Morgunblaðið - 15.08.1987, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 15.08.1987, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 7 S STÖÐ2 MEÐAL EFNIS í KVÖLD ■ ■ ■ 1 ■ iO Br 9 f ^ f- ■ ■ ■ I 21:15 CHURCHILL (The Wilderness Years). Nýr breskur framhaldsþáttur um starfSir Winston Churchills. Fyrsti þáttur. íþættinum er sérstaklega fjallað um árin 1929-39 sem voru Churchill erfið. ÁNÆSTUNNI :! a & :.i i jj .;«j 2) & ii •) j JJ *» JJ . t & Jfí i -*J Át J) »i •! Jj l jj á) i) 3 3 j j ii 3 3 :•) i i 1> 31>D 3 ! 3 3 2Í a j 20:25 Sunnudagur ARMUR LAGANNA (Grossstadttrevier). Nýrþýskur framhaldsflokkur i sex þáttum um unga lögreglukonu og sam- starfsmann hennar. i 71' 1 n ■ M&nudngur 111 FERÐAÞÆTTIR (National Geographic). Hinn fjögurra ára gamli Sjimpansapi Kanzi hefur sýnt ótrúlega tungu- málahæfileika. Fylgstermeð honum „ tala " með aðstoð rúm- fræðilegra tákna. ÚdÝ vö A uglýsingasími Stöðvar2er 67 30 30 Lykillnn færA þúhjá Helmllistsakjum Heimilistæki hf S:62 12 15 Ritaraskólinn: 28 nem- endur út- skrifaðir ÚTSKRIFAÐIR hafa verið 28 nemendur frá Ritaraskólanum sem stunduðu nám á íslensku- braut á timabilinu 5. janúar tii 10. júlí sl. Við skólaslitin, sem fram fóru 10. júlí sl., voru veittar viðurkenn- ingar fyrir góðan námsárangur. Þær sem hlutu hæstu meðaleink- unn voru: Rannveig Sveinsdóttir 9,7, Sigrún Konráðsdóttir 9,6 og Hildur Guðmundsdóttir 9,5. Ritaraskólinn býður upp á framhaldsmenntun sem skiptist í tvær brautir, fjármálabraut og sölubraut. Á fjármálabraut verður megin áhersla iögð á bókfærslu, verslunarreikning, tölfræði, reikn- ingshald og tölvunám. Á sölu- braut verður megin áhersla lögð á ensku, verslunarreikning, sölu- tækni, markaðsfræði og tölvu- nám. Hægt er að hefja nám í skólan- um í september og janúar. Kanínubændur heiðra Karl Kortsson Morgunblaðið/BAR Hlöðver Diðriksson, formaður Kanínuræktarfélags Suðurlands, af- hendir Karli Kortssyni angóruullarfatnað að gjöf. STJÓRN Kanínuræktarf élags Suðurlands og Finullar hf. færðu Karli Kortssyni fatnað úr ang- óruull i gjöf á þriðjudaginn i viðurkenningarskyni fyrir braut- ryðjandastörf hans á sviði ullar- kaninuræktar á íslandi. Karl átti upphaflega hugmyndina að því að koma upp ullarkanínu- rækt hér á landi, og annaðist hann allan undirbúning og hafði milli- göngu um kaup á fyrstu angóru- Tívolí í Hveragerði: Margslungin skenimti- dagskrá næstu vikur Á NÆSTUNNI stendur til að brydda upp á ýmsum nýjungum í Tívolíinu i Hveragerði. Verður m.a. i auknum mæli reynt að nota staðinn til hljómleika- og dansleikjahalds og ríður látúns- barkinn Bjarni Arason á vaðið í kvöld ásamt hljómsveit sinni Vaxandi. Bjarni var sem kunnugt er kjör- inn Látúnsbarki '87 í síðasta mánuði, en kjörið fór fram í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins frá Tívolíinu. Ekki verður þar látið staðar num- ið, þvi á morgun mun Stuðkompa- níið frá Akureyri leika fyrir dansi og á þriðjudag í næstu viku kemur Bubbi Morthens þar fram. Næstu vikur verður svo fram haldið á þess- ari braut og meðal þeirra, sem stíga munu á stokk í Hveragerði, verða Skriðjöklar að norðan, Sniglaband- ið, vísnasöngvarinn Bjami Tryggva og Valgeir Guðjónsson. Að sögn Jakobs Magnússonar, sem annast hefur skemmtidag- skrárgerð fyrir Tívolíið, verður poppmúsík þó ekki hið eina sem haft verður til skemmtunar í Tívolí næstu vikur, því þar verður um alls konar uppákomur fyrir fólk á öllum aldri að ræða. kanínunum frá Þýskalandi árið 1981. Þetta hugarfóstur Karls hef- ur stækkað og dafnað, þannig að nú eru um 300 aðilar sem stunda ullarkanínurækt á íslandi og fram- leiðsla á fatnaði úr ullinni er töluverð og fer vaxandi. Við athöfnina var staddur Josef Merkle, formaður sambands 9 kanínuræktarfélága í Þýskalandi, en hann er nú á ferð um landið ásamt Ingimar Sveinssyni, nýráðn- um kanínuræktarráðunauti Búnað- arfélags íslands. Merkle hrósaði öllum aðstæðum hér á landi og sagði að bæði hráefnið og fatnaður- inn frá Fínull væru úrvalsvara. Nægur markaður er fyrir fatnað úr angóruull, að sögn Kristjáns Valdimarssonar, framkvæmda- stjóra Fínullar hf. Fínull, sem tók til starfa í Mosfellsbæ í desember á síðasta ári, hefur einkum sent framleiðslu sína til Þýskalands, en hefur nýlega byijað að selja angóru- ullarfatnað hér innanlands. Fyrir- tækið framleiðir einkum undirfatn- að og svokallaðan heilsufatnað úr ullinni, en angóruull mun vera hlýj- asti og jafnframt léttasti, náttúru- legi þráðurinn, sem völ er á. Fínull mun kynna framleiðslu sína á land- búnaðarsýningunni Bú ’87, sem hefst á morgun, föstudaginn 14. ágúst. Nemendur sem útskrifuðust frá Ritaraskólanum. Fremsta röð frá vinstri: Sigrún Guðjónsdóttir, Guðný S. Friðriksdóttir, Hildur Guðmundsdóttir, Rannveig Sveinsdóttir, Sigrún Konráðsdóttir, Katrín Stefánsdóttir, Rósa Á. Rögnvaldsdóttir. Miðröð frá vinstri: Eva Dís Snorradóttir, Sveinborg Daníelsdóttir, Sigrún Benediktsdóttir, Ólöf B. Guðmundsdóttir, Herdís Hjörleifsdóttir, Guðrún Bjarnfinnsdóttir, Heiðrún Ásgeirsdóttir, Sigrún Héðinsdóttir, Ingibjörg Elíasdóttir, Anna Steinars- dóttir. Aftasta röð frá vinstri: Arna Ragnarsdóttir, Sigfríð Runólfsdóttir, Margrét H. Steingríms- dóttir, Björk Guðjónsdóttir, Jóhanna M. Jóhannsdóttir, Karen Rögnvaldsdóttir, Kristin Markúsdóttir. Látúnsbarkinn Bjarni Arason með verðlaunagripinn á lofti. Við óskum SÍLD & FISKI og HAGKAUPI til hamingju með verslanir sínar í Kringlunni. Bizerba-umboðið á íslandi RÖKRÁS SF. Bíldshöföa 18 112 Reykjavík sími671020 M
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.