Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.08.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1987 -n ...........v;.v. .':?v rr-ri- " 'r r..~:____________ _ j...........* í í i • •• 7- t— .......'itót.ll:; J \ J * rr r-t r-i 1 j J 1 *! ! .... jiuf .iiLidw 0 \rN ) »tó J-. An ■S-o,! ■1 ■, jimvQ;«}sÆlí n 444-^ ; r \ LW v>-if -i^ r^/—Lv t—'f- —\ w \ •••,■•. *•.. *•..>..-ÍSKví- . j / - \ I' \ • íj_. \ — U£ \ ", \\j-------- N W| K. / Hlemmtorg , yfirlitsmynd eins og höfundar skipulagsins hugsa sér það. A bUastæðinu sunnan Laugavegarins, fyrir framan Búnað- arbankann hefur verið gert upphækkað torg. Götumar næst torginu hafa verið þakktar tigulsteinum. Umhverfis torgið er plantað tijám. Leigubilstjórar geta lagt farskjótunum á ræmu norðan torgsins, þar sem einnig er gert ráð fyrir sölutjöldum. Hlemmur í núverandi mynd. '■• Morgunblaðið/BAR Morgunblaðið/BAR Höfundar tillögunnar vilja láta rífa múrana í kringum tugthúsið við Skólavörðustíg. Starfsemi fangelsins yrði flutt brott en húsinu breytt í menningar eða félagsmiðstöð fyrir hverfið. Fangelsisgarðinum, sem er kringum húsið vestan, norðan og austanvert yrði breytt í torg með gróðri og bekkjum. úrbóta sé þörf í öllu hverfínu. Hlut- ar þess séu æði tætingslegir og eigi það einkum við atvinnuhúsnæði og nágrenni þess. Margir bakgarðar þarfnist frágangs og snyrtingar. Þá telja höfundar skorta bílastæði, útivistarsvæði og leiksvæði í grennd við heimili barna. Leiðir nemenda í skóla séu hættulegar og miklar umferðaræðar skeri íbúðarsvæðin frá öðrum hlutum hverfísins. í nágrannalöndunum er miðað við að hávaði í íbúðabyggð fari ekki yfir 55 dB, eða 35 dB innan dyra, segir í greinargerðinni. Háv- aði á bilinu 35 dB—40 dB getur valdið svefntruflunum, samkvæmt norskum mælingum. Við 55 dB er erfítt að halda uppi sarnræðum með eðlegum talstyrk, við 70 dB verða menn að kallast á og við 75 dB heyrist mælt mál ekki úr 1 metra fjarlægð. Hávaði við helstu um- ferðagötur gamal bæjarins mældist á bilinu 63 dB-73 dB árið 1981, en ætla má að bílaumferð hafí au- kist nokkuð frá þeim tíma. Til þess að bregðast við vandan- um gerir skipulagið ráð fyrir 30 km hámarkshraða á húsagötum líkt og í Vesturbæ. Hraðahindranir yrðu settar á allar stærri umferðaræðar þeirra á meðal Laugaveg fyrir ofan Hlemm, Rauðarárstíg, Flókagötu og Háteigsveg. Umferðareyjar á Snorraþraut á að breikka, leggja niður bflastæði meðfram þeim en leyfa bifreiðastæði vestan götunn- ar. Á umferðareyjunum er lagt til að gróðursett verði skjólbelti, svo og meðfram gangstéttum sinnhvoru megin. í hverfaskipulagi Austur- bæjarins er gert ráð fyrir að starf- semi ÁTVR flytjist úr hverfínu. Grettisgötu yrði lokað sam- kvæmt skipulaginu við vestari enda sambýlishússins við Bíoborgina (Austurbæjarbíó). Á svæðinu bak- við Hótel Lind og heilbrigðisráðu- neytið á að gera bílageymslu á tveimur hæðum. Ekið yrði inn á efri hæð frá Snorrabraut en neðri hæð frá Rauðarárstíg. Arkitektarnir segja Hlemm vera „segul“ svæðisins vegna þess fjölda manna sem eigi leið þar um á hverj- um degi. Gerð er tillaga um að ryðja svæðið sunnan Laugavegar og aust- an Rauðarárstígs þar sem nú er sölutum, biðstöð leigubifreiða og bílastæði. í staðinn á að koma upp- hækkað og afmarkað torg í framhaldi af Hlemmi. Yrði hægt að grafa bílageymslu undir torgið með innakstri frá Stórholti. Til þess að veita skjól fyrir norð- angarra á að setja upp söluskála og biðskýli meðfram Laugavegin- um, þar sem leigubílum er ætlaður staður. Á sjátfu torginu verður gróður og bekkir. Gangstéttum og yfirborði gatna í kringum Hlemm yrði breitt en akstursleiðir afmark- aðar með stólpum líkt og á neðri hluta Laugavegs. Böm eiga fá afdrep með leiki sína í hverfinu að mati skipuleggj- enda og leita þeir lausna á þeim vanda. Skarphéðinsgötu mætti breyta í akfæran göngustíg. Gert er ráð fyrir að breyta yfirborði hennar og koma fyrir bílastæðum vestan megin. Við suðurenda, sem lokaður er með steinvegg við Rauð- arárstíg, er teiknað leiksvæði. Stólpar yrðu settir við götuna til að tálma umferð, en bekkjum, leik- tækjum og gróðri komið fyrir á reitnum. I sama dúr er hugmynd um að gjörbreyta húsagarðinum milli Laugavegs og Skúlagötu í úti- vistar- og leiksvæði með grasflöt- um, mnnum og tijám. Vesturbær - Fjölbreytt útivistarsvæði skortir Þetta svæði afmarkast af Suður- götu í austri, Hringbraut í suðri og liggur niður að sjó. Byggðin með- fram Vesturgötu, við Bræðraborg- arstíg og Framnesveg er að stofni til frá því fyrir aldamót. Stýrimann- astígur, Tjarnargata og Suðurgata byggðust að hluta fyrir árið 1920. Eins og önnur hverfi í gamla miðbænum, segja tillöguhöfundar, þjakar mikil umferð íbúanna og bílastæði skortir. Ekki er raunhæft að reisa bílastæðahús eða malbika stór bílaplön á svæðinu þar sem ./ X... ii /% ° tr, J lífí ffl 'Xh, ^ SfRtf m m íftv! C...liillsJ TKJq Morgunblaðið/BAR Skarphó ðinsgata og svæðið í kríng eins og það er í dag. Skarphóðinsgata. Vestan veggjar sem skilur götuna og Rauð- arárstíg að hafa arkitektarnir gert tillögu að hellulögðu torgi. Stólpar girða torgið umferð. Þar yrði komið fyrir bekkjum og plantað trjám.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.