Morgunblaðið - 22.08.1987, Síða 14

Morgunblaðið - 22.08.1987, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 Hafa gæðamálin gleymst hjá Neyt- endasamtökunum? eftirReyni Kristinsson Neytendasamtökin hafa haldið uppi harðri atlögu að verðlagsmál- um ýmissa landbúnaðarafurða, nú síðast grænmetis, en áður meðai annars gegn eggjaframleiðendum. Lofsvert er að einhveijir reyni að halda útgjöldum vegna matvæla- kaupa í skefjum til að vega upp stefnu núverandi ríkisstjórnar í þeim efnum. Einn hlutur virðist þó alveg hafa gleymst í þessari umræðu en það eru gæðamál þess- arar framleiðslu. Einn mikilvæg- asti þátturinn fyrir neytendur eru gæði keyptra vara, það er að ekki þurfi að henda 10-20% af vörunni vegna lélegra gæða. Ef hægt á að vera að halda uppi stöðugum gæðakröfum og lágu verði verða framleiðendur að standa saman um þróun framleiðslunnar og leita leiða til að bæta framleiðsluna og gera hana hagkvæmari. Einnig er eðlilegast að framleið- endur standi saman að dreifingu Reynir Kristinsson „Menn verða að gera sér ljóst að samstarf framleiðenda í land- búnaði er nauðsynlegt og andstætt hagsmun- um neytenda að koma í veg fyrir slíkt.“ framleiðslu sinnar og láti fagfólki eftir að annast hana. Framleiðend- ur eiga hinsvegar að veija tíma sínum til að sinna framleiðslunni og leita leiða til að bæta hana og gera arðsamari þannig að þeir þoli lægra verð en áður, með því eykst neyslan og framleiðendur og nejrtendur hagnast. Menn verða að gera sér ljóst að samstarf framleiðenda í land- búnaði er nauðsynlegt og andstætt hagsmunum neytenda að koma í veg fyrir slíkt. Þær athuganir sem gerðar hafa verið á viðhorfum almennings til íslenskrar framleiðslu sýna að íslensk framleiðsla er mun eftir- sóttari en erlenda framleiðslan og nú á tímum mengunarhættu má reikna með að íslenska framleiðsl- an verði enn eftirsóttari. Ef Neytendasamtökin ætla að gæta hagsmuna neytenda verða þau að breyta baráttuaðferðum sínum og ganga í lið með íslenskum fram- leiðendum í því að leita leiða til að gera framleiðsluna hagkvæm- ari í stað þess að vera með sífelldar árásir í fjölmiðlum og byggja á þann hátt upp efasemdir í garð íslenskrar framleiðslu. Þetta er ekki réttlætanlegt gagnvart þeim aðilum sem barist hafa fyrir notk- un íslenskrar framleiðslu m.a. undir kjörorðinu veljum íslenskt. Höfundur er rekstrarráðgjafi. ■- ' m -„x — lv aa ía -ýsk m. asasa esœm tsspst m ea m UPPTILAGNA Það má með sanni segja að Tomma Tíðindi hafi hitt beint í mark. Þau eru gjörsamlega ófáanleg hjá útgefanda þótt þau hefðu komið út í meira en 50 þúsundum eintaka. „Þau hafa bókstaflega verið étin upp til agna,“ sagði fram- kvæmdastjóri blaðsins á blaðamannafundi í gær. Það uppátæki að hafa Moggann utan um Tomma tiðindi hefur vakið mikla athygli og heyrst hefur að nokkur dagblaðanna séu að íhuga að fara eins að. TVEIR SÓTTU Nýlega var auglýst ritstjóra- staða hjá Tomma tíðindum. Tveir hafa þegar sótt um stöð- una og óska báðir nafnleynd- ar. Rannsóknarblaðamaður TT hefur hins vegar komist að því að þeir séu báðir starfandi ritstjórar á sama blaðinu. Um- sóknarfrestur hefur verið framlengdur um óákveðinn tíma. RISAGLASIÐ ALVEG SVAKALEGA STÓRT! GETRAUNIN ER EKKERT MÁL... Þetta sagði lítil hnáta sem var að borða hamborgara með mömmu sinni á cinum Tomma staðanna þegar blm. TT bar að garði. Þær mæðgur höfðu að sjálfsögðu fengið sér risa- glas af Pepsí með. Sú litla sagði að getraunin væri ekkert erfið: „Ég vissi alveg að Jón Baldvin er sterkasti maður allra tíma. Ég vinn sko örugg- lega Sólarlandaferð og ég ætla að bjóða mömmu og pabba með og kannski Palla bróður ef hann hættir að stríða mér.“ m BS dt ms a ambor Nærri 40 þúsund manns hafa heimsótt Tomma staði síðan 8. ágúst. Enn hægt aö fá Tomma borgara á 87 krónur. Salan á Tomma hamborgur- um hefur þre- eða fjórfaldast Hólmaseli 4, Laugavegi 26, síðan verðið var lækkað niður Lækjartorgi og Reykjavíkur- í 87 krónur 8. ágúst sl. eftir því vegi 68 í Hafnarfirði. Ef öllum sem Gissur í Tomma ham- þeim Tomma hamborgurum borgurum segir. Á þessum sem seldir hafa verið á þessu tíma munu nærri 40 þúsund tímabili yrði raðað í einfalda manns hafa komið á Tomma röð yrði röðin u.þ.b. 8 kíló- staðina á Grensásvegi 7, metra löng eða sem svarar vegalengdinni milli Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar! Spurn- ingin er bara: Verður ham- borgarakeðjan komin alla leið til Keflavíkur 5. september þegar hætt verður að selja Tomma hamborgara á 87 krónur? Það yrði algert met! Blómkálstíð Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Þá er komið að árlegum veislu- höldum neytenda, grænmetisunn- enda, garðyrkjubændur hafa rétt í þessu auglýst blómkál á lækkuðu verði. Það er því um að gera að rjúka upp til handa og fóta og ná sér í birgðir af blómkáli, þ.e. þeir sem sjóða niður, búa til pik- les eða frysta til síðari nota. En blómkál er svo ljúffengt grænmeti að sjálfsagt er að nota tækifærið og hafa það í salöt, með mat eða í sjálfstæða rétti, meðan það er á hagstæðara verði. Blómkál inniheldur C-vítamín, meira en fæst úr nýjum kartöfl- um, í 100 g eru aðeins 25 hitaein- ingar. Það þolir nokkurra daga geymslu í plasti í kæliskáp. Það er gott að láta blómkál liggja í saltvatni um stund, fyrir suðu, og umfram allt að sjóða það ekki of mikið. Ef blómkálið er sett í kalt vatn í potti er best að taka það af um leið og suðan kemur upp og láta það síðan standa í ca. 5—10 mínútur eða þar til það er hæfilega hart undir tönn. Ef sett er mjólkurlögg (1 dl mjólk í 1 1 vatns) heldur kálið sínum hvíta lit. Með fylgja svo nokkrar upp- skriftir með blómkál í aðalhlut- verki. Blómkálssalat 1 blómkálshöfuð, blaðsalat, dálítið kínakál, V2 agúrka, 4 tómatar. Stilkurinn er fjarlægður og kálið tekið í sundur í greinar. Salatblöðin skorin í strimla, ag- úrkan í sneiðar og tómatarnir í báta. Allt sett í skál. Salatsósa 3 matsk. olía, 1 matsk. edik, V2 tsk. salt, örlítill pipar, 2 tsk. esdragon. Allt hrist eða hrært saman og hellt yfir salatið. Blómkálssúpa. Blómkálsbuff 1 stórt eða tvö lítil blómkálshöfuð, 1 stór laukur, 1 egg og 1 eggjarauða, 2 matsk. hveiti, salt. Blómkálið soðið í léttsöltu vatni og kælt að suðu lokinni. Kálið tekið sundur í greinar og laukur- inn skorinn í litla bita, en síðan er þetta sett í gegnum hakkavél eða í blandara, eggjarauðum, hveiti og kryddi hrært saman við eftir smekk. Úr farsinu eru gerðar kökur (eins og buffstykki) sem síðan er velt upp úr eggjahvítunni og 2 matsk. hveiti. Brúnað á pönnu við meðalhita og borið fram með soðnum kartöflum. Blómkálssúpa 1 meðalstórt blómkálshöfuð, 3 matsk. smjör, 2 laukar í sneiðum, 1 tsk. grænmetiskraftur, 2'/2 dl heit mjólk, 1 dl heitt vatn, 1 tsk. salt, 1 eggjarauða, 2 matsk. rifinn ostur. Blómkálshöfuðið tekið sundur í greinar og helst gufusoðið, síðan pressað í gegnum sigti eða sett í blandara. Smjörið sett í pott, lauk- sneiðarnar settar út í og látið krauma um stund en grænmetis- duftinu svo stráð yfir. Mjólk og vatn hrært saman við blómkáls- þykknið, salti stráð yfir og síðan hellt yfir laukinn í pottinum. Lát- ið sjóða u.þ.b. 5 mínútur og síðan hellt í gegnum sigti. Eggjarauðan þeytt, dálítið af súpunni hrært saman við en þvi svo hellt út í súpuna, ostinum bætt í og súpan er tilbúin. Blómkálsbuff.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.