Morgunblaðið - 15.08.1987, Side 7

Morgunblaðið - 15.08.1987, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 7 S STÖÐ2 MEÐAL EFNIS í KVÖLD ■ ■ ■ 1 ■ iO Br 9 f ^ f- ■ ■ ■ I 21:15 CHURCHILL (The Wilderness Years). Nýr breskur framhaldsþáttur um starfSir Winston Churchills. Fyrsti þáttur. íþættinum er sérstaklega fjallað um árin 1929-39 sem voru Churchill erfið. ÁNÆSTUNNI :! a & :.i i jj .;«j 2) & ii •) j JJ *» JJ . t & Jfí i -*J Át J) »i •! Jj l jj á) i) 3 3 j j ii 3 3 :•) i i 1> 31>D 3 ! 3 3 2Í a j 20:25 Sunnudagur ARMUR LAGANNA (Grossstadttrevier). Nýrþýskur framhaldsflokkur i sex þáttum um unga lögreglukonu og sam- starfsmann hennar. i 71' 1 n ■ M&nudngur 111 FERÐAÞÆTTIR (National Geographic). Hinn fjögurra ára gamli Sjimpansapi Kanzi hefur sýnt ótrúlega tungu- málahæfileika. Fylgstermeð honum „ tala " með aðstoð rúm- fræðilegra tákna. ÚdÝ vö A uglýsingasími Stöðvar2er 67 30 30 Lykillnn færA þúhjá Helmllistsakjum Heimilistæki hf S:62 12 15 Ritaraskólinn: 28 nem- endur út- skrifaðir ÚTSKRIFAÐIR hafa verið 28 nemendur frá Ritaraskólanum sem stunduðu nám á íslensku- braut á timabilinu 5. janúar tii 10. júlí sl. Við skólaslitin, sem fram fóru 10. júlí sl., voru veittar viðurkenn- ingar fyrir góðan námsárangur. Þær sem hlutu hæstu meðaleink- unn voru: Rannveig Sveinsdóttir 9,7, Sigrún Konráðsdóttir 9,6 og Hildur Guðmundsdóttir 9,5. Ritaraskólinn býður upp á framhaldsmenntun sem skiptist í tvær brautir, fjármálabraut og sölubraut. Á fjármálabraut verður megin áhersla iögð á bókfærslu, verslunarreikning, tölfræði, reikn- ingshald og tölvunám. Á sölu- braut verður megin áhersla lögð á ensku, verslunarreikning, sölu- tækni, markaðsfræði og tölvu- nám. Hægt er að hefja nám í skólan- um í september og janúar. Kanínubændur heiðra Karl Kortsson Morgunblaðið/BAR Hlöðver Diðriksson, formaður Kanínuræktarfélags Suðurlands, af- hendir Karli Kortssyni angóruullarfatnað að gjöf. STJÓRN Kanínuræktarf élags Suðurlands og Finullar hf. færðu Karli Kortssyni fatnað úr ang- óruull i gjöf á þriðjudaginn i viðurkenningarskyni fyrir braut- ryðjandastörf hans á sviði ullar- kaninuræktar á íslandi. Karl átti upphaflega hugmyndina að því að koma upp ullarkanínu- rækt hér á landi, og annaðist hann allan undirbúning og hafði milli- göngu um kaup á fyrstu angóru- Tívolí í Hveragerði: Margslungin skenimti- dagskrá næstu vikur Á NÆSTUNNI stendur til að brydda upp á ýmsum nýjungum í Tívolíinu i Hveragerði. Verður m.a. i auknum mæli reynt að nota staðinn til hljómleika- og dansleikjahalds og ríður látúns- barkinn Bjarni Arason á vaðið í kvöld ásamt hljómsveit sinni Vaxandi. Bjarni var sem kunnugt er kjör- inn Látúnsbarki '87 í síðasta mánuði, en kjörið fór fram í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins frá Tívolíinu. Ekki verður þar látið staðar num- ið, þvi á morgun mun Stuðkompa- níið frá Akureyri leika fyrir dansi og á þriðjudag í næstu viku kemur Bubbi Morthens þar fram. Næstu vikur verður svo fram haldið á þess- ari braut og meðal þeirra, sem stíga munu á stokk í Hveragerði, verða Skriðjöklar að norðan, Sniglaband- ið, vísnasöngvarinn Bjami Tryggva og Valgeir Guðjónsson. Að sögn Jakobs Magnússonar, sem annast hefur skemmtidag- skrárgerð fyrir Tívolíið, verður poppmúsík þó ekki hið eina sem haft verður til skemmtunar í Tívolí næstu vikur, því þar verður um alls konar uppákomur fyrir fólk á öllum aldri að ræða. kanínunum frá Þýskalandi árið 1981. Þetta hugarfóstur Karls hef- ur stækkað og dafnað, þannig að nú eru um 300 aðilar sem stunda ullarkanínurækt á íslandi og fram- leiðsla á fatnaði úr ullinni er töluverð og fer vaxandi. Við athöfnina var staddur Josef Merkle, formaður sambands 9 kanínuræktarfélága í Þýskalandi, en hann er nú á ferð um landið ásamt Ingimar Sveinssyni, nýráðn- um kanínuræktarráðunauti Búnað- arfélags íslands. Merkle hrósaði öllum aðstæðum hér á landi og sagði að bæði hráefnið og fatnaður- inn frá Fínull væru úrvalsvara. Nægur markaður er fyrir fatnað úr angóruull, að sögn Kristjáns Valdimarssonar, framkvæmda- stjóra Fínullar hf. Fínull, sem tók til starfa í Mosfellsbæ í desember á síðasta ári, hefur einkum sent framleiðslu sína til Þýskalands, en hefur nýlega byijað að selja angóru- ullarfatnað hér innanlands. Fyrir- tækið framleiðir einkum undirfatn- að og svokallaðan heilsufatnað úr ullinni, en angóruull mun vera hlýj- asti og jafnframt léttasti, náttúru- legi þráðurinn, sem völ er á. Fínull mun kynna framleiðslu sína á land- búnaðarsýningunni Bú ’87, sem hefst á morgun, föstudaginn 14. ágúst. Nemendur sem útskrifuðust frá Ritaraskólanum. Fremsta röð frá vinstri: Sigrún Guðjónsdóttir, Guðný S. Friðriksdóttir, Hildur Guðmundsdóttir, Rannveig Sveinsdóttir, Sigrún Konráðsdóttir, Katrín Stefánsdóttir, Rósa Á. Rögnvaldsdóttir. Miðröð frá vinstri: Eva Dís Snorradóttir, Sveinborg Daníelsdóttir, Sigrún Benediktsdóttir, Ólöf B. Guðmundsdóttir, Herdís Hjörleifsdóttir, Guðrún Bjarnfinnsdóttir, Heiðrún Ásgeirsdóttir, Sigrún Héðinsdóttir, Ingibjörg Elíasdóttir, Anna Steinars- dóttir. Aftasta röð frá vinstri: Arna Ragnarsdóttir, Sigfríð Runólfsdóttir, Margrét H. Steingríms- dóttir, Björk Guðjónsdóttir, Jóhanna M. Jóhannsdóttir, Karen Rögnvaldsdóttir, Kristin Markúsdóttir. Látúnsbarkinn Bjarni Arason með verðlaunagripinn á lofti. Við óskum SÍLD & FISKI og HAGKAUPI til hamingju með verslanir sínar í Kringlunni. Bizerba-umboðið á íslandi RÖKRÁS SF. Bíldshöföa 18 112 Reykjavík sími671020 M

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.