Morgunblaðið - 22.08.1987, Síða 20

Morgunblaðið - 22.08.1987, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987 Flotastefna Bandaríkj astj óm- ar og mikilvægi norðurslóða Sovéskur kafbátur af gerðinni Delta FV. Um borð eru 16 langdrægar SS-N-23 kjarnorkuflaugar og dregur hver þeirra 7240 kílómetra. eftirAsgeir Sverrisson GEORGE Bernard Shaw sagði einhveiju sinni að gallinn við fjölmiðla væri sá að þeir kynnu ekki að gera greinarmun á reið- hjólaslysi og endalokum sið- menningarinnar. Fréttaflutning- ur fjölmiðla, einkum svonefndra ljósvakamiðia, af ráðstefnu um hemaðarlegt mikilvægi norður- slóða sem nýverið var haldin í Hveragerði , bar óneitanlega keim af þessu. Var látið að því liggja að „hin nýja“ flotastefna Bandaríkjastjórnar væri sérstakt áhyggjuefni fyrir íslendinga þar sem áformað væri að stórauka umsvif flotans í nágrenni við landið. Ráðamenn þjóðarinnar og sérfræðingar vom leiddir fram fyrir myndavélina og beðn- ir um að tjá sig um málið á 30 sekúndum. Vissulega era ljós- vakamiðlunum þröngar skorður settar þar sem miklu skiptir að halda uppi hraða í fréttaflutn- ingi. Öryggis- og vamarmál em hins vegar óendanlega tyrfinn málaflokkur og aukinheldur frámunalega leiðinlegur að margra mati. Kann það að hafa valdið nokkm um hversu yfir- borðskenndur fréttaflutningur- inn var. Flotastefna þessi er vissulega umdeild en ný er hún ekki. Fram- vamir hafa verið eitt af skil- greindum verkefnum Banda- ríkjaflota allt frá árinu 1947. 1 tíð stjórnar Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta hafa framlög til flotamála hins vegar verið stóraukin og áætlanir um fram- vamir verið skýrðar ítarlegar en áður. Sérfræðingar hafa deilt, og deila enn, um hvort þeim fjár- munum væri til að mynda betur varið til að styrkja landvarnir Vestur-Evrópu. Ennfremur greinir menn á um hvort flotinn stuðli að traustari fælingu, sem er horasteinn vamarstefnu Atl- antshafsbandalagsins. John Lehman, fyrrum flotamála- ráðherra Bandaríkjanna, tókst með ráðsnilld, útsjónarsemi og frekju að fá stjómina til að samþykkja áætlun hans um eflingu flotans. Raunar var þetta eitt af loforðum Reagans forseta í baráttunni fyrir forseta- kosningamar árið 1980. Flotinn hafði verið vanræktur í tíð Carter- stjómarinnar, tækjabúnaður var úr sér genginn, viðbúnaður í lágmarki og alvarleg agavandamál í röðum sjóliða. Á áttunda áratugnum dróg- ust framlög til flotamála saman um 22% að raunvirði. Þetta segir Leh- man vera „lengsta tímabil einhliða afvopnunar í sögu bandarísku þjóð- arinnar". í Víetnam-stríðinu réð bandaríski flotinn yfir rúmlega 1.000 herskipum en árið 1980 hafði þeim fækkað í 480 skip. 600 skipa flotinn John Lehman og aðstoðarmenn hans höfðu fullbúið áætlun um efl- ingu flotans er Reagan komst til valda. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að Bandaríkjafloti ráði yfir 600 skipum árið 1990. Samsetningu flotans verður breytt á þann veg að smíðuð verða þijú ný risastór flugvélamóðurskip og munu Banda- ríkjamenn ráða yfir 15 slíkum. Gert er ráð fyrir að 12 deildir flugmóður- skipa verði jafnan tiltækar en í hverri deild eru eitt flugvélamóður- skip, tvö beitiskip, fjórirtundurspill- ar og §órar freigátur. Áætlun Lehmans vakti mikla at- hygli og sérfræðingar hófu þegar að deila um réttmæti hennar. Ann- ars vegar hafa menn bent á að tími risastórra flugmóðurskipa sé í raun liðinn. Skipin séu auðveld skotmörk í nútímahernaði og því sé áhættan mikil ekki síst í ljósi þess að um borð eru 6.000 menn og yfírleitt 90 flugvélar. Fylgismenn þessarar skoðunar viðurkenna hins vegar að flugmóðurskip geti komið að notum ef óvissuástand skapast í einhveiju ríkja þriðja heimsins og þá geti minni og ódýrari skip gert sama gagn. Fylgismenn Lehman-áætlun- arinnar benda á að flugmóðurskipin geti staðist mjög harðar árásir auk þess sem gífurlega örar framfarir í loftvömum geri að verkum að óvinurinn komi tæpast skotum að þeim. Hafa þeir vísað til árásar Bandaríkjamanna á Líbýu máli sínu til stuðnings en þar var gífurlega fullkomnum tölvubúnaði beitt til að villa um fyrir óvinunum með mjög góðum árangri . Því hefur og verið haldið fram að fjármunum þessum væri betur varið til að efla land- og loftvamir Vestur-Evrópu. Formælendur þess- arar skoðunar benda á að átök við Sovétríkin séu þá og því aðeins hugsanleg að þau eygi möguleika á að sigra í stríði á þeim vígstöðv- um. Þeir hinir sömu segja að efling flotans til að mynda á norðurslóðum auki ekki á fælingarmátt heija Atl- antshafsbandalagsins og geti orðið til þess að raska vígbúnaðaijafn- væginu og stuðlað að spennu. John Mearsheimer, prófessor við háskól- ann í Chicago, hefur gagnrýnt flotastefnu Bandaríkjamanna og áætlanir um eflingu hans. Mears- heimer telur að sagan sýni að öflugur floti nægi ekki til þess að afstýra átökum með hefðbundnum vopnabúnaði. Hefur hann bent á að flotaveldi Breta hafí ekki getað komið í veg fyrir sókn Þjóðveija til vesturs á árum sfðari heimsstyijald- arinnar. Segir Mearsheimer að ástandið í Evrópu nú á dögum sé svipað og þá og mat Sovétmanna á vígstöðunni mótist fyrst og fremst af hugsanlegum sigrum á landi. Því eigi fælingin að miðast við að gera Sovétmönnum ókleift að hefja skyndiárás til vesturs. Á það er að benda að Mears- heimer gerir ráð fyrir meiriháttar átökum í Vestur-Evrópu þar sem beitt væri hefðbundnum vígbúnaði. Linton F. Brooks, fyrrum flotafor- ingi og núverandi starfsmaður Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, telur slík átök eingöngu hugsanleg eftir að alvarleg spenna hefur ríkt í alþjóðamálum. Brooks, sem sat ráðstefnuna í Hveragerði, sagði á fundi með íslenskum blaðamönnum í Menningarstofnun Bandaríkjanna að öflugur floti og skýr flotastefna væri einmitt til þess fallin að af- stýra stríði þar sem Sovétmönnum væri þar með gert ljóst að Banda- ríkjamenn hygðust ekki yfirgefa bandamenn sína í Vestur-Evrópu. Á óvissutímum gæti öflugur floti því fengið Sovétmenn til að falla frá áformum um skyndiárás til vest- urs og þar með styrkt fælingar- stefnu Atlantshafsbandalagsins og treyst vamir Vestur-Evrópu. I fljótu bragði kann að virðast svo sem þessi gagnrýni á flotastefn- una og uppbyggingu flotans eigi við nokkur rök að styðjast. Linton Brooks benti hins vegar á að §ár- veitingar Bandaríkjaþings til vamarmála væru ákaflega hverful fyrirbrigði. Eitt árið væri ákveðið að efla flotann á kostnað land- hersins og næsta ár væri flotinn vanræktur osfrv. Þetta hefði ýmsa örðugleika í för með sér en fullyrð- ingar um að öryggishagsmunir ríkja Vestur-Evrópu hefðu verið fyrir borð bomir ættu ekki við rök að styðjast eins og vera 300.000 bandarískra hermanna í álfunni væri skýlaust dæmi um. Mears- heimer virðist á hinn bóginn ganga að því sem vísu að flotinn verði tekinn fram yflr annan herafla Bandaríkjamanna í framtíðinni og þarfnast sú skoðun frekari rök- stuðnings. Á norðurslóðum Lehman og aðstoðarmenn hans gerðu einnig áætlun um öflugar flotavarnir á norðurslóðum á óvissu- og átakatímum. Samkvæmt henni munu þijú til fjögur flugvéla- móðurskip halda inn á Noregshaf ef spenna skapast og þar með draga víglínuna í norðri eins nálægt Sov- étríkjunum og frekast er kostur. Hlutverk þeirra verður þá að vama því að Sovétmenn nái flugvöllum í Norður-Noregi á sitt vald. Ef ekki tekst að lægja spennuna og átök blossa upp munu flugvélar heija Atlantshafsbandalagsins leggja til atlögu við árásarkafbáta Sovét- menn sem samkvæmt herfræði- kenningum verða þá á leið inn á Atlantshaf til að hindra sjóflutninga á birgðum og hergögnum yfír Atl- antshafið. Árásarkafbátar Banda- ríkjaflota sigla hins vegar í norður og freista þess að granda eldflaug- akafbátum Sovétmanna á Barents- hafí og í íshafinu og þeim árásarkafbátum sem falið verður að vemda þá. Það er skemmst frá að segja að hugmyndir þessar hafa verið mjög umdeildar allt frá því þær vom fyrst kynntar fyrir tæpum sjö árum. Flestar aðfinnslumar hafa verið herfræðilegs eðlis þ.e.a.s. hvort áætlunin sé raunhæf og fái staðist. Á sínum tíma fullyrtu sumir and- stæðingar Lehmans að tilgangurinn með áætlun þessari væri eingöngu sá að tryggja auknar fjárveitingar til flotamála. Voru Lehman og und- irmenn hans vændir um að hafa ekki fullmótaðar vamaráætlanir auk þess sem hugmyndimar um hlutverk flugmóðurskipanna vom sagðar óljósar og beinlínis hættu- legar. Hið rétta er að flotafor- ingjamir höfðu ekki kynnt hugmyndir sínar nægilega vel en á því hefur orðið mikil bragarbót og hefur fjöldi greina verið ritaður um efnið á síðustu ámm. Rétt að geta þess að fylgismenn framvama á norðurslóðum telja að aðeins á þann hátt geti Bandaríkja- menn haft í heiðri þær skuldbind- ingar sem þeir hafa tekið sér á hendur til vamar Noregi og raunar allri Vestur-Evrópu. Kom þetta skýrt fram á fundi blaðamanna með Linton F. Brooks, sem minnst var á hér að framan. Fjölmörg rök má færa fyrir þessari skoðun en skýr- ust em þau sem lúta að breytingum á flotastefnu Sovétmanna á undanf- ömum 20- 30 ámm og gríðarlegri vígvæðingu á Kóla-skaga og á her- stjómarsvæðinu umhverfís Len- ingrad. Umsvif Sovétflotans Á sjöunda áratugnum jukust umsvif flota Sovétmanna til muna. í upphafi var tilgangur flotans ein- göngu sá að veija ættlandið. I júlímánuði árið 1961 héldu Sovét- menn fyrst umfangsmiklar flotaæf- ingar á Noregshafi. Þær æfíngar urðu sífellt umfangsmeiri og varð ljóst að flotanum hafði verið fengið nýtt hlutverk utan hefðbundins vamarsvæðis síns. Á þessum ámm hófust reglulegar flotaæfíngar og færðist æfíngasvæðið sífellt lengra til suðurs og vesturs. Sovétmenn tóku að æfa gagnkafbátaaðgerðir og flugvélar tóku sífellt meiri þátt í æfíngunum. Aðgerðir Norðurflot- ans, Svartahafsflotans, Miðjarðar- hafsdeildarinnar og Eystrasaltsflot- ans vom samræmdar til þess að flotinn gæti látið til sín taka sem víðast. Viðbúnaðurinn í nágrenni Noregs var stóraukinn og varð mönnum þá ljóst mikilvægi þess að floti Bandaríkjamanna væri ávallt reiðubúinn til að grípa inn í væri öryggi landsins ógnað. Þetta varð til þess að Bandaríkjastjóm var beðin um að reisa birgðastöðvar í Noregi. Var þetta talið styrkja þá stefnu Norðmanna að heimila ekki erlendar herstöðvar á norskri gmnd þar eð stjórnvöldum gæfist meira ráðrúm til að meta stöðuna á ólg- utímum áður en kallað væri eftir aðstoð Bandaríkjamanna. Sumarið 1985 héldu Sovétmenn umfangsmiklar flotaæfíngar á haf- inu umhverfis Noreg. Mesta athygli vakti að landgöngusveitir tóku virk- ari þátt í æfingunum og var m.a. æfð landganga á Kóla-skaga þar sem staðhættir em svipaðir og í Norður-Noregi. Vakti þetta ugg í bijóstum Norðmanna því áður hafði verið látið nægja að draga land- göngupramma meðfram strönd Noregs. Auðvitað höfðu Norðmenn þá þegar gert sér ljóst að áhersla Sovétmanna á traustari vígstöðu í vestri og suðri miðaði að því að einangra landið á hættu- og átak- atímum og hindra birgðaflutninga sjóleiðina yfír Atlantshafíð en mörgum hraus hugur við_ auknum umsvifum Sovétflotans. í skýrslu norsku herstjómarinnar þetta sama ár kom fram að gríðarleg aukning herafla hafði átt sér stað á Kóla- skaga og á herstjómarsvæðinu umhverfis Leningrad undanfama tvo áratugina. Anders C. Sjaastad, þáverandi vamarmálaráðherra, sagði tölumar vera ógnvænlegar. Breyttar áherslur Norðmanna í desembermánuði árið 1985 rit- aði norskur flotaforingi Jan Inge- brigtsen að nafni grein í norska blaðið Aftenposten, sem þá þótti æði dirfskufull. Kvaðst Ingebrigts- en telja að viðbúnaður Norðmanna og Atlansthafsbandalagsins væri engan veginn nægjanlegur og því bæri Norðmönnum að fara þess á leit við Bandaríkjamenn að hluti Atlantshafsflota þeirra héldi uppi stöðugri gæslu á Noregshafi. Það er athyglivert að Ingebrigtsen við- urkenndi óhræddur, þvert ofan f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.