Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.08.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 6 L A B E R Fyrir rúmlega 40 árum var ungur drengur á leið til Seyðisfjarðar af skátaskólanum á Úlf- ljótsvatni, þar sem hann hafði dvalið sumarlangt. Hann fór landleiðina norður um, og lá leið hans um Húsavík, þar sem hann vissi að hann ætti marga ættingja, sem hann hafði þó aldrei séð. Hann spurði um þessa ættingja sína og ákvað að húsvitja og gekk fyrir dyr ættmenna sinna, bankaði upp á með þessum orðum: „Mér er sagt, að ég eigi skyldfólk hér.“ Allir tóku honum vel og buðu til stofu og upp á bláber og ijóma. AJls staðar þáði hann þessar veitingar, varð þó að lokum allvel saddur, en hafði við orð, þegar hann kom heim til foreldra sinna, að allt- af hefðu berin verið jafn góð, en það hefði verið svolítið erfitt að kyngja þeim síðustu, en berin hefðu verið borin fyrir hann af svo góðum huga, að hann hefði hvergi getað afþakkað. Já, Þingey- ingar eru ættræknir, og satt er það að bláber eru góð, þvi neitar enginn. Stundum er svo mikið af þeim að hægt er að moka þeim upp, en þannig háttar einmitt til núna í okkar góðu sumarveðráttu. Lítið er um aðalbláber hér sunnanlands, en veðurfar og snjóalög eiga sök á því.. Aðalblá- ber vaxa aðallega í lautum og hlíðum þar sem snjóa leysir seint. Aðalbláberin eru ljúffengari en bláber og henta mun betur til frystingar, þau verða ekki eins súr og bláberin. Við suðu á blá- beijum kemur einhvers konar málmbragð, en þess gætir ekki eins mikið með aðalbláber. Sumar þjóðir nýta alls ekki önnur bláber en aðalbláber, líta ekki við venjulegum blábeijum, sem okkur íslendingum, einkum sunnanlands, þykir dágóð. Og nú eru bláber og aðalbláber full- þroska og bíða þess að við tínum þau bæði til neyslu núna og eins til vetrarforða, Ef berin eru tínd á hreinum stað, t.d. Ijarri vegköntum, er best að þvo þau ekki fyrir fryst- ingu. Fryst bláber ■A kg bláber 1 dl sykur 1. Setjið berin og sykurinn í skál, hrærið örlítið saman, en gætið þess að berin fari ekki í mauk. 2. Setjið berin í plastpoka eða plastdós með loki, merkið með dagsetningu og setjið strax í frysti. Notið ekki álbakka. 3. Þíðið berin í kæliskáp áður en þau eru notið. Þau eru lengi að þiðna. Frysta má krækiber, en best er að setja engan sykur á þau, heldur setja þau í ílát eins og þau eru. Þessi uppskrift er úr bók minni „220 gómsætir ávaxta- og beija- réttir": Bláberjasulta, venjuleg 2 kg bláber 1200 g sykur rotvamarefni 1. Hreinsið berin, þvoið þau síðan. Setjið á sigti og látið renna vel af þeim. Gott er að þerra þau með því að leggja þau á eld- húspappír eða hreina diskaþurrku. 2. Setjið 'A beijanna f skál, stráið síðan V« hluta sykurs yfir, síðan aftur koll af kolli þar til allt er komið í skálina. Látið standa yfír nótt. 3. Setjið berin og sykurinn í pott. Látið sjóða upp, en takið þá strax af hellunni og látið standa í lokuðum potti í 15 mínútur. Gerið þetta þrisvar. 4. Hellið þá því sem er í pottin- um á sigti og látið safann renna af beijunum. Sefjið berin í krukk- ur þannig að þær séu rúmlega hálffullar. 5. Hellið leginum aftur í pottinn og látið sjóða við miðlungshita þar til lögurinn þykknar. Fylgist vel með og takið sýnishom og setjið á disk í kæliskápinn til að sjá hversu þykkt er orðið. 6. Setjið rotvamarefni út í lög- inn, eftir að þið hafið tekið hann af hellunni. Hellið ieginum yfír berin í krukkunum. Látið kólna. 7. Klippið kringlótta búta úr smjörpappír og leggið yfír sult- una. Setjið síðan lok eða tvöfalda plastfilmu yfír kmkkumar. 8. Merkið kmkkumar með inni- haldi og dagsetningu. 9. Geymið á köldum, dimmum stað. Um rotvarnarefni Algengasta rotvamarefni hér á landi er Benso-nat. En leiðbein- ingar þess em ekki nógu skýrar. Skolið ílátin að innan með rot- vamarefninu, hellið vel úr ílátinu. Setjið síðan V2—1 msk. af rotvam- arefninu í lítra af sultu. Setjið rotvamarefnið í rétt eftir að þið takið pottinn af hellunni, það á ekki að sjóða. Flestir vita að rotvamarefni er ekki æskilegt í mat, en það sem við setjum út í sultuna okkar er smámunir samanborið við það sem við fáum í tilbúnum mat. ískaka með bláberj- um, jarðarberjum og mandarínum V2 pk. makrónukökur (100 g) V2 pk. kókosmjölskex (100 g), notið þá tegund sem þið fáið V2 bolli sherry eða eplasafi 1 Iítri vaniiluís 1 bolli bláber + 1 dl til að strá yfir 1 bolli jarðarber 5 mandarínur 1. Setjið makrónukökur og kók- osmjölskex í plastpoka og meijið með kökukefli. Setjið í skál. 2. Setjið sherry eða eplasafa út í kexmylsnuna. Þiýstið á botninn á springmóti með lausum börm- um. Setjið síðan hringinn á. 3. Látið ísinn hálfþiðna. Skiptið í þrennt. 4. Meijið bláberin með gaffli og setjið út í Vs hluta íssins. Setj- ið ofan á kexmylsnuna. 5. Skerið mandarínurnar smátt á diski, setjið þær ásamt safa út í V3 íssins. Setjið }rfír blábeijaís- inn. 6. Takið laufið af jarðarbeijun- um. Meijið síðan með gaffli og setjið út í Va hluta íssins. Setjið ofan á mandarínuísinn. 7. Stráið blábeijunum, sem þið tókuð frá, yfir jarðarbeijaísinn. 8. Setjið mótið í ftysti í 2—3 klst. Athugið: Ef þið ætlið að geyma kökuna lengur en fáa tíma þarf að losa hana úr mótinu. Það er auðvelt, ef þið leggið volgt stykki utan á mótið eða dýfið því augna- blik í heitt vatn. Síðan er hægt að setja kökuna á disk og plast- poka yfir og ftysta á ný. Jógúrtís með bláberjum 2 bollar bláber 1 dl hunang 3 eggjarauður + 1 msk. sykur 3 eggjahvítur + 2 msk. sykur 2 dósir jógúrt án bragðefna 1. Setjið berin í pott ásamt hunangi. Látið suðuna koma upp, takið þá pottinn af hellunni og meijið berin með kartöflustapp- ara. Sjóðið síðan áfram í 5 mínútur. 2. Þeytið eggjarauður og sykur þar til það er ljóst og létt. 3. Hellið örlitlu af heitu beija- maukinu út í eggjarauðumar, setjið síðan allt í pottinn og setjið á heita helluna. Hrærið í þar til þetta þykknar, en það má ekki sjóða þá skilja eggin sig. Gott getur verið að setja kalt vatn í eldhúsvaskinn og skella pottinum í vatnið um leið og þetta þykkn- ar. Hræra síðan í þar til mesti hitinn er rokinn úr. 4. Þeytið eggjahvítumar með sykrinum. 5. Setjið jógúrt út í kalt beija- maukið, setjið síðan hvítumar varlega út í. 6. Hellið í skál og setjið í frysti í 3 klst. Þessi uppskrift er úr bók minni „220 gómsætir ávaxta- og beija- réttir": Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON ir þá sem hafa fyrir því að nýta berin. Leiðbeiningum er fylgt, en allt kemur fyrir ekki, sultan hleyp- ur ekki. Enginn vafí leikur á að það hleypiefni, sem sumir fram- leiðendur hérlendis setja á markaðinn, er ekki í lagi. Eg lenti fyrir tveimur árum í mikilli um- ræðu við forstjóra einnar verk- smiðju, sem framleiðir slíkt efni, og lofaði hann bót og betrun, en fátt hefur orðið um efndir. Önnur verksmiðja bætti þó um og breytti sínum leiðbeiningum, enda er sú vara sem sú verksmiðja sendir frá Bláberja- mareng'skaka 4 eggjahvítur 200 g sykur V2 lítri ijómi 750 g fersk bláber IV2 dl sykur 1. Þeytið eggjahvítumar með V« sykurs, bætið síðan því sem eftir er af sykrinum smám saman í og þeytið stöðugt, þar til þetta er orðið mjög stíft. 2. Leggið bökunarpappír á bök- unarplötu, teiknið síðan hring utan um disk u.þ.b. 30 sm í þver- mál. 3. Setjið V« af marengsdeiginu á hringinn og smyijið jafnt yfír. 4. Setjið síðan það sem eftir er af marengsdeiginu með skeið á brún hins deigsins, þannig að það myndi eins konar krans. 5. Hitið bakaraofn í 100—120°C, setjið plötuna með marengsdeiginu í miðjan ofninn og bakið í U/2 klst. Lækkið hitann ef ykkur fínnst þetta brúnast, en botninn á að bakast án þess að brúnast mikið. 6. Takið botninn úr ofninum losið bökunarpappírinn frá, en leggið botninn á fat og látið kólna. 7. Takið 1—2 dl af blábeijum frá, en setjið sykur saman við hinn hluta þeirra. Látið standa með sykrinum í 1—2 klst. 8. Þeytið ijómann, setjið sykr- uðu bláberin saman við og setjið inn í hringinn. 9. Stráið sykurlausu beijunum yfir. 10. Látið kökuna standa í kæli- skáp í 1 klst eftir að ijóminn er kominn,á hana. Um hleypiefni Nú sem undanfarin ár lenda sumir þeirra sem búa til hlaup (sultu) úr krækibeijasafa, í vand- ræðum með hleypiefnið. Sultan hleypur ekki. Þetta endurtekur sig ár eftir ár, til mikilla leiðinda fyr- sér í lagi. Því miður hefi ég ekki leyfí til að mæla með vöru frá einhveijum sérstökum framleið- anda eða gefa upp nafn þess, sem er með ómögulega vöru, og ekki fínnst mér gaman að hvetja ís- lendinga til að kaupa danskt hleypiefni, þar sem sumt af okkar íslenska hleypiefni er fyrsta flokks. Pektínefni á alltaf að setja út í sultuna á undan sykrinum, auk þess þarf visst magn af sýru að vera í ávöxtunum eða beijunum til þess að þetta hlaupi. Á mörgum umbúðum er þess ekki getið, að setja þurfi sykurinn í á eftir. Þetta hleypiefnismál er heldur leiðin- legt, en hvað er til ráða? Það getur ekki verið að þeir sem selja þetta ónýta hleypiefni og eru með rangar leiðbeiningar og vonda vöru geri sér grein fyrir þeim leiða og vonbrigðum sem þetta veldur fólki, annars sendu þeir þetta ekki á markaðinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.