Morgunblaðið - 31.07.1987, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÖLÍ 1987
33
Áreksturinn sem varð á Sval-
barðsströndinni í fyrrakvöld
var eins og skýrt var frá í gær
verulega harður. BOunum var
ekið úr gagnstæðri átt og var
ökumaður fólksbílsins, sem sést
Morgunblaðið/KGA
á myndinni, einn í bQnum, en í
jeppabifreiðinni, sem ekið var
á móti, voru þrír. Allir voru
þeir fluttir á Fjórðungssjúkra-
húsið en enginn þeirra var
talinn i lífshættu.
30 íbúða fjölbýlishús
fyrir aldraða boðið út
TEIKNINGAR að byggingu 30
ibúða fjölbýiishúss fyrir aldraða
við ViðUund eru að verða tilbún-
ar og er gert ráð fyrir að verkið
verði boðið út á næstunni. Búið
er að fá vUyrði fyrir 56 milijón
króna framkvæmdaláni hjá Hús-
næðismálastjórn tU byggingar-
innar.
Sigurður Hannesson á sæti í
framkvæmdanefnd sem skipuð hef-
ur verið og sagði hann að ekki
væri enn búið að ákveða hvort allt
verkið yrði boðið út í einu eða
áfongum.
„Það hefur verið unnið að teikn-
ingum á þessu ári, en það er
teiknistofan Form hér á Akureyri
sem hefur haft með þær að gera,
og eru þær langt komnar og verkið
boðið út í næsta mánuði eða byijun
september," sagði Sigurður í sam-
tali við Morgunblaðið. Sagði hann
að eftir mánaðamót yrði væntan-
lega hafist handa um að skipta um
jarðveg og vonandi hægt að hefja
framkvæmdir sem fyrst.
„Það er stefnt að því að íbúðim-
ar verði tilbúnar í febrúar eða mars
árið 1989 og þá hægt að flytja þar
inn. íbúðimar verða misjafnlega
stórar; þær minnstu 42 fermetrar
að stærð og þær stærstu tæplega
70 fermetrar, en einnig verða íbúð-
ir rúmlega 50 og 60 fermetrar að
stærð," sagði Hannes.
Byggingarstjóri verksins hefur
verið ráðinn Magnús Garðarsson.
Hefðum átt að vera búin
að kvarta miklu fyrr
— segja íbúar við
miðbæinn
„ÞOLINMÆÐI okkar er alveg á
þrotum, svefnfriður er stundum
enginn og þetta er eins og á
vitlausraspítala, “ sagði einn
íbúa miðbæjarins, Brynja Heið-
dal, i samtali við Morgunblaðið,
en hún var ein þeirra sem stóðu
að bréfi því sem sent var bæjar-
yfirvöldum og farið var fram á
að Ráðhústorgið yrði lokað allri
umferð um helgar og á nótt-
unni. Einnig var farið fram á
að löggæsla á svæðinu yrði auk-
in og að tekinn yrði upp ein-
stefnuakstur um Skipagötu á
nóttunni um helgar.
Brynja rekur ásamt eiginmanni
sínum, Stefáni Jónssyni, gistiheim-
ilið ÁS við Skipagötu og sagðist
hún ekki vita til þess að háttalag
af þessu tagi væri látið óáreitt
neins staðar í heiminum, en íbúar
við götumar í kringum Ráð-
hústorgið hafa kvartað undan þvi
að ekki sé hægt að sofa á nótt-
unni vegna hávaða sem m.a. kemur
frá mikilli umferð um torgið á þess-
um tíma.
„Við íbúamir hér í kring hefðum
átt að vera búin að kvarta fyrr.
Ég veit að meira að segja í Hafnar-
fírði hefur alveg verið tekið fyrir
að íbúar væm ónáðaðir á nóttunni
með hávaðasamri umferð," sagði
hún. „Lætin byija yfírleitt á
fímmtudagskvöldum og standa
fram á aðfaranótt sunnudags.
Undanfarin tvö ár hafa þau verið
að færast í aukana og hefur
ástandið aldrei verið eins slæmt
og nú. Skipagatan er orðin mikil
þjónustugata og við hjónin rekum
hér gistiheimili og það eru margir
sem gista hjá okkur sem kvarta
mikið undan hávaðanum því stund-
um er enginn svefnfriður.
Við höfum hins vegar reynt að
ónáða lögregluna eins lítið og hægt
er, og vitum að stundum er erfítt
að eiga við svona mál, en nú sjáum
við ekki fram á annað en það verði
að auka löggæsluna á þessu svæði
og krefjumst þess að sektum verði
beitt til að reyna að stoppa hávaða-
seggina af. Það eru allir sammála
um að þetta sé ófremdarástand,
en auðvitað þurfa bæjaryfírvöld
að vera reiðubúin að hrinda ein-
hverskonar aðgerðum í fram-
kvæmd svo við íbúar hér í þessum
götum getum sofíð á nóttunni eins
Hann sagði að menn væru jafn-
vel í kappakstri á þessu svæði;
neðan af Tanga og inn á torgið
og væri af þessu stórhætta. „Há-
markshraði er brotinn hvað eftir
annað. Það sem þarf að gera er
að taka hjólin af þessum gaurum
í einhvem tíma því það að sekta
þá held ég að komi lítið við þá, en
ef mótorhjólin væru tekin af þeim
gegndi öðru máli,“ sagði hann að
lokum.
Fj órðungssjúkra-
húsið:
30-40 sjúkra-
rúmum færra
MIKIÐ álag hefur veríð á starfs-
fólk Fjórðungssjúkrahússins í
sumar þrátt fyrír að mun færrí
sjúkrarúm séu i notkun.
„Við höfum fækkað sjúkrarúm-
um milli 30 og 40 í sumar því ekki
hefur tekist að fá nægilega margt
fólk til sumarafleysinga," sagði
Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri
sjúkrahússins, í samtali við Morg-
unblaðið. „Ástandið hér hjá okkur
er samt dálítið misjafnt eftir deild-
um, en yfírleitt held ég að blessun-
arlega hafi tekist að sinna þeim sem
hingað hafa þurft að leita. Okkar
mönnun í sumar miðaðist að nokkru
leyti við að þurfa að fækka sjúkra-
rúmum, og það er ekki hægt að
segja að neitt vandræðaástand hafi
skapast hér eins og af fréttum að
dæma hefur skapast annars stað-
ar,“ sagði Halldór, og kvaðst til
dæmis ekki vita til að neinn hafí
þurft að dúsa frammi á gangi með-
an á sjúkravist stæði.
Ragnar Mar
Ragnheiður Kristjánsdóttir
og aðrir Akureyringar," sagði
Brynja Heiðdal.
Ekki bara háv-
aðasamar helgar
Ragnheiður Kristjánsdóttir býr
við Skipagötu 1 og sagði hún að
svo virtist sem tillitsleysi þessa
fólks sem safnaðist saman við
torgið á kvöldin og nóttunni færi
vaxandi.
„Það er svo komið að það eru
ekki bara helgamar sem eru undir-
lagðar þessum hávaða frá mótor-
hjólum og bflum, heldur er nú svo
Morgunblaðið/Kristinn Jens Sigurþórsson
Brynja Heiðdal
komið að þetta er nánast alla daga
vikunnar,“ sagði Ragnheiður. „Það
er eins og þeir sem að þessu standa
haldi að það sé eðlilegur hlutur að
umtuma öllu þar sem engin lög-
regla er sjáanleg. Og þegar kallað
er á lögreglu til að skakka leikinn
aðhefst hún ekkert og bendir bara
á að torgið hafí verið byggt á und-
an hótelunum í kring.
Það var einu sinni útlendingur,
sem dvalist hafði í Suður-Ameríku,
gestur á einu hótelanna í mið-
bænum. Eina nóttina koma hann
æðandi niður stigann og öskraði
„revolution, revolution," en þá vom
ólætin svo mikil að hann hélt
greinilega að það væri byltingar-
ástand ríkjandi.
Síðan þetta gerðist hefur
ástandið meira að segja versnað
þannig að ég veit ekki hvað hann
segði við ástandinu í dag,“ sagði
Ragnheiður.
Menn jafnvel í
kappakstri
Ragnar Mar hefur búið við
Strandgötuna í 40 ár og sagði
hann að umferðarhraðinn og háv-
aðinn á nóttunni væri orðinn svo
mikill að allt ætlaði um koll að
keyra.
„Ástandið er verst um helgar.
Bflamir eru látnir hringsóla um
torgið og maður heyrir vælið í hjól-
börðunum þar sem þeir em að
þessu langt fram á nótt. Þetta er
með öllu óviðunandi og eitthvað
verður að aðhafast," sagði Ragnar.
Ólafsfjörður:
Sparisjóðurinn
stækkar enn
ólafsfirði.
NÝLEGA var lokið við innrétt-
ingu á annarrí hæð í húsi
Sparísjóðs Ólafsfjarðar, Aðal-
götu 14, en þar fær sparísjóður-
inn aukið húsnæði fyrir
starfsemi sína, ennfremur fá
þar inni skrifstofur Brunabóta-
félags íslands og Rafmagn-
sveitur ríkisins.
í tilefni af þessu stendur nú
yfír málverkasýning. Það er Ingi-
g' org Einarsdóttir listakona hér í
lafsfírði sem sýnir þar myndir
sem meðal annars em málaðar á
rekavið. Er þessi sýning mjög at-
hyglisverð, sérstaklega andlits-
myndimar.
Jakob
Morgunblaðið/Svavar B. Magnúaaon
Ingibjörg Einarsdóttir listakona
við eitt verka sinna.
ÚTSALA
20—50% afsláttur
Tískuverslunin 51/5A7Í//7/7/7
Skólavörðustíg 6
sími: 623525