Morgunblaðið - 22.08.1987, Page 18

Morgunblaðið - 22.08.1987, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 Skógartoppur — vaftoppur Nú er sumri tekið að halla, þessu sumri sem hefur verið svo einstak- lega milt og hlýtt og gott garðeig- endum hér sunnanlands. Garða- gróður hefur náð hámarki sínu og margar jurtir þegar famar að þroska fræ. Ég skora á þá félaga GÍ sem vilja leggja inn í fræbank- ann okkar á komandi vetri að huga vel að fræöflun þessa dagana og vikumar, öll skilyrði til fræsöfnunar eru hin ákjósanlegustu. En ég hef stigið örlítið hliðarspor út frá þeim stíg sem ég hugðist ganga þetta sinn. Þótt ýmsar snemmblómstrandi jurtir hafi fölnað, standa aðrar í fullum blóma og gefa garðinum nýtt yfirbragð, nýja fegurð. Það er ljúft að rölta um götur í ágústhúm- inu og njóta kyrrðarinnar eftir erilsaman dag, virða fýrir sér rósir og bláklukkur í fullum blóma, finna angan gróðurs og moldar. Þegar við hjónakomin komum heim úr kvöldgöngunni staðnæm- umst við gjamam örlitla stund á dyrahellunni og drögum djúpt að okkur andann og fyllum vitin ljúf- um, sætum ilmi. Þessi ilmur, sem er kveðja garðsins áður en gengið er til hvílu, berst frá klifurtoppinum mínum. Toppum — Loniceria — sem ræktaðir em í görðum — má skipta í tvo aðalflokka, runnatoppa og klif- urtoppa. Algengasti mnnatoppur- inn á íslandi er líklega blátoppur- inn. Hann er harðgerður og vindþolinn og þolir vel klippingu og hafa margir gaman af að klippa hann í kúlur. Blátoppurinn er mjög fallegur á vorin þegar blöðin em að bijótast fram, skemmtilega gul- græn fyrst á rauðleitum árssprotum en verða blágræn síðar. Blátoppur- inn minn er oft svo fljótur á sér að ég fæ sting í bijóstið og óttast vorhretin, en þótt um hann næði á vorin nær hann sér fljótt aftur. Ymsir aðrir mnnatoppar em hér í ræktun svo sem gultoppur, glæsi- toppur og rauðtoppur sem getur verið alþakinn rauðum blómum. En það vom klifurtoppamir, sem ég ætlaði að fjalla lítillega um. Klifur- toppurinn minn er einn af fyrstu „íbúum" garðsins. Hann Hinrik nágranni minn komst yfir rótar- sprota í garði frænku sinnar og skipti með mér og bæði fylltumst við stolti yfir klifurtoppunum okkar sem þutu upp og ekki var laust við ofurlítinn meting fyrst í stað. Ég hef talað um klifurtopp fram að þessu og það með ráðnum hug. Það segja mér fróðir menn, að sá klifurtoppur sem ræktaður hefur verið hérlendis áratugum saman og seldur undir nafninu vaftoppur — Lonicera caprifolium — sé í raun skógartoppur — Loniceria periclymenum. Svona nafnamgl- ingur er hvimleiður, þótt hann sé skiljanlegur, enda em plöntumar Skógartoppur og dornrósir. VELKOMIN í KRINGLUNA KRINGLAN verslunarmiðstöð í nýja miðbænum með 76 verslimar- og þjónustufyrirtæki opnar mánudaga til laugardaga kl. hálftíu. KRINGLAN lokar mánudaga til fimmtudaga kl. sjö, föstudaga kl. átta og laugardaga kl. íjögur. VEISTU að veitingastaðir KRINGLUNNAR eru opnir framundir miðnætti alla daga vikunnar. líkar í útliti en þó auðþekktar í sundur í blóma þar sem hjá vaf- toppi em efstu 1—3 blaðpörin undir blómsveipnum alltaf samvaxin og mynda eins konar skál undir blóm- hnappinn. Skógartoppur vex villtur á Norðurlöndum og er algengur á norsku ströndinni allt norður í Mæri, þar sem hann vefur sig upp eftir trjástofnum. Náttúmlegt vaxt- arsvæði skógartoppsins nær norðar í Evrópu en vaftoppsins. PANASONIC FOTORAFHLAÐAN Sú rétta í myndavélina; Rafborgsf. 8.11141. Mér hefur reynst skógartoppur- inn harðger og nægjusamur. Greinamar þurfa stuðning til að geta klifrað, en þær vefja sig sólar- sinnis utan um t.d. sterkt gimi eða stálvír og geta náð margra metra hæð á skömmum tíma. Skógartopp- urinn getur með aldrinum orðið dálítið ber neðst, en hann þolir klippingu vel, jafnvel niður að rót. Stundum kelur greinarendana nokkuð en það hefur ekki áhrif á blómgunina, sem er mikil, jafnvel í rigningarsumrum. Blómgunartím- inn er háður árferði en eins hefur staðarval mikið að segja. Ég á tvo skógartoppa. Þann við suðaustur- húshliðina kelur mun meira (versta vindáttin hjá mér) en hann blómstr- ar hálfum mánuði fyrr en sá við suðvesturhliðina. Blómgunartími er langur og stendur yfír frá júlíbyijun fram undir fyrstu frost. Blómin á skógartoppi eru mjög áberandi. Þau sitja nokkur saman á greinaendum í nokkurskonar blómhöfði. Blómlög- unin er óregluleg og blómblöðin mynda eins konar pípu, sem fræfl- amir ná út úr. Hvert blóm getur orðið um 4-5 cm langt. Liturinn er örlítið breytilegur eftir afbrigðum. Blómin á skógartoppnum mínum eru fyrst rauðbleik að utan, áður en þau opna sig, en eru þá fyrst hvítgul en verða sterkgul með aldr- inum. Skógartoppurinn þroskar aðeins ber í góðum sumrum. Þau eru rauð á lit og sjálfsagt gimileg fyrir litla munna en em örlítið eitr- uð, svo vísast er að fjarlægja þau. Blóm skógartoppsins ilma sætlega, einkum á kvöldin. Sigríður Hjartar frá LERKIH Opið virka daga frá kl. 9-6. LERKi SKEIFAN 13.. 108 REYKJAVIK SÍMI 82877 82468

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.