Morgunblaðið - 31.07.1987, Side 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987
ÉílMNIiyMVEl
Tækifæríð er núna, í þennan eina mánuð með Hönnu Ólafsdóttur
Forrest. Leiðbeiningar um mataræði
meðan á námskeiðinu stendur, frá 10. ágústtii 10. september.
Hanna er áhugafólki um líkamsrækt aö góðu kunn, jafnt hérlendis sem í Bandaríkjunum,
þar sem hún hefur séö um sjónvarpsleikfimi í 33 fylkjum um 15 ára skeið,
skrifað heilsuræktarrit sem selst hafa í milljónatali og rekur þar að auki eigin
líkamsræktarstöð í Ohiofylki.
Fyrir tveimur árum kom út með henni myndbandsspóla með leikfimiæfingum hér á landi
sem hefur notið mikilla vinsælda.
Við bjóðum upp á námskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra
komna og dreifum tímunum yfir meirihluta vikunnar,
bæði fyrir og eftir hádegi. Þannig geturðu ráðið því sjálf, hve
oft í viku og á hvaða tíma dagsins þú kemur.
- Þannig nýtist námskeiðið þér best!
Innritun hefst 4. ágúst, kl. 10-12og 13-17
Símar: 687701 og 687801
WShHII
Pantaðu tíma í síma 689320
SÓLEYJAR
Ath. sémámskeið fyrir kennara og leiðbeinendur. ^
Metsölublað á hver/um degi!
KNATTSPYRNA / U-21 LANDSLIÐIÐ
Leikið gegn
Finnum á Akureyri
í næstu viku
ÍSLAND leikur gegn Finnlandi
í Evrópukeppni landsliða skip-
uðum leikmönnum 21 árs og
yngri á Akureyri næstkomandi
miðvikudag, 5. ágúst. Guðni
Kjartansson hefur nú valið
hópinn sem mætir Finnum og
eru þrjár breytingar á honum
frá leiknum við Dani nyrðra fyrr
í sumar.
Guðni Bergsson, Jón Sveinsson
og Amljótur Davíðsson verða
ekki með en í þeirra stað koma
Rúnar Kristinsson, Haraldur Ing-
ólfsson og Ágúst Már Jónsson.
Hópurinn verður því skipaður eftir-
töldum mönnum:
Markverðir
Haukur Bragason............KA
Páll Ólafsson................KR
Aðrir leikmenn
ÞorvaldurÖrlygsson ..........KA
GautiLaxdal..................KA
ÁgústMárJónsson...............KR
Þorsteinn Guðjónsson.........KR
Andri Marteinsson............KR
Þorsteinn Halldórsson........KR
RúnarKristinsson.............KR
Haraldur Ingólfsson .........ÍA
ÓlafurÞórðarson..............ÍA
Sævar Jónsson...............Val
Jón Grétar Jónsson..........Val
Hlynur Birgisson............Þór
Siguróli Kristjánsson .......Þór
Júlíus Tiyggvason............Þór
Leikurinn verður sem fyrr segir á
Akureyri, á aðalvellinum einsog
Danaleikurinn, og hefst kl. 19.00.
FRJÁLSAR / SPJÓTKAST
Heimsmet Petru
Felke: 78,90 m
AUSTUR-þýska stúlkan Petra
Felke setti ífyrrakvöld heims-
met í spjótkasti kvenna á móti
í Leipzig, kastaði spjótinu
78,90 metra. Segja má að hún
hafi þannig haldið upp á af-
mælið sitt, einum degi of
snemma að vísu, því í gær varð
hún 28. ára.
Felka endurheimit þar með
heimsmetið sem Fatima Whit-
bread, Bretlandi, náði af henni fýrir
tæpu ári síðan, 28. ágúst á Evrópu-
meistaramóintu í Stuttgart er hún
kastaði 77,44 metra.
Metkast Felke á mótinu í Leipzig
kom í þriðju tilraun; áður kastaði
hún 70,20 m og 72,98 m.
Heimsmetið í spjótkasti kvenna
hefur þróast sem hér segir á und-
anfömum árum:
57,92 Elvira Ozolina, Sovétríkj. ..3. maí 1960
59,55 Elvira Ozolina, Sovétríkj. .4.júní 1960
59,78 Elvira Ozolina, Sovetrflg. ..3. júlí 1963
62.40 Yel. Gorchakova, Sovétr. 16. okt. 1964
62,70 EwaGryziecka, Póllandi ll.júníl972
65,06 Ruth Fuchs, A-Þýskal....11. júní 1972
66,10 Ruth Fuchs, A-Þýskal....7. sept. 1973
67,22 Ruth Fuchs, A-Þýskal....3. sept. 1974
69,12 Ruth Fuchs, A-Þýskal....10. júlí 1976
69,32 Kate Schmidt, Bandar. ..11. sept. 1977
69,52 Ruth Fuchs, A-Þýskal....13. júní 1979
69,96 Ruth Fuchs, A-Þýskal. ..29. apríl 1980
70,80 Tat Biiyulina, Sovetr...12. júlí 1980
71,88 Ant. Todorova, Búlgaríu ..15. ág. 1981
72.40 Tiina Lillak, Finnlandi 29. júlí 1982
74,20 Sofia Sakorafa, Grikkl...26. sept. 1982
74,76 Tiina Lillak, Finnlandi ....13. júní 1983
75,26 Petra Felke, A-Þýskal....4. júní 1985
75.40 Petra Felke, A-Þýskal...4. júní 1985
77,44 Fatima Whitbread, Bretl. 28. ág. 1986
78,90 Petra Felke, A-Þýskal...29. júlí 1987
KNATTSPYRNA / ÞÝSKALAND
Atli ekki með ífyrsta leiknum:
Ermeðblóð-
eftmnífæti
NÚ ER Ijóst að Atli Eðvaldsson
leikur ekki fyrsta leikinn með
Bayer Uerdingen í þýsku deild-
arkeppninni í knattspyrnu í
kvöld, eins og ráð hafði verið
fyrir gert. Uerdingen mætir 1.
FC Nurnberg á heimavelli en
Atli verður aðeins áhorfandi
þar sem hann fékk blóðeitrun
i annan fótinn.
Atli hefur fundið fyrir eymslum
í fæti að undanfömu, en engu
að síður tekið þátt í leikjum liðs
síns. Sjúkraþjálfari liðsins hefur
vafíð fót hans með
Fré „teipi", límbandi því
Jóhannilnga sem allir íþrótta-
Gunnarssynn menn kannast við,
Wand' en gerði það ekki
betur en svo að sár myndaðist á
fæti landsliðsfyrirliðans og upp úr
því fékk hann blóðeitrun. Var farið
með Atla í skyndi á sjúkrahús og
náðist að koma f veg fyrir að eitrun-
in breiddist út með því að sprauta
hann.
Atli var það slæmur í gær að hann
gat varla stigið í fótinn og verður
frá æfingumn í nokkra daga. Reikn-
að er með að hann nái sér fljótlega.
Atll EAvaldsson varð fyrir því
óhappi að fá blóðeitrun í annan fótinn
og verður því ekki með í kvöld.