Morgunblaðið - 31.07.1987, Síða 60

Morgunblaðið - 31.07.1987, Síða 60
 13 DAGAR __ KRINGWN KKIMeNM FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Skattskrár lagðar fram: Hækkun heildar- álagningar í Reykjavík 20,7% SKATTSKRÁR fyrir árið 1987 voru lagðar fram I gær nema á Norðurlandi-eystra. í Reylqavík er heildarálagningin tæpir 9,8 millj- arðar sem er um 20,7% hækkun frá síðasta ári. Skatthæsti einstaklingurinn í Reykjavík er eins og oft áður Þor- valdur Guðmundsson, forstjóri, og greiðir hann rúmar 12,6 milljónir í skatta á þessu ári, en í öðru sæti er Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri, sem greiðir tæpar 8,3 milljónir. Sá _lðgaðili í Reylqavík sem greiðir ^hæst opinber gjöld er Samband íslenskra samvinnufélaga, tæpar 97,36 milljónir, en síðan koma Landsbanki íslands, 74,7 milljónir, og Olíufélagið hf., 73,3 milljónir króna. Sá aðili á landinu sem greiðir mest allra í opinber gjöld eru ís- lenskir aðalverktakar sf. á Keflavík- urflugvelli, 153,2 milljónir króna. Annar hæsti aðilinn á Reykjanesi er Byggingarvöruverslun Kópa- vogs, um 26,87 milljónir, og í þriðja sæti Vamarliðið, 21,55 milljónir króna. Skatthæstir einstaklinga á Reykjanesi em Öm Erlingsson, Keflavík, 6,8 milljónir, og Þorsteinn Erlingsson, Keflavík, 6,5 milljónir króna. Hækkun heildarálagningar á Reykjanesi frá því á síðasta ári er 24,37% og er hækkun á einstakl- inga 25,58% en á lögaðila 19,13%. Á Vesturlandi er heildarálagning á einstaklinga 896 milljónir en á lögaðila 309 milljónir. Heildar- álagning á Vestfjörðum er 725 milljónir á einstaklinga en 207 millj- ónir á lögaðila. A Norðurlandi- vestra er hún 543 milljónir á einstaklinga en 139 milljónir á lög- aðila. Á Austurlandi er heildar- álagningin 749 milljónir á einstaklinga en 223 milljónir á lög- aðila og á Suðurlandi 795,5 milljón- ir á einstaklinga og 196,3 milljónir króna á lögaðila. Sjá skattayfirlit á miðopnu. Símamynd/Kristján G. Amgrímsson Mæðgnrá landsmóti Inga Magnúsdóttir og dóttir hennar, Sólveig Birgisdóttir, bregða á leik á landsmótinu í golfi á Akureyri í gær. Inga hefur forystu I meistaraflokki kvenna eftir tvo keppnisdaga. Sólveig keppir í 2. flokki. Nánar um Landsmótið á bls. 58 og 59. Verslunar- mannahelgin: . Straumur í Húsafell o g til Eyja „ÞAÐ er engin spuming - straumurinn liggur i Húsa- fell,“ sagði Ásgerður Jónas- dóttir starfsstúlka í miðasölu BSÍ í Reykjavík við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Þar eru seldir aðgöngu- og farmiðar á allar helstu útiskemmtanir verslunarmannahelgarinnar. Hjá Flugleiðum fengust þær upplýsingar að uppselt væri í öll flug í dag til Vestmanna- eyja. Flogið verður tólf sinnum frá Reykjavík með gesti á Þjóðhátíðina. Frá því að miðasala hófst um kl. 15.00 í gærdag höfðu um 200 miðar selst í Húsafell hjá BSÍ. Fyrirspumir voru æði margar. Er búist við því að upp úr hádegi byiji straumurinn af fullum þunga. Farið fram og til baka auk aðgöngumiða kostar 4000 krónur. Asgerður sagði að eldra fólk sýndi áhuga á því að fara í Þórs- mörk. Minni sókn var á aðra staði svo sem að Galtalæk, í Skeljavík og Þjórsárdal. Næturgestir í flugstöðinni NÆTURGISTING bakpoka- ferðalanga í flugstöð Leifs Eiríkssonar er I athugun hjá flugvallarsljóm og Flugleiðum að þvi er Ásgeir Einarsson, sem nú gegnir starfi flugvallarstjóra í Keflavík, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Það var hins vegar enginn áhyggjusvipur á andliti þeirra sem biðu flugs f fyrrinótt, þegar Kr. Ben. tók af þeim þessa mynd. „Á þessu verður að fínnast lausn, hver svo sem hún verður," sagði Ásgeir. Sjá bls. 4: „Erfitt mál sem finna þarf lausn á“ Fyrrum framkvæmdasljóri ICESCOT: Kærður fyrir meint auðffunarbrot Rríndavðr Grindavík. FYRRUM framkvæmdastjóri og einn stærsti hluthafi skoska físk- sölufyrirtækisins ICESCOT var nýlega kærður af meðeigendum sinum til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Óskað var eftir rannsókn á meintri misnotkun hans á fjár- munum fyrirtækisins. Hann er einnig stjómarformaður og eig- andi í ÍSSKOTT, en ICESCOT er stærsti hluthafinn i þvi fyrirtæki. Fyrirtæki þessi eru í eigu íslend- inga, Skota og Svía og voru stofnuð að tilstuðlan skoska byggðasjóðsins, Highland and Island Development Board, Fisheries Division, en upp-. Fomleifafundur í Viðey: Fom leðuraskja og áletraðar tréplötur Leðuraslga fannst í Viðey i byrjun vikunnar á um það bil eins metra dýpi og í henni 5 þunnar tréplötur. Tréplöt- uraar eru vaxboraar og á þær letrað á islensku með svokölluðum stíl. Erfitt er að segja nákvæmlega til um aldur, en ekki er óliklegt að þær séu frá því um 1500, að sögn Margrétar Hallgrímsdótt- ur fomleifafræðings. Hún sagðist ekki vita tíl þess að askja af þessari gerð hefði áður fundist hér á landi. Margrét sagði að í fljótu bragði hefði mátt draga þá ályktun að askjan með plöt- unum væri frá tímum prentsmiðjunnar sem var í Viðey á árunum 1819 til 1844, en þó fyndist sér mun líklegra að þær væru enn eldri, allt frá því um 1500. Á loki öskjunnar sem er um 10 sm á lengd og 6 á breidd, er fínlegt laufmunstur. Askj- an og plötumar hafa varðveist vel og má lesa orð og orð af tréplötunum. Öskjunni hefur þegar verið komið í viðgerð á Þjóð- Morgunblaðið/Einar Falur Margrét Hallgrimsdóttir og Þór Magnús- son, þjóðmipjavörður, skoða eina tréplöt- una. Á myndinni hér til hliðar sést letrið á einni. minjasafnið og sagði Margrét að hún gerði sér vonir um að þegar henni lyki yrði hægt að lesa textann i samhengi og þá yrði auð- velt að segja nánar til um aldur. Fomleifafræðingar á vegum Árbæjar- safns hafa unnið að uppgreftri í Viðey í sumar. haflegu hugmyndimar voru að byggja upp fiskvinnslu í skoska bænum Mallaig. Sjóðurinn flár- magnaði síðan á móti ICESCOT fískkaup hér uppi á íslandi síðastlið- inn vetur en skoskt fjármagn var notað til að yfirbjóða íslenskan físk í höfnum suðvestanlands á vetrar- vertíðinni. Fiskurinn var fluttur með kaup- skipinu ísafold sem Kæliskip hf. rak til Mallaig en þar var honum umskip- að og hann fluttur á fiskmarkaðina í Hull og Grimsby. ísafold var kyrr- sett í Goole f Bretlandi um miðjan maí síðastliðinn er Skotamir lögðu fram kröfur í skipið að upphæð 70 þúsund pund vegna skulda Kæliskips hf. við þá. Kr.Ben. Fulltrúi borgar- ráðs I nefnd um Fossvogsbraut BORGARRÁÐ hefur falið Davíð Oddsyni borgarstjóra, að tilnefna fulltrúa í viðræðunefnd um Foss- vogsbraut, að ósk Kópavogsbæjar. Að sögn Bjöms Friðfinnssonar framkvæmdastjóra lögfræði- og stjómsýsludeildar var erindi Kópa- vogsbæjar, þar sem væntanlegri Fossvogsbraut er mótmælt, lagt fyr- ir borgarráð. Jafnframt var óskað eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um framtíðar nýtingu Fossvogs- dalsins. Borgarráð samþykkti að fela borgarstjóra að skipa embættismann borgarinnar í nefndina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.