Morgunblaðið - 31.07.1987, Síða 27
Goria kynnir
sijórn sína
Fertugasta og sjðunda ríkis-
stjórn ítalfu eftir strið sór
embœttiseið sinn f fyrradag.
Þar með var lokið stjómar-
kreppu í landinu, sem staðið
hefur f fimm mánuði. Af 30
ráðherrum í stjóminni eru 16
úr flokki kristilegra demó-
krata, átta sósfalistar, þrfr
repúblikanar, þrfr sósfaldemó-
kratar og einn fijálslyndur.
Mynd þessi var tekin, er hinn
nýi forsætisráðherra, Giovanni
Goria (standandi fyrir miðju),
gerði ítalska þjóðínginu grein
fyrir ráðherralista sínum. I efri
röð sitja talið frá vinstr: Giul-
iano Vassali, dómsmálaráð-
herra, Giulio Andreotti,
utanrfkisráðherra, Giuliano
Amato, fjármálaráðherra og
aðstoðarforsætisráðherra og
Antonio Ribert, vfsindamála-
ráðherra.
Benazir
Bhutto
trúlofast
Islamabad, Reutcr.
FREGNIN um, að Benazir Bhutto
hygðist ganga að eiga Asif Zard-
ari, afkomanda landeigendaætt-
ar einnar f Pakistan, hefur komið
mörgum landsmönnum hennar á
óvart. Tilkynningin um trúlofun-
ina var birt f London f gær og
var henni fagnað af forystu-
mönnum Þjóðarflokksins f
Pakistan (PPP), sem er flokkur
Benazir Bhutto.
Zardari, sem er 34 ára og einum
mánuði yngri en Benazir, útskrifað-
ist á sínum tíma í hagfræði frá
hagfræðiháskólanum f London.
Hann er einkasonur þekkts manns
úr forystusveit annars stjómmála-
flokks í Pakistan, Awamiflokksins,
sem er vinstri sinnaður.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987
27
Reuter
Styðja
Krím-
Tatara
Ankara, Reuter.
HÓPUR tyrkneskra Tatara lýsti f
gær yfir samtöðu við Krím-Tat-
ara, sem fyrir skömmu efndu til
mótmælaaðgerða f Moskvu til þess
að fylgja eftir kröfum sfnum um
að fá að snúa aftur til heimakynna .
sinna á Krfmskga.
Talsmaður tyrknesku Tataranna,
Unver Sel, sagði á fundi með frétta-
mönnum, að leyfa bæri sovézkum
Töturum í heild að snú aftur til sinna
gömlu heimkynna. Lagði hann til,
að stofnað yrði sérstakt sjálfstjómar-
lýðveldi Tatara á Krímskaga.
Josef Stalin lét afnema sjálfstjóm-
arlýðveldi Tatara 1944 og var land
þeirra þá innlimað f Úkraínu. Sjálfir
voru þeir neyddir til þess að flytja
fjöldaflutningum til Mið-Asíu.
Tyrkland:
LaRouche átti
viðræður við Ozal
Embættismenn segja þetta mistök
Ankara, Reuter.
TYRKNESKIR embættismenn
skýrðu í gær frá þvf, sköm-
mustulegir á svip, að viðræður
bandarfska öfgamannsins Lyn-
dons LaRouche við Turgut
Ozal, forsætisráðherra, og Hal-
efoglu, utanrfkisráðherra, sem
áttu sér stað á þriðjudag og
miðvikudag, hefðu orðið vegna
mistaka.
LaRouche hefur þrisvar boðið
sig fram til forseta og verið orðað-
ur við glæpi en vonast þó til að
ERLENT
verða forsetaframbjóðandi demó-
krataflokksins við næstu forseta-
kosningar. Hann stjómar öfgahóp
hægrisinna frá víggirtum búgarði
sfnum í Virginíu-fylki og er al-
mennt álitinn sérvitringur.
„Þeim hefði aldrei komið til
hugar að taka á móti manninum
ef þeir hefðu þekkt eitthvað til
hans“, sagði háttsettur tyrknesk-
ur embættismaður.
LaRouche sagði í gær á blaða-
mannafundi að aðilar innan flokks
Ozals hefðu stuðlað að viðræðun-
um og bætti því við að hann hefði
viljað leggja áherslu á stuðning
Bandaríkjamanna við Tyrki. Sjálf-
ur sagðist hann mundu treysta
enn böndin milli þjóðanna ef hann
næði kjöri.
Frambjóðandinn sagði einnig
að Elísabet Bretadrottning bæri
siðferðislega ábyrgð á alþjóðlegri
eiturlyQasölu þar sem bankar í
löndum breska samveldisins utan
Evrópu sæju um að koma hagnaði
af sölunni undan yfírvöldum.
Blaðburóarfólk
óskast!
Athugið: Aðeins til afleysinga !
AUSTURBÆR KÓPAVOGUR
Bollagata
Bragagata
Laugavegur neðri
Oðinsgata
Grettisgata frá 36-63
Lindargata frá 40-63
Kópavogsbraut
frá84-113o.fl.
Þinghólsbraut
frá 40-48
ÚTHVERFI
Síðumúli