópskir bankar: Vilja frysta inni- stæður N-Kóreu London, Reuter. VESTRÆNIR bankar, flestir f Evrópu, ætla að reyna að láta frysta innistæður Norður-Kóreu- manna f bönkum erlendis þar sem stjórn landsins neitar að undirrita mnnknmnlag nm flf- borganir á gömlum lánum. Hefur Norður-Kóreu-mönnum verið tíl- kynnt um aðgerðiraar. Norður-Kóreumenn tóku flest lánin snemma á áttunda áratugnum og nema eftirstöðvar þeirra nú um 755 milljónum Bandaríkjadala. Stjómendur bankanna hafa misst þolinmæðina þar sem ekki hafa verið greiddar neinar afborganir og vextir aðeins stöku sinnum. Heim- ildamenn segja að fyrir níu mánuðum hafí náðst óformlegt samkomulag um að framlengja lánstímann til 15 ára en það hafí. runnið út í sandinn. John Denyaiyuk. Yfirheyrshmar yfir honum hafa nú staðið í fjóra daga. Demjanjuk ber fyr- ir sig minnisleysi Tel Aviv, Reuter. JOHN Demjaqjuk, sem ákærður hefur verið fyrir striðsglæpi f þágu nazista f síðari heimsstyrj- öldinni, bar fyrir sig minnisleysi f gær, er hann var krafinn út- skýringa á ósamræmi f vitnis- burði hans varðandi dvalarstað hans 1942 - 1943. ísraelar haida þvf fram, að hann hafi verið vörður f dauðabúðum nazista á þessum tíma. Demjanjuk var framseldur til ísraels frá Bandaríkjunum í fyrra. Hann hefur neitað allri sök og hald- ið fast við staðhæfingar sfnar um, að hann sé ekki „ívan grimmi," en það nafíi hlaut fangavörður, sem stóð fyrir morðum á hundruðum þúsunda gyðinga í Treblinka í Póll- andi. Reuter Gandhi beygir sig í ofboði er sjóliðinn lætur höggið ríða af. Réttstaða hinna sjólidanna er greinilega óaðfinnanleg. Sri Lanka: Sjóliði í heiðurs- verði réðst á Gandhi Colombo, Reuter. ER Rajiv Gandhi, forsætisráð- herra Indlands, kannaði heiðurs- vörð á flugvellinum rétt fyrir brottför sína frá Sri Lanka réðst ungur sjóliði í verðinum á ráð- herrann og barði hann með byssuskefti. Gandhi sakaði ekki og var sjóliðinn þegar hand- samaður og fluttur á brott. Við heimkomuna til InHlnnHa var Gandhi fagnað sem hetju en á Sri lanka undirritaði hann, ásamt Jayewardene, forseta iandsins, samkomulag um frið milli tamíla og sinhalesa. „Eg var að kanna heiðursvörðinn og rétt eftir að ég fór fram hjá manninum hafði hann endaskipti á rifflinum og barði mig í höfuðið og öxlina", sagði Gandhi við frétta- menn í Nýju-Delhi. Aðspurður sagðist hann vera alveg ómeiddur. Á sjónvarpsmynd af atburðinum sást að yfírforingi í flota Sri Lanka stökk fram og tók að nokkru leyti höggið af Gandhi. Sjóliðinn, sem er liðlega tvítugur, var yfírheyrður og einnig stóð til að senda hann í læknisrannsókn að sögn talsmanna flotans. Skömmu eftir brottför Gandhis átti Jayewardene forseti fund með yfírmönnum vamar- og lögreglumála þar sem árásin á ráð- herrann var til umræðu. Um svipað leyti og Gandhi yfír- gaf Sri Lanka voru 3000 indverskir hermenn á leiðinni til eyríkisins með skipum og flugvélum til að aðstoða stjóm landsins við að framfylgja samkomulaginu. Sjóliðinn í vörslu yfirmanna eftir atburðinn. Barst alnæmisveir- an með apablóði? UPPRUNI alnæmissjúkdómsins illræmda hefur verið nokkuð þoku hulinn. Það hefur meðal annars orðið til þess að sumir hafa orðið til þess að skeila skuldinni á þann, sem þeim þyk- ir vænlegur sökudólgur; Guð, CIA, KGB eða einhvern annan. í rauninni er furðu mikið vitað um uppruna veirunnar. Það er talið nánast fullvíst að alnæmisveiran hafí flust úr öpum í Mið-Afríku í menn, einhvem tímann í byijun áttunda áratugar- ins. Veiran er mjög lík veim, sem’ sýkir afrfska apa og þar að áuki virðist sjúkdómurinn hafa breiðst fyrr og hraðar út í Afríku en í öðram heimshlutum. Þetta era þó aðeins tvær af mörgum vfsbend- ingum sem styrkja kenninguna. En hvemig fluttist veiran á milli einstaklinga? Það er ekki sérlega auðvelt að fá alnæmi; það gerist eingöngu við blóðblöndun eða kynmök. Að snæða sýktan apa ætti ekki að vera hættulegt. Að vera bitinn af apa getur orsak- að hundaæði — en ekki alnæmi. Og flestum þykir sennilega í meira lagi ólfklegt að fólk ástundi blóð- blöndun eða kynmök við apa. x Það er þó kannskl ekki svo §ar- lægt, er öllu er á botninn hvolft. F. Noirau, starfsmaður fíönsku vísindastoftiunarinnar ORSTOM I Kongó, var að lesa frásögn mann- fræðings af kynlífsvenjum fólks, sem býr við vötnin miklu í Mið- Afríku, er hann rakst á eftirfar- andi grein: „Til þess að koma karli eða konu til og auka kynorku þeirra veralega, er apablóði (úr karldýri fyrir manninn, úr kvendýri fyrir konuna) smurt á læri þeirra og bak.“ Þetta era einmitt aðfarir sem gætu flutt alnæmisveirana milli apa og manns. Athöfnin, sem lýst er, er ein af nokkram, sem Idjwi- ættbálkurinn ,sem býr á eyju f Kivu-vatni á Iandamæram Rwanda og Zaire, stundar til þess að ráða bót á ófíjósemi, getu- leysi, ótryggð og fleiri göllum í hjónalffínu. Átthagar ættbálksins eru, að þvf er best er vitað, f grennd við upptök alnæmisfarald- ursins, sem heijar nú á heims- byggðina. Enginn veit hvereu útbreiddur þessi siður var eða er, né hversu lengi hann hefur verið stundaður. Það er vel mögulegt, að margir hafí smitast af alnæmi á þennan hátt, en sjúkdónmrinn hafí ekki breiðst út f fyrri tilvikum. Aðeins á síðari áram, þegar fólk hefur gerst víðförlara og byijað að búa í stóram bæjum, sem lauslæti hefur ef til vill verið samfará, hafa staðbundin sjúkdómstilfelfi orðið að faraldri. Dr. Abraham Karpas, vísinda- maður við Cambridge-háskóla, hefur bent á að athuganir mann- fræðingsins geti útskýrt aðra staðreynd varðandi alnæmisveir- una, sem menn hafa furðað sig á. Tvær tegundir veirannar era til í mönnum: Önnur er algeng í Mið-Afríku og f öðram heimsálf- um, hin fínnst aðeins í Vestur- Afriku. Erfðafræðilega er vestur-afríska afbrigðið miklu Ifkara afbrigðum veirannar f öp- um en hinni veirunni sem fundist hefur í mönnum. Ef til vill var önnur tegund apablóðs notuð f Mið-Afríku og þess vegna smituð- ust menn þar af annare konar veira. Það er afar sennilegt að apar úr nágrenninu hafí verið notaðir í siðum innfæddra, og mismunandi tegundir apa eru dreifðar um Afríku. Að sjálfsögðu gæti frásögn mannfræðingsins af sérkennileg- um kynlífsvenjum verið gölluð. Fólk getur spunnið upp ótrúleg- ustu sögur af undarlegu athæfí Einn af sökudólgunum? sínu til þess að gera sérvitran vísindamann ánægðan — eða blekkja hann. Það er heldur ekki víst að notkun apablóðsins sé dæmigerð, hún gæti verið sér- viska nokkurra einstaklinga. í þessu tilfelli er þó varla svo, því að mannfræðingurinn, sem at- huganimar gerði, Anicet Kas- hamura, er sjálfur innfæddur Mið-Afríkubúi frá Kiva-héraði og ritar um siði sinnar eigin þjóðar. í bók hans segir að mannsblóð hafí einnig verið notað f helgiat- höfiium Idjwi-fólksins, en ævin- lega með mikilli gát, þar sem menn hafí vitað að hægt væri að fá af því berklasmit. Einhver kann að óska þess að jafngætilega hefði verið farið með apablóðið. Þýtt og endursagt úr Tha-EeoaombL Callaghan aðlaður London, Reuter. JAMES Callaghan, fyrrum for- sætisráðherra Bretlands, var i gær aðlaður að tillögu Margaret Thatcher forsætsráðherra asamt 18 öðrum stjóramála- mönnum úr öllum flokkum. Á meðal þeirra voru 7 aðrir fyrr- verandi ráðherrar, þeir Keith Joseph, Roy Jenkins, James Pri- or, Patrick Jenkin, Nicholas Edwards, Francis Pym, Norman St John-Stevas og Geoffrey Rippon. Callaghan, sém nú er 75 ára að aldri, beið ósigur fyrir Thatcher 1979 í fyretu kosningunum af þrernur, sem hún hefur sigrað í. Hann var forsætisráðherra 1976-1979. Hann tilkynnti það fyrir síðustu kosningar 11. júní sl. að hann myndi að nokkra draga sig f hlé úr orrahríð stjómmálanna. Roy Jenkins, fyrram ráðherra í stjóm Verkmannaflokksins og einn af stofnendum Sósíaldemókrata- flokksins (SDP), var einnig aðlaður nú. Hann tapaði þingsæti sínu í kosningunum 11. júní sl. Sir Keith Joseph hafði tilkynnt það fyrir skömmu, að hann hygð- ist hætta þingmennsku í Neðri málstofu brezka þingsins. Hann var einn helzti hugmyndafræðing- ur íhaldsflokksins á fyretu valdaá- ram Thatcher.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.