Morgunblaðið - 31.07.1987, Side 45

Morgunblaðið - 31.07.1987, Side 45
45 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 Karl Pálsson frá Flatey - Minning Minning: Guðrún Þorsteins- dóttirfrá Hellissandi Atvinnulíf við Skjálfanda var nokkuð taktfast eftir árstíðum allt fram um seinni stríðsárin. En þá kemur margvísleg breyting til. Ein var sú, að miklum físki var landað á bryggjur á Húsavík og hann ísað- ur í skip til Englands. Mikið var um aðkomuskip og sérstaklega skútur frá Færeyjum. Þessu fylgdi einnig að margir komu til þess að selja físk með þessum hætti. Helgi Zoéga var þá í fullu fjöri og at- kvæðamikill hvað þessar sölur snerti. Við strákamir fengum mikla vinnu við ýmislegt við fískinn. Því fór svo að við hlutum að taka eft- ir þeim sem komu méð afla. Einn þessara ötulu trillukarla var Karl, eða Kalli Páls eins og hann var jafnan nefndur fyrir norðan. Karl Pálsson var fæddur 20. október 1908 á Akureyri. Foreldr- ar hans voru Páll Jónsson, bakari, og kona hans Hansína Bergvins- dóttir. Páll var ættaður úr Hörg- árdal, en Hansína frá Brekku í Aðaldal. Karl var elstur af 5 systk- inum. Nú er Hákon einn á lífi. Hákon var framan af lengi á Húsavík en síðar rafveitustjóri á Sauðárkróki. Vel er mér í minni hve Páll var oft greiðlegur um brauð við okkur strákana, enda í nágrenni við heimili okkar þá. Karl kemur til Flateyjar árið 1928 og stundar þar sjósókn af krafti þar til hann flytur til Húsavíkur 1961. Ekki verður á aðra hallað, þó sagt sé að Kalli hafí sótt manna mest eða öllu held- ur harðast. Það var fljótt haft á orði hversu vel hann aflaði og hélt sér fast að vinnu. Hann aflaði beitu sjálfur oft, t.d. kúskel, beitti og reri, síðan varð að fletja og salta fískinn. Loks að koma honum í umbúðir til útflutnings. En Karl var ekki alltaf einn. Hann gekk að eiga Helgu Guðmundsdóttur frá Krosshúsum í Flatey, árið 1941. Þeim hjónum varð 7 bama auðið. Þau vom: Guðmundur, skipstjóri, f. 1941; Baldur, verslunarmaður, f. 1943; Pálmi, verslunarmaður og sveppabóndi, f. 1944; Ragnar, flugvirki, f. 1946; Anna, húsmóðir, f. 1947; Erlingur, íþróttakennari, f. 1949; Amþrúður, fréttamaður, f. 1953. Sonur Helgu, Sverrir Ber- mann, læknir, ólst upp hjá þeim hjónum frá 6 ára aldri. Sverrir er fæddur 1936. Fjölskyldan var öll ötul. Helga sá um margt í landi. Karl hafði oft 2 eða 3 syni með sér á trill- unni sinni og sótti langt norður í haf. Mb. Sigurpáll, en svo hét trillan, stóð löngum vel fyrir sínu. Hann sá vel um viðhald. Tæki til hjálpar voru ekki til. Glöggskyggni sjómannsins var gæfan og gjörvu- leiki reð auðnu. Lífsbarátta trillu- karla í Flatey var þrotlaus viðleitni til þess að lifa og sjá sér og sínum fyrir lífsnauðsynjum. Engu var sólundað. Allt nýtt eins og aðstæð- ur leyfðu. Ailir, sem vettlingi gátu valdið, lögðu nótt við nýtan dag um bjargræðistímann. Þannig var líf hjónanna Karls og Helgu með stóran bamahóp. Þrátt fyrir þessi hörðu lífskjör, eða kannski einmitt þess vegna, sýna afkomendur þeirra hörkudugnað og þrótt til að komast áfram. Karl og Helga flytja til Hafnar- fjarðar árið 1979. Hann kom oft í heimsókn til okkar bræðranna á Óseyrinni og hafði afdrep fyrir veiðarfæri og fleira um nokkurt skeið. Margt fannst honum með öðmm blæ en fyrir norðan og ekki mikill áhugi fyrir sjónum, er hann bar saman hvemig menn stóðu nú að sjósókn og áður. En tímamir breytast og lífsbaráttan er ekki eins miskunnarlaus og á blóma- skeiði Karls. Seinustu árin dvaldi hann á dval- arheimili fyrir aldraða sjómenn í Hafnarfirði, þrotinn að kröftum og sjóndapur. Trillan góða, sem hann átti seinast lauk þjónustu sinni við hann á kambinum á Óseyri. Oft er því haldið fram að trillukarlar séu sérstætt fólk, eins konar þjóð- flokkur út af fyrir sig. Vel má svo vera, að minnsta kosti urðu þeir áður fyrr að takast vel á við nátt- úruöflin og hafa sigur, ef þeir sem heima biðu áttu ekki að fara á vonarvöl. Karl hafði sigur með sóma. Blessuð sé minning hans. Jón Árm. Héðinsson Fædd 23. mars 1912 Dáin 24. júlí 1987 í dag er kvödd hinstu kveðju í Stykkishólmskirkju heiðurskonan Guðrún Þorsteinsdóttir frá Fögru- völlum á Hellissandi. Segja má að ég hafi verið næstum því daglegur gestur á Fögruvöllum öll mín uppvaxtarár fyrir vestan. Þar bjuggu þá saman mæðgumar þijár, Pétrún, móðir Guðrúnar, og Guðrún „Gógó“, dóttir hennar, vinkona mín. A heimili þeirra mæðgna ríkti sérs- takt andrúmsloft glaðværðar og hlýju, sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast og njóta. Það lögðu margir leið sína út að Fögruvöllum á þessum árum. Pétrún var hafsjór af fróðleik og kunni mik- ið af vísum og gömlum sögnum. Gunna afskaplega gestrisin og glað- sinna. Eldhúsið var ekki stórt en þó rúmuðust ótrúlega margir við eldhús- borðið. Það var ekkert kynslóðabil, ungir sem gamlir spjölluðu saman og hlógu. Gunna tók þátt í samræð- unum, jafnframt því að sjá um að allir fengju nóg af kaffí og meðlæti. Hún gantaðist svolítið við okkur stelpumar, alltaf jákvæð, hallmælti engum, heldur lagði gott til allra. A þessum árum vann Gunna alla daga hörðum höndum við fiskverkun í Jökli. Þar fyrir utan annaðist hún móður sína, sem þá var orðin mjög lasburða, dóttur sína og heimili, allt af stakri prýði. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt hana kvarta um þreytu hvað þá heldur peningaleysi, eins og algengt er nú til dags. Gunna var alla tíð mjög vinnusöm og vann störf sín af vandvirkni og með gleði. Hún var einörð og heiðar- leg í allri framkomu, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og stóð fast á sínu ef þvi var að skipta. Efst á blaði var velferð dóttur hennar og allt lagt í sölumar fyrir hana. Eftir að Gógó giftist og hóf bú- skap í Stykkishólmi flutti Gunna til hennar og bjó hjá henni alla tíð síðan. Það má því segja að þær mæðgur hafí aldrei skilið nema rétt um stund- arsakir, þær glöddust saman á hamingjustundum og studdu hvor aðra í erfíðleikum. Hún hafði yndi af að vera með dótturdætrum sínum þremur og gladdist yfir þroska þeirra. Ég veit að Gógó og fjölskylda hennar á um sárt að binda á þessari stundu. Gott er þá að hafa í hugá að þegar við erum sorgmædd þá grátum við vegna þess sem var gleði okkar. Ég og fjölskylda mín sendum ykk- ur öllum á Silfurgötu 45 innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu mætrar konu. Minnie Eggertsdóttir VÖRN GEGN VEÐRUN Það er misskilningur að járn þurfi að veðrast. Alltof lengi hafa menn trúað því að galvaníserað járn eigi að veðrast áður en þaö er málað. Þannig hafa menn látið bestu ryðvörn, sem völ er á skemmast og afleiðingin er ótímabær ryðmyndun. Með réttum HEMPELS grunni má mála strax og lengja þannig lífdaga bárujárns verulega. HEMPELS þakmálning er sérhæfð á bárujárn og hefur frábært veðrunarþol. íslenskt veðurfar gerir meiri kröfur til utanhússefna en veðurfar flestra annara landa. Ef steinn er óvarinn við þessar aðstæður grotnar hann niður á skömmum tíma, aðallega vegna frostþíðuskemmda. Steinsílan gefur virka vörn gegn þess konar áhrifum. Opin veggjamálning, grunnur jafnt og yfirefni á stein, múr- stein og eldri málningu. Hefur afbragös þekju og mikið veðr- unarþol. Fjöldi lita sem halda skerpu sinni lengi án þess að dofna. SLLPPFEIAGIÐ THédtUttyanvenéúmihfafi Dugguvogi4 104 Reykjovík 91*842 55 RMNH ÞAKMÁI NING 518?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.